Hjálpartæki / heyrnartæki / samskiptastyrkur Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar 15. október 2024 16:31 Á undanförnum vikum og misserum hafa fréttir af stöðu ríkisstofnunnar Heyrnar-og talmeinastöðvar Íslands hljóðað uppá hversu illa sú stofnun sé fjármögnuð, ekki hlustað á óskir stjórnenda um breytingar, biðlistar lengjast, húsnæði of lítið og hentar alls ekki til að þjóna skjólstæðingum vel og líka það hve stofnunni sé þröngur stakk búin að fækka á biðlista og þar eftir götum. Eins hafa hagsmunasamtök kallað eftir því að ástandið verði bætt og líka það hve verð á heyrnartækjum er hátt, þ.e. notendur heyrnartækja greiða þau háu verði. Engin hefur hins vegar minnst á hjálpartæki en þau eru jafn nauðsynleg og heyrnartæki. Stofnun eins og HTÍ er skylt að mæla heyrn, veita ráðgjöf um heyrnartæki, annast uppsetningu og aðrar meðferðir við heyrnarmissi, eins líka skylt að vera ráðgefandi um hjálpartæki. Leiðbeina fólki áfram í þeirri vegferð að þau fái í það minnsta lífsgæði sín eftir heyrnarmissi/skerðingu. Samkvæmt lögum á HTÍ að greiða fyrir uppsetningu, kennslu og fræðslu líka, rétt eins og með það að mæla heyrn. Þannig er ferlið sem stofnunin er ætlað að sjá um lögum samkvæmt En að eru tölverðar brotalamir þar sem þarfnast úrlausna eins og t.d. það að gefa ráð um hjálpartæki á heimili manneskju sem hefur fengið þær fréttir að heyrnin sé skert eða jafnvel farin. Fólkið þarf blikkljós og titrings búnað til þess. Manneskja með skerta heyrn án þessara hjálpartækja þó svo notuð séu heyrnartæki þarf hjálpartækin líka. Það er ekkert val: heyrnartæki eða hjálpartæki, heldur verður að hafa bæði. Það er ekki ráðlagt að sofa með heyrnartæki. Manneskja sem er kannski án heyrnartækja eða með þau upplifir ómælda streitu ómeðvitað, sem mun kosta heilbrigðiskerfið mikið vegna líkamlegra kvilla sem eru afleiðing langvarandi streitu. Sífellt að reyna að heyra, að gá út um gluggann og á símann hvort einhver sé að koma, hvort barnið sé að gráta eða sefur með heyrnartæki ef reykskynjari skyldi fara að pípa. Það er mýta og gersamlega rangar upplýsingar að heyrnartæki komi í stað hjálpartækja og jafnvel táknmáls líka. Stjórnvöld, í þessu tilfelli heilbrigiðsráðherra sem er yfirboðari HTÍ, sýnir málefnum heyrnarlausra/ heyrnarskertra, fólks með samþætta sjón-og heyrnarskerðingu og þar með stofnun sinni HTI óréttlátt áhugaleysi, sinnuleysi og yfirgengislegan hroka með því að gera ekkert annað en að svara engu, breyta engu og helst ekki snerta neitt, leyfa því sem er ómögulegt og barn síns tíma að vera bara svona áfram. Undirrituð hefur meðal annars reynt að fá athygli á allt það óréttlæti sem er í hjálpartækja málefnum heyrnarlausra, heyrnarskertra og fólks með samþætta sjón og heyrnarskerðingu siðan í júlí 2021. Eina hreyfingin sem málefnið fær í heilbrigðisráðuneytinu er að umfjöllunarefni og bréf lögfræðings undirritaðra gengur aðeins á milli starfsmanna og engin þorir, getur eða vill breyta óréttlætinu sem er að aðeins megi selja hjálpartæki fyrir þennan hóp með niðurgreiðslu í gegnum HTÍ. Sem er mjög óréttlátt og jafnvel brot á samkeppinslögum. Það ætti að gefa seljanda hjálpartækja leyfi til að selja sjálfur beint til notanda og gefa seljanda aðgang að niðurgreiðslukerfi Sjúkratrygginga Íslands og fá greitt fyrir uppsetingu. Eins og eðlilegt er með önnur hjálpartæki. Það er líka eitt sem vert er að nefna og hafa meðal annars foreldra hagsmunasamtök heyrnarlausra/heyrnarskertra barna vakið athygli á því við heilbrigðisráðuneytið, það er samskiptastyrkur sem heyrnarlausir/heyrnarskertir og fólk sem samþætta sjón og heyrnarskerðingu á rétt að fá. Samskiptastyrkinum var komið á í kringum árið 2000 og 2004 og var þá 30.000,- Hægt er að fá styrkinn á 3 ára fresti. Þennan styrk eiga allir sem hafa heyrn við ákveðin desibíl rétt á við kaup á farsíma, tölvu, ipad sem hægt er að eiga skrifleg samskipti með. Enn í dag er sama styrktarupphæð 30.000,- Styrkurinn hefur ekkert hækkað miðað við núgildandi vísitölur og verðlag, sem er skammarlegt. Það verður að segjast eins og er að það er hrikalegt að sjá og upplifa áhugaleysi heilbrigðisráðuneytisins á málefnum þessa hóps, hóps sem undirrituð tilheyrir og sjá að það sé engin vilji til að taka athugasemdir notenda, stjórnenda og annara til greina og gera betur og það eins og fólk vill að verði, miðað við það sem hefur verið skrifað og rætt um þetta sorglega ástand ríkisstofnunnar HTÍ þá er rétt að segja að heilbrigðisráðuneytið hefur gersamlega brugðist starfsfólki HTÍ og skjólstæðingum þess. Það er ekki annað en hægt að spyrja sjálfan sig hvort þetta sé réttlætanlegt? Höfundur hefur verið heyrnarlaus frá 8 ára aldri, kynntist táknmáli fyrst 10 ára og lærði það af öðrum heyrnarlausum jafnöldrum sínum. Notandi hjálpartækja fyrir heyrnarlausa. Hefur barist fyrir táknmáli á Íslandi, kennt táknmál og búið til táknmálsnámsefni, sagt fréttir á táknmáli RÚV. Setið á Alþingi. Hefur mikla þekkingu á táknmálsaðgengi og hjálpartækjum fyrir heyrnarlausa og heyrnarskerta. Höfundur er með alþjóðlega diplómu í frumkvöðlafræðum og leiðsögumaður í ferðaþjónustu með táknmál sem aðalmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Heilbrigðismál Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Á undanförnum vikum og misserum hafa fréttir af stöðu ríkisstofnunnar Heyrnar-og talmeinastöðvar Íslands hljóðað uppá hversu illa sú stofnun sé fjármögnuð, ekki hlustað á óskir stjórnenda um breytingar, biðlistar lengjast, húsnæði of lítið og hentar alls ekki til að þjóna skjólstæðingum vel og líka það hve stofnunni sé þröngur stakk búin að fækka á biðlista og þar eftir götum. Eins hafa hagsmunasamtök kallað eftir því að ástandið verði bætt og líka það hve verð á heyrnartækjum er hátt, þ.e. notendur heyrnartækja greiða þau háu verði. Engin hefur hins vegar minnst á hjálpartæki en þau eru jafn nauðsynleg og heyrnartæki. Stofnun eins og HTÍ er skylt að mæla heyrn, veita ráðgjöf um heyrnartæki, annast uppsetningu og aðrar meðferðir við heyrnarmissi, eins líka skylt að vera ráðgefandi um hjálpartæki. Leiðbeina fólki áfram í þeirri vegferð að þau fái í það minnsta lífsgæði sín eftir heyrnarmissi/skerðingu. Samkvæmt lögum á HTÍ að greiða fyrir uppsetningu, kennslu og fræðslu líka, rétt eins og með það að mæla heyrn. Þannig er ferlið sem stofnunin er ætlað að sjá um lögum samkvæmt En að eru tölverðar brotalamir þar sem þarfnast úrlausna eins og t.d. það að gefa ráð um hjálpartæki á heimili manneskju sem hefur fengið þær fréttir að heyrnin sé skert eða jafnvel farin. Fólkið þarf blikkljós og titrings búnað til þess. Manneskja með skerta heyrn án þessara hjálpartækja þó svo notuð séu heyrnartæki þarf hjálpartækin líka. Það er ekkert val: heyrnartæki eða hjálpartæki, heldur verður að hafa bæði. Það er ekki ráðlagt að sofa með heyrnartæki. Manneskja sem er kannski án heyrnartækja eða með þau upplifir ómælda streitu ómeðvitað, sem mun kosta heilbrigðiskerfið mikið vegna líkamlegra kvilla sem eru afleiðing langvarandi streitu. Sífellt að reyna að heyra, að gá út um gluggann og á símann hvort einhver sé að koma, hvort barnið sé að gráta eða sefur með heyrnartæki ef reykskynjari skyldi fara að pípa. Það er mýta og gersamlega rangar upplýsingar að heyrnartæki komi í stað hjálpartækja og jafnvel táknmáls líka. Stjórnvöld, í þessu tilfelli heilbrigiðsráðherra sem er yfirboðari HTÍ, sýnir málefnum heyrnarlausra/ heyrnarskertra, fólks með samþætta sjón-og heyrnarskerðingu og þar með stofnun sinni HTI óréttlátt áhugaleysi, sinnuleysi og yfirgengislegan hroka með því að gera ekkert annað en að svara engu, breyta engu og helst ekki snerta neitt, leyfa því sem er ómögulegt og barn síns tíma að vera bara svona áfram. Undirrituð hefur meðal annars reynt að fá athygli á allt það óréttlæti sem er í hjálpartækja málefnum heyrnarlausra, heyrnarskertra og fólks með samþætta sjón og heyrnarskerðingu siðan í júlí 2021. Eina hreyfingin sem málefnið fær í heilbrigðisráðuneytinu er að umfjöllunarefni og bréf lögfræðings undirritaðra gengur aðeins á milli starfsmanna og engin þorir, getur eða vill breyta óréttlætinu sem er að aðeins megi selja hjálpartæki fyrir þennan hóp með niðurgreiðslu í gegnum HTÍ. Sem er mjög óréttlátt og jafnvel brot á samkeppinslögum. Það ætti að gefa seljanda hjálpartækja leyfi til að selja sjálfur beint til notanda og gefa seljanda aðgang að niðurgreiðslukerfi Sjúkratrygginga Íslands og fá greitt fyrir uppsetingu. Eins og eðlilegt er með önnur hjálpartæki. Það er líka eitt sem vert er að nefna og hafa meðal annars foreldra hagsmunasamtök heyrnarlausra/heyrnarskertra barna vakið athygli á því við heilbrigðisráðuneytið, það er samskiptastyrkur sem heyrnarlausir/heyrnarskertir og fólk sem samþætta sjón og heyrnarskerðingu á rétt að fá. Samskiptastyrkinum var komið á í kringum árið 2000 og 2004 og var þá 30.000,- Hægt er að fá styrkinn á 3 ára fresti. Þennan styrk eiga allir sem hafa heyrn við ákveðin desibíl rétt á við kaup á farsíma, tölvu, ipad sem hægt er að eiga skrifleg samskipti með. Enn í dag er sama styrktarupphæð 30.000,- Styrkurinn hefur ekkert hækkað miðað við núgildandi vísitölur og verðlag, sem er skammarlegt. Það verður að segjast eins og er að það er hrikalegt að sjá og upplifa áhugaleysi heilbrigðisráðuneytisins á málefnum þessa hóps, hóps sem undirrituð tilheyrir og sjá að það sé engin vilji til að taka athugasemdir notenda, stjórnenda og annara til greina og gera betur og það eins og fólk vill að verði, miðað við það sem hefur verið skrifað og rætt um þetta sorglega ástand ríkisstofnunnar HTÍ þá er rétt að segja að heilbrigðisráðuneytið hefur gersamlega brugðist starfsfólki HTÍ og skjólstæðingum þess. Það er ekki annað en hægt að spyrja sjálfan sig hvort þetta sé réttlætanlegt? Höfundur hefur verið heyrnarlaus frá 8 ára aldri, kynntist táknmáli fyrst 10 ára og lærði það af öðrum heyrnarlausum jafnöldrum sínum. Notandi hjálpartækja fyrir heyrnarlausa. Hefur barist fyrir táknmáli á Íslandi, kennt táknmál og búið til táknmálsnámsefni, sagt fréttir á táknmáli RÚV. Setið á Alþingi. Hefur mikla þekkingu á táknmálsaðgengi og hjálpartækjum fyrir heyrnarlausa og heyrnarskerta. Höfundur er með alþjóðlega diplómu í frumkvöðlafræðum og leiðsögumaður í ferðaþjónustu með táknmál sem aðalmál.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun