Samið um kjaraskerðingu í 4 ár? Kristófer Ingi Svavarsson skrifar 19. júní 2024 16:01 I Forystusveit Sameykis hefur samið við ríkið um kjarabreytingar næstu fjögur ár. Samningsdrögin voru kynnt trúnaðarmönnum stéttarfélagsins á net-fundi í morgun. Sérhver félagi á kost á því að kynna sér samninginn á Mínum síðum Sameykis og greiða atkvæði um þau. Atkvæðagreiðslan hófst klukkan 11 í dag, en lýkur klukkan 14 mánudaginn 24. júní. II. Í samningsdrögunum er sitthvað harla gott. Til að mynda virðist stytting vinnuvikunnar í 36 klukkustundir vera til frambúðar. Einnig eru hnýttir lausir endar. Þannig verða ákvæði um vaktaauka, orlofsrétt, matarhlé og ýmislegt fleira færð í skýrara horf og á allt að því skiljanlegt mál fyrir alþýðu manna. III. Á Landakoti, mínum vinnustað, hefur fólk borið sig illa yfir kjaraskerðingu frá því síðast var samið. Þetta er láglaunafólk, margt af því ungt að árum, sem ekki lætur sig einu sinni dreyma um að eignast þak yfir höfuðið. Verðbólga hefur geisað frá síðast var samið um "hófsama" hækkun á launum þessa fólks og skert kaupgetu þess til muna. Tíðar hækkanir stýrivaxta og aðrir verðbólguvaldar hafa fyrir löngu þurrkað út ávinningin af "hófseminni" síðustu og því átti þetta fólk von á að samið yrði nokkuð myndarlega næst. IV. En fjallið tók jóðsótt og það fæddist lítil mús! Laun eiga að hækka um litlar 23.750 krónur á mánuði í ár! Síðan um eitthvað svipað næstu 3 ár. Þessi "hækkun" bætir ekki nema smáræði af kjaraskerðingu síðustu ára. Þetta dugar varla fyrir nokkrum kílóum af ýsu eða þorski, fáeinum lítrum af bensíni og einum gallabuxum (í Costco). Ja, sveiattan!! "Hófsemin" verður varla meiri, auðmýktin og niðurlægingin! V. Og enn er samið til fjögurra ára. Í röðum hagfræðinga, og annarra hálaunaðra teknókrata, ríkis, atvinnurekenda og jafnvel stéttarfélaga, ber mikið á bjartsýni um að verðbólgan sé ýmist á undanhaldi, eða hún sé að hjaðna, hún sé jafnvel á niðurleið (bólga á niðurleið?). Enginn launþegi leggur trúnað á þetta hálaunaða atvinnuskraf "sérfæðinga." Alla grunar að þetta sé keyptur málflutningur! Engin verðbótaákvæði eru í samningnum en gengið út frá þeirri forsendu að stjórnvöld og aðrir atvinnurekendur vinni af einlægni að því að verðbólga hjaðni og vextir lækki. Mikil er trú þín maður! Hér eru fyrirvarar um "forsendubrest" og uppsögn samnings allt of langsóttir og torræðir. Og hver reiknar út verðbólgu? Þar virðist enginn hagfræðingur sammála um forsendur, svo þessi fyrirvari er meira skraut en öryggisráðstöfun. VI Með því að samþykkja þessi samnigsdrög myndu Sameykisfélagar lýsa yfir því að þeir hefðu velþóknun á kjaraskerðingu næstliðinna ára og vafra inní nýja fjögurra ára verðbólguþoku! Því væri ég næsta samviskulaus mannleysa ef ég mælti með samþykkt þeirra. Höfundur er trúnaðarmaður Sameykis á Landakoti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristófer Ingi Svavarsson Kjaramál Stéttarfélög Landspítalinn Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Sjá meira
I Forystusveit Sameykis hefur samið við ríkið um kjarabreytingar næstu fjögur ár. Samningsdrögin voru kynnt trúnaðarmönnum stéttarfélagsins á net-fundi í morgun. Sérhver félagi á kost á því að kynna sér samninginn á Mínum síðum Sameykis og greiða atkvæði um þau. Atkvæðagreiðslan hófst klukkan 11 í dag, en lýkur klukkan 14 mánudaginn 24. júní. II. Í samningsdrögunum er sitthvað harla gott. Til að mynda virðist stytting vinnuvikunnar í 36 klukkustundir vera til frambúðar. Einnig eru hnýttir lausir endar. Þannig verða ákvæði um vaktaauka, orlofsrétt, matarhlé og ýmislegt fleira færð í skýrara horf og á allt að því skiljanlegt mál fyrir alþýðu manna. III. Á Landakoti, mínum vinnustað, hefur fólk borið sig illa yfir kjaraskerðingu frá því síðast var samið. Þetta er láglaunafólk, margt af því ungt að árum, sem ekki lætur sig einu sinni dreyma um að eignast þak yfir höfuðið. Verðbólga hefur geisað frá síðast var samið um "hófsama" hækkun á launum þessa fólks og skert kaupgetu þess til muna. Tíðar hækkanir stýrivaxta og aðrir verðbólguvaldar hafa fyrir löngu þurrkað út ávinningin af "hófseminni" síðustu og því átti þetta fólk von á að samið yrði nokkuð myndarlega næst. IV. En fjallið tók jóðsótt og það fæddist lítil mús! Laun eiga að hækka um litlar 23.750 krónur á mánuði í ár! Síðan um eitthvað svipað næstu 3 ár. Þessi "hækkun" bætir ekki nema smáræði af kjaraskerðingu síðustu ára. Þetta dugar varla fyrir nokkrum kílóum af ýsu eða þorski, fáeinum lítrum af bensíni og einum gallabuxum (í Costco). Ja, sveiattan!! "Hófsemin" verður varla meiri, auðmýktin og niðurlægingin! V. Og enn er samið til fjögurra ára. Í röðum hagfræðinga, og annarra hálaunaðra teknókrata, ríkis, atvinnurekenda og jafnvel stéttarfélaga, ber mikið á bjartsýni um að verðbólgan sé ýmist á undanhaldi, eða hún sé að hjaðna, hún sé jafnvel á niðurleið (bólga á niðurleið?). Enginn launþegi leggur trúnað á þetta hálaunaða atvinnuskraf "sérfæðinga." Alla grunar að þetta sé keyptur málflutningur! Engin verðbótaákvæði eru í samningnum en gengið út frá þeirri forsendu að stjórnvöld og aðrir atvinnurekendur vinni af einlægni að því að verðbólga hjaðni og vextir lækki. Mikil er trú þín maður! Hér eru fyrirvarar um "forsendubrest" og uppsögn samnings allt of langsóttir og torræðir. Og hver reiknar út verðbólgu? Þar virðist enginn hagfræðingur sammála um forsendur, svo þessi fyrirvari er meira skraut en öryggisráðstöfun. VI Með því að samþykkja þessi samnigsdrög myndu Sameykisfélagar lýsa yfir því að þeir hefðu velþóknun á kjaraskerðingu næstliðinna ára og vafra inní nýja fjögurra ára verðbólguþoku! Því væri ég næsta samviskulaus mannleysa ef ég mælti með samþykkt þeirra. Höfundur er trúnaðarmaður Sameykis á Landakoti.
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar