Hvort er ánægjulegra, kynlíf eða verslunarleiðangur? Gró Einarsdóttir skrifar 23. september 2024 08:32 Hvort er ánægjulegra, kynlíf eða verslunarleiðangur? Kynlíf er skemmtilegra en allt annað. Hér er ekki ég ekki að lýsa minni persónulegu skoðun heldur niðurstöðum úr rannsókn eftir Bryson og MacKerron. Í rannsókninni söfnuðu þeir 3 milljónum svörum við því hvort fólk væri hamingjusamt þessa stundina og hvað það hefði verið að gera á þeim tímapunkti. Byggt á svörunum röðuðu þeir 40 athöfnum í ánægju röð, og þar tróndi kynlíf á toppnum sem ánægjulegasta athöfnin en verslunarleiðangurinn var um miðbik listans, eða í 19 sæti, og telst því hvorki til ánægjulegustu athafnanna né þeirra leiðinlegustu. Með öðrum orðum, það að versla er ekkert spes. Í ljósi þess að nú er Gulur september og við vinnum öll saman að geðrækt og sjálfsvígsforvörnum, er mikilvægt að við spyrjum okkur hvort að við séum að velja að gera það sem veitir okkur ánægju? Reynum nú eftir bestu geta að gleyma því að hafa lesið um þessa áhugaverðu rannsókn, og ímyndum okkur í staðinn að við værum marsbúar sem hefðu fengið það verkefni að fylgjast Íslendingum og álykta hvað veitti þeim mestu ánægju. Væri niðurstaða marsbúanna sú sama og Bryson‘s og MacKerrons? Það er ekki ólíklegt að þeir kæmust að þeirri niðurstöðu að kynlíf væri ekkert spes. Ef við lítum til dæmis á niðurstöður rannsóknar Twenge, Sherman og Wells á kynlífshegðun fólks, þá stunda Bandaríkjamenn minna kynlíf en áður. Þegar skýringar á þessu eru einangraðar koma fram skýr kynslóðaráhrif og það er ekki ólíklegt að sama þróun hafi átt sér stað á Íslandi. Og marsbúarnir sem eru að fylgjast með hegðun okkar gætu komist að þeirri niðurstöðu að kynlíf sé hreinlega ekki eins ánægjulegt og áður. Þegar marsbúarnir horfa svo á einkaneyslu, þá yrðu þeir fljótir að sjá að Íslendingar eru þar í fremstu röð í alþjóðlegu samhengi. Til marks um það sýna til dæmis tölur frá Eurostat að úrgangur per mann á Íslandi er með því mesta sem gerist í Evrópu, sem bendir til mikillar neyslu. Árið 2022 var sorp á mann 659 kíló, sem er 146 kílóum yfir Evrópu meðaltalinu, eða um einu píanói meira af rusli á mann. Marsbúar gætu því ályktað að Íslendingar finni meiri ánægju í verslunarleiðöngrum en í kynlífi, þar sem neysla virðist vera mikilvægari þáttur í lífi þeirra. En hver er skýringin á því að við veljum að eyða tíma okkar og peningum í hluti sem gefa okkur ekki ánægju? Vissulega þurfum við flest að vinna, og versla í matinn, alveg óháð því hversu skemmtilegt okkur finnst það. En ef við eigum 10.000 krónur aukalega, af hverju eyðum við því alltof oft í ný föt í staðinn fyrir leikhúsferð? Kannski er skýringuna að finna í því að við manneskjur erum góð í að spá fyrir um framtíða tilfinningar okkar, hvaða athafnir munu láta okkur líða vel og illa, en spádómsgáfan bregst okkar þegar kemur að því að spá fyrir um það hversu lengi sú tilfinning mun vara. Góða tilfinningin sem einkaneysla hefur í för með sér endist mjög stutt, og er raunar talin í mínútum og sekúndum, fremur heldur en í þeim klukkustundum sem það tók að vinna fyrir neyslunni. Góða tilfinningin sem við fáum frá upplifunum, hvort sem við borgum fyrir þær eða ekki, endast mun lengur. En við gleymum að hugsa svo langt þegar við tökum ákvarðanir um hvað við verjum tíma okkar og peningum í. Kannski getum við nýtt þessa 3 milljón gagnapunkta til þess að minna okkur á að færa hegðun okkar frá því sem gefur okkur takmarkaða ánægju (versla) yfir í það sem gefur okkur mikla ánægju (kynlíf, leikhús, söfn, íþróttir, garðyrkja, söngur, samvera). Þannig getum við vonandi dregið úr þeim neikvæðu umhverfisáhrifum sem óhófleg einkaneysla hefur í för með sér, en neyslubundið kolefnisspor íslenska heimila er 55% hærra en landsbundin losun, og um það bil 71% af losun heimila er vegna innfluttra vara með tilheyrandi umhverfisvandamálum í þeim löndum sem vörurnar voru framleiddar. Allt á meðan við gerum hluti sem eru miklu skemmtilegri en að versla. Höfundur er sérfræðingur hjá Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri og doktor í félagssálfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gró Einarsdóttir Geðheilbrigði Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Sjá meira
Hvort er ánægjulegra, kynlíf eða verslunarleiðangur? Kynlíf er skemmtilegra en allt annað. Hér er ekki ég ekki að lýsa minni persónulegu skoðun heldur niðurstöðum úr rannsókn eftir Bryson og MacKerron. Í rannsókninni söfnuðu þeir 3 milljónum svörum við því hvort fólk væri hamingjusamt þessa stundina og hvað það hefði verið að gera á þeim tímapunkti. Byggt á svörunum röðuðu þeir 40 athöfnum í ánægju röð, og þar tróndi kynlíf á toppnum sem ánægjulegasta athöfnin en verslunarleiðangurinn var um miðbik listans, eða í 19 sæti, og telst því hvorki til ánægjulegustu athafnanna né þeirra leiðinlegustu. Með öðrum orðum, það að versla er ekkert spes. Í ljósi þess að nú er Gulur september og við vinnum öll saman að geðrækt og sjálfsvígsforvörnum, er mikilvægt að við spyrjum okkur hvort að við séum að velja að gera það sem veitir okkur ánægju? Reynum nú eftir bestu geta að gleyma því að hafa lesið um þessa áhugaverðu rannsókn, og ímyndum okkur í staðinn að við værum marsbúar sem hefðu fengið það verkefni að fylgjast Íslendingum og álykta hvað veitti þeim mestu ánægju. Væri niðurstaða marsbúanna sú sama og Bryson‘s og MacKerrons? Það er ekki ólíklegt að þeir kæmust að þeirri niðurstöðu að kynlíf væri ekkert spes. Ef við lítum til dæmis á niðurstöður rannsóknar Twenge, Sherman og Wells á kynlífshegðun fólks, þá stunda Bandaríkjamenn minna kynlíf en áður. Þegar skýringar á þessu eru einangraðar koma fram skýr kynslóðaráhrif og það er ekki ólíklegt að sama þróun hafi átt sér stað á Íslandi. Og marsbúarnir sem eru að fylgjast með hegðun okkar gætu komist að þeirri niðurstöðu að kynlíf sé hreinlega ekki eins ánægjulegt og áður. Þegar marsbúarnir horfa svo á einkaneyslu, þá yrðu þeir fljótir að sjá að Íslendingar eru þar í fremstu röð í alþjóðlegu samhengi. Til marks um það sýna til dæmis tölur frá Eurostat að úrgangur per mann á Íslandi er með því mesta sem gerist í Evrópu, sem bendir til mikillar neyslu. Árið 2022 var sorp á mann 659 kíló, sem er 146 kílóum yfir Evrópu meðaltalinu, eða um einu píanói meira af rusli á mann. Marsbúar gætu því ályktað að Íslendingar finni meiri ánægju í verslunarleiðöngrum en í kynlífi, þar sem neysla virðist vera mikilvægari þáttur í lífi þeirra. En hver er skýringin á því að við veljum að eyða tíma okkar og peningum í hluti sem gefa okkur ekki ánægju? Vissulega þurfum við flest að vinna, og versla í matinn, alveg óháð því hversu skemmtilegt okkur finnst það. En ef við eigum 10.000 krónur aukalega, af hverju eyðum við því alltof oft í ný föt í staðinn fyrir leikhúsferð? Kannski er skýringuna að finna í því að við manneskjur erum góð í að spá fyrir um framtíða tilfinningar okkar, hvaða athafnir munu láta okkur líða vel og illa, en spádómsgáfan bregst okkar þegar kemur að því að spá fyrir um það hversu lengi sú tilfinning mun vara. Góða tilfinningin sem einkaneysla hefur í för með sér endist mjög stutt, og er raunar talin í mínútum og sekúndum, fremur heldur en í þeim klukkustundum sem það tók að vinna fyrir neyslunni. Góða tilfinningin sem við fáum frá upplifunum, hvort sem við borgum fyrir þær eða ekki, endast mun lengur. En við gleymum að hugsa svo langt þegar við tökum ákvarðanir um hvað við verjum tíma okkar og peningum í. Kannski getum við nýtt þessa 3 milljón gagnapunkta til þess að minna okkur á að færa hegðun okkar frá því sem gefur okkur takmarkaða ánægju (versla) yfir í það sem gefur okkur mikla ánægju (kynlíf, leikhús, söfn, íþróttir, garðyrkja, söngur, samvera). Þannig getum við vonandi dregið úr þeim neikvæðu umhverfisáhrifum sem óhófleg einkaneysla hefur í för með sér, en neyslubundið kolefnisspor íslenska heimila er 55% hærra en landsbundin losun, og um það bil 71% af losun heimila er vegna innfluttra vara með tilheyrandi umhverfisvandamálum í þeim löndum sem vörurnar voru framleiddar. Allt á meðan við gerum hluti sem eru miklu skemmtilegri en að versla. Höfundur er sérfræðingur hjá Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri og doktor í félagssálfræði.
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun