Aukinn viðbúnaður á Ljósanótt og Októberfest Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 4. september 2024 19:02 Aukin gæsla verður á Ljósanótt og Októberfest SHÍ sem fara fram á næstu dögum. Arent Orri Jónsson Claessen forseti Stúdentaráðs vonar að allir leggist á eitt með að sporna við auknu ofbeldi meðal ungmenna. Vísir/Arnar Skipuleggjendur Ljósanætur og Októberfest SHÍ ætla að auka viðbúnað í kringum hátíðirnar vegna alvarlegra atvika undanfarið í samfélaginu. Þá hefur verið ákveðið að nota málmleitartæki á öllum framhaldsskólaböllum á höfðuborgarsvæðinu. Forseti Stúdentaráðs segir mikilvægt að fólk upplifi sig öruggt. Mikil viðbrögð hafa verið í samfélaginu undanfarna daga eftir ákall víða að um aðgerðir gegn ofbeldi ungmenna. Dómsmálaráðherra kynnti í gær nýjan aðgerðarhóp sem tók til starfa í dag og á að sporna við ofbeldi og auka forvarnarstarf meðal barna og ungmenna. Fjölskyldu-og tónlistarhátíðinni Stíflunni sem átti að vera í Árbænum í þriðja skipti um helgina var blásin af vegna álags hjá lögreglu. Þá kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar að fyrirtæki sem sér um öryggi á framhaldsskólaböllum muni framvegis nota málmleitartæki í gæslu. Aukinn viðbúnaður verður á Ljósanótt þar mun meðal annars vera á ferðinni svokölluð „flakkandi félagsmiðstöð“ þar sem sýnilegur hópur félagsstarfsmanna verður ungmennum innan handar skyldi eitthvað koma upp á. Auk þess sem lögreglumaður og fulltrúar félagsmiðstöðva og bæjarins munu fara í heimsóknir í alla grunnskóla Reykjanesbæjar til að ræða við nemendur um þá stöðu sem upp er komin. Trúi að við getum leyst úr þessu Loks ætla háskólanemar sem halda Októberfest sem hefst á morgun ætla að auka gæslu í kringum hátíðina. Arent Orri Jónsson Claessen er forseti Stúdentaráðs. „Í ljósi þeirrar vitundarvakningar í samfélaginu er ákveðinn uggur í manni. Maður vill ekki standa fyrir hátíð þar sem fólk upplifir sig ekki algjörlega öruggt,“ segir Arent. Öryggisgæsla hafi alltaf verið mikil en nú hafi ýmsu verið bætt inn. „Gæslan er hugsuð þannig að það kemur engin inn á svæðið án þess að það sé kyrfilega leitað. Síðan er sýnileiki gæslu yfir öll hátíðarhöld. Við erum með málmleitartæki sem öryggisverðir munu nota til að skanna alla sem koma,“ segir hann. Arent er vongóður um að með þjóðarátaki verði hægt að sporna við þeirri óheillaþróun sem hefur átt sér stað. Ég trúi því innilega að ef við stöndum öll saman sem samfélag og leggjumst gegn þessu ofbeldi munum við geta leyst úr þessu. Ofbeldi gegn börnum Lögreglan Ljósanótt Háskólar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Reykjavík Reykjanesbær Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Mikil viðbrögð hafa verið í samfélaginu undanfarna daga eftir ákall víða að um aðgerðir gegn ofbeldi ungmenna. Dómsmálaráðherra kynnti í gær nýjan aðgerðarhóp sem tók til starfa í dag og á að sporna við ofbeldi og auka forvarnarstarf meðal barna og ungmenna. Fjölskyldu-og tónlistarhátíðinni Stíflunni sem átti að vera í Árbænum í þriðja skipti um helgina var blásin af vegna álags hjá lögreglu. Þá kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar að fyrirtæki sem sér um öryggi á framhaldsskólaböllum muni framvegis nota málmleitartæki í gæslu. Aukinn viðbúnaður verður á Ljósanótt þar mun meðal annars vera á ferðinni svokölluð „flakkandi félagsmiðstöð“ þar sem sýnilegur hópur félagsstarfsmanna verður ungmennum innan handar skyldi eitthvað koma upp á. Auk þess sem lögreglumaður og fulltrúar félagsmiðstöðva og bæjarins munu fara í heimsóknir í alla grunnskóla Reykjanesbæjar til að ræða við nemendur um þá stöðu sem upp er komin. Trúi að við getum leyst úr þessu Loks ætla háskólanemar sem halda Októberfest sem hefst á morgun ætla að auka gæslu í kringum hátíðina. Arent Orri Jónsson Claessen er forseti Stúdentaráðs. „Í ljósi þeirrar vitundarvakningar í samfélaginu er ákveðinn uggur í manni. Maður vill ekki standa fyrir hátíð þar sem fólk upplifir sig ekki algjörlega öruggt,“ segir Arent. Öryggisgæsla hafi alltaf verið mikil en nú hafi ýmsu verið bætt inn. „Gæslan er hugsuð þannig að það kemur engin inn á svæðið án þess að það sé kyrfilega leitað. Síðan er sýnileiki gæslu yfir öll hátíðarhöld. Við erum með málmleitartæki sem öryggisverðir munu nota til að skanna alla sem koma,“ segir hann. Arent er vongóður um að með þjóðarátaki verði hægt að sporna við þeirri óheillaþróun sem hefur átt sér stað. Ég trúi því innilega að ef við stöndum öll saman sem samfélag og leggjumst gegn þessu ofbeldi munum við geta leyst úr þessu.
Ofbeldi gegn börnum Lögreglan Ljósanótt Háskólar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Reykjavík Reykjanesbær Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira