Að stytta biðlista Gunnar Hrafn Birgisson skrifar 8. september 2024 13:30 Í félags- og heilbrigðiskerfum hérlendis ríkir biðlistahefð. Fólk með sálmein eða geðrænar áskoranir bíður oft vikum, mánuðum og árum saman eftir að fá hjálp. Þetta hefur oft verið gagnrýnt og kallað eftir úrlausnum, sérstaklega varðandi börn, sjá t.d. heimildir 1-4. Biðlistahefðin hindrar að hjálp sé veitt sem hægt væri að veita. Það veldur margvíslegu mældu og ómældu tjóni. Á löngum biðtímum versnar oft vandi barna og fjölskyldna þeirra. Oft glatast líka ýmis tækifæri til að leysa þau mál sem hægt væri að gera með skjótvirkum hætti. Eftir því sem mál í biðstöðu verða þyngri þá munu þau þurfa meiri vinnu og taka lengri tíma í vinnslu. Um leið komast ný mál síður að. Þegar sum mál komast loksins að þá gæti það verið orðið of seint. Það er sárt og dýrt fyrir börn, fjölskyldur og samfélag. Biðlistar eru ekki hlutlaust ástand. Þeir hafa sín áhrif og geta valdið streitu. Sumum óar við þeim. Bið upp á von og óvon reynist erfið og von um úrræði og bata getur dvínað. Sumir gefast upp á að bíða. Augljóslega hefur löng bið eftir hjálp við alvarlegum vanda ekki góð áhrif að líðan fólks en það reynir að bjarga sér og grípur til misgóðra ráða. Hvað hefur orðið um það að veita skjóta og góða þjónustu? Það að taka strax á vanda sem kemur upp og leysa hann fljótt. Biðlistar eru mannanna verk og því breytanlegir. En það er ekki nóg að ræða þá og skoða. Þeir lagast hvorki með tímanum né reddast af sjálfu sér. Það þarf að taka á þessu og það án tafar. Eitt af því sem virðist stuðla að myndun biðlista er trú á „réttar“ greiningar. Það sé ekki hægt að veita hjálp fyrr en vandamál hafi verið „rétt“ flokkað eftir kerfi um geðraskanir (DSM-5 eða ICD-11). Þessi trú fer nú hratt halloka. Þrátt fyrir langvinn og útbreidd áhrif þessara geðgreiningarkerfa þá hefur sívaxandi samstaða skapast um að þau þjóni ekki lengur hlutverki sínu, hvorki í rannsóknum né í klínískri meðferð (sjá heimild 5). Þessar geðgreiningar hafa mikil áhrif á fjárveitingar til meðferðar, hjálpartækja og annars stuðnings. Þær gagnast meðferð lítið. Á sumt fólk virka þær sem klunnalegur stimpill sem erfitt er að losna við. Í stað flokkunar á geðröskunum hefur á þessari öld stóraukist fylgi við svonefnda transdiagnostic nálgun, sem á íslensku gæti kallast ferlisgreining (sí- eða framvindugreining). Ferlisgreiningar ganga þvert á hefðbundar greiningar eða hreinlega setja þær alfarið til hliðar í þeim tilgangi að skapa nýtt innsæi og betri skilning á sálmein og geðrænar áskoranir. Ferlisgreiningar eru ekki nýjar af nálinni. Þerapistar sem töldist áhrifamestir á síðustu öld, þeir Carl Rogers, Albert Ellis og Sigmund Freud, notuðu þær alla tíð. Sama er að segja um alla helstu þerapista í fjölskyldumeðferð, t.d. Virginia Satir, Chloé Madanes, Jay Haley og Salvador Minuchin. Fjöldi klínískra sérfræðinga hefur fylgt fordæmi þessara frumkvöðla. Þeir skoðuðu sálmein og geðrænar áskoranir meira í víddum og sem ferli heldur en sem sjúkdómseinkenni og flokka heilkenna. Þeir fundu að ferlisgreiningar reyndust nákvæmari og gagnlegri heldur en þær flokkanir. Í ferlisgreiningu fer greining og meðferð óaðskiljanlegasaman og með stöðugri víxlverkun á milli. Þetta verður ekki sundur skilið frekar en hliðar tvær á sama peningi. Það þarf ekki að bíða með að veita hjálp. Strax í fyrsta viðtali er hægt að kenna fólki eina eða fleiri aðferðir út frá gagnreyndri þekkingu. Það prófar sig svo áfram og segir frá því í næsta viðtali hvernig gekk. Fólk sleppur við óþarfa bið. Þannig styttast biðlistar eða jafnvel hverfa. Heimildir https://www.barn.is/umbodsmadur-barna/utgefid-efni/skyrslur/nr/2339 https://sjonarholl.is/born-a-bidlistum/ https://www.throskahjalp.is/is/samtokin/frettir/born-a-bidlistum https://www.visir.is/g/20242615796d/af-hverju-bidur-barnid- https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC7027356/ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Geðheilbrigði Mest lesið „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Í félags- og heilbrigðiskerfum hérlendis ríkir biðlistahefð. Fólk með sálmein eða geðrænar áskoranir bíður oft vikum, mánuðum og árum saman eftir að fá hjálp. Þetta hefur oft verið gagnrýnt og kallað eftir úrlausnum, sérstaklega varðandi börn, sjá t.d. heimildir 1-4. Biðlistahefðin hindrar að hjálp sé veitt sem hægt væri að veita. Það veldur margvíslegu mældu og ómældu tjóni. Á löngum biðtímum versnar oft vandi barna og fjölskyldna þeirra. Oft glatast líka ýmis tækifæri til að leysa þau mál sem hægt væri að gera með skjótvirkum hætti. Eftir því sem mál í biðstöðu verða þyngri þá munu þau þurfa meiri vinnu og taka lengri tíma í vinnslu. Um leið komast ný mál síður að. Þegar sum mál komast loksins að þá gæti það verið orðið of seint. Það er sárt og dýrt fyrir börn, fjölskyldur og samfélag. Biðlistar eru ekki hlutlaust ástand. Þeir hafa sín áhrif og geta valdið streitu. Sumum óar við þeim. Bið upp á von og óvon reynist erfið og von um úrræði og bata getur dvínað. Sumir gefast upp á að bíða. Augljóslega hefur löng bið eftir hjálp við alvarlegum vanda ekki góð áhrif að líðan fólks en það reynir að bjarga sér og grípur til misgóðra ráða. Hvað hefur orðið um það að veita skjóta og góða þjónustu? Það að taka strax á vanda sem kemur upp og leysa hann fljótt. Biðlistar eru mannanna verk og því breytanlegir. En það er ekki nóg að ræða þá og skoða. Þeir lagast hvorki með tímanum né reddast af sjálfu sér. Það þarf að taka á þessu og það án tafar. Eitt af því sem virðist stuðla að myndun biðlista er trú á „réttar“ greiningar. Það sé ekki hægt að veita hjálp fyrr en vandamál hafi verið „rétt“ flokkað eftir kerfi um geðraskanir (DSM-5 eða ICD-11). Þessi trú fer nú hratt halloka. Þrátt fyrir langvinn og útbreidd áhrif þessara geðgreiningarkerfa þá hefur sívaxandi samstaða skapast um að þau þjóni ekki lengur hlutverki sínu, hvorki í rannsóknum né í klínískri meðferð (sjá heimild 5). Þessar geðgreiningar hafa mikil áhrif á fjárveitingar til meðferðar, hjálpartækja og annars stuðnings. Þær gagnast meðferð lítið. Á sumt fólk virka þær sem klunnalegur stimpill sem erfitt er að losna við. Í stað flokkunar á geðröskunum hefur á þessari öld stóraukist fylgi við svonefnda transdiagnostic nálgun, sem á íslensku gæti kallast ferlisgreining (sí- eða framvindugreining). Ferlisgreiningar ganga þvert á hefðbundar greiningar eða hreinlega setja þær alfarið til hliðar í þeim tilgangi að skapa nýtt innsæi og betri skilning á sálmein og geðrænar áskoranir. Ferlisgreiningar eru ekki nýjar af nálinni. Þerapistar sem töldist áhrifamestir á síðustu öld, þeir Carl Rogers, Albert Ellis og Sigmund Freud, notuðu þær alla tíð. Sama er að segja um alla helstu þerapista í fjölskyldumeðferð, t.d. Virginia Satir, Chloé Madanes, Jay Haley og Salvador Minuchin. Fjöldi klínískra sérfræðinga hefur fylgt fordæmi þessara frumkvöðla. Þeir skoðuðu sálmein og geðrænar áskoranir meira í víddum og sem ferli heldur en sem sjúkdómseinkenni og flokka heilkenna. Þeir fundu að ferlisgreiningar reyndust nákvæmari og gagnlegri heldur en þær flokkanir. Í ferlisgreiningu fer greining og meðferð óaðskiljanlegasaman og með stöðugri víxlverkun á milli. Þetta verður ekki sundur skilið frekar en hliðar tvær á sama peningi. Það þarf ekki að bíða með að veita hjálp. Strax í fyrsta viðtali er hægt að kenna fólki eina eða fleiri aðferðir út frá gagnreyndri þekkingu. Það prófar sig svo áfram og segir frá því í næsta viðtali hvernig gekk. Fólk sleppur við óþarfa bið. Þannig styttast biðlistar eða jafnvel hverfa. Heimildir https://www.barn.is/umbodsmadur-barna/utgefid-efni/skyrslur/nr/2339 https://sjonarholl.is/born-a-bidlistum/ https://www.throskahjalp.is/is/samtokin/frettir/born-a-bidlistum https://www.visir.is/g/20242615796d/af-hverju-bidur-barnid- https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC7027356/
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun