Að meðhöndla eðlilegar tilfinningar með lyfjum Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar 11. október 2024 15:32 Í umfjöllun undanfarna daga hefur komið fram að um 15-20% lyfjanotkunar hér á landi sé óþörf. Óljóst er hversu stór hluti þessara lyfja eru geð- eða róandi lyf en ljóst að það hlutfall er líklega töluvert. Þegar lausnin verður að vandamálinu Í starfi mínu sem sálfræðingur hef ég komist að því að brögð eru af því að fólk með enga sögu um andlega vanlíðan séu boðin róandi- eða geðlyf í kjölfar veikinda. Of mörg dæmi eru um að róandi lyf (sem ætluð eru til notkunar í skemmri tíma) séu enn notuð að staðaldri, árum eða jafnvel áratugum síðar. Lyfjameðhöndlun eðlilegra tilfinninga í erfiðum aðstæðum er staðreynd. Langtímanotkun róandi lyfja er líka staðreynd og dæmi um að meðhöndlun með lyfjum er orðin verri en það ástand sem þeim er ætlað að laga. Við erum í auknum mæli að sjúkdómsvæða tilfinningar okkar. Þeir sem eru með greiningar eru flestir upplýstir um hverjar þær eru, en oft verður minna um svör þegar spurt er hvort viðkomandi hafi fengið fræðslu um hvernig eigi að takast á við vanlíðan, ADHD eða aðra andlega kvilla, án lyfja. Að takast á við tilfinningar án lyfja Hreyfing er eitt þeirra náttúrulegu meðala sem hefur áhrif á líðan fólks. Talið er að forfeður okkar hafi hreyft sig í um fimm tíma á dag og gengið allt að 15-18 þúsund skref. Í dag er viðmiðið um 6000 skref á dag og fæstir sem ná því. Greinarhöfundur þar á meðal. Sem sálfræðingur á Reykjalundi spyr ég einstaklinga í endurhæfingu gjarnan hvað því hafi fundist gagnast mest þegar líður að útskrift? Mikill meiri hluti svarar því til að hreyfingin og félagslegt samneyti hafi þar skipt sköpum. Allt litróf tilfinninga er hluti af lífi okkar. Engin getur vænst þess að öðlast eilífa hamingju eða vellíðan. En með því að hafa skýra sín á það hvernig lífi við viljum lifa og sýna okkur mildi á erfiðum stundum erum við nokkrum skrefum nær því að komast í gegnum áskoranir lífsins á heilbrigðan hátt. Höfundur er sálfræðingur á Reykjalundi og Samkennd Heilsusetri. Heimildir: Af hverju líður okkur svona illa þegar við höfum það svona gott e. Anders Hansen. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Heilbrigðismál Lyf Mest lesið „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Sjá meira
Í umfjöllun undanfarna daga hefur komið fram að um 15-20% lyfjanotkunar hér á landi sé óþörf. Óljóst er hversu stór hluti þessara lyfja eru geð- eða róandi lyf en ljóst að það hlutfall er líklega töluvert. Þegar lausnin verður að vandamálinu Í starfi mínu sem sálfræðingur hef ég komist að því að brögð eru af því að fólk með enga sögu um andlega vanlíðan séu boðin róandi- eða geðlyf í kjölfar veikinda. Of mörg dæmi eru um að róandi lyf (sem ætluð eru til notkunar í skemmri tíma) séu enn notuð að staðaldri, árum eða jafnvel áratugum síðar. Lyfjameðhöndlun eðlilegra tilfinninga í erfiðum aðstæðum er staðreynd. Langtímanotkun róandi lyfja er líka staðreynd og dæmi um að meðhöndlun með lyfjum er orðin verri en það ástand sem þeim er ætlað að laga. Við erum í auknum mæli að sjúkdómsvæða tilfinningar okkar. Þeir sem eru með greiningar eru flestir upplýstir um hverjar þær eru, en oft verður minna um svör þegar spurt er hvort viðkomandi hafi fengið fræðslu um hvernig eigi að takast á við vanlíðan, ADHD eða aðra andlega kvilla, án lyfja. Að takast á við tilfinningar án lyfja Hreyfing er eitt þeirra náttúrulegu meðala sem hefur áhrif á líðan fólks. Talið er að forfeður okkar hafi hreyft sig í um fimm tíma á dag og gengið allt að 15-18 þúsund skref. Í dag er viðmiðið um 6000 skref á dag og fæstir sem ná því. Greinarhöfundur þar á meðal. Sem sálfræðingur á Reykjalundi spyr ég einstaklinga í endurhæfingu gjarnan hvað því hafi fundist gagnast mest þegar líður að útskrift? Mikill meiri hluti svarar því til að hreyfingin og félagslegt samneyti hafi þar skipt sköpum. Allt litróf tilfinninga er hluti af lífi okkar. Engin getur vænst þess að öðlast eilífa hamingju eða vellíðan. En með því að hafa skýra sín á það hvernig lífi við viljum lifa og sýna okkur mildi á erfiðum stundum erum við nokkrum skrefum nær því að komast í gegnum áskoranir lífsins á heilbrigðan hátt. Höfundur er sálfræðingur á Reykjalundi og Samkennd Heilsusetri. Heimildir: Af hverju líður okkur svona illa þegar við höfum það svona gott e. Anders Hansen.
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun