Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller, Elín Anna Baldursdóttir og Sævar Már Gústavsson skrifa 12. nóvember 2024 10:16 Jöfnum aðgengi Forsenda allrar umræðu um bætta geðheilbrigðisþjónustu er jafnt aðgengi að þjónustu. Í dag er geðheilbrigðiskerfið óskilvirkt og stefnulaust þar sem óljóst er hvaða þjónustu skal veita á mismunandi þjónustustigum. Fólk veit ekki hvar það á að fá þjónustu og í mörgum tilfellum hafa þeir sem hafa góð fjárráð greiðara aðgengi þjónustu en aðrir þar sem opinbera kerfið einkennist af biðlistum og undirmönnun. Auk þess er aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu mjög mismunandi eftir landshlutum þar sem hallar mikið á fólk á landsbyggðinni. Þegar ástandið er líkt og það er nú þá er ekki hægt að segja að jafnræðis sé gætt þegar kemur að heilbrigðisþjónustu. Því er það jafnréttismál að bæta úr þessari stöðu og eitt af forgangsmálum Samfylkingarinnar til að tryggja öryggi í heilbrigðismálum. Geðheilbrigðisvandi er algengur Algengasti vandinn innan geðheilbrigðiskerfisins er þunglyndi og kvíðaraskanir. Þriðjungur þeirra sem sækja þjónustu á heilsugæslum eru með geðrænan vanda. Einn af hverjum fimm glímir við þunglyndi eða kvíða á hverju ári sem við getum áætlað að séu um 80.000 manns. Verulega er hægt að draga úr þessum vanda með því að veita gagnreyndar sálfræðimeðferðir. Einnig skal hafa í huga einstaklingar með kvíða- og eða þunglyndisvanda nota heilbrigðisþjónustu í meira mæli en aðrir og árangursrík sálfræðimeðferð minnkar þá þjónustuþörf. Því er ljóst að bætt aðgengi að sálfræðiþjónustu sem leiðir til bata og minni þörf fyrir þjónustu getur létt undir álagi á heilsugæslu og heimilislæknum. Efnahagslegur ávinningur meðferðar Þrátt fyrir að helsta ástæða þess að auka og jafna aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu tengist gæðum meðferðar þá eru einnig fyrir því mjög gild efnahagsleg rök. Efnahagslegur ávinningur þess að efla aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu er ótvíræður og hefur meðal annars sýnt sig í átaksverkefnunum Rask Psykisk Helsehjelp í Noregi og Talking Therapies (áður IAPT) í Bretlandi. Með því er að hægt að fækka veikindadögum, auka líkur á endurkomu á vinnumarkað og auka framleiðni í samfélaginu sem bætir afkomu ríkissjóðs. Snemmtæk íhlutun Flestar geðraskanir koma fram á barns og unglingsárum og með snemmtækri íhlutun er hægt að koma í veg fyrir að vandi fylgi börnum og unglingum inn á fullorðinsárin. Þeir sem fá aðstoð snemma eru líklegri til þess að ná fullum bata. Styttri bið og aukið aðgengi kemur einnig í veg fyrir vandi aukist og krefjist meiri og dýrari inngripa. Barnæskan er mikilvægt tímabil í þroska einstaklinga og geðrænn vandi getur rænt af þeim mikilvæg tækifæri til að efla tilfinninga- og félagsþroska. Börn sem fá aðstoð ná einnig meiri árangri í námi. Aukið aðgengi er því mikilvægt til þess að auka lífsgæði og framtíð barna og unglinga. Örugg skref Samfylkingar Örugg skref Samfylkingarinnar að bættu aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu eru: 1) efnahagur og búseta ráði ekki aðgengi að þessari þjónustu og hún verði aðgengileg öllum án skilyrða, 2) ekki þurfi tilvísun til að fá sálfræðiþjónustu við algengum geðvanda, 3) stjórnvöld setji fram skýra lýsingu á stigskiptingu, hlutverkum og skyldum fyrstu, annarrar og þriðju línu geðheilbrigðisþjónustu, 4) efla þarf þjálfun, endurmenntun og klíníska handleiðslu geðheilbrigðisstétta og 5) stjórnvöld auki eftirlit með veitingu, gæðum og árangri til að tryggja viðeigandi þjónustu. Elín Anna Baldursdóttir, sálfræðingur og frambjóðandi Samfylkingar í Suðvesturkjördæmi. Sævar Már Gústavsson, sálfræðingur og frambjóðandi Samfylkingar í Suðvesturkjördæmi. Alma Möller, landlæknir og oddviti Samfylkingar í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alma D. Möller Samfylkingin Geðheilbrigði Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Jöfnum aðgengi Forsenda allrar umræðu um bætta geðheilbrigðisþjónustu er jafnt aðgengi að þjónustu. Í dag er geðheilbrigðiskerfið óskilvirkt og stefnulaust þar sem óljóst er hvaða þjónustu skal veita á mismunandi þjónustustigum. Fólk veit ekki hvar það á að fá þjónustu og í mörgum tilfellum hafa þeir sem hafa góð fjárráð greiðara aðgengi þjónustu en aðrir þar sem opinbera kerfið einkennist af biðlistum og undirmönnun. Auk þess er aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu mjög mismunandi eftir landshlutum þar sem hallar mikið á fólk á landsbyggðinni. Þegar ástandið er líkt og það er nú þá er ekki hægt að segja að jafnræðis sé gætt þegar kemur að heilbrigðisþjónustu. Því er það jafnréttismál að bæta úr þessari stöðu og eitt af forgangsmálum Samfylkingarinnar til að tryggja öryggi í heilbrigðismálum. Geðheilbrigðisvandi er algengur Algengasti vandinn innan geðheilbrigðiskerfisins er þunglyndi og kvíðaraskanir. Þriðjungur þeirra sem sækja þjónustu á heilsugæslum eru með geðrænan vanda. Einn af hverjum fimm glímir við þunglyndi eða kvíða á hverju ári sem við getum áætlað að séu um 80.000 manns. Verulega er hægt að draga úr þessum vanda með því að veita gagnreyndar sálfræðimeðferðir. Einnig skal hafa í huga einstaklingar með kvíða- og eða þunglyndisvanda nota heilbrigðisþjónustu í meira mæli en aðrir og árangursrík sálfræðimeðferð minnkar þá þjónustuþörf. Því er ljóst að bætt aðgengi að sálfræðiþjónustu sem leiðir til bata og minni þörf fyrir þjónustu getur létt undir álagi á heilsugæslu og heimilislæknum. Efnahagslegur ávinningur meðferðar Þrátt fyrir að helsta ástæða þess að auka og jafna aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu tengist gæðum meðferðar þá eru einnig fyrir því mjög gild efnahagsleg rök. Efnahagslegur ávinningur þess að efla aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu er ótvíræður og hefur meðal annars sýnt sig í átaksverkefnunum Rask Psykisk Helsehjelp í Noregi og Talking Therapies (áður IAPT) í Bretlandi. Með því er að hægt að fækka veikindadögum, auka líkur á endurkomu á vinnumarkað og auka framleiðni í samfélaginu sem bætir afkomu ríkissjóðs. Snemmtæk íhlutun Flestar geðraskanir koma fram á barns og unglingsárum og með snemmtækri íhlutun er hægt að koma í veg fyrir að vandi fylgi börnum og unglingum inn á fullorðinsárin. Þeir sem fá aðstoð snemma eru líklegri til þess að ná fullum bata. Styttri bið og aukið aðgengi kemur einnig í veg fyrir vandi aukist og krefjist meiri og dýrari inngripa. Barnæskan er mikilvægt tímabil í þroska einstaklinga og geðrænn vandi getur rænt af þeim mikilvæg tækifæri til að efla tilfinninga- og félagsþroska. Börn sem fá aðstoð ná einnig meiri árangri í námi. Aukið aðgengi er því mikilvægt til þess að auka lífsgæði og framtíð barna og unglinga. Örugg skref Samfylkingar Örugg skref Samfylkingarinnar að bættu aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu eru: 1) efnahagur og búseta ráði ekki aðgengi að þessari þjónustu og hún verði aðgengileg öllum án skilyrða, 2) ekki þurfi tilvísun til að fá sálfræðiþjónustu við algengum geðvanda, 3) stjórnvöld setji fram skýra lýsingu á stigskiptingu, hlutverkum og skyldum fyrstu, annarrar og þriðju línu geðheilbrigðisþjónustu, 4) efla þarf þjálfun, endurmenntun og klíníska handleiðslu geðheilbrigðisstétta og 5) stjórnvöld auki eftirlit með veitingu, gæðum og árangri til að tryggja viðeigandi þjónustu. Elín Anna Baldursdóttir, sálfræðingur og frambjóðandi Samfylkingar í Suðvesturkjördæmi. Sævar Már Gústavsson, sálfræðingur og frambjóðandi Samfylkingar í Suðvesturkjördæmi. Alma Möller, landlæknir og oddviti Samfylkingar í Suðvesturkjördæmi.
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun