Mannsæmandi lífeyrislaun strax Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar 7. nóvember 2024 07:01 Árið 1988 voru lægstu ellilífeyrislaun skattlaus og fólk á lífeyrislaunum átti jafnvel afgang af persónuafslættinum upp í lífeyrissjóðslaunin. Ef sama kerfi væri enn við lýði í dag; væru allra lægstu ellilífeyrislaun um 450.000 kr. á mánuði eftir útborgun. Í dag eru næst lægstu greiðslur hins vegar aðeins 333.194 kr. fyrir skatta og skerðingar, sem er rúmum 120 þúsund krónum undir lágmarkslaunum á vinnumarkaði. Lægstu ellilífeyrislaun eru 10% lægri eða um 303.000 kr. fyrir skatt og um 265.000 kr. eftir skatt og síðan kemur króna á móti krónu skerðingin ofan á þetta fjárhagslega ofbeldi. Króna-á-móti-krónu skerðing komin aftur á og þá bara á þá verst settu og það var samþykkt af ríkistjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna. Ekki nóg með það, þá er frítekjumark vegna greiðslna úr lífeyrissjóði 25 þúsund krónur og hefur ekki haggast í 7 ár, þrátt fyrir stórbreytt verðlag. Ef bandormur fjárlaga verður samþykktur hækkar þetta frítekjumark upp í 36.500 kr., sem þýðir að ráðstöfunartekjur ellilífeyrisþega munu hækka lítillega eða bara um 5.000 kr. Við í Flokki fólksins viljum að þetta frítekjumark verði hækkað í 100.000 kr. á mánuði. Við í Flokki fólksins samþykkjum aldrei skerðingar sem halda fólki í fátækt, hvað þá sárafátækt. Að setja á skerðingar sem valda fólki fjárhagstjóni og festir það í vonleysi fátæktar og eymdar er ekkert annað en mannréttindabrot af verstu gerð. Ellefu þúsund eldri borgarar eru í neðstu þremur tekjutíundunum, þar af sex þúsund sem látnir eru hokra í þeim neðstu tveimur og það vegna keðjuverkandi skerðinga og kjaragliðnunar undanfarinna áratuga. Leiðrétting á samansafnaðri kjaragliðnun eftirlaunaþega ætti tvímælalaust að vera forgangsmál nýrrar ríkisstjórnar og þá einnig afnám skerðinga. Verðbólga og háir vextir hafa leikið þennan hóp grátt líkt og aðra þjóðfélagsþegna. Að leiðréttingu lokinni þarf að lögfesta að lífeyrisgreiðslur og frítekjumörk hækki ávallt í takt við launavísitölu til að koma í veg fyrir að kjaragliðnun vaxi á ný. Jafnframt væri hækkun persónuafsláttar nauðsynleg til að létta skattabyrði lágtekjuhópa og tryggja þeim mannsæmandi framfærslu. Fleiri eru réttlætismálin sem Flokkur fólksins berst fyrir, eins og að hjálpartæki verði undanþegin virðisaukaskatti, afnám vasapeningafyrirkomulagsins, aukið lýðræði og gagnsæi í lífeyrissjóðum og afnám skerðinga vegna launatekna og afnám skerðinga vegna vaxtagreiðslna. Allt eru þetta sanngirnis- og réttlætismál sem ætlað er að gera efri árin að gæðaárum en ekki hlaðin kvíða, einmanaleika, örbirgð og depurð. Því miður virðast þessar hóflegu kröfur eftirlaunaþega hafa fallið í grýttan jarðveg hjá stjórnvöldum, þrátt fyrir að Ísland leggi minnst allra OECD-ríkja í stuðning við málefni aldraðra. Athyglisvert er að stjórnvöld virðast aldrei skorta fjármagn þegar kemur að úthlutunstyrkjum til stórfyrirtækja, erlendri aðstoð, byggingu glerhalla, veglegum ráðstefnuhöldum eða öðrum gæluverkefnum. En þegar eftirlaunaþegar sem byggðu upp landið, biðja um sambærileg kjör og aðrir á verðbólgu- og vaxtatímum, skortir ekkert á festuna og aðhaldssemina í ríkisfjármálum. Borga þeim verst settu á ellilifeyrislaunum 70.000 kr. skatta og skerðingarlaust fyrir jólin ? Svarið er kjarnyrt: Nei. Eldra fólk á skilið áhyggjulaust ævikvöld og eftirlaun sem tryggja reisn. Við þurfum ríkisstjórn með nýja forgangsröðun þar sem velferð eldra fólks er sett í öndvegi eins og áður. Það er löngu tímabært að Ísland standi undir nafni sem göfugt velferðarsamfélag fyrir alla, óháð aldri. Flokkur fólksins er sá flokkur sem hefur barist fyrir þessum málefnum síðan hann komst á þing árið 2017 og við munum halda því áfram fáum við umboð kjósenda til þess. Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður og varaformaður Flokks fólksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Kristinsson Lífeyrissjóðir Kjaramál Mest lesið Græðgin sem hlífir engum Snæbjörn Brynjarsson og Þórólfur Júlían Dagsson Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Leiðtogi sem nær árangri Birkir Jón Jónsson Skoðun Kennitala á blaði Jón Viðar Pálsson Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Þjónusta og greining á börnum með ADHD Elín H. Hinriksdóttir og Sólveig Ásgrímsdóttiir Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Árið 1988 voru lægstu ellilífeyrislaun skattlaus og fólk á lífeyrislaunum átti jafnvel afgang af persónuafslættinum upp í lífeyrissjóðslaunin. Ef sama kerfi væri enn við lýði í dag; væru allra lægstu ellilífeyrislaun um 450.000 kr. á mánuði eftir útborgun. Í dag eru næst lægstu greiðslur hins vegar aðeins 333.194 kr. fyrir skatta og skerðingar, sem er rúmum 120 þúsund krónum undir lágmarkslaunum á vinnumarkaði. Lægstu ellilífeyrislaun eru 10% lægri eða um 303.000 kr. fyrir skatt og um 265.000 kr. eftir skatt og síðan kemur króna á móti krónu skerðingin ofan á þetta fjárhagslega ofbeldi. Króna-á-móti-krónu skerðing komin aftur á og þá bara á þá verst settu og það var samþykkt af ríkistjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna. Ekki nóg með það, þá er frítekjumark vegna greiðslna úr lífeyrissjóði 25 þúsund krónur og hefur ekki haggast í 7 ár, þrátt fyrir stórbreytt verðlag. Ef bandormur fjárlaga verður samþykktur hækkar þetta frítekjumark upp í 36.500 kr., sem þýðir að ráðstöfunartekjur ellilífeyrisþega munu hækka lítillega eða bara um 5.000 kr. Við í Flokki fólksins viljum að þetta frítekjumark verði hækkað í 100.000 kr. á mánuði. Við í Flokki fólksins samþykkjum aldrei skerðingar sem halda fólki í fátækt, hvað þá sárafátækt. Að setja á skerðingar sem valda fólki fjárhagstjóni og festir það í vonleysi fátæktar og eymdar er ekkert annað en mannréttindabrot af verstu gerð. Ellefu þúsund eldri borgarar eru í neðstu þremur tekjutíundunum, þar af sex þúsund sem látnir eru hokra í þeim neðstu tveimur og það vegna keðjuverkandi skerðinga og kjaragliðnunar undanfarinna áratuga. Leiðrétting á samansafnaðri kjaragliðnun eftirlaunaþega ætti tvímælalaust að vera forgangsmál nýrrar ríkisstjórnar og þá einnig afnám skerðinga. Verðbólga og háir vextir hafa leikið þennan hóp grátt líkt og aðra þjóðfélagsþegna. Að leiðréttingu lokinni þarf að lögfesta að lífeyrisgreiðslur og frítekjumörk hækki ávallt í takt við launavísitölu til að koma í veg fyrir að kjaragliðnun vaxi á ný. Jafnframt væri hækkun persónuafsláttar nauðsynleg til að létta skattabyrði lágtekjuhópa og tryggja þeim mannsæmandi framfærslu. Fleiri eru réttlætismálin sem Flokkur fólksins berst fyrir, eins og að hjálpartæki verði undanþegin virðisaukaskatti, afnám vasapeningafyrirkomulagsins, aukið lýðræði og gagnsæi í lífeyrissjóðum og afnám skerðinga vegna launatekna og afnám skerðinga vegna vaxtagreiðslna. Allt eru þetta sanngirnis- og réttlætismál sem ætlað er að gera efri árin að gæðaárum en ekki hlaðin kvíða, einmanaleika, örbirgð og depurð. Því miður virðast þessar hóflegu kröfur eftirlaunaþega hafa fallið í grýttan jarðveg hjá stjórnvöldum, þrátt fyrir að Ísland leggi minnst allra OECD-ríkja í stuðning við málefni aldraðra. Athyglisvert er að stjórnvöld virðast aldrei skorta fjármagn þegar kemur að úthlutunstyrkjum til stórfyrirtækja, erlendri aðstoð, byggingu glerhalla, veglegum ráðstefnuhöldum eða öðrum gæluverkefnum. En þegar eftirlaunaþegar sem byggðu upp landið, biðja um sambærileg kjör og aðrir á verðbólgu- og vaxtatímum, skortir ekkert á festuna og aðhaldssemina í ríkisfjármálum. Borga þeim verst settu á ellilifeyrislaunum 70.000 kr. skatta og skerðingarlaust fyrir jólin ? Svarið er kjarnyrt: Nei. Eldra fólk á skilið áhyggjulaust ævikvöld og eftirlaun sem tryggja reisn. Við þurfum ríkisstjórn með nýja forgangsröðun þar sem velferð eldra fólks er sett í öndvegi eins og áður. Það er löngu tímabært að Ísland standi undir nafni sem göfugt velferðarsamfélag fyrir alla, óháð aldri. Flokkur fólksins er sá flokkur sem hefur barist fyrir þessum málefnum síðan hann komst á þing árið 2017 og við munum halda því áfram fáum við umboð kjósenda til þess. Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður og varaformaður Flokks fólksins
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar