Af hverju þetta tímabundna álag á útsvarið? Bragi Bjarnason skrifar 28. september 2024 11:01 Umræða um fjárhagsstöðu Sveitarfélagsins Árborgar hefur verið áberandi á kjörtímabilinu og aukist mjög - síðustu daga. Álagið sem hefur þurft að setja á útsvar íbúa Árborgar hefur verið kynnt og eðlilega er enginn ánægður með slíkan auka reikning. Það verður hinsvegar ekki horft framhjá því að staða sveitarfélagsins var orðin graf alvarleg árið 2022, raunar miklu fyrr. Á þetta bentum við sjálfstæðismenn í okkar málflutningi í aðdraganda kosninga, rétt eins og fyrrum bæjarfulltrúar okkar höfðu gert og varað við. Kjósendum var ljóst að við urðum að bregðast við stöðunni og okkur í D-listanum falið að leiða þá vegferð og ná tökum á vandanum. Skuldum vafið sveitarfélag getur ekki staðið undir þeirri þjónustu sem því ber að veita íbúum sínum í nútíð og framtíð. Skuldastaðan slæm Í maí 2022 var stutt í að eftirlitsnefnd sveitarfélaga myndi taka yfir reksturinn. Á þessum tíma hafði verið ráðist í mörg verkefni sem kannski var ekki innistæða fyrir. Slíkt ýtti undir mikla skuldsetningu, og á meðan var lítið horft í reksturinn, sem blés út og var orðinn verulega íþyngjandi. Þetta má lesa úr mynd 1. Skuldirnar tvöfölduðust á fjórum árum. Því er eðlilegt að spyrja hvernig þáverandi yfirvöld sveitarfélagsins hafi séð fyrir hvernig framhaldið yrði eða hvernig átti að borga fyrir þetta allt. Aðsend Frá fyrsta degi hefur það verið stærsta verkefni nýrrar bæjarstjórnar og starfsmanna sveitarfélagsins að finna leiðir til að bæta rekstur sveitarfélagsins. Það hefur gengið mjög vel en á þeirri vegferð hefur þurft að taka margar erfiðar ákvarðanir. Það er engum stjórnmálamanni skemmtun í því að þurfa að segja upp fólki en slíkt var nauðsynlegt og til þessa hefur stöðugildum sveitarfélagsins fækkað um tæplega eitthundrað. Á sama tíma höfum við lækkað annan rekstrarkostnað. Fjárfestingum og viðhaldi hefur verið forgangsraðað og eignir seldar. Allt er þetta liður í því að draga sem mest úr nýrri lántöku. Árangurinn má sjá í því að lántaka sveitarfélagsins fór úr því að vera 3,7 milljarðar árið 2023 í 1,3 milljarða á þessu ári, 2024. Við munum halda áfram á þeirri braut að takmarka lántöku sveitarfélagsins. Við höldum áfram að leita leiða til að bæta reksturinn til að sveitarfélagið geti staðið undir góðri þjónustu við íbúa á öllum aldri. Til þess erum við kosin og meðal aðgerða verður frekari hagræðing innan sveitarfélagsins. Á mynd 2 sést hvernig rekstur sveitarfélagsins hefur þróast undanfarin ár. Hallarekstur með skuldasöfnun sem náði hámarki árið 2022 en nú hefur verið snúið af þeirri braut, þrátt fyrir snúið efnahagslegt umhverfi. Í samræmi við samþykktar fjárhagsáætlanir og áætlaða afkomu ársins 2024 þá náum við rekstrinum á réttan stað og með því skapast tækifæri til lækkunar á álagningu. En allt tekur þetta tíma. AÐSEND Tímabundið álag á útsvarið Hluti af endurskipulagningu reksturs sveitarfélagsins “Brú til betri vegar” var að gera samkomulag við Innviðaráðuneytið um aðstoð eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga og höfum við átt samstarf við nefndina um aðgerðir. Verkefninu er ekki lokið en ein af þeim aðgerðum sem nefndin lagði upp með var að sett yrði sérstakt tímabundið álag á útsvarið sem heimilt er skv. lögum. Taldi nefndin að það yrði að vera að lágmarki 1,474 prósentustig, til að hámarki tveggja ára. Samhliða samþykkt fjárhagsáætlunar fyrir árið 2024 var staðfest í bæjarstjórn að leggja á þetta aukna álag á útsvar sem þó kemur ekki til greiðslu hjá skattgreiðendum fyrr en við uppgjör skattframtals í júní 2025. Leggst það á í hlutfalli við tekjur og sem dæmi leggjast tæpar 177 þúsund krónur í heildina yfir árið á þann sem hefur 1 milljón krónur í mánaðartekjur. Ég legg áherslu á að íbúar séu bæði upplýstir um álagið og forsendur þeirra erfiðu ákvarðana sem bæjarstjórn þarf að taka til að mæta þeirri stöðu sem við erum í. Ég er nokkuð viss um að það sé ekkert sérstakt áhugamál neins bæjarfulltrúa að hækka álögur á íbúa. Slíkt gengur beinlínis gegn hugsjónum okkar sjálfstæðismanna. Við horfumst hinsvegar í augu við vandann og tökum á honum með þeim hætti sem dugar. Þetta eru tímabundnar aðgerðir, þær eru að skila okkur árangri og við sjáum fyrir endann á erfiðu tímabili. Við höldum okkur við planið sem lagt var upp með í upphafi kjörtímabilsins og í ljósi þess árangurs sem við nú sjáum trúi ég því að í sameiningu klárum við verkefnið. Höfundur er bæjarstjóri og oddviti sjálfstæðisflokksins í Árborg Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bragi Bjarnason Árborg Skattar og tollar Mest lesið Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Umræða um fjárhagsstöðu Sveitarfélagsins Árborgar hefur verið áberandi á kjörtímabilinu og aukist mjög - síðustu daga. Álagið sem hefur þurft að setja á útsvar íbúa Árborgar hefur verið kynnt og eðlilega er enginn ánægður með slíkan auka reikning. Það verður hinsvegar ekki horft framhjá því að staða sveitarfélagsins var orðin graf alvarleg árið 2022, raunar miklu fyrr. Á þetta bentum við sjálfstæðismenn í okkar málflutningi í aðdraganda kosninga, rétt eins og fyrrum bæjarfulltrúar okkar höfðu gert og varað við. Kjósendum var ljóst að við urðum að bregðast við stöðunni og okkur í D-listanum falið að leiða þá vegferð og ná tökum á vandanum. Skuldum vafið sveitarfélag getur ekki staðið undir þeirri þjónustu sem því ber að veita íbúum sínum í nútíð og framtíð. Skuldastaðan slæm Í maí 2022 var stutt í að eftirlitsnefnd sveitarfélaga myndi taka yfir reksturinn. Á þessum tíma hafði verið ráðist í mörg verkefni sem kannski var ekki innistæða fyrir. Slíkt ýtti undir mikla skuldsetningu, og á meðan var lítið horft í reksturinn, sem blés út og var orðinn verulega íþyngjandi. Þetta má lesa úr mynd 1. Skuldirnar tvöfölduðust á fjórum árum. Því er eðlilegt að spyrja hvernig þáverandi yfirvöld sveitarfélagsins hafi séð fyrir hvernig framhaldið yrði eða hvernig átti að borga fyrir þetta allt. Aðsend Frá fyrsta degi hefur það verið stærsta verkefni nýrrar bæjarstjórnar og starfsmanna sveitarfélagsins að finna leiðir til að bæta rekstur sveitarfélagsins. Það hefur gengið mjög vel en á þeirri vegferð hefur þurft að taka margar erfiðar ákvarðanir. Það er engum stjórnmálamanni skemmtun í því að þurfa að segja upp fólki en slíkt var nauðsynlegt og til þessa hefur stöðugildum sveitarfélagsins fækkað um tæplega eitthundrað. Á sama tíma höfum við lækkað annan rekstrarkostnað. Fjárfestingum og viðhaldi hefur verið forgangsraðað og eignir seldar. Allt er þetta liður í því að draga sem mest úr nýrri lántöku. Árangurinn má sjá í því að lántaka sveitarfélagsins fór úr því að vera 3,7 milljarðar árið 2023 í 1,3 milljarða á þessu ári, 2024. Við munum halda áfram á þeirri braut að takmarka lántöku sveitarfélagsins. Við höldum áfram að leita leiða til að bæta reksturinn til að sveitarfélagið geti staðið undir góðri þjónustu við íbúa á öllum aldri. Til þess erum við kosin og meðal aðgerða verður frekari hagræðing innan sveitarfélagsins. Á mynd 2 sést hvernig rekstur sveitarfélagsins hefur þróast undanfarin ár. Hallarekstur með skuldasöfnun sem náði hámarki árið 2022 en nú hefur verið snúið af þeirri braut, þrátt fyrir snúið efnahagslegt umhverfi. Í samræmi við samþykktar fjárhagsáætlanir og áætlaða afkomu ársins 2024 þá náum við rekstrinum á réttan stað og með því skapast tækifæri til lækkunar á álagningu. En allt tekur þetta tíma. AÐSEND Tímabundið álag á útsvarið Hluti af endurskipulagningu reksturs sveitarfélagsins “Brú til betri vegar” var að gera samkomulag við Innviðaráðuneytið um aðstoð eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga og höfum við átt samstarf við nefndina um aðgerðir. Verkefninu er ekki lokið en ein af þeim aðgerðum sem nefndin lagði upp með var að sett yrði sérstakt tímabundið álag á útsvarið sem heimilt er skv. lögum. Taldi nefndin að það yrði að vera að lágmarki 1,474 prósentustig, til að hámarki tveggja ára. Samhliða samþykkt fjárhagsáætlunar fyrir árið 2024 var staðfest í bæjarstjórn að leggja á þetta aukna álag á útsvar sem þó kemur ekki til greiðslu hjá skattgreiðendum fyrr en við uppgjör skattframtals í júní 2025. Leggst það á í hlutfalli við tekjur og sem dæmi leggjast tæpar 177 þúsund krónur í heildina yfir árið á þann sem hefur 1 milljón krónur í mánaðartekjur. Ég legg áherslu á að íbúar séu bæði upplýstir um álagið og forsendur þeirra erfiðu ákvarðana sem bæjarstjórn þarf að taka til að mæta þeirri stöðu sem við erum í. Ég er nokkuð viss um að það sé ekkert sérstakt áhugamál neins bæjarfulltrúa að hækka álögur á íbúa. Slíkt gengur beinlínis gegn hugsjónum okkar sjálfstæðismanna. Við horfumst hinsvegar í augu við vandann og tökum á honum með þeim hætti sem dugar. Þetta eru tímabundnar aðgerðir, þær eru að skila okkur árangri og við sjáum fyrir endann á erfiðu tímabili. Við höldum okkur við planið sem lagt var upp með í upphafi kjörtímabilsins og í ljósi þess árangurs sem við nú sjáum trúi ég því að í sameiningu klárum við verkefnið. Höfundur er bæjarstjóri og oddviti sjálfstæðisflokksins í Árborg
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun