Taylor Swift talin valda verðbólgu í Bretlandi Jón Ísak Ragnarsson skrifar 17. júlí 2024 15:44 Taylor Swift á tónleikum í Mílanó um helgina. AP/Claudio Furlan Verðbólga í Bretlandi mældist 2 prósent á ársgrundvelli í júní, og var örlítið meiri en búist var við. Gífurlegar verðhækkanir á hótelgistingu voru helsta orsökin, en mikil tengsl virðast hafa verið milli þeirra og tónleikaferðalags Taylor Swift um landið. Viðskiptablaðið greindi frá þessu og byggði á frétt New York Times. Verðbólgan mældist ennþá 2 prósent á ársgrundvelli í júní, og helst því enn í verðbólgumarkmiði breska seðlabankans. Ódýr fatnaður í sumarútsölum dró verðbólguna niður, og einnig hægðist á verðhækkunum á matvælum. Gífurlegt stökk í verði hótelherbergja hífði hana upp á móti. Minni líkur á vaxtalækkun í ágúst Áður en skýrsla júnímánaðar lá fyrir töldu markaðir að um 50 prósent líkur væru á vaxtalækkun í ágúst, en nú eru líkurnar 35 prósent. Er þetta vegna þess að verðbólgan mældist meiri en þeir bjuggust við. Búist var við því að kjarnaverðbólga, sem telur m.a. mat og rafmagn, myndi minnka, en hún hélst í 3,5 prósentum. Verðbólga í þjónustugeiranum hélst í 5,7 prósentum, en búist var við talsverðri hjöðnun þar. Launakostnaður spilar þar stórt hlutverk. Miklar verðhækkanir á hótelgistingu urðu á sama tíma og Taylor Swift fór í tónleikaferðalag um Bretland og hélt þar tíu tónleika. Efnahagsleg umsvif tónleikaferðalagsins voru svo mikil að þau eru talin hafa haft áhrif á verðbólgutölur Bretlands. Taylor Swift er einn vinsælasti tónlistarmaður heims, ef ekki sá allra vinsælasti. Aðdáendahópur hennar kallar sig „Swifties“AP/Ennio Leanza Fimm tónleikar á Wembley „Það er erfitt að fá skýra mynd af því, en það er klárlega mjög líklegt að einhver Taylor Swift áhrif séu hér að verki, og það gæti dregið úr þeim í næsta mánuði,“ sagði Sanjay Raja, aðalhagfræðingur Deutsche bank í Englandi. Hagfræðingar hjá TD Securities sögðu að tónleikaferðalagið hefði sennilega þrýst verðbólgunni aðeins upp, af því að miðarnir væru svo dýrir. Erfiðara væri að fullyrða um það hvort ferðalagið hefði haft áhrif á verðhækkanir í hótelgeiranum. Taylor Swift snýr aftur til Bretlands í ágúst, þar sem hún heldur meðal annars fimm tónleika á Wembley leikvanginum, sem tekur um 90 þúsund manns. Bretland Verðlag Efnahagsmál Hollywood Mest lesið Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Viðskipti innlent Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Viðskipti innlent Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Viðskipti innlent Verðbólguþróunin áhyggjuefni Viðskipti innlent 80 ára fyrirtæki í örum breytingum og vexti Framúrskarandi kynning Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Viðskipti innlent 1,5 milljarða gjaldþrot og Landsbankinn fékk varla krónu Viðskipti innlent Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Sjá meira
Viðskiptablaðið greindi frá þessu og byggði á frétt New York Times. Verðbólgan mældist ennþá 2 prósent á ársgrundvelli í júní, og helst því enn í verðbólgumarkmiði breska seðlabankans. Ódýr fatnaður í sumarútsölum dró verðbólguna niður, og einnig hægðist á verðhækkunum á matvælum. Gífurlegt stökk í verði hótelherbergja hífði hana upp á móti. Minni líkur á vaxtalækkun í ágúst Áður en skýrsla júnímánaðar lá fyrir töldu markaðir að um 50 prósent líkur væru á vaxtalækkun í ágúst, en nú eru líkurnar 35 prósent. Er þetta vegna þess að verðbólgan mældist meiri en þeir bjuggust við. Búist var við því að kjarnaverðbólga, sem telur m.a. mat og rafmagn, myndi minnka, en hún hélst í 3,5 prósentum. Verðbólga í þjónustugeiranum hélst í 5,7 prósentum, en búist var við talsverðri hjöðnun þar. Launakostnaður spilar þar stórt hlutverk. Miklar verðhækkanir á hótelgistingu urðu á sama tíma og Taylor Swift fór í tónleikaferðalag um Bretland og hélt þar tíu tónleika. Efnahagsleg umsvif tónleikaferðalagsins voru svo mikil að þau eru talin hafa haft áhrif á verðbólgutölur Bretlands. Taylor Swift er einn vinsælasti tónlistarmaður heims, ef ekki sá allra vinsælasti. Aðdáendahópur hennar kallar sig „Swifties“AP/Ennio Leanza Fimm tónleikar á Wembley „Það er erfitt að fá skýra mynd af því, en það er klárlega mjög líklegt að einhver Taylor Swift áhrif séu hér að verki, og það gæti dregið úr þeim í næsta mánuði,“ sagði Sanjay Raja, aðalhagfræðingur Deutsche bank í Englandi. Hagfræðingar hjá TD Securities sögðu að tónleikaferðalagið hefði sennilega þrýst verðbólgunni aðeins upp, af því að miðarnir væru svo dýrir. Erfiðara væri að fullyrða um það hvort ferðalagið hefði haft áhrif á verðhækkanir í hótelgeiranum. Taylor Swift snýr aftur til Bretlands í ágúst, þar sem hún heldur meðal annars fimm tónleika á Wembley leikvanginum, sem tekur um 90 þúsund manns.
Bretland Verðlag Efnahagsmál Hollywood Mest lesið Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Viðskipti innlent Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Viðskipti innlent Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Viðskipti innlent Verðbólguþróunin áhyggjuefni Viðskipti innlent 80 ára fyrirtæki í örum breytingum og vexti Framúrskarandi kynning Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Viðskipti innlent 1,5 milljarða gjaldþrot og Landsbankinn fékk varla krónu Viðskipti innlent Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Sjá meira