Ég má það fyrst ég kemst upp með það Eva Hauksdóttir skrifar 14. ágúst 2024 13:30 Í Venesúela ríkir nú óöld sem jaðrar við borgarastyrjöld. Á hálfum mánuði hafa meira en 1.300 mótmælendur verið hnepptir í varðhald, þar á meðal á annað hundrað unglinga. Í það minnsta 24 hafa verið drepnir. (Sjá t.d. hér.) Þann 28. júlí fóru fram forsetakosningar í Venesúela. Niðurstaða þeirra varð sú að harðstjórinn Nicolás Maduro hangir enn á völdum. Allt bendir þó til þess að niðurstöður kosninganna séu falsaðar og hefur m.a. ríkisstjórn Bandaríkjanna gefið það út að yfirgnæfandi sannanir séu fyrir því að raunverulegur sigurvegari kosninganna sé Edmundo González. Ástandið í Venesúela Viðbrögð almennings við fölsuðum niðurstöðum kosninga hafa að vonum verið hörð, enda er þjóðin langþreytt á ástandinu sem einkennist af spillingu, skoðanakúgun og mannréttindabrotum. Enginn, sem ekki er á mála hjá stjórnvöldum, nýtur verndar gegn skipulagðri glæpastarfsemi sem viðgengst í skjóli yfirvalda og oft með þátttöku þeirra. Pólitískir andstæðingar stjórnvalda eru ofsóttir og fólk sem aldrei hefur skipt sér af stjórnmálum er heldur ekki óhult því glæpagengi krefjast hárra „verndartolla“ sem fylgt er eftir með morðhótunum, umsátri, líkamsárásum og mannránum. Innviðir eru í molum og atgervisflóttinn úr landinu á undanförnum árum hefur verið slíkur að almennir borgarar eiga ekki kost á fullnægjandi heilbrigðisþjónustu, jafnvel þótt fólk gæti greitt fyrir hana Í kjölfar kosninganna hafa ýmsar alþjóðastofnanir og mannréttindasamtök lýst þungum áhyggjum af ástandinu í Venesúela. Slæmt var ástandið fyrir en nú er svo komið að mótmælendur geta reiknað með því að vegabréf þeirra séu felld úr gildi og þar sem bardagar geisa á götum úti er fólk beinlínis í líkamlegri hættu. Engin von er á lýðræðisumbótum á meðan Maduro er við völd í landinu. Afstaða íslenskra yfirvalda Allt þetta vita íslensk stjórnvöld en það hefur ekki haggað þeirri afstöðu þeirra að senda sem flesta hælisleitendur úr landi. Og ekki nóg með að Útlendingastofnun reki þá ómannúðlegu stefnu, heldur hefur formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis lýst því yfir að hún treysti mati útlendingayfirvalda á stöðunni. En vandamálið er ekki mat útlendingayfirvalda á ástandinu í Venesúela. Það mat er bara yfirvarp. Það er ekki einn kjaftur starfandi hjá Útlendingastofnun eða kærunefnd útlendingamála, sem er nógu heimskur til að trúa því í raun og veru að það sé forsvaranlegt að senda fólk til Venesúela. Meint mat útlendingayfirvalda á ástandi mannréttinda í Venesúela er bara lygi. Hin raunverulega ástæða fyrir því að við erum enn að senda fólk til Venesúela er mat útlendingayfirvalda á manngildi þeirra sem leita hér hælis. Útlendingayfirvöld trúa því ekki að fólki frá Venesúela sé óhætt að snúa aftur heim. Þau álíta hinsvegar að það sé allt í lagi að fólk frá Venesúela búi við ofbeldi og kúgun. Að fólk sem býr við mannréttindabrot sé á einhvern hátt ómerkilegra fólk en Íslendingar. Að okkur komi það ekki við þótt annað fólk sé ofsótt. Að fyrst hælisleitendur hafi ekki efni á því að leita réttar síns þá sé ekkert að því að senda þá í klærnar á ógnarstjórn. Íslensk yfirvöld meta það svo að fyrst það hafi engar slæmar afleiðingar fyrir okkur að stofna öryggi fólks í augljósa hættu, þá þurfum við ekki að hafa neinar áhyggjur. Þetta er alveg sami hugsunarháttur og sá sem einkennir siðblindingjann, glæpamanninn og harðstjórann: Ef ég kemst upp með það, þá má ég það; þjáningar annarra koma mér ekki við. Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Hauksdóttir Mest lesið Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Sjá meira
Í Venesúela ríkir nú óöld sem jaðrar við borgarastyrjöld. Á hálfum mánuði hafa meira en 1.300 mótmælendur verið hnepptir í varðhald, þar á meðal á annað hundrað unglinga. Í það minnsta 24 hafa verið drepnir. (Sjá t.d. hér.) Þann 28. júlí fóru fram forsetakosningar í Venesúela. Niðurstaða þeirra varð sú að harðstjórinn Nicolás Maduro hangir enn á völdum. Allt bendir þó til þess að niðurstöður kosninganna séu falsaðar og hefur m.a. ríkisstjórn Bandaríkjanna gefið það út að yfirgnæfandi sannanir séu fyrir því að raunverulegur sigurvegari kosninganna sé Edmundo González. Ástandið í Venesúela Viðbrögð almennings við fölsuðum niðurstöðum kosninga hafa að vonum verið hörð, enda er þjóðin langþreytt á ástandinu sem einkennist af spillingu, skoðanakúgun og mannréttindabrotum. Enginn, sem ekki er á mála hjá stjórnvöldum, nýtur verndar gegn skipulagðri glæpastarfsemi sem viðgengst í skjóli yfirvalda og oft með þátttöku þeirra. Pólitískir andstæðingar stjórnvalda eru ofsóttir og fólk sem aldrei hefur skipt sér af stjórnmálum er heldur ekki óhult því glæpagengi krefjast hárra „verndartolla“ sem fylgt er eftir með morðhótunum, umsátri, líkamsárásum og mannránum. Innviðir eru í molum og atgervisflóttinn úr landinu á undanförnum árum hefur verið slíkur að almennir borgarar eiga ekki kost á fullnægjandi heilbrigðisþjónustu, jafnvel þótt fólk gæti greitt fyrir hana Í kjölfar kosninganna hafa ýmsar alþjóðastofnanir og mannréttindasamtök lýst þungum áhyggjum af ástandinu í Venesúela. Slæmt var ástandið fyrir en nú er svo komið að mótmælendur geta reiknað með því að vegabréf þeirra séu felld úr gildi og þar sem bardagar geisa á götum úti er fólk beinlínis í líkamlegri hættu. Engin von er á lýðræðisumbótum á meðan Maduro er við völd í landinu. Afstaða íslenskra yfirvalda Allt þetta vita íslensk stjórnvöld en það hefur ekki haggað þeirri afstöðu þeirra að senda sem flesta hælisleitendur úr landi. Og ekki nóg með að Útlendingastofnun reki þá ómannúðlegu stefnu, heldur hefur formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis lýst því yfir að hún treysti mati útlendingayfirvalda á stöðunni. En vandamálið er ekki mat útlendingayfirvalda á ástandinu í Venesúela. Það mat er bara yfirvarp. Það er ekki einn kjaftur starfandi hjá Útlendingastofnun eða kærunefnd útlendingamála, sem er nógu heimskur til að trúa því í raun og veru að það sé forsvaranlegt að senda fólk til Venesúela. Meint mat útlendingayfirvalda á ástandi mannréttinda í Venesúela er bara lygi. Hin raunverulega ástæða fyrir því að við erum enn að senda fólk til Venesúela er mat útlendingayfirvalda á manngildi þeirra sem leita hér hælis. Útlendingayfirvöld trúa því ekki að fólki frá Venesúela sé óhætt að snúa aftur heim. Þau álíta hinsvegar að það sé allt í lagi að fólk frá Venesúela búi við ofbeldi og kúgun. Að fólk sem býr við mannréttindabrot sé á einhvern hátt ómerkilegra fólk en Íslendingar. Að okkur komi það ekki við þótt annað fólk sé ofsótt. Að fyrst hælisleitendur hafi ekki efni á því að leita réttar síns þá sé ekkert að því að senda þá í klærnar á ógnarstjórn. Íslensk yfirvöld meta það svo að fyrst það hafi engar slæmar afleiðingar fyrir okkur að stofna öryggi fólks í augljósa hættu, þá þurfum við ekki að hafa neinar áhyggjur. Þetta er alveg sami hugsunarháttur og sá sem einkennir siðblindingjann, glæpamanninn og harðstjórann: Ef ég kemst upp með það, þá má ég það; þjáningar annarra koma mér ekki við. Höfundur er lögmaður.
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun