Riddarar kærleikans Tómas Torfason skrifar 9. október 2024 08:34 Samfélag okkar hefur gengið í gegnum áföll á síðustu vikum. Við erum að vakna við þá staðreynd að of mörgu ungu fólki líður ekki vel. Forseti Íslands, frú Halla Tómasdóttir, hefur ýtt úr vör átaki, þar sem hún hvetur ungt fólk til að vera riddarar kærleikans. Hún segir: „Við höfum öll val. Verum Riddarar kærleikans! Byrjum á því að breyta eigin hegðun. Horfumst í augu og tökum utan um hvert annað. Gerum kærleikann að eina vopninu í okkar samfélagi. Vertu með!“ Við í KFUM og KFUK tökum undir með forsetanum, enda spegla orð hennar tilveru félags okkar og tilgang. Riddarar fyrri alda fæddust hvorki í brynjum né á hestbaki. Þeir voru bara ungir menn sem fengu uppeldi og þjálfun til að takast á við hlutverk sitt í lífinu. Ungt fólk samtímans þarf einnig uppeldi og þjálfun til að takast á við lífið. Ábyrgðin á að koma einstakling til manns er mikil og samfélagið allt þarf að taka þátt í þeirri vegferð ef vel á að vera. Rannsóknir hafa sýnt að vandað og skipulagt æskulýðs-, íþrótta- og ungmennastarf veitir uppeldi og þjálfun sem valdeflir og styrkir einstaklinga. Um það er ekki deilt. Kærleikurinn er megin stefið í boðskap Jesú Krists. Í myndlíkingum kristinnar trúar er kærleikanum líkt við ljós og hatrinu við myrkur. Í kristnum boðskap fylgir einörð hvatning til okkar að lifa í ljósinu. Í kristilegu æskulýðsstarfi KFUM og KFUK, er leitast við að valdefla börn og ungmenni með það að markmiði að þau verði heilsteyptir einstaklingar. Við miðlum líka boðskap Jesú Krists með það að markmiði að kærleikurinn verði ungu fólki veganesti og leiðarljós í lífinu. Íslenskt samfélag þarf á því að halda að ungt fólk í vanlíðan stígi út úr skugga eymdar og óöryggis. Að það lifi í sátt við sjálft sig og í sátt við annað fólk. Við viljum sjá ungt fólk búa við þann styrk og það hugrekki að lifa í ljósinu, með kærleikann að vopni. Riddarar samtímans þurfa uppeldi og þjálfun til að takast á við hlutverk sín í lífinu. Því þurfum við sem samfélag að standa með, hlúa að og fjárfesta í skipulögðu æskulýðs-, íþrótta- og ungmennastarfi í landinu. Reynslan hefur einnig sýnt okkur að ef boðskapur ljóss og friðar fær að umleika slíkt starf, þá kynnast riddararnir kærleikanum, sem við viljum að einkenni þá og samskipti þeirra. Nú sem aldrei fyrr þurfum við sem þjóð að sækja fram á þessu sviði. Höfundur er framkvæmdastjóri KFUM og KFUK á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Samfélag okkar hefur gengið í gegnum áföll á síðustu vikum. Við erum að vakna við þá staðreynd að of mörgu ungu fólki líður ekki vel. Forseti Íslands, frú Halla Tómasdóttir, hefur ýtt úr vör átaki, þar sem hún hvetur ungt fólk til að vera riddarar kærleikans. Hún segir: „Við höfum öll val. Verum Riddarar kærleikans! Byrjum á því að breyta eigin hegðun. Horfumst í augu og tökum utan um hvert annað. Gerum kærleikann að eina vopninu í okkar samfélagi. Vertu með!“ Við í KFUM og KFUK tökum undir með forsetanum, enda spegla orð hennar tilveru félags okkar og tilgang. Riddarar fyrri alda fæddust hvorki í brynjum né á hestbaki. Þeir voru bara ungir menn sem fengu uppeldi og þjálfun til að takast á við hlutverk sitt í lífinu. Ungt fólk samtímans þarf einnig uppeldi og þjálfun til að takast á við lífið. Ábyrgðin á að koma einstakling til manns er mikil og samfélagið allt þarf að taka þátt í þeirri vegferð ef vel á að vera. Rannsóknir hafa sýnt að vandað og skipulagt æskulýðs-, íþrótta- og ungmennastarf veitir uppeldi og þjálfun sem valdeflir og styrkir einstaklinga. Um það er ekki deilt. Kærleikurinn er megin stefið í boðskap Jesú Krists. Í myndlíkingum kristinnar trúar er kærleikanum líkt við ljós og hatrinu við myrkur. Í kristnum boðskap fylgir einörð hvatning til okkar að lifa í ljósinu. Í kristilegu æskulýðsstarfi KFUM og KFUK, er leitast við að valdefla börn og ungmenni með það að markmiði að þau verði heilsteyptir einstaklingar. Við miðlum líka boðskap Jesú Krists með það að markmiði að kærleikurinn verði ungu fólki veganesti og leiðarljós í lífinu. Íslenskt samfélag þarf á því að halda að ungt fólk í vanlíðan stígi út úr skugga eymdar og óöryggis. Að það lifi í sátt við sjálft sig og í sátt við annað fólk. Við viljum sjá ungt fólk búa við þann styrk og það hugrekki að lifa í ljósinu, með kærleikann að vopni. Riddarar samtímans þurfa uppeldi og þjálfun til að takast á við hlutverk sín í lífinu. Því þurfum við sem samfélag að standa með, hlúa að og fjárfesta í skipulögðu æskulýðs-, íþrótta- og ungmennastarfi í landinu. Reynslan hefur einnig sýnt okkur að ef boðskapur ljóss og friðar fær að umleika slíkt starf, þá kynnast riddararnir kærleikanum, sem við viljum að einkenni þá og samskipti þeirra. Nú sem aldrei fyrr þurfum við sem þjóð að sækja fram á þessu sviði. Höfundur er framkvæmdastjóri KFUM og KFUK á Íslandi.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun