„Það má berja barn á Íslandi ef það er ekki með íslenska kennitölu“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. október 2024 06:31 Oscar og Sonja. Úr einkasafni Lögregla sótti dreng frá Kólumbíu, Oscar Andres Florez Bocanegra, inn á salerni Flensborgar í gær og til stendur að flytja hann og föður hans úr landi í dag. Frá þessu er greint á mbl.is, þar sem rætt er við Sonju Magnúsdóttur, annan eiganda Fitness Sport, sem hefur gengið Oscari í móðurstað á Íslandi. Að sögn Sonju kom Oscar hingað til lands fyrir um tveimur árum og hefur fest hér rætur. Mál hans er um margt sérstakt en samkvæmt Sonju vita yfirvöld til þess að faðir hans hafi beitt hann bæði andlegu og líkamlegu ofbeldi en engu að síður standi til að senda þá saman aftur til Kólumbíu. „Hann hefur verið meira og minna hjá okkur í heilt ár og að lokum var hann farinn að vera hérna fram undir miðnætti og þá fór mig að gruna að ekki væri allt með felldu heima hjá honum, hann var greinilega logandi hræddur við að fara þangað,“ segir Sonja í samtali við mbl. „Hann kom hérna ósofinn og svaf hérna þrjá tíma á dag, hann sagði okkur ekkert og við héldum bara að hann hefði áhyggjur af því að það ætti að senda fjölskylduna hans heim,“ bætir hún við en að lokum hafi komið í ljós að hann væri beittur ofbeldi af föður sínum. Segir allar stofnanir firra sig ábyrgð Sonja segir málið hafa ratað til barnaverndar en í sumar hafi Oscar verið boðaður á fund án réttargæslumanns og hún ekki mátt vera viðstödd. Þar hafi honum verið tjáð að hann yrði sendur til baka með föður sínum. Oscar hafi beðið fulltrúa barnaverndar Hafnarfjarðar um upplýsingar um réttargæslumann sinn en verið neitað um þær. Sonju hafi verið greint frá því að lögregla mætti ekki til læknis eða í skóla til að handtaka börn. „Svo segja allar þessar stofnanir bara, sama hver það er, „ja, ég er bara að framfylgja skipunum, ef ég fæ boð um eitthvað annað breytist það“, allir eru að firra sig ábyrgð og að lokum tekur enginn ábyrgð á málinu,“ segir hún. Hún og maður hennar hafi beðið um að fá að verða fósturforeldrar drengsins í sumar en ekki verið svarað. „Þetta er svo galið. Og það sem stendur upp úr af okkar hálfu í þessu máli er að það má berja barn á Íslandi ef það er ekki með íslenska kennitölu,“ segir Sonja. Sonja segist hafa miklar áhyggjur af Oscari og hefur leitað til lögmanns til að freista þess að fá brottflutningnum frestað. Að óbreyttu verði Oscar sendur úr landi í dag. Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Lögreglumál Mál Oscars frá Kólumbíu Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Fleiri fréttir Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sjá meira
Frá þessu er greint á mbl.is, þar sem rætt er við Sonju Magnúsdóttur, annan eiganda Fitness Sport, sem hefur gengið Oscari í móðurstað á Íslandi. Að sögn Sonju kom Oscar hingað til lands fyrir um tveimur árum og hefur fest hér rætur. Mál hans er um margt sérstakt en samkvæmt Sonju vita yfirvöld til þess að faðir hans hafi beitt hann bæði andlegu og líkamlegu ofbeldi en engu að síður standi til að senda þá saman aftur til Kólumbíu. „Hann hefur verið meira og minna hjá okkur í heilt ár og að lokum var hann farinn að vera hérna fram undir miðnætti og þá fór mig að gruna að ekki væri allt með felldu heima hjá honum, hann var greinilega logandi hræddur við að fara þangað,“ segir Sonja í samtali við mbl. „Hann kom hérna ósofinn og svaf hérna þrjá tíma á dag, hann sagði okkur ekkert og við héldum bara að hann hefði áhyggjur af því að það ætti að senda fjölskylduna hans heim,“ bætir hún við en að lokum hafi komið í ljós að hann væri beittur ofbeldi af föður sínum. Segir allar stofnanir firra sig ábyrgð Sonja segir málið hafa ratað til barnaverndar en í sumar hafi Oscar verið boðaður á fund án réttargæslumanns og hún ekki mátt vera viðstödd. Þar hafi honum verið tjáð að hann yrði sendur til baka með föður sínum. Oscar hafi beðið fulltrúa barnaverndar Hafnarfjarðar um upplýsingar um réttargæslumann sinn en verið neitað um þær. Sonju hafi verið greint frá því að lögregla mætti ekki til læknis eða í skóla til að handtaka börn. „Svo segja allar þessar stofnanir bara, sama hver það er, „ja, ég er bara að framfylgja skipunum, ef ég fæ boð um eitthvað annað breytist það“, allir eru að firra sig ábyrgð og að lokum tekur enginn ábyrgð á málinu,“ segir hún. Hún og maður hennar hafi beðið um að fá að verða fósturforeldrar drengsins í sumar en ekki verið svarað. „Þetta er svo galið. Og það sem stendur upp úr af okkar hálfu í þessu máli er að það má berja barn á Íslandi ef það er ekki með íslenska kennitölu,“ segir Sonja. Sonja segist hafa miklar áhyggjur af Oscari og hefur leitað til lögmanns til að freista þess að fá brottflutningnum frestað. Að óbreyttu verði Oscar sendur úr landi í dag.
Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Lögreglumál Mál Oscars frá Kólumbíu Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Fleiri fréttir Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sjá meira