Ekki gera þessi mistök í sumarfríinu! Ólafía Sigurjónsdóttir skrifar 11. júlí 2024 10:02 Á þeim allt of mörgu klukkutímum sem ég hef eytt í að skoða samfélagsmiðla og fréttasíður síðustu ár, hef ég tekið eftir því hvað óskaplega margir hafa áhyggjur af því að ég geri mistök. Ég var núna síðast að leita að einhverju sniðugu til að gera í næstu utanlandsferð með fjölskyldunni og fann allskonar góð meðmæli með veitingastöðum og fallega staði til að heimsækja, en inn á milli er öskrað með hástöfum: „Ekki gera þessi mistök þegar þú ferð til …“ Svona lagað grípur örugglega marga, því hver vill gera mistök á ferðalagi sem á að vera vel heppnað og skemmtilegt? Best að forðast það. Þetta virkar greinilega það vel að þegar slegið er inn “ekki gera þessi mistök” á Google kemur röð af fyrirsögnum: „Ekki gera þessi mistök þegar þú planar sumarfríið, á skemmtiferðaskipi, þegar þú tannburstar þig, í húðumhirðu!“ Sú hugmynd að forðast mistök er aðlaðandi, lífið hlýtur að vera betra og skemmtilegra án mistaka. En hvað gerist þegar lífið fer að snúast um að forðast mistök? Þá þarf að ofhugsa og plana í smáatriðum hvert einasta skref, skoða matseðilinn áður en maður fer á veitingastaðinn, skoða leiðina á Google maps áður en maður leggur af stað, skoða 10 myndbönd á YouTube áður en maður reynir losa stífluna í baðvaskinum. Þegar við gerum þessa hluti þá lærum við gjarnan eitthvað nýtt eða finnum leið til að leysa vandamál og því fylgir oft góð tilfinning, tilfinningin sem fylgir því að vera með hlutina á hreinu. En þessi tilfinning endist oft ekki lengi því oft koma efasemdir og óvissa því veruleikinn fylgir sjaldnast plani. Rörin undir vaskinum eru öðruvísi en hjá gæjanum í Texas sem gerði YouTube myndbandið eða það er allt of heitt til að eyða deginum í útivist á Majorca eins og planið sagði til um. Það er nefnilega engin ein rétt leið, eitt rétt svar eða gulltryggð leið til að forðast mistök hvort sem það er við tannburstun eða í að plana sumarfríið. Ofhugsun og leit að hugsanlegum vandamálum getur tekið mikinn tíma og skapar oft óþarfa kvíða og áhyggjur af hlutum sem gjarnan leysast þegar á hólminn er komið. Hegðun okkar hefur áhrif á upplifun okkar af því verkefni sem við stöndum frammi fyrir og einnig hvernig við upplifum okkar eigin getu og færni til að leysa þau. Þegar við ofhugsum, ofurplönum og leitum ráða í óhófi, erum við í raun að senda sjálfum okkur þau skilaboð að við séum ekki nægilega fær til að ráða fram úr þessum hlutum upp á eigin spýtur. Þetta getur svo smám saman grafið undan sjálfstraustinu og ýtt undir meiri kvíða. Það er því ágætt að doka við þegar hvötin til að gúggla og leita fleiri ráða frá YouTube eða Google og prófa að taka sénsinn á mistökum. Þegar við treystum Google og YouTube betur en okkar eigin hyggjuviti förum líka við á mis við verðmæt mistök og reddingarnar sem kenna manni svo margt. Svo er það líka merkilegt hvernig klúðrið og óvæntu beygjurnar á ferðalögunum er stundum það sem býr til skemmtilegustu ferðasögurnar. Höfundur er sálfræðingur á Kvíðaklíníkinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Ferðalög Mest lesið Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir skrifar Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal skrifar Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar Skoðun VR Chairman Elections Have Begun – Your Vote Matters! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kosningar í VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti er mannanna verk Stella Samúelsdóttir skrifar Sjá meira
Á þeim allt of mörgu klukkutímum sem ég hef eytt í að skoða samfélagsmiðla og fréttasíður síðustu ár, hef ég tekið eftir því hvað óskaplega margir hafa áhyggjur af því að ég geri mistök. Ég var núna síðast að leita að einhverju sniðugu til að gera í næstu utanlandsferð með fjölskyldunni og fann allskonar góð meðmæli með veitingastöðum og fallega staði til að heimsækja, en inn á milli er öskrað með hástöfum: „Ekki gera þessi mistök þegar þú ferð til …“ Svona lagað grípur örugglega marga, því hver vill gera mistök á ferðalagi sem á að vera vel heppnað og skemmtilegt? Best að forðast það. Þetta virkar greinilega það vel að þegar slegið er inn “ekki gera þessi mistök” á Google kemur röð af fyrirsögnum: „Ekki gera þessi mistök þegar þú planar sumarfríið, á skemmtiferðaskipi, þegar þú tannburstar þig, í húðumhirðu!“ Sú hugmynd að forðast mistök er aðlaðandi, lífið hlýtur að vera betra og skemmtilegra án mistaka. En hvað gerist þegar lífið fer að snúast um að forðast mistök? Þá þarf að ofhugsa og plana í smáatriðum hvert einasta skref, skoða matseðilinn áður en maður fer á veitingastaðinn, skoða leiðina á Google maps áður en maður leggur af stað, skoða 10 myndbönd á YouTube áður en maður reynir losa stífluna í baðvaskinum. Þegar við gerum þessa hluti þá lærum við gjarnan eitthvað nýtt eða finnum leið til að leysa vandamál og því fylgir oft góð tilfinning, tilfinningin sem fylgir því að vera með hlutina á hreinu. En þessi tilfinning endist oft ekki lengi því oft koma efasemdir og óvissa því veruleikinn fylgir sjaldnast plani. Rörin undir vaskinum eru öðruvísi en hjá gæjanum í Texas sem gerði YouTube myndbandið eða það er allt of heitt til að eyða deginum í útivist á Majorca eins og planið sagði til um. Það er nefnilega engin ein rétt leið, eitt rétt svar eða gulltryggð leið til að forðast mistök hvort sem það er við tannburstun eða í að plana sumarfríið. Ofhugsun og leit að hugsanlegum vandamálum getur tekið mikinn tíma og skapar oft óþarfa kvíða og áhyggjur af hlutum sem gjarnan leysast þegar á hólminn er komið. Hegðun okkar hefur áhrif á upplifun okkar af því verkefni sem við stöndum frammi fyrir og einnig hvernig við upplifum okkar eigin getu og færni til að leysa þau. Þegar við ofhugsum, ofurplönum og leitum ráða í óhófi, erum við í raun að senda sjálfum okkur þau skilaboð að við séum ekki nægilega fær til að ráða fram úr þessum hlutum upp á eigin spýtur. Þetta getur svo smám saman grafið undan sjálfstraustinu og ýtt undir meiri kvíða. Það er því ágætt að doka við þegar hvötin til að gúggla og leita fleiri ráða frá YouTube eða Google og prófa að taka sénsinn á mistökum. Þegar við treystum Google og YouTube betur en okkar eigin hyggjuviti förum líka við á mis við verðmæt mistök og reddingarnar sem kenna manni svo margt. Svo er það líka merkilegt hvernig klúðrið og óvæntu beygjurnar á ferðalögunum er stundum það sem býr til skemmtilegustu ferðasögurnar. Höfundur er sálfræðingur á Kvíðaklíníkinni.
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun