„Við berum ekki þeirra sorg“ Jón Þór Stefánsson skrifar 16. september 2024 20:53 Prestarnir Jóna Hrönn Bolladóttir og Matthildur Bjarnadóttir. Bylgjan Þegar þjóðarsálin upplifir hvert áfallið á fætur öðru á það til að gerast að sumir dofni og sýni sinnuleysi en aðrir upplifa rosalega sterkar tilfinningar. Þetta segir Jóna Hrönn Bolladóttir sóknarprestur, sem segir mikilvægt að þetta litróf tilfinninga sé rætt í þjóðfélaginu. Jóna og Matthildur Bjarnadóttir prestur og verkefnastjóri Arnarins ræddu um áhrif þeirra mörgu hræðilegu mála sem hafa verið að koma upp á Íslandi að undanförnu í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Matthildur sagði mikilvægt að hlífa börnunum ekki of mikið þegar rætt sé um þessi mál. „Við verðum að vera tilbúin að taka samtalið. Staðreyndin er sú að þetta líf er fullt af þjáningu, það hefur alltaf verið og mun alltaf vera. Það verður alltaf sárt að vera til, hlutir munu gerast og við verðum að geta rætt það við börnin okkar. Við fæðumst inn í þennan heim sem er yndislegur og fallegur, en það er líka myrk hlið í þessari tilveru. Við verðum að geta horft á hana og viðurkennt að hún sé þarna og meira að segja að hún búi innra með okkar.“ Hún sagði skipta máli að fólk átti sig þó á því að það hafi val, og að það spyrji sig hvað það geti sjálft gert. „Ef það er verið að stríða einhverjum á skólalóðinni, hvað gerir þú? Ef það meiðir sig einhver, hvað gerir þú elsku barnið mitt?“ „Afhverju má þetta barn ekki vera hérna?“ Jóna og Matthildur veltu til að mynda fyrir sér máli Yazans Tamini, ellefu ára drengs sem átti að flytja úr landi í nótt. Hann var vakinn af lögreglu og fluttur frá Landspítalanum á Keflavíkurflugvöll, þaðan sem fljúga átti honum til Spánar ásamt fjölskyldu. Yazan og fjölskylda hans voru komin upp á völl þegar fyrirskipun um að stöðva ætti brottflutning hans barst. Dómsmálaráðherra hefur síðan sagt að ákvörðunin um að brottvísa honum standi. „Afhverju má þetta barn ekki vera hérna?“ spurði Matthildur. Jóna tók í sama streng og sagði fullorðna fólkið vera hræsnara. „Mér finnst málið hans Yazans algjör prófsteinn fyrir íslenskt samfélag. Hvernig manneskjur erum við? Það er ekki bara það, börnin okkar fylgjast með. Þau sjá þennan langveika dreng í hjólastól og það er fullorðna fólkið, fólkið sem hefur völdin – Hvað ætlum við að kenna börnunum okkar?“ „Þetta er þeirra hróp til samfélagsins“ Matthildur og Jóna ræddu einnig mál Bryndísar Klöru Birgisdóttur sem lést af sárum sínum eftir stunguárás á menningarnótt. Fjölskylda og ástvinir hennar hafa barist fyrir því að andlát hennar verði til þess að átak verði gert í málefnum barna og unglinga til þess að svipaður atburður eigi sér ekki aftur stað. „Það er enginn tilgangur með þjáningunni en í þessari vegferð, upp úr þjáningunni, getum við fundið einhvern tilgang. Þetta er þeirra hróp til samfélagsins og við verðum að hlusta á þetta fólk,“ sagði Jóna. „Við skulum ekki gleyma því að þetta fólk er að missa barnið sitt. Við berum ekki þeirra sorg. Það er bara þannig. En við skulum sýna það að við höfum samkennd í þessum aðstæðum og að við erum tilbúin að leggja okkar að mörkum.“ Trúmál Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Ofbeldi barna Vopnaburður barna og ungmenna Mál Yazans Stunguárás við Skúlagötu Tengdar fréttir Hetja sem muni bjarga mörgum mannslífum í framtíðinni Bryndís Klara Birgisdóttir hafði hlýja nærveru, var augasteinn foreldra sinna og ömmu- og afabarn af bestu gerð. Góð vinkona, sönn og heil. 4. september 2024 15:09 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Sjá meira
Þetta segir Jóna Hrönn Bolladóttir sóknarprestur, sem segir mikilvægt að þetta litróf tilfinninga sé rætt í þjóðfélaginu. Jóna og Matthildur Bjarnadóttir prestur og verkefnastjóri Arnarins ræddu um áhrif þeirra mörgu hræðilegu mála sem hafa verið að koma upp á Íslandi að undanförnu í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Matthildur sagði mikilvægt að hlífa börnunum ekki of mikið þegar rætt sé um þessi mál. „Við verðum að vera tilbúin að taka samtalið. Staðreyndin er sú að þetta líf er fullt af þjáningu, það hefur alltaf verið og mun alltaf vera. Það verður alltaf sárt að vera til, hlutir munu gerast og við verðum að geta rætt það við börnin okkar. Við fæðumst inn í þennan heim sem er yndislegur og fallegur, en það er líka myrk hlið í þessari tilveru. Við verðum að geta horft á hana og viðurkennt að hún sé þarna og meira að segja að hún búi innra með okkar.“ Hún sagði skipta máli að fólk átti sig þó á því að það hafi val, og að það spyrji sig hvað það geti sjálft gert. „Ef það er verið að stríða einhverjum á skólalóðinni, hvað gerir þú? Ef það meiðir sig einhver, hvað gerir þú elsku barnið mitt?“ „Afhverju má þetta barn ekki vera hérna?“ Jóna og Matthildur veltu til að mynda fyrir sér máli Yazans Tamini, ellefu ára drengs sem átti að flytja úr landi í nótt. Hann var vakinn af lögreglu og fluttur frá Landspítalanum á Keflavíkurflugvöll, þaðan sem fljúga átti honum til Spánar ásamt fjölskyldu. Yazan og fjölskylda hans voru komin upp á völl þegar fyrirskipun um að stöðva ætti brottflutning hans barst. Dómsmálaráðherra hefur síðan sagt að ákvörðunin um að brottvísa honum standi. „Afhverju má þetta barn ekki vera hérna?“ spurði Matthildur. Jóna tók í sama streng og sagði fullorðna fólkið vera hræsnara. „Mér finnst málið hans Yazans algjör prófsteinn fyrir íslenskt samfélag. Hvernig manneskjur erum við? Það er ekki bara það, börnin okkar fylgjast með. Þau sjá þennan langveika dreng í hjólastól og það er fullorðna fólkið, fólkið sem hefur völdin – Hvað ætlum við að kenna börnunum okkar?“ „Þetta er þeirra hróp til samfélagsins“ Matthildur og Jóna ræddu einnig mál Bryndísar Klöru Birgisdóttur sem lést af sárum sínum eftir stunguárás á menningarnótt. Fjölskylda og ástvinir hennar hafa barist fyrir því að andlát hennar verði til þess að átak verði gert í málefnum barna og unglinga til þess að svipaður atburður eigi sér ekki aftur stað. „Það er enginn tilgangur með þjáningunni en í þessari vegferð, upp úr þjáningunni, getum við fundið einhvern tilgang. Þetta er þeirra hróp til samfélagsins og við verðum að hlusta á þetta fólk,“ sagði Jóna. „Við skulum ekki gleyma því að þetta fólk er að missa barnið sitt. Við berum ekki þeirra sorg. Það er bara þannig. En við skulum sýna það að við höfum samkennd í þessum aðstæðum og að við erum tilbúin að leggja okkar að mörkum.“
Trúmál Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Ofbeldi barna Vopnaburður barna og ungmenna Mál Yazans Stunguárás við Skúlagötu Tengdar fréttir Hetja sem muni bjarga mörgum mannslífum í framtíðinni Bryndís Klara Birgisdóttir hafði hlýja nærveru, var augasteinn foreldra sinna og ömmu- og afabarn af bestu gerð. Góð vinkona, sönn og heil. 4. september 2024 15:09 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Sjá meira
Hetja sem muni bjarga mörgum mannslífum í framtíðinni Bryndís Klara Birgisdóttir hafði hlýja nærveru, var augasteinn foreldra sinna og ömmu- og afabarn af bestu gerð. Góð vinkona, sönn og heil. 4. september 2024 15:09