Mikilvægi fjölskyldu- og parameðferðar – Að styrkja tengsl í flóknum heimi Helena Katrín Hjaltadóttir og Katrín Þrastardóttir skrifa 16. september 2024 15:01 Fyrir flest okkar eru tengslin sem við eigum við maka okkar og fjölskyldu það sem skiptir okkur mestu máli. Í nútímasamfélagi er hraðinn mikill og fylgja því ýmsir streituvaldar sem herja á fjölskyldulífið. Til að bæta og viðhalda heilbrigðum samböndum teljum við fjölskyldufræðingar áríðandi að hlúa að forvörnum þegar kemur að fjölskyldueiningunni. Foreldrahlutverkið er oft krefjandi og mikilvægt að foreldrar hafi aðgengi að stuðningi fagaðila þegar þörf krefur. Einnig er mikilvægt að stuðla að fjölskylduvænni vinnumenningu en það hjálpar okkur við að halda góðu jafnvægi á milli vinnu og einkalífs. Fjölskylduvæn vinnumenning leiðir af sér sterkari foreldra og öflugra starfsfólk. Þegar álagið er mikið, hvort sem það er í vinnu eða einkalífi getur verið gagnlegt að nýta sér fjölskyldu- og parameðferð. Við búum í samfélagi með fjölbreyttum fjölskyldugerðum, auknum samfélagslegum væntingum og innreið samfélagsmiðla og annarrar tækni inn á heimilin. Því geta fylgt áskoranir sem fjölskyldur nútímans þurfa að takast á við. Í fjölskyldu- og parameðferð er unnið að því að bæta samskipti og styrkja tengsl innan fjölskyldna og parsambanda, með það að markmiði að stuðla að betri andlegri og tilfinningalegri heilsu allra aðila. Fjölskyldufræðingar hafa lokið klínísku námi og veita meðferð byggða á gagnreyndum aðferðum. Þeir leggja áherslu á að skilja á hvaða hátt einstaklingar tengjast sínum nánustu auk þess sem áhrif uppeldis og aðstæðna í upprunafjölskyldu hvers og eins eru kortlögð. Með fjölskyldumeðferð er til dæmis hægt að vinna með rótgróin vandamál með það að markmiði að byggja upp sterkari tengsl og bæta samskipti. Fjölskyldumeðferð byggir meðal annars á tengslakenningum þar sem gengið er út frá því að fyrstu tengsl okkar við foreldra, eða umönnunaraðila, móti einstaklinginn og hafi áhrif á væntingar hans og hegðun í samböndum síðar á ævinni. Það tengslamynstur sem einstaklingar þróa með sér í æsku hefur áhrif á hvernig þeir eiga samskipti, takast á við áskoranir og tjá tilfinningar. Í fjölskyldumeðferð eru tengslamynstur skoðuð og leitast við að efla skilning fjölskyldumeðlima á eigin þörfum og annarra. Ekki er hægt að líta framhjá áhrifum uppruna okkar, fjölskyldunnar sem við ólumst upp innan. Það samskiptamynstur og tilfinningaleg viðbrögð sem hafa verið ríkjandi í uppvexti okkar, koma gjarnan fram endurtekið í samskiptum á fullorðinsárum. Í fjölskyldumeðferð er boðið upp á rými til að skoða og skilja þessi áhrif á samskipti. Með auknum skilningi myndast tækifæri til að vinna saman að því að brjóta upp neikvæð mynstur og koma á heilbrigðari leiðum til tengsla og samskipta. Það er breytilegt hver sækja fjölskyldumeðferð. Það getur verið hjón eða par, fullorðin börn og foreldrar þeirra eða jafnvel foreldar með börn sín. Allt fer það eftir því hvert markmiðið er hverju sinni. Í fjölskyldu- og parameðferð gefast tækifæri til að skapa varanleg og þroskandi tengsl, sem ekki aðeins þola áskoranir nútímans heldur einnig stuðla að vellíðan og betri lífsgæðum til framtíðar. Höfundar eru fjölskyldufræðingar og starfa hjá Auðnast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölskyldumál Geðheilbrigði Mest lesið Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Sjá meira
Fyrir flest okkar eru tengslin sem við eigum við maka okkar og fjölskyldu það sem skiptir okkur mestu máli. Í nútímasamfélagi er hraðinn mikill og fylgja því ýmsir streituvaldar sem herja á fjölskyldulífið. Til að bæta og viðhalda heilbrigðum samböndum teljum við fjölskyldufræðingar áríðandi að hlúa að forvörnum þegar kemur að fjölskyldueiningunni. Foreldrahlutverkið er oft krefjandi og mikilvægt að foreldrar hafi aðgengi að stuðningi fagaðila þegar þörf krefur. Einnig er mikilvægt að stuðla að fjölskylduvænni vinnumenningu en það hjálpar okkur við að halda góðu jafnvægi á milli vinnu og einkalífs. Fjölskylduvæn vinnumenning leiðir af sér sterkari foreldra og öflugra starfsfólk. Þegar álagið er mikið, hvort sem það er í vinnu eða einkalífi getur verið gagnlegt að nýta sér fjölskyldu- og parameðferð. Við búum í samfélagi með fjölbreyttum fjölskyldugerðum, auknum samfélagslegum væntingum og innreið samfélagsmiðla og annarrar tækni inn á heimilin. Því geta fylgt áskoranir sem fjölskyldur nútímans þurfa að takast á við. Í fjölskyldu- og parameðferð er unnið að því að bæta samskipti og styrkja tengsl innan fjölskyldna og parsambanda, með það að markmiði að stuðla að betri andlegri og tilfinningalegri heilsu allra aðila. Fjölskyldufræðingar hafa lokið klínísku námi og veita meðferð byggða á gagnreyndum aðferðum. Þeir leggja áherslu á að skilja á hvaða hátt einstaklingar tengjast sínum nánustu auk þess sem áhrif uppeldis og aðstæðna í upprunafjölskyldu hvers og eins eru kortlögð. Með fjölskyldumeðferð er til dæmis hægt að vinna með rótgróin vandamál með það að markmiði að byggja upp sterkari tengsl og bæta samskipti. Fjölskyldumeðferð byggir meðal annars á tengslakenningum þar sem gengið er út frá því að fyrstu tengsl okkar við foreldra, eða umönnunaraðila, móti einstaklinginn og hafi áhrif á væntingar hans og hegðun í samböndum síðar á ævinni. Það tengslamynstur sem einstaklingar þróa með sér í æsku hefur áhrif á hvernig þeir eiga samskipti, takast á við áskoranir og tjá tilfinningar. Í fjölskyldumeðferð eru tengslamynstur skoðuð og leitast við að efla skilning fjölskyldumeðlima á eigin þörfum og annarra. Ekki er hægt að líta framhjá áhrifum uppruna okkar, fjölskyldunnar sem við ólumst upp innan. Það samskiptamynstur og tilfinningaleg viðbrögð sem hafa verið ríkjandi í uppvexti okkar, koma gjarnan fram endurtekið í samskiptum á fullorðinsárum. Í fjölskyldumeðferð er boðið upp á rými til að skoða og skilja þessi áhrif á samskipti. Með auknum skilningi myndast tækifæri til að vinna saman að því að brjóta upp neikvæð mynstur og koma á heilbrigðari leiðum til tengsla og samskipta. Það er breytilegt hver sækja fjölskyldumeðferð. Það getur verið hjón eða par, fullorðin börn og foreldrar þeirra eða jafnvel foreldar með börn sín. Allt fer það eftir því hvert markmiðið er hverju sinni. Í fjölskyldu- og parameðferð gefast tækifæri til að skapa varanleg og þroskandi tengsl, sem ekki aðeins þola áskoranir nútímans heldur einnig stuðla að vellíðan og betri lífsgæðum til framtíðar. Höfundar eru fjölskyldufræðingar og starfa hjá Auðnast.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun