Að virkja upp í loft Snæbjörn Guðmundsson skrifar 15. ágúst 2024 07:01 Landsvirkjun stefnir nú á að reisa þrjátíu 150 metra háar vindmyllur í svonefndum Búrfellslundi, við inngang hálendisins á Sprengisandsleið þar sem þúsundir Íslendinga og erlendra ferðamanna halda á hverju ári upp á Sprengisand, inn í Landmannalaugar og upp í Veiðivötn til að leita á náðir öræfakyrrðar og fegurðar óbyggðanna. Vindmyllurnar munu blasa við frá allri hálendisbrúninni, kveðja þá sem halda upp í öræfin og taka á móti þeim sem snúa þaðan aftur. Vindmyllurnar munu ekki einungis hafa víðtæk sjónræn áhrif í margra kílómetratuga radíus heldur sýna rannsóknir Önnu Dóru Sæþórsdóttur, Guðmundar Björnssonar og Rannveigar Ólafsdóttur við Háskóla Íslands að hugræn upplifun ferðafólks af vindmyllunum mun lifa langt upp á hálendið og skaða mjög hálendisupplifun þeirra sem framhjá þeim fara á leið sinni. Í rannsókn þeirra segir meðal annars: „Suðurhálendið er mjög mikilvægt svæði fyrir ferðaþjónustuna, en þar eru 77% af öllum skráðum gistinóttum í skálum í óbyggðum (Hagstofa Íslands, 2015). Um svæðið liggur því mikill straumur ferðamanna, sérstaklega til Landmannalauga, um Fjallabaksleið nyrðri og um Sprengisandsleið. Niðurstöður þessarar rannsóknar sýna að fyrirhugaðar vindmyllur í Búrfellslundi munu hafa áhrif á upplifun allra þeirra ferðamanna sem leggja leið sína um þessi svæði. [...] Eitt meginaðdráttarafl Miðhálendis Íslands fyrir ferðamennsku er ósnortin náttúra eða víðerni, en slík svæði eru að verða stöðugt sjaldgæfari í hinum vestræna heimi og hafa því mikið gildi fyrir íslenska ferðaþjónustu. Bent hefur verið á að jaðarsvæði (C.M. Hall, 1992; Lesslie o.fl., 1991; Lesslie, Taylor og Sandra, 1983) víðerna sé mikilvægt tæki til að viðhalda og stýra gæðum þeirra. Þannig skiptir máli fyrir íslenska ferðaþjónustu að skipulag jaðarsvæða sé með þeim hætt að það skerði ekki gæði íslenskra víðerna.“ Landsvirkjun réttlætir byggingu Búrfellslundar með þeirri hugarsmíð að vindmyllurnar verði reistar á „þegar röskuðu virkjanasvæði“ og truflun af vindorkuverinu eigi þannig að verða lítil umfram þau virkjanamannvirki sem þegar hafa verið reist á svæðinu. Búrfellslundur yrði að sönnu staðsettur á virkjanasvæði Þjórsár-Tungnaárvirkjana Landsvirkjunar, en sjónræn truflun og hugræn áhrif af 150 metra háum vindmyllum eru af allt öðrum toga og stærðargráðu heldur en lágreistra vatnaflsvirkjana og veituskurða í kring sem blasa ekki við úr tugkílómetra fjarlægð líkt og vindmyllurnar. Rökin að svæðið sé „þegar raskað“ halda því ekki vatni. Eins væri hægt að spyrja: Hvort er meira áberandi í borgarlandinu, Hallgrímskirkja eða torgið fyrir framan hana því hvoru tveggja eru á sama raskaða blettinum. Með rökum Landsvirkjunar mætti kannski reisa vindmyllur í Elliðaárdalnum því honum var „raskað“ með byggingu Elliðaárvirkjunar fyrir hundrað árum? Það mætti jafnvel planta vindmyllum við Dráttarhlíð sunnan Þingvallavatns enda Sogið gjörvirkjað og Þingvallavatn í raun bara uppistöðulón Steingrímsstöðvar sem þurrkaði upp útfall Sogsins. Með því að reisa vindmyllur í Búrfellslundi má segja að verið sé að „virkja upp í loft“ og sjónræn og hugræn áhrif slíkra risamannvirkja eru allt önnur en vatnsaflsvirkjananna umhverfis. Það mun taka ferðafólk á leið upp á hálendið hátt í tíu mínútur að aka Sprengisandsleið meðfram vindmyllusvæðinu þar sem ystu vindmyllurnar verða í aðeins nokkur hundrað metra fjarlægð frá veginum, gnæfandi hátt yfir vegfarendum. Nýjar vatnsafls- og jarðhitavirkjanir í óbyggðum hálendisins eru að sjálfsögðu óforsvaranlegar en það eru vindmyllur á hálendisbrúninni ekki síður jafnvel þótt þær standi við hlið eldri mannvirkja sem hafa ekki nema brot af sjónrænum áhrifum vindorkuversins. Með byggingu Búrfellslundar verður helgi hálendisins rofin á miklu áþreifanlegri hátt: Upplifun og innblástur þeirra sem leita inn á hálendið sér til andagiftar og ánægju verður grynnri, jafnvel eyðilögð. Tröllvaxnar vindmyllur Landsvirkjunar munu minna vegfarendur á að umhverfið sé í raun allt háð duttlungum mannsins sem heggur sífellt stærri skörð í náttúru miðhálendisins. Vindmyllurnar munu ekki aðeins sjást frá fjölförnustu ferðamannaleiðum heldur jafnframt frá mörgum helstu fjallstoppum í nágrenninu svo sem Heklu, Löðmundi og Valafelli. Þær munu blasa við á jeppaslóðum uppi á Búðarhálsi, veginum að Háafossi og upp með Gljúfurleitum vestan Þjórsár. Allir þessir staðir og leiðir munu markast af vindmyllunum og upplifun þeirra sem um svæðin fara, hvort sem er á jeppum, hestum eða fótgangandi, mun skaddast stórlega. Með berum orðum: Búrfellslundur verður martröð fyrir íslenska ferðamenn á leið upp á hálendið og ferðaþjónustuna sem byggir tilveru sína á óspjallaðri náttúru Íslands og öræfaupplifun erlendra ferðamanna. Höfundur er jarðfræðingur og formaður náttúruverndarsamtakanna Náttúrugriða Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vindorka Umhverfismál Orkumál Ferðamennska á Íslandi Snæbjörn Guðmundsson Vindorkuver í Búrfellslundi Mest lesið Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson Skoðun Ólögmæt sóun skattfjár Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Landsvirkjun stefnir nú á að reisa þrjátíu 150 metra háar vindmyllur í svonefndum Búrfellslundi, við inngang hálendisins á Sprengisandsleið þar sem þúsundir Íslendinga og erlendra ferðamanna halda á hverju ári upp á Sprengisand, inn í Landmannalaugar og upp í Veiðivötn til að leita á náðir öræfakyrrðar og fegurðar óbyggðanna. Vindmyllurnar munu blasa við frá allri hálendisbrúninni, kveðja þá sem halda upp í öræfin og taka á móti þeim sem snúa þaðan aftur. Vindmyllurnar munu ekki einungis hafa víðtæk sjónræn áhrif í margra kílómetratuga radíus heldur sýna rannsóknir Önnu Dóru Sæþórsdóttur, Guðmundar Björnssonar og Rannveigar Ólafsdóttur við Háskóla Íslands að hugræn upplifun ferðafólks af vindmyllunum mun lifa langt upp á hálendið og skaða mjög hálendisupplifun þeirra sem framhjá þeim fara á leið sinni. Í rannsókn þeirra segir meðal annars: „Suðurhálendið er mjög mikilvægt svæði fyrir ferðaþjónustuna, en þar eru 77% af öllum skráðum gistinóttum í skálum í óbyggðum (Hagstofa Íslands, 2015). Um svæðið liggur því mikill straumur ferðamanna, sérstaklega til Landmannalauga, um Fjallabaksleið nyrðri og um Sprengisandsleið. Niðurstöður þessarar rannsóknar sýna að fyrirhugaðar vindmyllur í Búrfellslundi munu hafa áhrif á upplifun allra þeirra ferðamanna sem leggja leið sína um þessi svæði. [...] Eitt meginaðdráttarafl Miðhálendis Íslands fyrir ferðamennsku er ósnortin náttúra eða víðerni, en slík svæði eru að verða stöðugt sjaldgæfari í hinum vestræna heimi og hafa því mikið gildi fyrir íslenska ferðaþjónustu. Bent hefur verið á að jaðarsvæði (C.M. Hall, 1992; Lesslie o.fl., 1991; Lesslie, Taylor og Sandra, 1983) víðerna sé mikilvægt tæki til að viðhalda og stýra gæðum þeirra. Þannig skiptir máli fyrir íslenska ferðaþjónustu að skipulag jaðarsvæða sé með þeim hætt að það skerði ekki gæði íslenskra víðerna.“ Landsvirkjun réttlætir byggingu Búrfellslundar með þeirri hugarsmíð að vindmyllurnar verði reistar á „þegar röskuðu virkjanasvæði“ og truflun af vindorkuverinu eigi þannig að verða lítil umfram þau virkjanamannvirki sem þegar hafa verið reist á svæðinu. Búrfellslundur yrði að sönnu staðsettur á virkjanasvæði Þjórsár-Tungnaárvirkjana Landsvirkjunar, en sjónræn truflun og hugræn áhrif af 150 metra háum vindmyllum eru af allt öðrum toga og stærðargráðu heldur en lágreistra vatnaflsvirkjana og veituskurða í kring sem blasa ekki við úr tugkílómetra fjarlægð líkt og vindmyllurnar. Rökin að svæðið sé „þegar raskað“ halda því ekki vatni. Eins væri hægt að spyrja: Hvort er meira áberandi í borgarlandinu, Hallgrímskirkja eða torgið fyrir framan hana því hvoru tveggja eru á sama raskaða blettinum. Með rökum Landsvirkjunar mætti kannski reisa vindmyllur í Elliðaárdalnum því honum var „raskað“ með byggingu Elliðaárvirkjunar fyrir hundrað árum? Það mætti jafnvel planta vindmyllum við Dráttarhlíð sunnan Þingvallavatns enda Sogið gjörvirkjað og Þingvallavatn í raun bara uppistöðulón Steingrímsstöðvar sem þurrkaði upp útfall Sogsins. Með því að reisa vindmyllur í Búrfellslundi má segja að verið sé að „virkja upp í loft“ og sjónræn og hugræn áhrif slíkra risamannvirkja eru allt önnur en vatnsaflsvirkjananna umhverfis. Það mun taka ferðafólk á leið upp á hálendið hátt í tíu mínútur að aka Sprengisandsleið meðfram vindmyllusvæðinu þar sem ystu vindmyllurnar verða í aðeins nokkur hundrað metra fjarlægð frá veginum, gnæfandi hátt yfir vegfarendum. Nýjar vatnsafls- og jarðhitavirkjanir í óbyggðum hálendisins eru að sjálfsögðu óforsvaranlegar en það eru vindmyllur á hálendisbrúninni ekki síður jafnvel þótt þær standi við hlið eldri mannvirkja sem hafa ekki nema brot af sjónrænum áhrifum vindorkuversins. Með byggingu Búrfellslundar verður helgi hálendisins rofin á miklu áþreifanlegri hátt: Upplifun og innblástur þeirra sem leita inn á hálendið sér til andagiftar og ánægju verður grynnri, jafnvel eyðilögð. Tröllvaxnar vindmyllur Landsvirkjunar munu minna vegfarendur á að umhverfið sé í raun allt háð duttlungum mannsins sem heggur sífellt stærri skörð í náttúru miðhálendisins. Vindmyllurnar munu ekki aðeins sjást frá fjölförnustu ferðamannaleiðum heldur jafnframt frá mörgum helstu fjallstoppum í nágrenninu svo sem Heklu, Löðmundi og Valafelli. Þær munu blasa við á jeppaslóðum uppi á Búðarhálsi, veginum að Háafossi og upp með Gljúfurleitum vestan Þjórsár. Allir þessir staðir og leiðir munu markast af vindmyllunum og upplifun þeirra sem um svæðin fara, hvort sem er á jeppum, hestum eða fótgangandi, mun skaddast stórlega. Með berum orðum: Búrfellslundur verður martröð fyrir íslenska ferðamenn á leið upp á hálendið og ferðaþjónustuna sem byggir tilveru sína á óspjallaðri náttúru Íslands og öræfaupplifun erlendra ferðamanna. Höfundur er jarðfræðingur og formaður náttúruverndarsamtakanna Náttúrugriða
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun