Ekkert mansal á Íslandi í 15 ár? Dagbjört Hákonardóttir skrifar 1. október 2024 08:03 Árið 2009 er mörgum eftirminnilegt. Þá var hægt að halda skemmtilegt Eurovisionpartí, svínaflensan herjaði á heiminn, íslenskur almenningur lærði að lifa með gjaldeyrishöftum og efnahagshrunið var í algleymingi. Þetta var líka árið þar sem einstaklingur var síðast sakfelldur fyrir mansal í héraðsdómi þar sem niðurstaðan var jafnframt staðfest í framhaldinu fyrir æðra dómstigi. Þar voru fimm karlmenn dæmdir sekir fyrir mansalsbrot gegn 19 ára stúlku. Í febrúar í fyrra sneri Landsréttur við héraðsdómi sem fallið hafði 2021, þar sem konu var gefið að sök að hafa flutt barnunga einstaklinga hingað til lands í því skyni að láta þau stunda þrælkunarvinnu. Eftir stendur að dómaframkvæmd á sviði mansalsmála er gífurlega fátækleg og í hrópandi ósamræmi við það hversu algeng brotin virðast vera í íslensku samfélagi. Íslensk kjör á íslenskum vinnumarkaði – að Norrænni fyrirmynd Íslenskur vinnumarkaður byggir á grunni Norræna vinnumarkaðsmódelsins, þar sem farsælustu samfélög þessa heims fá að þrífast í eðlilegu jafnvægi öflugs atvinnulífs og virks velferðarsamfélags þar sem ólík en jafn mikilvæg verðmæti verða til. Það verður að teljast lágmarksviðmið að binda endi á þá þróun að hér á landi eru að skapast betri skilyrði fyrir hópa til að stunda félagsleg undirboð og fremja vinnumarkaðsglæpi á borð við mansal. Og hvað svo? Á sama tíma og enginn óskar þess að mansalshringir fái að þrífast hér, virðist úrræðaleysið vera viðvarandi og ekki sér fyrir endann á þrátt fyrir mikla umræðu. Það ætlar að verða endurtekið stef að þegar mansal ber á góma veldur það því að íslenskt samfélag veðrast upp um stund, en framfarir og úrbætur í atvinnulífi og íslenskri stjórnsýslu virðast ekki fara fram í nokkru samræmi við það. Ítrekað hafa fulltrúar stjórnvalda, ekki síst lögreglu og ákæruvalds, bent á úrræðaleysi gagnvart gerendum í mansalsmálum sem geta ýmist verið einstaklingar eða samhæfðir hópar sem teygja anga sína í alþjóðlega glæpastarfsemi. Frjálst flæði gagna og fjármögnum lögreglu Sé tekið mið af umræðum á vel heppnuðu málþingi ASÍ og SA um mansal sem fór fram þann 26. september s.l, telja flestir hagsmunaaðilar að gagnamiðlun á meðal eftirlitsaðila sé lykilatriði í því að tryggja tímanleg inngrip inn í aðstæður sem bera með sér helstu einkenni þess að félagslegt undirboð fái að viðgangast. Íslenskur vinnumarkaður á rétt eins og á Norðurlöndunum að vera skipulagður með þeim hætti að aðilar vinnumarkaðarins geti haft með sér mikið og virkt samráð og miðlað gögnum sín á milli í þeim tilgangi að koma í veg fyrir vinnumarkaðsglæpi og misnotkun á fólki, án hindrana. Binda verður vonir við stofnun samstarfsnefndar um aðgerðir gegn brotastarfsemi á vinnumarkaði sem komið var á fót í vor í kjölfar lagabreytinga sem samþykktar voru einróma á Alþingi. Stofnun vettvangsins nægir þó ekki ein og sér þar sem þeir aðilar sem eiga að því aðild, þ.e. lögregla, Skatturinn, Vinnueftirlit ríkisins og Vinnumálastofnun hafa ólíkum skyldum að gegna og þegar öllu er á botninn hvolft er það á herðum ákæruvaldsins að rannsaka og síðan saksækja í þessum málaflokki. Teymi ríkislögreglustjóra sem annast þau verkefni hefur nú þrjá starfsmenn á sínum snærum og telur stjórnandi deildarinnar að þörf sé á sex starfsmönnum til viðbótar, líkt og Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar benti á í nýlegri grein um alvarlegar aðstæður á vinnumarkaði. Það er tilgangslaust að stofna vettvang upplýsingamiðlunar, ef stofnunum er í reynd gert ókleift að miðla upplýsingum sín á milli. Þá er augljóst að slík upplýsingamiðlun nýtist ekkert ef rannsókn mansalsmála mætir algerum afgangi í fjárhagslegri forgangsröðun, ár eftir ár. Ef fram heldur sem horfir, þurfum við að bíða í önnur 15 ár eftir næstu sakfellingu vegna mansals. Við jafnaðarmenn höfum ekki áhuga á því að fylgjast með því þegjandi og hljóðalaust og köllum eftir skýrum aðgerðum gegn félagslegu undirboði og mansali á íslenskum vinnumarkaði. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar – jafnaðarflokks Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagbjört Hákonardóttir Mansal Vinnumarkaður Samfylkingin Mest lesið 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Árið 2009 er mörgum eftirminnilegt. Þá var hægt að halda skemmtilegt Eurovisionpartí, svínaflensan herjaði á heiminn, íslenskur almenningur lærði að lifa með gjaldeyrishöftum og efnahagshrunið var í algleymingi. Þetta var líka árið þar sem einstaklingur var síðast sakfelldur fyrir mansal í héraðsdómi þar sem niðurstaðan var jafnframt staðfest í framhaldinu fyrir æðra dómstigi. Þar voru fimm karlmenn dæmdir sekir fyrir mansalsbrot gegn 19 ára stúlku. Í febrúar í fyrra sneri Landsréttur við héraðsdómi sem fallið hafði 2021, þar sem konu var gefið að sök að hafa flutt barnunga einstaklinga hingað til lands í því skyni að láta þau stunda þrælkunarvinnu. Eftir stendur að dómaframkvæmd á sviði mansalsmála er gífurlega fátækleg og í hrópandi ósamræmi við það hversu algeng brotin virðast vera í íslensku samfélagi. Íslensk kjör á íslenskum vinnumarkaði – að Norrænni fyrirmynd Íslenskur vinnumarkaður byggir á grunni Norræna vinnumarkaðsmódelsins, þar sem farsælustu samfélög þessa heims fá að þrífast í eðlilegu jafnvægi öflugs atvinnulífs og virks velferðarsamfélags þar sem ólík en jafn mikilvæg verðmæti verða til. Það verður að teljast lágmarksviðmið að binda endi á þá þróun að hér á landi eru að skapast betri skilyrði fyrir hópa til að stunda félagsleg undirboð og fremja vinnumarkaðsglæpi á borð við mansal. Og hvað svo? Á sama tíma og enginn óskar þess að mansalshringir fái að þrífast hér, virðist úrræðaleysið vera viðvarandi og ekki sér fyrir endann á þrátt fyrir mikla umræðu. Það ætlar að verða endurtekið stef að þegar mansal ber á góma veldur það því að íslenskt samfélag veðrast upp um stund, en framfarir og úrbætur í atvinnulífi og íslenskri stjórnsýslu virðast ekki fara fram í nokkru samræmi við það. Ítrekað hafa fulltrúar stjórnvalda, ekki síst lögreglu og ákæruvalds, bent á úrræðaleysi gagnvart gerendum í mansalsmálum sem geta ýmist verið einstaklingar eða samhæfðir hópar sem teygja anga sína í alþjóðlega glæpastarfsemi. Frjálst flæði gagna og fjármögnum lögreglu Sé tekið mið af umræðum á vel heppnuðu málþingi ASÍ og SA um mansal sem fór fram þann 26. september s.l, telja flestir hagsmunaaðilar að gagnamiðlun á meðal eftirlitsaðila sé lykilatriði í því að tryggja tímanleg inngrip inn í aðstæður sem bera með sér helstu einkenni þess að félagslegt undirboð fái að viðgangast. Íslenskur vinnumarkaður á rétt eins og á Norðurlöndunum að vera skipulagður með þeim hætti að aðilar vinnumarkaðarins geti haft með sér mikið og virkt samráð og miðlað gögnum sín á milli í þeim tilgangi að koma í veg fyrir vinnumarkaðsglæpi og misnotkun á fólki, án hindrana. Binda verður vonir við stofnun samstarfsnefndar um aðgerðir gegn brotastarfsemi á vinnumarkaði sem komið var á fót í vor í kjölfar lagabreytinga sem samþykktar voru einróma á Alþingi. Stofnun vettvangsins nægir þó ekki ein og sér þar sem þeir aðilar sem eiga að því aðild, þ.e. lögregla, Skatturinn, Vinnueftirlit ríkisins og Vinnumálastofnun hafa ólíkum skyldum að gegna og þegar öllu er á botninn hvolft er það á herðum ákæruvaldsins að rannsaka og síðan saksækja í þessum málaflokki. Teymi ríkislögreglustjóra sem annast þau verkefni hefur nú þrjá starfsmenn á sínum snærum og telur stjórnandi deildarinnar að þörf sé á sex starfsmönnum til viðbótar, líkt og Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar benti á í nýlegri grein um alvarlegar aðstæður á vinnumarkaði. Það er tilgangslaust að stofna vettvang upplýsingamiðlunar, ef stofnunum er í reynd gert ókleift að miðla upplýsingum sín á milli. Þá er augljóst að slík upplýsingamiðlun nýtist ekkert ef rannsókn mansalsmála mætir algerum afgangi í fjárhagslegri forgangsröðun, ár eftir ár. Ef fram heldur sem horfir, þurfum við að bíða í önnur 15 ár eftir næstu sakfellingu vegna mansals. Við jafnaðarmenn höfum ekki áhuga á því að fylgjast með því þegjandi og hljóðalaust og köllum eftir skýrum aðgerðum gegn félagslegu undirboði og mansali á íslenskum vinnumarkaði. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar – jafnaðarflokks Íslands.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun