Sanngjarnt lífeyriskerfi: Áframhaldandi óréttlæti handa þeim sem fá skertar lífeyrisgreiðslur vegna fjármagnstekna maka Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar 20. júní 2024 14:01 Um þessar mundir liggur fyrir Alþingi frumvarp til breytingar á lögum um almannatryggingar. Yfirlýst markmið frumvarpsins er að búa til einfaldara og réttlátara örorkulífeyriskerfi. Margt hefur verið skrifað um frumvarpið og deila má um hvort markmiðinu verði náð. Í öllu falli er þó ljóst að sá hópur sem býr við það misrétti sem felst í skerðingu lífeyris almannatrygginga vegna fjármagnstekna maka þarf áfram að bíða eftir réttlætinu. Er hér vísað til þeirrar reglu sem finna má í 6. mgr. 30. gr. laga um almannatryggingar, varðandi örorkulífeyrisþega en 5. mgr. 22. gr. laganna varðandi ellilífeyrisþega. Ákvæðið er svohljóðandi: „Tekjur maka greiðsluþega hafa ekki áhrif á útreikning greiðslna. Þó skulu fjármagnstekjur skiptast til helminga milli hjóna við útreikning greiðslna. Skiptir ekki máli hvort hjónanna er eigandi þeirra eigna sem mynda tekjurnar eða hvort um séreign eða hjúskapareign er að ræða.“ Með öðrum orðum felur ákvæðið í sér að ef maki lífeyrisþega nýtur fjármagnstekna, kemur helmingur þeirra tekna til skerðingar greiðslna almannatrygginga til lífeyrisþegans. Er framangreint óháð því hvort umræddar fjármagnstekjur teljist til séreignar makans, þ.e. að tekjurnar tilheyri maka örorkulífeyrisþegans og verði ekki hjónaeign, t.d. vegna fyrirmæla erfðaskrár eða kaupmála. Til skýringar má ímynda sér hjónin Önnu og Jón. Anna varð öryrki 40 ára í kjölfar veikinda og einu tekjur hennar eru greiðslur frá Tryggingarstofnun ríkisins. Jón erfði hlutabréf frá móður sinni og nýtur að meðaltali 1.000.000,- kr. fjármagnstekna á mánuði. Fjármagnstekjurnar eru séreign Jóns og eru því ekki hjúskapareign. Eftir sem áður er helmingurinn af fjármagnstekjum Jóns, 500.000 krónur, taldar til fjármagnstekna Önnu. Samkvæmt reiknivél Tryggingastofnunar leiðir þetta til þess að Anna fær aðeins 81.940,-kr. í greiðslur frá Tryggingastofnun á mánuði. Eðli málsins samkvæmt duga 81.940,- krónur ekki fyrir framfærslu Önnu og er hún því háð því að Jón tryggi henni framfærslu. Eftir því sem fjármagnstekjur Jóns færu hækkandi féllu greiðslur til Önnu alfarið niður. Líkt og réttilega hefur verið bent á leiðir framangreint til verulegs valdaójafnvægis í sambandi aðila. Lífeyrisþeginn hefur þannig enga möguleika til þess að tryggja sér fjárhagslegt sjálfstæði. Viðkomandi lífeyrisþegi hefur ekki heldur sömu möguleika á að taka fjárhagslegan þátt í heimilishaldinu, en framangreint getur bæði komið niður á sjálfsmynd einstaklingsins og hjónabandinu sjálfu. Þessi skortur á fjárhagslegu sjálfstæði getur jafnframt gert lífeyrisþeganum verulega erfitt fyrir að slíta sambandinu. Í sinni verstu mynd ógnar þessi skortur á fjárhagslegu sjálfstæði velferð og öryggi lífeyrisþegans. Núverandi fyrirkomulag skapar kjöraðstæður fyrir fjárhagslegt ofbeldi til þess að grassera jafnt og að gera lífeyrisþegum í ofbeldissambandi verulega erfitt fyrir að slíta sig úr því. Óskiljanlegt er að slíkt fyrirkomulag sé enn við lýði árið 2024 og hluti af frumvarpi til nýrra laga. Reglan er þó ekki aðeins óskiljanleg og ósanngjörn heldur er hún jafnframt illsamræmanleg stjórnarskrá Íslands og þeim mannréttindaskuldbindingum sem Ísland hefur undirgengist. Þeim lífeyrisþegum sem um ræðir er ekki tryggður sá lágmarksréttur til félagslegrar aðstoðar sem að 76. gr. stjórnarskrárinnar mælir fyrir um eða gert kleift að njóta þeirra mannréttinda til jafns við aðra í samræmi við fyrirmæli 65. gr. stjórnarskrárinnar. Við núverandi aðstæður ræður tegund tekna maka lífeyrisþega þannig hvort stjórnarskrárbundin réttindi hans séu tryggð. Er framangreint í brýnni andstöðu við stefnumarkandi dóm Hæstaréttar Íslands í máli nr. 125/2000 (oft nefndur „öryrkjadómur“), þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að skerðingar lífeyris almannatrygginga vegna atvinnutekna maka brytu gegn framangreindum ákvæðum stjórnarskrárinnar um félagslega aðstoð og jafnræði og þeirri aðalreglu íslensks réttar, að réttur einstaklinga til greiðslna úr opinberum sjóðum skyldi vera án tillits til tekna maka. Ljóst er jafnframt að reglan kemur verr niður á konum en körlum og felst þannig í henni óbein mismunun í andstöðu við 65. gr. stjórnarskrárinnar og lög um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna. Síðast en ekki síst samrýmist reglan afar illa skuldbindingum íslenska ríkisins á grundvelli samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Samningurinn byggir enda á þeim grunni að tryggja samfélagsþátttöku fatlaðs fólks til jafns við aðra, sjálfræði, sjálfstæði og mannlega reisn, m.a. með því að tryggja viðunandi lífskjör og félagslega vernd. Jafnt er framangreint ósamrýmanlegt þeim jafnréttisgildum sem samningurinn hvílir á og þeim veruleika sem samningurinn viðurkennir, að fatlaðar konur eigi í mun meiri hættu á að verða fyrir ofbeldi innan veggja heimilisins og í nánum samböndum, sem og skyldum íslenska ríkisins til þess að sporna gegn slíku ofbeldi, sbr. ákvæðum samningsins. Brýnt er þessi hópur verði ekki látin bíða lengur eftir réttlætinu. Skorað er á Alþingi að uppræta þetta misrétti og tryggja lífeyrisþegum sanngjarna framfærsluaðstoð, óháð tekjum maka. Höfundur er formaður ÖBÍ réttindasamtaka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lífeyrissjóðir Tryggingar Alþingi Mest lesið Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Sjá meira
Um þessar mundir liggur fyrir Alþingi frumvarp til breytingar á lögum um almannatryggingar. Yfirlýst markmið frumvarpsins er að búa til einfaldara og réttlátara örorkulífeyriskerfi. Margt hefur verið skrifað um frumvarpið og deila má um hvort markmiðinu verði náð. Í öllu falli er þó ljóst að sá hópur sem býr við það misrétti sem felst í skerðingu lífeyris almannatrygginga vegna fjármagnstekna maka þarf áfram að bíða eftir réttlætinu. Er hér vísað til þeirrar reglu sem finna má í 6. mgr. 30. gr. laga um almannatryggingar, varðandi örorkulífeyrisþega en 5. mgr. 22. gr. laganna varðandi ellilífeyrisþega. Ákvæðið er svohljóðandi: „Tekjur maka greiðsluþega hafa ekki áhrif á útreikning greiðslna. Þó skulu fjármagnstekjur skiptast til helminga milli hjóna við útreikning greiðslna. Skiptir ekki máli hvort hjónanna er eigandi þeirra eigna sem mynda tekjurnar eða hvort um séreign eða hjúskapareign er að ræða.“ Með öðrum orðum felur ákvæðið í sér að ef maki lífeyrisþega nýtur fjármagnstekna, kemur helmingur þeirra tekna til skerðingar greiðslna almannatrygginga til lífeyrisþegans. Er framangreint óháð því hvort umræddar fjármagnstekjur teljist til séreignar makans, þ.e. að tekjurnar tilheyri maka örorkulífeyrisþegans og verði ekki hjónaeign, t.d. vegna fyrirmæla erfðaskrár eða kaupmála. Til skýringar má ímynda sér hjónin Önnu og Jón. Anna varð öryrki 40 ára í kjölfar veikinda og einu tekjur hennar eru greiðslur frá Tryggingarstofnun ríkisins. Jón erfði hlutabréf frá móður sinni og nýtur að meðaltali 1.000.000,- kr. fjármagnstekna á mánuði. Fjármagnstekjurnar eru séreign Jóns og eru því ekki hjúskapareign. Eftir sem áður er helmingurinn af fjármagnstekjum Jóns, 500.000 krónur, taldar til fjármagnstekna Önnu. Samkvæmt reiknivél Tryggingastofnunar leiðir þetta til þess að Anna fær aðeins 81.940,-kr. í greiðslur frá Tryggingastofnun á mánuði. Eðli málsins samkvæmt duga 81.940,- krónur ekki fyrir framfærslu Önnu og er hún því háð því að Jón tryggi henni framfærslu. Eftir því sem fjármagnstekjur Jóns færu hækkandi féllu greiðslur til Önnu alfarið niður. Líkt og réttilega hefur verið bent á leiðir framangreint til verulegs valdaójafnvægis í sambandi aðila. Lífeyrisþeginn hefur þannig enga möguleika til þess að tryggja sér fjárhagslegt sjálfstæði. Viðkomandi lífeyrisþegi hefur ekki heldur sömu möguleika á að taka fjárhagslegan þátt í heimilishaldinu, en framangreint getur bæði komið niður á sjálfsmynd einstaklingsins og hjónabandinu sjálfu. Þessi skortur á fjárhagslegu sjálfstæði getur jafnframt gert lífeyrisþeganum verulega erfitt fyrir að slíta sambandinu. Í sinni verstu mynd ógnar þessi skortur á fjárhagslegu sjálfstæði velferð og öryggi lífeyrisþegans. Núverandi fyrirkomulag skapar kjöraðstæður fyrir fjárhagslegt ofbeldi til þess að grassera jafnt og að gera lífeyrisþegum í ofbeldissambandi verulega erfitt fyrir að slíta sig úr því. Óskiljanlegt er að slíkt fyrirkomulag sé enn við lýði árið 2024 og hluti af frumvarpi til nýrra laga. Reglan er þó ekki aðeins óskiljanleg og ósanngjörn heldur er hún jafnframt illsamræmanleg stjórnarskrá Íslands og þeim mannréttindaskuldbindingum sem Ísland hefur undirgengist. Þeim lífeyrisþegum sem um ræðir er ekki tryggður sá lágmarksréttur til félagslegrar aðstoðar sem að 76. gr. stjórnarskrárinnar mælir fyrir um eða gert kleift að njóta þeirra mannréttinda til jafns við aðra í samræmi við fyrirmæli 65. gr. stjórnarskrárinnar. Við núverandi aðstæður ræður tegund tekna maka lífeyrisþega þannig hvort stjórnarskrárbundin réttindi hans séu tryggð. Er framangreint í brýnni andstöðu við stefnumarkandi dóm Hæstaréttar Íslands í máli nr. 125/2000 (oft nefndur „öryrkjadómur“), þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að skerðingar lífeyris almannatrygginga vegna atvinnutekna maka brytu gegn framangreindum ákvæðum stjórnarskrárinnar um félagslega aðstoð og jafnræði og þeirri aðalreglu íslensks réttar, að réttur einstaklinga til greiðslna úr opinberum sjóðum skyldi vera án tillits til tekna maka. Ljóst er jafnframt að reglan kemur verr niður á konum en körlum og felst þannig í henni óbein mismunun í andstöðu við 65. gr. stjórnarskrárinnar og lög um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna. Síðast en ekki síst samrýmist reglan afar illa skuldbindingum íslenska ríkisins á grundvelli samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Samningurinn byggir enda á þeim grunni að tryggja samfélagsþátttöku fatlaðs fólks til jafns við aðra, sjálfræði, sjálfstæði og mannlega reisn, m.a. með því að tryggja viðunandi lífskjör og félagslega vernd. Jafnt er framangreint ósamrýmanlegt þeim jafnréttisgildum sem samningurinn hvílir á og þeim veruleika sem samningurinn viðurkennir, að fatlaðar konur eigi í mun meiri hættu á að verða fyrir ofbeldi innan veggja heimilisins og í nánum samböndum, sem og skyldum íslenska ríkisins til þess að sporna gegn slíku ofbeldi, sbr. ákvæðum samningsins. Brýnt er þessi hópur verði ekki látin bíða lengur eftir réttlætinu. Skorað er á Alþingi að uppræta þetta misrétti og tryggja lífeyrisþegum sanngjarna framfærsluaðstoð, óháð tekjum maka. Höfundur er formaður ÖBÍ réttindasamtaka.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun