Pawel og bronsið Ragnar Þór Pétursson skrifar 26. júlí 2024 08:24 Á dögunum skrifaði Pawel Bartoszek, stærðfræðingur með meiru, grein um mikilvægi þess að kennarar sjái ekki einir um mat á námsárangri nemenda. Það sé enda mikilvægt að framhaldsskólar geti valið sér nemendur á sanngjarnan hátt og treyst því að eins manns A væri ekki annars manns B+. Stöðlun sé mikilvæg og samræmi þurfi að vera í einkunnum. Þessi sami Pawel vann fyrir allmörgum árum úttekt fyrir Frjálsa verzlun þar sem hann settist í dómarasætið yfir íslenskum framhaldsskólum. Hann setti saman 17 þátta mælikvarða á það hvað teldist góður framhaldsskóli. Sem dæmi um mæla var aðsókn í skólann, menntun kennara, sigrar í Morfís og Gettu betur. Með því að gefa skólum einkunnir á bilinu núll til hundrað í hverjum flokki komst Pawel að því að MR væri besti framhaldsskóli landsins, MH væri næst bestur og Verzló væri í þriðja sæti. Pawel vonaði að niðurstöðurnar gæfu grunnskólanemendum mikilvægar upplýsingar sem þeir gætu nýtt sér við val á skólum. Ég ætla ekki að vera ósammála Pawel um að þau sautján atriði sem hann rannsakaði skipti máli í starfi framhaldsskóla. Ég skal samt viðurkenna að ég velti því oggulítið fyrir mér hvernig ætti að fara að því að meta slíka þætti í námi nemendanna? Hvernig eigum við að fara að því að samræma mat á nemanda í MR sem keppir á alþjóðlegum vettvangi í stærðfræði, söngfugli í MH sem slær í gegn innan skólans og utan og ræðuþjarki í Verzló sem moppar upp mótspyrnuna í Morfís? Hvers konar prófdómari ætli sé hentugastur til að leggja mat á slíkt og hvers konar próf ætli það sé sem fangar best fjölbreyttar dyggðir hins ólíka hóps? Það má auðvitað víkka út þessa spurningu og velta því fyrir sér með hvaða hætti sé best að leggja mat á einstakling sem lýkur tíu ára skyldunámi. Þegar ég hugsa til baka til þeirra ótalmörgu nemenda sem ég hef kennt verður mér t.d. hugsað til stráksins, sem sagði ekki margt og sýndi námi sínu engan yfirgengilegan áhuga, en fór um helgar í Kolaportið og eyddi vasapeningnum sínum í gamlar bækur og spændi sig svo seinna gegnum þungt háskólanám á sérhæfðu sviði í útlöndum. Eða stúlkunnar sem var bullandi lesblind og gerði fjölbreyttar stafsetningarvillur þegar hún skrifaði – en allt sem hún skrifaði löðraði af djúpu viti. Eða fyrsta nemandans sem ég þekkti sem kom út úr skápnum gagnvart bekkjarfélögum sínum og kenndi þannig skólasamfélagi sínu um stolt og hugrekki. Eða stálpsins sem elskaði kvikmyndir og átti sér þann draum æðstan að verða leikari og hefur þegar komið fram á hvíta tjaldinu. Það er algjört lúxusvandamál að gefa nemendum námsmat þegar þeir útskrifast úr grunnskóla. Námskráin er margþætt og fjölbreytt og við eigum að meta marga þætti í fari nemenda (miklu fleiri en sautján). Að setja B eða C eða A á nemanda er ekki það sama og að velja frímerki á umslag eftir þyngd. Á bak við það er fjölbreytt mat og á stundum flókið. En þótt það sé flókið að meta kemst ég sem kennari ekki hjá þessu mati. Raunar er skylda mín í þeim efnum bundin í lög. Liður b. í 3. gr. laga nr. 96/2019 gerir þá kröfu á kennara (á öllum skólastigum) að kunna að meta hæfni nemenda. Í umræðunni upp á síðkastið hefur Verzló, bronsskólann hans Pawels, reglulega borið á góma. Þeim skóla sé gert óþarflega erfitt fyrir við að velja sér bestu nemendurna ef nemendur fara ekki allir í sama prófið. Áður en við skoðum þá hlið mála mæli ég með að áhugasamir hlusti á viðtal við núverandi skólastjóra Verzló í morgunútvarpi Rásar 2 í vikunni. Það var gott viðtal sem sýndi að þar fer fær skólamanneskja. En hvernig gafst okkur það kerfi þegar haldin voru samræmd próf til að fleyta öflugustu námsmennina ofan af þvögunni og beint inn í „bestu framhaldsskóla landsins“ eins og Pawel kallaði þá? Hvernig reyndist kerfið sem Viðskiptaráð, bakhjarl Verzló, kallar nú eftir. Hreint ekki nógu vel, ef satt skal segja. Meðan Verzló valdi inn nemendur í skólann út frá samræmdum prófum (og fékk nemendahóp sem var nánast alltaf í fyrsta eða öðru sæti yfir nýnema með hæstu meðaleinkunnir landsins) reiddi þeim nemendum bara alls ekki nógu vel af þegar kom að frekara námi (ef haldið er áfram að miða við próf og einkunnir). Það kann auðvitað að vera að nemendur Verzló hafi samt verið í þriðja besta framhaldsskóla landsins samkvæmt þeim mælikvarða að kennararnir væru vel menntaðir og slegist væri um laus pláss. Það kann meira að segja að vera að nemendurnir hafi talsvert oftar horft á skólann sinn vinna Morfís en aðrir nemendur. En staðreyndin er samt sem áður sú að þegar þessir sömu nemendur komu í Háskóla Íslands og voru metnir í samanburði við aðra nemendur höfðu nær allir yfirburðir í námi þurrkast út. Árið 2012 var stærsti hópur útskriftarnemenda Verzló á félagsvísindasviði HÍ og skilaði þar meðaleinkunn upp á 6,59. Sem skilaði þeim 17. sæti yfir námsárangur, sjónarmun á eftir Framhaldsskólanum í Austur-Skaftafellssýslu en töluvert að baki Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. Verzlingum gekk heldur betur á öðrum brautum háskólans en náðu samt hvergi hærra en sjöunda sæti yfir námsárangur það ár. Yfirlit áranna á undan varð einum nemanda Vezló tilefni til að skrifa skólanum sínum bréf í skólablaðinu og spyrja hverju sætti að árangurinn væri ekki betri. Þetta varð þá að blaðamáli í Mogganum (ekki dag eftir dag eins og sum mál, heldur að pínulítilli klausu - og mér vitanlega sáu hvorki Brynjar Níelsson né Óli Björn Kárason tilefni til að draga fram lyklaborðið. Viðskiptaráð þagði þunnu hljóði). En hvers vegna hurfu þeir yfirburðir sem samræmdu prófin mældu á leið nemenda gegnum Verzló? Fyrir því gætu verið að minnsta kosti þrjár ástæður. Kannski er Verzló dæmi um skóla sem klúðrar svo rækilega námi nemenda sinna að þeim tekst á örfáum árum að breyta afburðanemendum í miðjumoð… …eða, og það væri alls ekki í ósamræmi við ákveðin stef sem þekkt eru í fræðunum, að það sé hreint ekki æskilegt að stimpla 16 ára nemendur sem námslega yfirstétt sé ætlunin sú að viðhalda aga, metnaði og vaxtarhugarfari til lengri tíma. Þriðji kosturinn gæti síðan verið sá að í Verzló sé ekki eingöngu að undirbúa nemendur undir háskólanám og að þar gerist ýmislegt gott og mikilvægt sem ekki verður mælt á prófi. Þar gæti jafnvel verið meira um slíkt nám en í öðrum framhaldsskólum. En ef svo er, hlýtur slíkum skóla að vera mikill akkur í því að velja inn í skólann nemendur sem eru sterkir á öðru en prófum. Skólanum og nemendum væri þá síst greiði gerður með samræmdum prófum - en þeim mun meiri hag hefði skólinn að margvíslegum öðrum upplýsingum. Pawel prófdómari mat Verzló sem bronsskóla Íslands á sama tíma og HÍ taldi skólann varla komast upp úr undanriðlum sum árin, og næstum aldrei í úrslit. Það er ekki mitt að dæma, hvort matið sé réttmætara, og satt að segja held ég að það skipti ekki miklu máli. Fyrir utan örfáa aðila sem mikið fer fyrir í umræðunni þessa dagana held ég að flestir Verzlingar hafi endað sem hið færasta fólk á sínu sviði. Hinsvegar getum við fullyrt með sæmilegri vissu og viti er að það er miklu flóknara að dæma gæði skóla og nemenda en svo að það verði nokkru sinni gert með einföldum, samræmdum prófum. Höfundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnar Þór Pétursson Skóla- og menntamál Grunnskólar Framhaldsskólar Mest lesið Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Skoðun Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Á dögunum skrifaði Pawel Bartoszek, stærðfræðingur með meiru, grein um mikilvægi þess að kennarar sjái ekki einir um mat á námsárangri nemenda. Það sé enda mikilvægt að framhaldsskólar geti valið sér nemendur á sanngjarnan hátt og treyst því að eins manns A væri ekki annars manns B+. Stöðlun sé mikilvæg og samræmi þurfi að vera í einkunnum. Þessi sami Pawel vann fyrir allmörgum árum úttekt fyrir Frjálsa verzlun þar sem hann settist í dómarasætið yfir íslenskum framhaldsskólum. Hann setti saman 17 þátta mælikvarða á það hvað teldist góður framhaldsskóli. Sem dæmi um mæla var aðsókn í skólann, menntun kennara, sigrar í Morfís og Gettu betur. Með því að gefa skólum einkunnir á bilinu núll til hundrað í hverjum flokki komst Pawel að því að MR væri besti framhaldsskóli landsins, MH væri næst bestur og Verzló væri í þriðja sæti. Pawel vonaði að niðurstöðurnar gæfu grunnskólanemendum mikilvægar upplýsingar sem þeir gætu nýtt sér við val á skólum. Ég ætla ekki að vera ósammála Pawel um að þau sautján atriði sem hann rannsakaði skipti máli í starfi framhaldsskóla. Ég skal samt viðurkenna að ég velti því oggulítið fyrir mér hvernig ætti að fara að því að meta slíka þætti í námi nemendanna? Hvernig eigum við að fara að því að samræma mat á nemanda í MR sem keppir á alþjóðlegum vettvangi í stærðfræði, söngfugli í MH sem slær í gegn innan skólans og utan og ræðuþjarki í Verzló sem moppar upp mótspyrnuna í Morfís? Hvers konar prófdómari ætli sé hentugastur til að leggja mat á slíkt og hvers konar próf ætli það sé sem fangar best fjölbreyttar dyggðir hins ólíka hóps? Það má auðvitað víkka út þessa spurningu og velta því fyrir sér með hvaða hætti sé best að leggja mat á einstakling sem lýkur tíu ára skyldunámi. Þegar ég hugsa til baka til þeirra ótalmörgu nemenda sem ég hef kennt verður mér t.d. hugsað til stráksins, sem sagði ekki margt og sýndi námi sínu engan yfirgengilegan áhuga, en fór um helgar í Kolaportið og eyddi vasapeningnum sínum í gamlar bækur og spændi sig svo seinna gegnum þungt háskólanám á sérhæfðu sviði í útlöndum. Eða stúlkunnar sem var bullandi lesblind og gerði fjölbreyttar stafsetningarvillur þegar hún skrifaði – en allt sem hún skrifaði löðraði af djúpu viti. Eða fyrsta nemandans sem ég þekkti sem kom út úr skápnum gagnvart bekkjarfélögum sínum og kenndi þannig skólasamfélagi sínu um stolt og hugrekki. Eða stálpsins sem elskaði kvikmyndir og átti sér þann draum æðstan að verða leikari og hefur þegar komið fram á hvíta tjaldinu. Það er algjört lúxusvandamál að gefa nemendum námsmat þegar þeir útskrifast úr grunnskóla. Námskráin er margþætt og fjölbreytt og við eigum að meta marga þætti í fari nemenda (miklu fleiri en sautján). Að setja B eða C eða A á nemanda er ekki það sama og að velja frímerki á umslag eftir þyngd. Á bak við það er fjölbreytt mat og á stundum flókið. En þótt það sé flókið að meta kemst ég sem kennari ekki hjá þessu mati. Raunar er skylda mín í þeim efnum bundin í lög. Liður b. í 3. gr. laga nr. 96/2019 gerir þá kröfu á kennara (á öllum skólastigum) að kunna að meta hæfni nemenda. Í umræðunni upp á síðkastið hefur Verzló, bronsskólann hans Pawels, reglulega borið á góma. Þeim skóla sé gert óþarflega erfitt fyrir við að velja sér bestu nemendurna ef nemendur fara ekki allir í sama prófið. Áður en við skoðum þá hlið mála mæli ég með að áhugasamir hlusti á viðtal við núverandi skólastjóra Verzló í morgunútvarpi Rásar 2 í vikunni. Það var gott viðtal sem sýndi að þar fer fær skólamanneskja. En hvernig gafst okkur það kerfi þegar haldin voru samræmd próf til að fleyta öflugustu námsmennina ofan af þvögunni og beint inn í „bestu framhaldsskóla landsins“ eins og Pawel kallaði þá? Hvernig reyndist kerfið sem Viðskiptaráð, bakhjarl Verzló, kallar nú eftir. Hreint ekki nógu vel, ef satt skal segja. Meðan Verzló valdi inn nemendur í skólann út frá samræmdum prófum (og fékk nemendahóp sem var nánast alltaf í fyrsta eða öðru sæti yfir nýnema með hæstu meðaleinkunnir landsins) reiddi þeim nemendum bara alls ekki nógu vel af þegar kom að frekara námi (ef haldið er áfram að miða við próf og einkunnir). Það kann auðvitað að vera að nemendur Verzló hafi samt verið í þriðja besta framhaldsskóla landsins samkvæmt þeim mælikvarða að kennararnir væru vel menntaðir og slegist væri um laus pláss. Það kann meira að segja að vera að nemendurnir hafi talsvert oftar horft á skólann sinn vinna Morfís en aðrir nemendur. En staðreyndin er samt sem áður sú að þegar þessir sömu nemendur komu í Háskóla Íslands og voru metnir í samanburði við aðra nemendur höfðu nær allir yfirburðir í námi þurrkast út. Árið 2012 var stærsti hópur útskriftarnemenda Verzló á félagsvísindasviði HÍ og skilaði þar meðaleinkunn upp á 6,59. Sem skilaði þeim 17. sæti yfir námsárangur, sjónarmun á eftir Framhaldsskólanum í Austur-Skaftafellssýslu en töluvert að baki Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. Verzlingum gekk heldur betur á öðrum brautum háskólans en náðu samt hvergi hærra en sjöunda sæti yfir námsárangur það ár. Yfirlit áranna á undan varð einum nemanda Vezló tilefni til að skrifa skólanum sínum bréf í skólablaðinu og spyrja hverju sætti að árangurinn væri ekki betri. Þetta varð þá að blaðamáli í Mogganum (ekki dag eftir dag eins og sum mál, heldur að pínulítilli klausu - og mér vitanlega sáu hvorki Brynjar Níelsson né Óli Björn Kárason tilefni til að draga fram lyklaborðið. Viðskiptaráð þagði þunnu hljóði). En hvers vegna hurfu þeir yfirburðir sem samræmdu prófin mældu á leið nemenda gegnum Verzló? Fyrir því gætu verið að minnsta kosti þrjár ástæður. Kannski er Verzló dæmi um skóla sem klúðrar svo rækilega námi nemenda sinna að þeim tekst á örfáum árum að breyta afburðanemendum í miðjumoð… …eða, og það væri alls ekki í ósamræmi við ákveðin stef sem þekkt eru í fræðunum, að það sé hreint ekki æskilegt að stimpla 16 ára nemendur sem námslega yfirstétt sé ætlunin sú að viðhalda aga, metnaði og vaxtarhugarfari til lengri tíma. Þriðji kosturinn gæti síðan verið sá að í Verzló sé ekki eingöngu að undirbúa nemendur undir háskólanám og að þar gerist ýmislegt gott og mikilvægt sem ekki verður mælt á prófi. Þar gæti jafnvel verið meira um slíkt nám en í öðrum framhaldsskólum. En ef svo er, hlýtur slíkum skóla að vera mikill akkur í því að velja inn í skólann nemendur sem eru sterkir á öðru en prófum. Skólanum og nemendum væri þá síst greiði gerður með samræmdum prófum - en þeim mun meiri hag hefði skólinn að margvíslegum öðrum upplýsingum. Pawel prófdómari mat Verzló sem bronsskóla Íslands á sama tíma og HÍ taldi skólann varla komast upp úr undanriðlum sum árin, og næstum aldrei í úrslit. Það er ekki mitt að dæma, hvort matið sé réttmætara, og satt að segja held ég að það skipti ekki miklu máli. Fyrir utan örfáa aðila sem mikið fer fyrir í umræðunni þessa dagana held ég að flestir Verzlingar hafi endað sem hið færasta fólk á sínu sviði. Hinsvegar getum við fullyrt með sæmilegri vissu og viti er að það er miklu flóknara að dæma gæði skóla og nemenda en svo að það verði nokkru sinni gert með einföldum, samræmdum prófum. Höfundur er kennari.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun