Hafa áhyggjur af auknu ofbeldi, áhættuhegðun og vopnaburði barna Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 22. júlí 2024 13:45 Ólöf Ásta Farsestveit, forstjóri Barna- og fjölskyldustofu. Vísir/Arnar Tilkynningum til barnaverndar fjölgaði umtalsvert fyrstu mánuði þessa árs samanborið við í fyrra. Neikvæð áhrif kórónuveirufaraldursins, aukin vanlíðan meðal barna og samfélagsmiðlar er meðal þess sem kann að skýra þróunina að sögn forstjóra forstjóri Barna- og fjölskyldustofu. Þróunin sé mikið áhyggjuefni sem tilefni sé til að rannsaka betur. Tilkynningum til barnaverndarþjónustu hefur fjölgað um tæp sautján prósent á fyrstu mánuðum ársins samanborið við sama tíma í fyrra. Mest var fjölgunin í Reykjavík eða 20,3 prósent, en tilkynningum fjölgaði í öllum landshlutum samkvæmt nýlegri samantekt frá Barna- og fjölskyldustofu. Af þeim tilkynningum sem bárust á tímabilinu janúar til mars á þessu ári voru flestar vegna vanrækslu eða ríflega 40 prósent tilkynninga. Næst flestar voru tilkynningar vegna áhættuhegðunar barns eða um 34 prósent og þá tilkynningar vegna ofbeldis rúmlega 23 prósent. Áhættuhegðun og vopnaburður barna að aukast Ólöf Ásta Farestveit, forstjóri Barna- og fjölskyldustofu, segir þróunina áhyggjuefni. „Við sjáum alveg gríðarlega aukningu í nánast öllum tilkynningum til barnaverndar, hvort sem um er að ræða ofbeldi eða vanrækslu eða þess háttar, þá er aukning á milli ára mjög mikil myndi ég að segja,“ segir Ólöf. Hún segir erfitt að segja til um það nákvæmlega hvað skýrir þessa aukningu. „Það sem við höfum orðið vör við í samfélaginu er aukning bæði á tilkynningum og líðan barna svolítið eftir covid-árin. Það urðu miklar breytingar þá eftir bylgjuna og það sem við erum að sjá er bæði að tilkynningum um vanrækslu og umsjón og eftirlit með börnum hefur aukist og svo er það þetta ofbeldi á milli barna og áhættuhegðun barna sem er að aukast mjög mikið undanfarin ár,“ segir Ólöf. Tilkynningum til barnaverndarþjónustu hefur farið fjölgandi að undanförnu sem er áhyggjuefni að mati Ólafar Ástu forstjóra Barna- og fjölskyldustofu.Vísir/Vilhelm Bæði hérlendis og erlendis hafi verið umræða meðal sérfræðingua um að kórónuveirufaraldurinn geti hafa haft áhrif á það sem er að gerast hjá börnum næstu árin á eftir. „Við erum að sjá þessar breytingar líka í ofbeldi, ofbeldi barna og þegar barn beitir ofbeldi, það eru gríðarlegar aukningar þar og vopnaburður barna sem við sjáum,“ segir Ólöf. Áföll geti leitt til ofbeldishegðunar Hún telur tilefni til að ráðast í víðtækari rannsókn til að skoða hvað veldur þróuninni. „Það vantar einhverja góða og víðtæka rannsókn sem skoðar þetta ofan í kjölinn. En þetta getur auðvitað verið samspil margra þátta og vissulega geta samfélagsmiðlar haft mikil áhrif á börn og líðan barna,“ segir Ólöf. Þá hafi heimilisofbeldi og neysla áfengis og vímuefna aukist inni á heimilum barna í faraldrinum. „Neyslan færðist af börunum og inn á heimilin hjá börnum sem gerir það af verkum að það myndast kvíði, börn verða fyrir ýmsum áföllum á þessum tíma og áföll skila sér oft í ofbeldisfullri hegðun, sérstaklega meðal drengja ef ekkert er að gert.“ Þar að auki hafi tölvu- og samfélagsmiðlanotkun barna aukist á tímum heimsfaraldursins. „Sem gerir það líka af verkum að þau sjá ýmislegt sem þau annars myndu ekki sjá þegar samfélagið var opið og það geta verið afleiðingar vegna þessa,“ segir Ólöf. Aðspurð segir hún aukningu tilkynninga það mikla að tilefni sé til að bregðast við. „Það er verið að bregðast við náttúrlega núna frá 2022 að þá erum við að innleiða farsældarlögin sem við vonumst til að fari að skila miklum árangri því við grípum börnin alveg á fyrsta stigi um leið og vandi byrjar að vera ljós hjá barni eða barn þarf einhverja aðstoð. Þá er mjög mikilvægt að grípa barnið um leið og það kemur upp,“ segir Ólöf. Þetta innleiðingarferli muni þó taka nokkurn tíma, jafnvel fimm til sjö ár. Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Barnavernd Vopnaburður barna og ungmenna Ofbeldi barna Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira
Tilkynningum til barnaverndarþjónustu hefur fjölgað um tæp sautján prósent á fyrstu mánuðum ársins samanborið við sama tíma í fyrra. Mest var fjölgunin í Reykjavík eða 20,3 prósent, en tilkynningum fjölgaði í öllum landshlutum samkvæmt nýlegri samantekt frá Barna- og fjölskyldustofu. Af þeim tilkynningum sem bárust á tímabilinu janúar til mars á þessu ári voru flestar vegna vanrækslu eða ríflega 40 prósent tilkynninga. Næst flestar voru tilkynningar vegna áhættuhegðunar barns eða um 34 prósent og þá tilkynningar vegna ofbeldis rúmlega 23 prósent. Áhættuhegðun og vopnaburður barna að aukast Ólöf Ásta Farestveit, forstjóri Barna- og fjölskyldustofu, segir þróunina áhyggjuefni. „Við sjáum alveg gríðarlega aukningu í nánast öllum tilkynningum til barnaverndar, hvort sem um er að ræða ofbeldi eða vanrækslu eða þess háttar, þá er aukning á milli ára mjög mikil myndi ég að segja,“ segir Ólöf. Hún segir erfitt að segja til um það nákvæmlega hvað skýrir þessa aukningu. „Það sem við höfum orðið vör við í samfélaginu er aukning bæði á tilkynningum og líðan barna svolítið eftir covid-árin. Það urðu miklar breytingar þá eftir bylgjuna og það sem við erum að sjá er bæði að tilkynningum um vanrækslu og umsjón og eftirlit með börnum hefur aukist og svo er það þetta ofbeldi á milli barna og áhættuhegðun barna sem er að aukast mjög mikið undanfarin ár,“ segir Ólöf. Tilkynningum til barnaverndarþjónustu hefur farið fjölgandi að undanförnu sem er áhyggjuefni að mati Ólafar Ástu forstjóra Barna- og fjölskyldustofu.Vísir/Vilhelm Bæði hérlendis og erlendis hafi verið umræða meðal sérfræðingua um að kórónuveirufaraldurinn geti hafa haft áhrif á það sem er að gerast hjá börnum næstu árin á eftir. „Við erum að sjá þessar breytingar líka í ofbeldi, ofbeldi barna og þegar barn beitir ofbeldi, það eru gríðarlegar aukningar þar og vopnaburður barna sem við sjáum,“ segir Ólöf. Áföll geti leitt til ofbeldishegðunar Hún telur tilefni til að ráðast í víðtækari rannsókn til að skoða hvað veldur þróuninni. „Það vantar einhverja góða og víðtæka rannsókn sem skoðar þetta ofan í kjölinn. En þetta getur auðvitað verið samspil margra þátta og vissulega geta samfélagsmiðlar haft mikil áhrif á börn og líðan barna,“ segir Ólöf. Þá hafi heimilisofbeldi og neysla áfengis og vímuefna aukist inni á heimilum barna í faraldrinum. „Neyslan færðist af börunum og inn á heimilin hjá börnum sem gerir það af verkum að það myndast kvíði, börn verða fyrir ýmsum áföllum á þessum tíma og áföll skila sér oft í ofbeldisfullri hegðun, sérstaklega meðal drengja ef ekkert er að gert.“ Þar að auki hafi tölvu- og samfélagsmiðlanotkun barna aukist á tímum heimsfaraldursins. „Sem gerir það líka af verkum að þau sjá ýmislegt sem þau annars myndu ekki sjá þegar samfélagið var opið og það geta verið afleiðingar vegna þessa,“ segir Ólöf. Aðspurð segir hún aukningu tilkynninga það mikla að tilefni sé til að bregðast við. „Það er verið að bregðast við náttúrlega núna frá 2022 að þá erum við að innleiða farsældarlögin sem við vonumst til að fari að skila miklum árangri því við grípum börnin alveg á fyrsta stigi um leið og vandi byrjar að vera ljós hjá barni eða barn þarf einhverja aðstoð. Þá er mjög mikilvægt að grípa barnið um leið og það kemur upp,“ segir Ólöf. Þetta innleiðingarferli muni þó taka nokkurn tíma, jafnvel fimm til sjö ár.
Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Barnavernd Vopnaburður barna og ungmenna Ofbeldi barna Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira