Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson og Gunnar Sær Ragnarsson skrifa 18. nóvember 2024 11:32 Há verðbólga og háir vextir hafa haft áhrif á okkur öll. Þó svo að efnahagshorfur til framtíðar séu jákvæðar þá hafa síðustu mánuðir og ár verið erfiðir og haft mikil áhrif á heimili landsins, sem mörg hver berjast í bökkum við að stranda straum af hefðbundnum kostnaði. Þá skiptir hver króna máli, og á tímum sem þessum er einmitt tíminn fyrir stjórnvöld að ganga í aðgerðir sem létta af byrðum íbúa eins mikið og hægt er. Við í meirihluta bæjarstjórnar Kópavogsbæjar tókum þá ákvörðun í fjárhagsáætlun sveitarfélagsins að lækka fasteignaskatt enn frekar hjá bæði heimilum og fyrirtækjum. Önnur gjöld á borð við holræsagjald lækka einnig eða standa í stað, og lækka því að raunvirði. Þetta er ekki nýtt á nálinni, en núverandi meirihluti hefur ár hvert bætt hagsmuni íbúa Kópavogs á þennan hátt. Við höfum jafnt og þétt lækkað álagningarhlutfall fasteignaskatta og í dag eru þeir lægstir í Kópavogi á höfuðborgarsvæðinu. Frá 2022 nemur lækkunin um 20% á meðan mörg önnur sveitarfélög hafa haldið álagningunni óbreyttri. Álögur á fyrirtæki og íbúa í Kópavogi hafa lækkað um 1.142.000.000 kr. miðað við það ef álagningarhlutfall hefði haldist óbreytt. Þessi aðgerð er bænum og íbúum hans til hagsbóta. Íbúarnir hafa meira á milli handanna og Kópavogur verður enn meira aðlaðandi búsetukostur samhliða því. Þetta getum við gert á sama tíma og við stundum ábyrgan rekstur sveitarfélagsins þar sem allar helstu kennitölur og viðmið standast samanburð. Fulltrúar minnihlutans vilja hækka skatta Það kom svo sem ekkert á óvart að bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar gagnrýndi á síðasta fundi bæjarstjórnar að Kópavogur leiti leiða til að lækka álögur á íbúa. Á sveitarstjórnarstiginu hefur sá flokkur almennt talað fyrir því að hækka útsvar og önnur gjöld á fólk, og bæjarfulltrúinn tók í sama streng. Svo virðist sem að flokkurinn hafi svipaðar áherslur í landsmálunum, en á síðustu dögum og vikum hefur hann gælt við hækkun tekjuskatts og auknar álögur á starfsemi einyrkja og lítilla fyrirtækja. Bæjarfulltrúinn taldi það „sérstakt“ að lækka skatta á bæjarbúa „í þessu árferði.“ Á þessum tímum er nákvæmlega tilefni til þess að létta á skattbyrði íbúa! Slík aðgerð hefur bein áhrif. Ef tíminn er ekki núna, þá er spurning hvenær réttur tími er? Í þessu árferði er mál málanna að bæta fjárhag venjulegra heimila og seilast ekki of langt ofan í vasa þeirra. Það gerum við ekki með því að hækka skatta og gjöld. Framsókn vill létta skattbyrði Framsókn vill létta skattbyrði fólks þar sem það skiptir máli. Við höfum öll orðið vör við það sem mest hefur hækkað á síðustu mánuðum. Húsnæði er orðið dýrara og matarkarfan líka. Við í Framsókn í Kópavogi og á landsvísu viljum einmitt mæta fólki þar. Hér í Kópavogi lækkum við fasteignaskatt og í kosningaáherslum Framsóknar til komandi alþingiskosninga er eitt helsta áherslumál hans að lækka virðisaukaskatt á matvæli. Þessar aðgerðir eru meðal þeirra aðgerða sem skila raunverulegum niðurstöðum, fjölskyldum og heimilum til hagsbóta. Orri Hlöðversson, formaður bæjarráðs í Kópavogi og oddviti Framsóknar í Kópavogi Gunnar Sær Ragnarsson, varabæjarfulltrúi fyrir hönd Framsóknar í Kópavogi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orri Hlöðversson Kópavogur Mest lesið Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Há verðbólga og háir vextir hafa haft áhrif á okkur öll. Þó svo að efnahagshorfur til framtíðar séu jákvæðar þá hafa síðustu mánuðir og ár verið erfiðir og haft mikil áhrif á heimili landsins, sem mörg hver berjast í bökkum við að stranda straum af hefðbundnum kostnaði. Þá skiptir hver króna máli, og á tímum sem þessum er einmitt tíminn fyrir stjórnvöld að ganga í aðgerðir sem létta af byrðum íbúa eins mikið og hægt er. Við í meirihluta bæjarstjórnar Kópavogsbæjar tókum þá ákvörðun í fjárhagsáætlun sveitarfélagsins að lækka fasteignaskatt enn frekar hjá bæði heimilum og fyrirtækjum. Önnur gjöld á borð við holræsagjald lækka einnig eða standa í stað, og lækka því að raunvirði. Þetta er ekki nýtt á nálinni, en núverandi meirihluti hefur ár hvert bætt hagsmuni íbúa Kópavogs á þennan hátt. Við höfum jafnt og þétt lækkað álagningarhlutfall fasteignaskatta og í dag eru þeir lægstir í Kópavogi á höfuðborgarsvæðinu. Frá 2022 nemur lækkunin um 20% á meðan mörg önnur sveitarfélög hafa haldið álagningunni óbreyttri. Álögur á fyrirtæki og íbúa í Kópavogi hafa lækkað um 1.142.000.000 kr. miðað við það ef álagningarhlutfall hefði haldist óbreytt. Þessi aðgerð er bænum og íbúum hans til hagsbóta. Íbúarnir hafa meira á milli handanna og Kópavogur verður enn meira aðlaðandi búsetukostur samhliða því. Þetta getum við gert á sama tíma og við stundum ábyrgan rekstur sveitarfélagsins þar sem allar helstu kennitölur og viðmið standast samanburð. Fulltrúar minnihlutans vilja hækka skatta Það kom svo sem ekkert á óvart að bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar gagnrýndi á síðasta fundi bæjarstjórnar að Kópavogur leiti leiða til að lækka álögur á íbúa. Á sveitarstjórnarstiginu hefur sá flokkur almennt talað fyrir því að hækka útsvar og önnur gjöld á fólk, og bæjarfulltrúinn tók í sama streng. Svo virðist sem að flokkurinn hafi svipaðar áherslur í landsmálunum, en á síðustu dögum og vikum hefur hann gælt við hækkun tekjuskatts og auknar álögur á starfsemi einyrkja og lítilla fyrirtækja. Bæjarfulltrúinn taldi það „sérstakt“ að lækka skatta á bæjarbúa „í þessu árferði.“ Á þessum tímum er nákvæmlega tilefni til þess að létta á skattbyrði íbúa! Slík aðgerð hefur bein áhrif. Ef tíminn er ekki núna, þá er spurning hvenær réttur tími er? Í þessu árferði er mál málanna að bæta fjárhag venjulegra heimila og seilast ekki of langt ofan í vasa þeirra. Það gerum við ekki með því að hækka skatta og gjöld. Framsókn vill létta skattbyrði Framsókn vill létta skattbyrði fólks þar sem það skiptir máli. Við höfum öll orðið vör við það sem mest hefur hækkað á síðustu mánuðum. Húsnæði er orðið dýrara og matarkarfan líka. Við í Framsókn í Kópavogi og á landsvísu viljum einmitt mæta fólki þar. Hér í Kópavogi lækkum við fasteignaskatt og í kosningaáherslum Framsóknar til komandi alþingiskosninga er eitt helsta áherslumál hans að lækka virðisaukaskatt á matvæli. Þessar aðgerðir eru meðal þeirra aðgerða sem skila raunverulegum niðurstöðum, fjölskyldum og heimilum til hagsbóta. Orri Hlöðversson, formaður bæjarráðs í Kópavogi og oddviti Framsóknar í Kópavogi Gunnar Sær Ragnarsson, varabæjarfulltrúi fyrir hönd Framsóknar í Kópavogi
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun