Boða hertar aðgerðir gegn vopnaburði Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 3. september 2024 19:33 Guðrún Hafsteinsdóttir hefur skipað aðgerðarhóp til að sporna við auknum vopnaburði ungmenna og alvarlegum ofbeldisbrotum. Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri segir þegar byrjað að undirbúa aðgerðir. Vísir Ríkisstjórnin boðar hertar aðgerðir gegn vopnaburði ungmenna og hefur skipað starfshóp sem á að skila tillögum að aðgerðum á næstu dögum. Dómsmálaráðherra segir brýnt að bregðast við og svara ákalli þjóðarinnar. Lögregla hefur aldrei lagt hald á eins mikið magn hnífa og annarra vopna og síðustu ár. Klippa: Kalla eftir nýrri löggjöf Sífellt fleiri úr röðum almennings, barna og ungmenna, stjórnmála, kirkjunnar og skóla hafa stigið fram á ýmsum vettvangi síðustu daga og kallað eftir samfélagsvakningu gegn hnífa- og vopnaburði ungmenna. Ákallið kemur í kjölfar þess að sautján ára stúlka lést eftir hnífaárás sextán ára pilts á Menningarnótt. Nú þurfi allt samfélagið að bregðast við auknum fjölda alvarlegra ofbeldisbrota. Hluti af hnífum og vopnum sem lögregla hefur lagt hald á síðustu ár.Vísir/Sigurjón Vandinn kemur glögglega í ljós í fjölda haldlagðra hnífa og vopna í vörslu lögreglu þá bæði frá fullorðnum og ungmennum. Þar hefur orðið gríðarleg aukning síðustu fjögur ár. Mikið er af hættulegum og ólöglegum vopnum sem lögregla leggur hald þegar grunur er um slíkt eða frá vettvangi. Tekur undir ákall þjóðarinnar „Ég vil byrja á því að votta fjölskyldu Bryndísar Klöru sem lést af sárum sínum um helgina mína innilegustu samúð. Ég held að þjóðin öll sé reiðubúin núna að stöðva þessa óheillaþróun sem að við höfum séð á síðustu árum,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra. Guðrún Hafsteinsdóttir mun áfram setja breytingar á útlendingalögum í forgang. Nokkuð sem samráðherra hennar í ríkisstjórn telur að þurfi ekki að gera.Vísir/Vilhelm Ríkisstjórnin tók málið fyrir á fundi sínum í morgun og Guðrún boðar hertar aðgerðir. „Nú erum við að setja af stað aðgerðarhóp sem mun hittast á morgun. Hann á að forgangsraða tillögum okkar og við væntum niðurstöðu þaðan næstu daga þannig að við getum stigið mjög fast inn í þessa þróun,“ segir Guðrún. Hún tekur fram að í þessari vinnu verði líka horft til aðgerða í málaflokknum sem voru kynntar í sumar. Erfitt að bregðast fyrr við Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri mætti á fund ríkisstjórnarinnar í morgun og kynnti aðgerðir lögreglu. Hún telur að erfitt hafi verið að bregðast fyrr við aukinni hörku. „Nei í raun og veru ekki. Við höfum verið að stilla saman strengi. Við höfum verið að búa til aðgerðaráætlanir. Við erum búin að ýta mjög mörgu úr vör. Það sem hins vegar hefur gerst vegna alvarleika þeirra brota sem hafa komið upp að undanförnu er að þá þurfum við að setja meiri kraft í þessi verkefni. Það verður þá gert með samstilltu átaki með auknu fjármagni og forgangsröðun verkefna,“ segir Sigríður. Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Lögreglan Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Skóla- og menntamál Trúmál Stunguárás við Skúlagötu Vopnaburður barna og ungmenna Ofbeldi barna Tengdar fréttir Mega ekki leita að vopnum í töskum og fatnaði barnanna Vopnaburður grunnskólabarna og unglinga hefur aukist á síðustu árum segir formaður Skólastjórafélags Íslands. Enn uggvænlegri þróun hafi orðið nýlega í þá átt að ungmenni eru farin að beita vopnunum. Samfélagið sé komið á alvarlegan stað og nú þurfi að spyrna við fótum. 2. september 2024 20:00 Leggja aukinn þunga í að rannsaka ásetning hins grunaða Lögregla leggur nú áherslu á að kanna ásetning drengsins sem grunaður er um að hafa stungið þrjú ungmenni á menningarnótt, með þeim afleiðingum að sautján ára stúlka lést. Málið hefur hreyft við þjóðinni og á samfélagsmiðlum biðlar fólk til ungmenna að hætta hnífaburði. 1. september 2024 20:03 Handtóku tvo unga menn eftir að upptökur voru skoðaðar Tveir hafa verið handteknir grunaðir um að hafa ráðist á ungan mann í miðborginni á fimmta tímanum í nótt. Árásin náðist á upptöku öryggismyndavélar, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. 31. ágúst 2024 11:04 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Sjá meira
Klippa: Kalla eftir nýrri löggjöf Sífellt fleiri úr röðum almennings, barna og ungmenna, stjórnmála, kirkjunnar og skóla hafa stigið fram á ýmsum vettvangi síðustu daga og kallað eftir samfélagsvakningu gegn hnífa- og vopnaburði ungmenna. Ákallið kemur í kjölfar þess að sautján ára stúlka lést eftir hnífaárás sextán ára pilts á Menningarnótt. Nú þurfi allt samfélagið að bregðast við auknum fjölda alvarlegra ofbeldisbrota. Hluti af hnífum og vopnum sem lögregla hefur lagt hald á síðustu ár.Vísir/Sigurjón Vandinn kemur glögglega í ljós í fjölda haldlagðra hnífa og vopna í vörslu lögreglu þá bæði frá fullorðnum og ungmennum. Þar hefur orðið gríðarleg aukning síðustu fjögur ár. Mikið er af hættulegum og ólöglegum vopnum sem lögregla leggur hald þegar grunur er um slíkt eða frá vettvangi. Tekur undir ákall þjóðarinnar „Ég vil byrja á því að votta fjölskyldu Bryndísar Klöru sem lést af sárum sínum um helgina mína innilegustu samúð. Ég held að þjóðin öll sé reiðubúin núna að stöðva þessa óheillaþróun sem að við höfum séð á síðustu árum,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra. Guðrún Hafsteinsdóttir mun áfram setja breytingar á útlendingalögum í forgang. Nokkuð sem samráðherra hennar í ríkisstjórn telur að þurfi ekki að gera.Vísir/Vilhelm Ríkisstjórnin tók málið fyrir á fundi sínum í morgun og Guðrún boðar hertar aðgerðir. „Nú erum við að setja af stað aðgerðarhóp sem mun hittast á morgun. Hann á að forgangsraða tillögum okkar og við væntum niðurstöðu þaðan næstu daga þannig að við getum stigið mjög fast inn í þessa þróun,“ segir Guðrún. Hún tekur fram að í þessari vinnu verði líka horft til aðgerða í málaflokknum sem voru kynntar í sumar. Erfitt að bregðast fyrr við Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri mætti á fund ríkisstjórnarinnar í morgun og kynnti aðgerðir lögreglu. Hún telur að erfitt hafi verið að bregðast fyrr við aukinni hörku. „Nei í raun og veru ekki. Við höfum verið að stilla saman strengi. Við höfum verið að búa til aðgerðaráætlanir. Við erum búin að ýta mjög mörgu úr vör. Það sem hins vegar hefur gerst vegna alvarleika þeirra brota sem hafa komið upp að undanförnu er að þá þurfum við að setja meiri kraft í þessi verkefni. Það verður þá gert með samstilltu átaki með auknu fjármagni og forgangsröðun verkefna,“ segir Sigríður.
Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Lögreglan Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Skóla- og menntamál Trúmál Stunguárás við Skúlagötu Vopnaburður barna og ungmenna Ofbeldi barna Tengdar fréttir Mega ekki leita að vopnum í töskum og fatnaði barnanna Vopnaburður grunnskólabarna og unglinga hefur aukist á síðustu árum segir formaður Skólastjórafélags Íslands. Enn uggvænlegri þróun hafi orðið nýlega í þá átt að ungmenni eru farin að beita vopnunum. Samfélagið sé komið á alvarlegan stað og nú þurfi að spyrna við fótum. 2. september 2024 20:00 Leggja aukinn þunga í að rannsaka ásetning hins grunaða Lögregla leggur nú áherslu á að kanna ásetning drengsins sem grunaður er um að hafa stungið þrjú ungmenni á menningarnótt, með þeim afleiðingum að sautján ára stúlka lést. Málið hefur hreyft við þjóðinni og á samfélagsmiðlum biðlar fólk til ungmenna að hætta hnífaburði. 1. september 2024 20:03 Handtóku tvo unga menn eftir að upptökur voru skoðaðar Tveir hafa verið handteknir grunaðir um að hafa ráðist á ungan mann í miðborginni á fimmta tímanum í nótt. Árásin náðist á upptöku öryggismyndavélar, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. 31. ágúst 2024 11:04 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Sjá meira
Mega ekki leita að vopnum í töskum og fatnaði barnanna Vopnaburður grunnskólabarna og unglinga hefur aukist á síðustu árum segir formaður Skólastjórafélags Íslands. Enn uggvænlegri þróun hafi orðið nýlega í þá átt að ungmenni eru farin að beita vopnunum. Samfélagið sé komið á alvarlegan stað og nú þurfi að spyrna við fótum. 2. september 2024 20:00
Leggja aukinn þunga í að rannsaka ásetning hins grunaða Lögregla leggur nú áherslu á að kanna ásetning drengsins sem grunaður er um að hafa stungið þrjú ungmenni á menningarnótt, með þeim afleiðingum að sautján ára stúlka lést. Málið hefur hreyft við þjóðinni og á samfélagsmiðlum biðlar fólk til ungmenna að hætta hnífaburði. 1. september 2024 20:03
Handtóku tvo unga menn eftir að upptökur voru skoðaðar Tveir hafa verið handteknir grunaðir um að hafa ráðist á ungan mann í miðborginni á fimmta tímanum í nótt. Árásin náðist á upptöku öryggismyndavélar, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. 31. ágúst 2024 11:04