Tölum um tilfinningar Amanda Ásdís Jóhannsdóttir skrifar 18. september 2024 14:03 Það er enn mikilvægara en áður að tala um tilfinningar en samkvæmt rannsóknarniðurstöðum Rannsókna og greiningar kom í ljós að andleg líðan ungmenna hefur mælst lakari en áður og þá sér í lagi meðal stúlkna á aldrinum 13-18 ára. Það er löng bið eftir sérfræðiaðstoð, skortur á úrræðum fyrir ungmenni og þau hafa oft fáa til að tala við um andlega líðan og tilfinningar. Eins og atburðir síðustu vikna bera til kynna er ástæða til að hafa áhyggjur af vopnaburði barna, sem þrátt fyrir að vera lítill hópur, þá er mikilvægt að grípa inn í. Það er gríðarlega mikilvægt að huga að forvörnum og stuðningi fyrir þau ungmenni sem á þurfa að halda, ein möguleg lausn felur í sér að gefa börnum og ungmennum tækifæri og rými til að tjá sig um erfiðleika og andlega líðan. Mikilvægt er að til staðar sé úrræði þar sem ungmenni geta leitað sér aðgengilegrar og skilvirkrar þjónustu án kostnaðar, áður en illa fer. Þannig má koma í veg fyrir að erfiðleikar sem eru yfirstíganlegir með markvissri ráðgjöf verði óyfirstíganlegir og geti haft slæmar afleiðingar. Bergið Headspace er úrræði sem brúar bilið í þjónustu við ungt fólk og veitir lágþröskuldaþjónustu við ungmenni á aldrinum 12-25 ára án kostnaðar. Markmið Bergsins er að ungmenni geti mætt í öruggt og notalegt umhverfi og fengið stuðning, ráðgjöf og fræðslu með aðstoð fagfólks.Þar eru engin vandamál of lítil eða stór, það eru engir biðlistar og ekki þarf neina tilvísun til að geta sótt þjónustuna. Ungmenni geta mætt eins oft og þau vilja og rætt um það sem þeim liggur á hjarta. Þar sem það eru næstum sex ár síðan Bergið Headspace hóf starfsemi sína er blásið til samverutónleika þann 26 september í Iðnó. Aðgangseyrir er 3.500 kr og rennur allur ágóði óskiptur til Bergsins Headspace. Má þá líka minnast á að öll geta gerst styrktaraðilar Bergsins Headspace hvort sem það er með stakri greiðslu eða mánaðarlegum styrk og einnig er til sölu varningur á síðu samtakanna sem ég hvet öll til að skoða. Það að hafa tækifæri til að tala um tilfinningar, líðan og fá endurgjöf frá hlutlausum aðila er ómetanlegt og ættu öll að búa að því að geta sótt sér þá þjónustu. Ég veit að ég hefði óskað þess að hafa haft aðgang að sambærilegri þjónustu þegar ég var ung að kljást við kvíða og vanlíðan en ég er viss um að það hefði breytt miklu í mínu lífi. Nú skiptir enn meira máli en áður að hafa kærleikann einan að vopni, standa saman og tala um málin: Tala um tilfinningar.Ég hvet öll til að verja dýrmætum samverutíma með fjölskyldu, vinum, kunningjum, ættingjum, vinnufélögum og hlusta á frábært tónlistarfólk á samverutónleikum Bergsins Headspace. Sýnum samstöðu gegn ofbeldi, fjárfestum í geðheilbrigði, styðjum Bergið og styðjum ungmennin okkar allra. Höfundur er sérfræðingur í velferðarmálum einstaklinga með geðrænar raskanir og stjórnarmeðlimur í Berginu Headspace. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Skoðun Fagmennska í framlínunni - Af hverju kennarar skipta máli Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Framtíð barna okkar krefst meiri festu en fyrirsagna Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Bær atvinnulífsins Orri Björnsson skrifar Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar Skoðun Með fólkið í forgrunni – menningarbrú og samfélagslegur ávinningur Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvort skiptir meira máli, lestur eða líf? Steindór Þórarinsson,Jón K. Jacobsen skrifar Skoðun Krafa um árangur í menntakerfinu Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Börn útvistuð til glæpa á netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir skrifar Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson skrifar Sjá meira
Það er enn mikilvægara en áður að tala um tilfinningar en samkvæmt rannsóknarniðurstöðum Rannsókna og greiningar kom í ljós að andleg líðan ungmenna hefur mælst lakari en áður og þá sér í lagi meðal stúlkna á aldrinum 13-18 ára. Það er löng bið eftir sérfræðiaðstoð, skortur á úrræðum fyrir ungmenni og þau hafa oft fáa til að tala við um andlega líðan og tilfinningar. Eins og atburðir síðustu vikna bera til kynna er ástæða til að hafa áhyggjur af vopnaburði barna, sem þrátt fyrir að vera lítill hópur, þá er mikilvægt að grípa inn í. Það er gríðarlega mikilvægt að huga að forvörnum og stuðningi fyrir þau ungmenni sem á þurfa að halda, ein möguleg lausn felur í sér að gefa börnum og ungmennum tækifæri og rými til að tjá sig um erfiðleika og andlega líðan. Mikilvægt er að til staðar sé úrræði þar sem ungmenni geta leitað sér aðgengilegrar og skilvirkrar þjónustu án kostnaðar, áður en illa fer. Þannig má koma í veg fyrir að erfiðleikar sem eru yfirstíganlegir með markvissri ráðgjöf verði óyfirstíganlegir og geti haft slæmar afleiðingar. Bergið Headspace er úrræði sem brúar bilið í þjónustu við ungt fólk og veitir lágþröskuldaþjónustu við ungmenni á aldrinum 12-25 ára án kostnaðar. Markmið Bergsins er að ungmenni geti mætt í öruggt og notalegt umhverfi og fengið stuðning, ráðgjöf og fræðslu með aðstoð fagfólks.Þar eru engin vandamál of lítil eða stór, það eru engir biðlistar og ekki þarf neina tilvísun til að geta sótt þjónustuna. Ungmenni geta mætt eins oft og þau vilja og rætt um það sem þeim liggur á hjarta. Þar sem það eru næstum sex ár síðan Bergið Headspace hóf starfsemi sína er blásið til samverutónleika þann 26 september í Iðnó. Aðgangseyrir er 3.500 kr og rennur allur ágóði óskiptur til Bergsins Headspace. Má þá líka minnast á að öll geta gerst styrktaraðilar Bergsins Headspace hvort sem það er með stakri greiðslu eða mánaðarlegum styrk og einnig er til sölu varningur á síðu samtakanna sem ég hvet öll til að skoða. Það að hafa tækifæri til að tala um tilfinningar, líðan og fá endurgjöf frá hlutlausum aðila er ómetanlegt og ættu öll að búa að því að geta sótt sér þá þjónustu. Ég veit að ég hefði óskað þess að hafa haft aðgang að sambærilegri þjónustu þegar ég var ung að kljást við kvíða og vanlíðan en ég er viss um að það hefði breytt miklu í mínu lífi. Nú skiptir enn meira máli en áður að hafa kærleikann einan að vopni, standa saman og tala um málin: Tala um tilfinningar.Ég hvet öll til að verja dýrmætum samverutíma með fjölskyldu, vinum, kunningjum, ættingjum, vinnufélögum og hlusta á frábært tónlistarfólk á samverutónleikum Bergsins Headspace. Sýnum samstöðu gegn ofbeldi, fjárfestum í geðheilbrigði, styðjum Bergið og styðjum ungmennin okkar allra. Höfundur er sérfræðingur í velferðarmálum einstaklinga með geðrænar raskanir og stjórnarmeðlimur í Berginu Headspace.
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar
Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun