Rannsóknarleit Selfossveitna heldur áfram að skila árangri Sveinn Ægir Birgisson skrifar 9. september 2024 09:31 Sveitarfélagið Árborg er ört stækkandi samfélag sem hefur tekist á við talsverðar áskoranir á undanförnum árum. Selfossveitur sjá sveitarfélaginu fyrir heitu vatni og hafa svo sannarlega fundið fyrir vextinum. Veitan hefur þurft að stækka í takt við aukna eftirspurn og var því aukinn kraftur settur í rannsóknarleit eftir heitu vatni strax í upphafi kjörtímabilsins, árið 2022. Þessi áhersla á aukna rannsóknarleit hefur nú þegar skilað árangri. Veitan var kominn að þolmörkum Þegar nýr meirihluti tók við vorið 2022 var veitan kominn að þolmörkum. Samþykkt byggingaráform voru orðinn meiri en geta Selfossveitna og því þurfti að takmarka útgáfu byggingarleyfa tímabundið. Veturinn 2022-2023 var veitunni þungbær þar sem löng kuldatíð og eldsvoði í dæluhúsi varð til þess að orkuöflun hitaveitunnar skertist um tíma. Viðbragðsáætlun Selfossveitna var því virkjuð. Fyrsta stig viðbragðsáætlunar var að biðja íbúa um að fara sparlega með heitt vatn og lækka í snjóbræðslum á gervigrasvöllum. Því miður þurfti að grípa til næsta stigs sem var að loka sundlaugum og var útisvæði Sundhallar Selfoss lokað í 5 vikur ásamt því var hitinn lækkaður í öllum skóla- og íþróttamannvirkjum í jólaleyfinu. Á þessu tímabili var hámarksálag hjá Selfossveitum á afhendingu af heitu vatni, þó búið væri að grípa til fyrrgreindra aðgerða. Mesta afhendingargeta síðustu ára var um 300 lítra á sekúndu. Árangur í orkuöflun og breytt staða Jákvæðar fréttir bárust síðan í febrúar 2023 þegar vinnanlegt magn af um 85 gráðu heitu vatni fannst við rannsóknarleit á norðurbakka Ölfusár. Borholan ber nafnið SE-40 og gefur um 30 lítra á sekúndu. Framkvæmdir hófust strax við byggingu á dæluhúsi og lagningu nýrrar stofnlagnar undir Ölfusárbrú ásamt öðrum lögnum til að tengjast núverandi dreifikerfi. Þessi nýja vinnsluhola eykur afköst Selfossveitna um 10% en gert er ráð fyrir að hún verði tekin í notkun á næstu vikum. Aftur bárust jákvæð tíðindi í mars á þessu ári þegar jarðhitaleit á suðurbakka Ölfusár við Hótel Selfoss skilaði árangri. Þar fannst hola sem ber nafnið SE-45 og skilar um 15-20 lítrum á sekúndu af yfir 70 gráðu heitu vatni. Hönnun á dæluhúsi er hafin og gert er ráð fyrir að hola verði kominn í notkun eftir um eitt ár. Í byrjun ágúst skilaði jarðhitaleitin aftur árangri við bakka Ölfusár. Í þetta sinn við enda götunnar Sóltúns þar sem holan, SE-46 gæti skilað um átta lítrum á sekúndu af yfir 80 gráðu heitu vatni. Fyrir ört vaxandi samfélag eru þetta góðar fréttir. (loftmynd af staðsetningu verðandi vinnsluhola) Rannsóknarleit og orkuöflun hvergi nærri hætt Staðsetning á þessum nýju vinnsluholum er mjög hagkvæm. Það er dýrmætt að hafa orkuöflunarsvæði svona nálægt byggð þar sem stutt er í dreifikerfið. Starfsmenn Selfossveitna vinna hörðum höndum að virkjun á þessum nýju holum sem tekur um 1-2 ár að koma inn á dreifikerfið. Leit eftir heitu vatni getur verið tímafrek, kostnaðarsöm og, því miður, ekki alltaf skilað tilætluðum árangri. Það er því virkilega ánægjulegt að rannsóknarleit Selfossveitna síðustu tvö ár sé að skila aukinni afkastagetu sem nemur um 53 lítrum á sekúndu, sem er góð viðbót við þá 300 lítra á sekúndu sem fyrir eru í kerfinu. Vinnunni er þó hvergi nærri lokið enda þurfum við að horfa mörg ár fram í tímann til að geta annað eftirspurn til framtíðar. Það er stefna núverandi meirihluta að rannsóknarleit Selfossveitna haldi áfram til að tryggja íbúum og fyrirtækjum heitt vatn til framtíðar í Árborg. Höfundur er formaður bæjarráðs og eigna- og veitunefndar í Sveitarfélaginu Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árborg Mest lesið Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Sveitarfélagið Árborg er ört stækkandi samfélag sem hefur tekist á við talsverðar áskoranir á undanförnum árum. Selfossveitur sjá sveitarfélaginu fyrir heitu vatni og hafa svo sannarlega fundið fyrir vextinum. Veitan hefur þurft að stækka í takt við aukna eftirspurn og var því aukinn kraftur settur í rannsóknarleit eftir heitu vatni strax í upphafi kjörtímabilsins, árið 2022. Þessi áhersla á aukna rannsóknarleit hefur nú þegar skilað árangri. Veitan var kominn að þolmörkum Þegar nýr meirihluti tók við vorið 2022 var veitan kominn að þolmörkum. Samþykkt byggingaráform voru orðinn meiri en geta Selfossveitna og því þurfti að takmarka útgáfu byggingarleyfa tímabundið. Veturinn 2022-2023 var veitunni þungbær þar sem löng kuldatíð og eldsvoði í dæluhúsi varð til þess að orkuöflun hitaveitunnar skertist um tíma. Viðbragðsáætlun Selfossveitna var því virkjuð. Fyrsta stig viðbragðsáætlunar var að biðja íbúa um að fara sparlega með heitt vatn og lækka í snjóbræðslum á gervigrasvöllum. Því miður þurfti að grípa til næsta stigs sem var að loka sundlaugum og var útisvæði Sundhallar Selfoss lokað í 5 vikur ásamt því var hitinn lækkaður í öllum skóla- og íþróttamannvirkjum í jólaleyfinu. Á þessu tímabili var hámarksálag hjá Selfossveitum á afhendingu af heitu vatni, þó búið væri að grípa til fyrrgreindra aðgerða. Mesta afhendingargeta síðustu ára var um 300 lítra á sekúndu. Árangur í orkuöflun og breytt staða Jákvæðar fréttir bárust síðan í febrúar 2023 þegar vinnanlegt magn af um 85 gráðu heitu vatni fannst við rannsóknarleit á norðurbakka Ölfusár. Borholan ber nafnið SE-40 og gefur um 30 lítra á sekúndu. Framkvæmdir hófust strax við byggingu á dæluhúsi og lagningu nýrrar stofnlagnar undir Ölfusárbrú ásamt öðrum lögnum til að tengjast núverandi dreifikerfi. Þessi nýja vinnsluhola eykur afköst Selfossveitna um 10% en gert er ráð fyrir að hún verði tekin í notkun á næstu vikum. Aftur bárust jákvæð tíðindi í mars á þessu ári þegar jarðhitaleit á suðurbakka Ölfusár við Hótel Selfoss skilaði árangri. Þar fannst hola sem ber nafnið SE-45 og skilar um 15-20 lítrum á sekúndu af yfir 70 gráðu heitu vatni. Hönnun á dæluhúsi er hafin og gert er ráð fyrir að hola verði kominn í notkun eftir um eitt ár. Í byrjun ágúst skilaði jarðhitaleitin aftur árangri við bakka Ölfusár. Í þetta sinn við enda götunnar Sóltúns þar sem holan, SE-46 gæti skilað um átta lítrum á sekúndu af yfir 80 gráðu heitu vatni. Fyrir ört vaxandi samfélag eru þetta góðar fréttir. (loftmynd af staðsetningu verðandi vinnsluhola) Rannsóknarleit og orkuöflun hvergi nærri hætt Staðsetning á þessum nýju vinnsluholum er mjög hagkvæm. Það er dýrmætt að hafa orkuöflunarsvæði svona nálægt byggð þar sem stutt er í dreifikerfið. Starfsmenn Selfossveitna vinna hörðum höndum að virkjun á þessum nýju holum sem tekur um 1-2 ár að koma inn á dreifikerfið. Leit eftir heitu vatni getur verið tímafrek, kostnaðarsöm og, því miður, ekki alltaf skilað tilætluðum árangri. Það er því virkilega ánægjulegt að rannsóknarleit Selfossveitna síðustu tvö ár sé að skila aukinni afkastagetu sem nemur um 53 lítrum á sekúndu, sem er góð viðbót við þá 300 lítra á sekúndu sem fyrir eru í kerfinu. Vinnunni er þó hvergi nærri lokið enda þurfum við að horfa mörg ár fram í tímann til að geta annað eftirspurn til framtíðar. Það er stefna núverandi meirihluta að rannsóknarleit Selfossveitna haldi áfram til að tryggja íbúum og fyrirtækjum heitt vatn til framtíðar í Árborg. Höfundur er formaður bæjarráðs og eigna- og veitunefndar í Sveitarfélaginu Árborg.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun