Það sem er satt og rétt um kolefnisbindingu í hafi og Running Tide Kristinn Árni L. Hróbjartsson skrifar 19. júní 2024 18:00 Kolefnisbinding á hafi og landi eru mikilvæg tól í baráttunni við loftlagsvandann. Þær lausnir eiga að koma til viðbótar miklum og hröðum samdrætti í losun. En sökum þess hve hægt það gengur að draga úr losun, eykst nauðsyn fyrir kolefnisbindingu. Aðalritari Sameinuðu þjóðanna, Antonio Guterres, kallaði fyrr í þessum mánuði eftir því að vísindafólk og verkfræðingar einbeittu sér að þróun aðferða til varanlegrar bindingar kolefnis, og hvatti stjórnvöld heimsins til að styðja við þau verkefni. Kolefnisbinding í hafi er af mörgum - þar með talið milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál (IPCC) - talin vera ein af þeim leiðum sem náð getur mestum árangri þegar kemur að bindingu. En aðferðirnar sem vísindamenn hafa sett fram kenningar um þarf að rannsaka, þróa, og sannreyna, á sama tíma og möguleg umhverfisáhrif eru metin og rannsökuð vel, til að hægt sé að taka ákvarðanir síðar um hvort, hvenær, og hvernig eigi að skala upp varanlega kolefnisbindingu í hafi. Það sem er þó kristaltært, er að mikil varanleg binding er nauðsynlegt tól í verkfærakistu okkar í baráttunni við loftslagsvána. Vegna nýlegrar umræðu um kolefnisbindingu í hafi og rannsóknir okkar hjá Running Tide viljum við koma nokkrum staðreyndum á framfæri og leiðrétta eftirfarandi rangfærslur: a) Að aðferðir okkar leiði ekki til varanlegrar kolefnisbindingar. b) Að enginn óháður aðili eða vísindafólk hafi rýnt aðferðirnar. c) Að um einhverskonar óheiðarlega gróðastarfsemi sé að ræða. d) Að við höfum lagt okkur fram við að losna undan eftirliti. e) Að þær einingar sem við afhendum til styrktaraðila veiti heimild til aukinnar losunar. Ekkert af þessu er rétt. Gagnrýni á verkefnið byggir að miklu leyti á misskilningi um markmið þess. Markmið okkar var að þróa og rannsaka aðferð við kolefnisbindingu í hafi sem nýtir sér náttúrulegar aðferðir hafsins sem nú þegar binda kolefni í miklum mæli. Running Tide fékk leyfi til að fleyta samtals 50 þúsund tonnum í heild á fjögurra ára tímabili, og framkvæmdi síðasta sumar 15 tilraunafleytingar með samtals um 19 þús tonn af efni. Þessar tilraunir voru hluti af rannsóknaráætlun sem legið hefur fyrir hjá leyfisveitenda og stofnunum frá haustmánuðum 2022, sem og opinberlega á vefsvæði félagsins. Markmið tilraunanna var að rannsaka og þróa grunninn að aðferðinni og snerist um að spá fyrir um afdrif efnis, fleyta efni, fylgjast með efninu og hvar það endar, og þróa og prófa mælingar- og greiningaraðferðir til þess að meta og greina kolefnisbindingu. Fleytingunum var dreift yfir mismunandi svæði, á mismunandi tímum í mismunandi veðrum og gögnin nýtt til að rannsaka og þróa aðferðir til að spá fyrir um og skilja afdrif efnisins. Það er grundvöllur áframhaldandi rannsókna og þróunar að skilja hvernig efnið hagar sér og hvar það endar. Aldrei stóð til að sökkva 50 þúsund tonnum af kurli á þessu ári enda hefði það ekki rúmast innan leyfisins. Aðferðir okkar og fyrirætlanir voru rýndar af fjölmörgum, óháðum aðilum, og byggja á traustum vísindalegum grunni. Aðferðafræðin var rýnd af yfir 50 félögum og einstaklingum, þar með talið vísindafólki, óháðum rannsóknarsetrum, ráðgjafafyrirtækjum, sem og óháðu vísindaráðgjafaráði Running Tide. Þá framkvæmdu óháðir ráðgjafar yfirferð til samræmis við ISO-14064-2 sem er alþjóðlegur staðall um kolefnisbindingarverkefni. Óháð vísinda og tæknifólk yfirfór gögn um bindinguna fyrir hönd styrktaraðila félagsins áður en bindingin var samþykkt. Einn hópurinn komst þannig að orði: Running Tide provided sufficient, compelling evidence that they successfully removed 600 net tons at a durability between 250 and 700 years. Rannsóknin og aðferðin var hönnuð til að lágmarka umhverfisáhrif eftir ítarlega greiningu á mögulegum hliðaráhrifum. Greiningar á mögulegum áhrifum - sem hafa fengið yfirferð frá óháðum aðilum - lágu til grundvallar hönnunar aðferðarinnar. Litlar einingar og mikil dreifing efnis lágmarkar neikvæð áhrif en hámarkar jákvæð - bindinguna. Allt timbur sem var fleytt var vottað af þriðja aðila samkvæmt alþjóðlegum stöðlum. Þau basísku efni sem við notuðum voru annars vegar íslenskur mulinn skeljasandur, og hins vegar kalksteinsefni sem eru notuð í landbúnaði. Þá bendir óháð greining m.a. frá norsku hafrannsóknarstofnunni NIVA að það magn kolefnis sem sökkt var sé meira en 100-falt innan öryggismarka. Running Tide kærði ákvörðun Umhverfisstofnunar um að rannsóknir okkar teldust varp, til að fá rannsóknir, þróun og kolefnisbindingu í hafi viðurkennda sem lögmætan tilgang. Á engum tímapunkti snerist kæran um að losna undan eftirliti, og getum við heilshugar tekið undir að meira eftirlit hefði verið betra. Við gerðum það sem við gátum - deildum gögnum með stofnunum innanlands og á vefsvæði okkar, með það að markmiði að vera eins gagnsæ og hægt er. Þær rannsóknir sem við stunduðum á Íslandi og þeir styrkir sem við þáðum enduðu ekki í neinum hagnaði. Styrkirnir frá þeim sem fengu valkvæðar einingar náðu yfir einn þriðja kostnaðar við tilraunirnar, og var restin af uppbyggingunni, laununum, þjónustukaupunum og öðru, sem hleypur á nokkrum milljörðum króna, fjármögnuð með öðrum styrkjum og fjármagni frá loftslagsfjárfestum. Fyrirtækið Shopify fékk engar losunarheimildir út á sinn styrk. Markmiðið var að grósetja þörunga og nýta timbrið sem undirlag til vaxtar og viðgangs. Okkar rannsóknir og þróun á þörungarækt var á góðu skriði, og náðum við fyrst í fyrra og aftur nú í sumar að sýna fram á þörungavöxt á rúmsjó - sem margir hafa talið illmögulegt. Næsti fasi verkefnisins, sem áætlaður var sumarið 2025, var að grósetja timbur og fleyta á sjó. Þannig hefðum við náð þeim markmiðum sem fram komu í umsókn okkar um leyfið. En sökum ástæðna ótengdum okkar rannsóknar- og þróunarstarfi á Íslandi, náðist ekki að fjármagna áframhaldandi þróun, og þurfum við því að vinda ofan af starfseminni, sem við munum gera á sama heiðarlega og faglega hátt og við teljum okkur hafa unnið að þróuninni á aðferðum okkar. Ekkert er eðlilegra en upplýst og gagnrýnin umræða um mögulegar aðgerðir til mótvægis við loftslagsvána. Þegar kolefnisbinding, í hvaða formi sem hún er, verður sköluð upp þá mun það hafa áhrif á okkur öll. Við höfum gert okkar besta til að þróa slíka aðferð og þó svo að okkar starfi ljúki nú þá munu gögnin nýtast öðrum sem halda þessari vegferð áfram. Höfundur er framkvæmdastjóri Running Tide á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Halldór 11.01.2025 Halldór Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Kolefnisbinding á hafi og landi eru mikilvæg tól í baráttunni við loftlagsvandann. Þær lausnir eiga að koma til viðbótar miklum og hröðum samdrætti í losun. En sökum þess hve hægt það gengur að draga úr losun, eykst nauðsyn fyrir kolefnisbindingu. Aðalritari Sameinuðu þjóðanna, Antonio Guterres, kallaði fyrr í þessum mánuði eftir því að vísindafólk og verkfræðingar einbeittu sér að þróun aðferða til varanlegrar bindingar kolefnis, og hvatti stjórnvöld heimsins til að styðja við þau verkefni. Kolefnisbinding í hafi er af mörgum - þar með talið milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál (IPCC) - talin vera ein af þeim leiðum sem náð getur mestum árangri þegar kemur að bindingu. En aðferðirnar sem vísindamenn hafa sett fram kenningar um þarf að rannsaka, þróa, og sannreyna, á sama tíma og möguleg umhverfisáhrif eru metin og rannsökuð vel, til að hægt sé að taka ákvarðanir síðar um hvort, hvenær, og hvernig eigi að skala upp varanlega kolefnisbindingu í hafi. Það sem er þó kristaltært, er að mikil varanleg binding er nauðsynlegt tól í verkfærakistu okkar í baráttunni við loftslagsvána. Vegna nýlegrar umræðu um kolefnisbindingu í hafi og rannsóknir okkar hjá Running Tide viljum við koma nokkrum staðreyndum á framfæri og leiðrétta eftirfarandi rangfærslur: a) Að aðferðir okkar leiði ekki til varanlegrar kolefnisbindingar. b) Að enginn óháður aðili eða vísindafólk hafi rýnt aðferðirnar. c) Að um einhverskonar óheiðarlega gróðastarfsemi sé að ræða. d) Að við höfum lagt okkur fram við að losna undan eftirliti. e) Að þær einingar sem við afhendum til styrktaraðila veiti heimild til aukinnar losunar. Ekkert af þessu er rétt. Gagnrýni á verkefnið byggir að miklu leyti á misskilningi um markmið þess. Markmið okkar var að þróa og rannsaka aðferð við kolefnisbindingu í hafi sem nýtir sér náttúrulegar aðferðir hafsins sem nú þegar binda kolefni í miklum mæli. Running Tide fékk leyfi til að fleyta samtals 50 þúsund tonnum í heild á fjögurra ára tímabili, og framkvæmdi síðasta sumar 15 tilraunafleytingar með samtals um 19 þús tonn af efni. Þessar tilraunir voru hluti af rannsóknaráætlun sem legið hefur fyrir hjá leyfisveitenda og stofnunum frá haustmánuðum 2022, sem og opinberlega á vefsvæði félagsins. Markmið tilraunanna var að rannsaka og þróa grunninn að aðferðinni og snerist um að spá fyrir um afdrif efnis, fleyta efni, fylgjast með efninu og hvar það endar, og þróa og prófa mælingar- og greiningaraðferðir til þess að meta og greina kolefnisbindingu. Fleytingunum var dreift yfir mismunandi svæði, á mismunandi tímum í mismunandi veðrum og gögnin nýtt til að rannsaka og þróa aðferðir til að spá fyrir um og skilja afdrif efnisins. Það er grundvöllur áframhaldandi rannsókna og þróunar að skilja hvernig efnið hagar sér og hvar það endar. Aldrei stóð til að sökkva 50 þúsund tonnum af kurli á þessu ári enda hefði það ekki rúmast innan leyfisins. Aðferðir okkar og fyrirætlanir voru rýndar af fjölmörgum, óháðum aðilum, og byggja á traustum vísindalegum grunni. Aðferðafræðin var rýnd af yfir 50 félögum og einstaklingum, þar með talið vísindafólki, óháðum rannsóknarsetrum, ráðgjafafyrirtækjum, sem og óháðu vísindaráðgjafaráði Running Tide. Þá framkvæmdu óháðir ráðgjafar yfirferð til samræmis við ISO-14064-2 sem er alþjóðlegur staðall um kolefnisbindingarverkefni. Óháð vísinda og tæknifólk yfirfór gögn um bindinguna fyrir hönd styrktaraðila félagsins áður en bindingin var samþykkt. Einn hópurinn komst þannig að orði: Running Tide provided sufficient, compelling evidence that they successfully removed 600 net tons at a durability between 250 and 700 years. Rannsóknin og aðferðin var hönnuð til að lágmarka umhverfisáhrif eftir ítarlega greiningu á mögulegum hliðaráhrifum. Greiningar á mögulegum áhrifum - sem hafa fengið yfirferð frá óháðum aðilum - lágu til grundvallar hönnunar aðferðarinnar. Litlar einingar og mikil dreifing efnis lágmarkar neikvæð áhrif en hámarkar jákvæð - bindinguna. Allt timbur sem var fleytt var vottað af þriðja aðila samkvæmt alþjóðlegum stöðlum. Þau basísku efni sem við notuðum voru annars vegar íslenskur mulinn skeljasandur, og hins vegar kalksteinsefni sem eru notuð í landbúnaði. Þá bendir óháð greining m.a. frá norsku hafrannsóknarstofnunni NIVA að það magn kolefnis sem sökkt var sé meira en 100-falt innan öryggismarka. Running Tide kærði ákvörðun Umhverfisstofnunar um að rannsóknir okkar teldust varp, til að fá rannsóknir, þróun og kolefnisbindingu í hafi viðurkennda sem lögmætan tilgang. Á engum tímapunkti snerist kæran um að losna undan eftirliti, og getum við heilshugar tekið undir að meira eftirlit hefði verið betra. Við gerðum það sem við gátum - deildum gögnum með stofnunum innanlands og á vefsvæði okkar, með það að markmiði að vera eins gagnsæ og hægt er. Þær rannsóknir sem við stunduðum á Íslandi og þeir styrkir sem við þáðum enduðu ekki í neinum hagnaði. Styrkirnir frá þeim sem fengu valkvæðar einingar náðu yfir einn þriðja kostnaðar við tilraunirnar, og var restin af uppbyggingunni, laununum, þjónustukaupunum og öðru, sem hleypur á nokkrum milljörðum króna, fjármögnuð með öðrum styrkjum og fjármagni frá loftslagsfjárfestum. Fyrirtækið Shopify fékk engar losunarheimildir út á sinn styrk. Markmiðið var að grósetja þörunga og nýta timbrið sem undirlag til vaxtar og viðgangs. Okkar rannsóknir og þróun á þörungarækt var á góðu skriði, og náðum við fyrst í fyrra og aftur nú í sumar að sýna fram á þörungavöxt á rúmsjó - sem margir hafa talið illmögulegt. Næsti fasi verkefnisins, sem áætlaður var sumarið 2025, var að grósetja timbur og fleyta á sjó. Þannig hefðum við náð þeim markmiðum sem fram komu í umsókn okkar um leyfið. En sökum ástæðna ótengdum okkar rannsóknar- og þróunarstarfi á Íslandi, náðist ekki að fjármagna áframhaldandi þróun, og þurfum við því að vinda ofan af starfseminni, sem við munum gera á sama heiðarlega og faglega hátt og við teljum okkur hafa unnið að þróuninni á aðferðum okkar. Ekkert er eðlilegra en upplýst og gagnrýnin umræða um mögulegar aðgerðir til mótvægis við loftslagsvána. Þegar kolefnisbinding, í hvaða formi sem hún er, verður sköluð upp þá mun það hafa áhrif á okkur öll. Við höfum gert okkar besta til að þróa slíka aðferð og þó svo að okkar starfi ljúki nú þá munu gögnin nýtast öðrum sem halda þessari vegferð áfram. Höfundur er framkvæmdastjóri Running Tide á Íslandi.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun