Er ekki bara best að hætta þessu bulli og kjósa? Óli Valur Pétursson skrifar 10. október 2024 12:33 Ég fagna ályktun hreyfingarinnar (áður þekkt sem Vinstrihreyfingin grænt framboð) að slíta stjórnarsamstarfinu og boða til kosninga í vor. Ég var hluti að ályktun sem að miðstjórn Ungs jafnaðarfólks sendi frá sér, þar sem kallað var eftir kosningum í apríl síðastliðnum þegar að fyrrum forsætisráðherra ákvað að hoppa frá borði og fara frekar í forsetaframboð. Ekki hefur verið fallið frá þeirri kröfu. Þó að ég fagni ályktun hreyfingarinnar þá er greinilegt að hún hafi verið geld á landsfundi. Að segja „æskilegt sé að boða til kosninga í vor“ er ekki loforð um kosningar heldur gylliboð fyrir fólkið í landinu sem að á skilið og þráir breytingar. Þjóðin gæti því setið uppi með óstarfhæfa ríkisstjórn fram í september á næsta ári. Traust ríkisstjórnarinnar hefur aldrei verið minna og liggur við að landsfundur hreyfingarinnar hafi verið ákveðin púðurtunna inn í stjórnarsamstarfið. Ástandið var eldfimt fyrir en dagana eftir landsfund eru stjórnarflokkarnir lítið búnir að gera annað en að grafa djúpar skotgrafir og kenna hvort öðru um slæmt gengi ríkisstjórnarinnar. Á meðan að ríkistjórnarflokkarnir rífast blæðir heimilum landsmanna út. Ríkisstjórnarsamstarfið sem virðist hanga saman á frasanum „það eru mikilvægir málaflokkar sem þarf að vinna að“. GUÐ BLESSI ÍSLAND! Ríkisstjórnin hefur ekki getað sinnt mikilvægum málaflokkum í sjö ár og er að öllum líkindum ekki að fara ná að vinna saman í dauðateygjunum. Ríkisstjórnarsamstarfið er löngu komið á leiðarenda og æskilegt að boða sem fyrst til kosninga. Fólkið í landinu á betra skilið. Höfundur situr í framkvæmdarstjórn Ungs jafnaðarfólks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfylkingin Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Ég fagna ályktun hreyfingarinnar (áður þekkt sem Vinstrihreyfingin grænt framboð) að slíta stjórnarsamstarfinu og boða til kosninga í vor. Ég var hluti að ályktun sem að miðstjórn Ungs jafnaðarfólks sendi frá sér, þar sem kallað var eftir kosningum í apríl síðastliðnum þegar að fyrrum forsætisráðherra ákvað að hoppa frá borði og fara frekar í forsetaframboð. Ekki hefur verið fallið frá þeirri kröfu. Þó að ég fagni ályktun hreyfingarinnar þá er greinilegt að hún hafi verið geld á landsfundi. Að segja „æskilegt sé að boða til kosninga í vor“ er ekki loforð um kosningar heldur gylliboð fyrir fólkið í landinu sem að á skilið og þráir breytingar. Þjóðin gæti því setið uppi með óstarfhæfa ríkisstjórn fram í september á næsta ári. Traust ríkisstjórnarinnar hefur aldrei verið minna og liggur við að landsfundur hreyfingarinnar hafi verið ákveðin púðurtunna inn í stjórnarsamstarfið. Ástandið var eldfimt fyrir en dagana eftir landsfund eru stjórnarflokkarnir lítið búnir að gera annað en að grafa djúpar skotgrafir og kenna hvort öðru um slæmt gengi ríkisstjórnarinnar. Á meðan að ríkistjórnarflokkarnir rífast blæðir heimilum landsmanna út. Ríkisstjórnarsamstarfið sem virðist hanga saman á frasanum „það eru mikilvægir málaflokkar sem þarf að vinna að“. GUÐ BLESSI ÍSLAND! Ríkisstjórnin hefur ekki getað sinnt mikilvægum málaflokkum í sjö ár og er að öllum líkindum ekki að fara ná að vinna saman í dauðateygjunum. Ríkisstjórnarsamstarfið er löngu komið á leiðarenda og æskilegt að boða sem fyrst til kosninga. Fólkið í landinu á betra skilið. Höfundur situr í framkvæmdarstjórn Ungs jafnaðarfólks.
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun