Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson skrifar 29. nóvember 2024 07:43 Að undanförnu hefur dálítill hópur fólks kveðið sér hljóðs og beðið um að að vald verði fært frá íslenskum stjórnvöldum til Evrópusambandsins. Að öðrum ólöstuðum hefur Ole Anton Bieltvedt verið öðrum duglegri við skriftir og tímabært að gera honum þann sóma að skrifa til baka. Af mörgu er að taka, en sérstök ástæða er til að staldra við grein Ole Antons í DV sem dagsett er 24. ágúst 2024 og fjallar m.a. um ríki sem hanga milli vonar og ótta á húni Evrópusambandsins. Þar er nefnilega kjarni sem ástæða er að ræða betur. Kynþáttahyggjan Í tengslum við Úkraínu er í fyrrnefndri grein Ole Antons fjallað um grunngildi og þar segir m.a.: „en það er greinilega eitt grundgilda Úkraínumanna, að teljast til evrópskra þjóða, mannfræðilega og menningarlega.“ Ekki fer á milli mála að höfundur telur að Íslendingar deili, eða eigi að deila, þessum mannfræðilegu og menningarlegu grunngildum, og eigi þess vegna að ganga í bandalag með ríkjunum á meginlandi Evrópu, eða færa gömlu nýlenduveldunum stjórnvald á Íslandi, svo skýrar sé að orði komist. Það er eflaust rétt að mannfræðilega séu Íslendingar skyldari íbúum Evrópusambandsins en t.d. íbúum Afríku eða Austur-Asíu, en ekki sjálfgefið og raunar mjög varhugaverð hugmynd að slíkt kalli á bandalagsmyndun. Það er alls ekki líklegt til farsældar fyrir mannkyn að til verði bandalög þeirra sem eru mannfræðilega skyldir og það er full ástæða til að hafa efasemdir um hvers kyns mannfræðilega flokkun mannsins í tilgangi sem tengist stjórn og skipulagi samfélagsins. Kynþáttahyggja af því tagi kann að vera útbreidd í Evrópusambandinu, og hún er eflaust meiri undir yfirborðinu, en í opinberri umræðu. Það fer best á því að Íslendingar óhreinki sig ekki í þeim drullupolli. Einangrunarhyggjan Allir sem eitthvað þekkja til sögu Íslands átta sig á mikilvægi utanríkisverslunar. Utanríkisverslun er einfaldlega forsenda byggðar á Íslandi. Því er augljóst að það væri óðs manns æði að afhenda utanaðkomandi vald yfir versluninni, jafnvel þótt um væri að ræða besta ríki allra tíma, en ekki samband aðeins 5% jarðarbúa sem ætti í sífelldum vandræðum vegna innri sundrungar, viðvarandi kreppu og fátæktar, og á nú í blóðugu stríði í eigin túnfæti. Svoleiðis valdaframsal er ávísun á vandræði í viðskiptum við þau 95% heimsins sem ekki eru í Evrópusambandinu, sem eru m.a. Bretland, N-Ameríka og efnahagsveldi Asíu. Í því valdaframsali sem heitir líka „aðild að Evrópusambandinu“ býr hin sanna einangrunarhyggja. Af óskiljanlegum ástæðum hefur Evrópusambandssinnum tekist að kynna sína eigin einangrunarhyggju sem víðsýni og alþjóðahyggju. Fátt er fráleitara, en það er vissulega áróðursafrek að hafa sannfært fjölda fólks um þá undarlegu heimsmynd. Færi nú vel á því að þú, lesandi góður, útskýrðir fyrir þeim sem ekki nenna að lesa svona pistla að farsælast sé fyrir Íslendinga að ráða sínum málum sjálfir og forðast að láta erlend ríki eða ríkjasambönd stjórna viðskiptum okkar við aðrar þjóðir. Höfundur er formaður Heimssýnar, félags um fullveldi Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haraldur Ólafsson Evrópusambandið Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Að undanförnu hefur dálítill hópur fólks kveðið sér hljóðs og beðið um að að vald verði fært frá íslenskum stjórnvöldum til Evrópusambandsins. Að öðrum ólöstuðum hefur Ole Anton Bieltvedt verið öðrum duglegri við skriftir og tímabært að gera honum þann sóma að skrifa til baka. Af mörgu er að taka, en sérstök ástæða er til að staldra við grein Ole Antons í DV sem dagsett er 24. ágúst 2024 og fjallar m.a. um ríki sem hanga milli vonar og ótta á húni Evrópusambandsins. Þar er nefnilega kjarni sem ástæða er að ræða betur. Kynþáttahyggjan Í tengslum við Úkraínu er í fyrrnefndri grein Ole Antons fjallað um grunngildi og þar segir m.a.: „en það er greinilega eitt grundgilda Úkraínumanna, að teljast til evrópskra þjóða, mannfræðilega og menningarlega.“ Ekki fer á milli mála að höfundur telur að Íslendingar deili, eða eigi að deila, þessum mannfræðilegu og menningarlegu grunngildum, og eigi þess vegna að ganga í bandalag með ríkjunum á meginlandi Evrópu, eða færa gömlu nýlenduveldunum stjórnvald á Íslandi, svo skýrar sé að orði komist. Það er eflaust rétt að mannfræðilega séu Íslendingar skyldari íbúum Evrópusambandsins en t.d. íbúum Afríku eða Austur-Asíu, en ekki sjálfgefið og raunar mjög varhugaverð hugmynd að slíkt kalli á bandalagsmyndun. Það er alls ekki líklegt til farsældar fyrir mannkyn að til verði bandalög þeirra sem eru mannfræðilega skyldir og það er full ástæða til að hafa efasemdir um hvers kyns mannfræðilega flokkun mannsins í tilgangi sem tengist stjórn og skipulagi samfélagsins. Kynþáttahyggja af því tagi kann að vera útbreidd í Evrópusambandinu, og hún er eflaust meiri undir yfirborðinu, en í opinberri umræðu. Það fer best á því að Íslendingar óhreinki sig ekki í þeim drullupolli. Einangrunarhyggjan Allir sem eitthvað þekkja til sögu Íslands átta sig á mikilvægi utanríkisverslunar. Utanríkisverslun er einfaldlega forsenda byggðar á Íslandi. Því er augljóst að það væri óðs manns æði að afhenda utanaðkomandi vald yfir versluninni, jafnvel þótt um væri að ræða besta ríki allra tíma, en ekki samband aðeins 5% jarðarbúa sem ætti í sífelldum vandræðum vegna innri sundrungar, viðvarandi kreppu og fátæktar, og á nú í blóðugu stríði í eigin túnfæti. Svoleiðis valdaframsal er ávísun á vandræði í viðskiptum við þau 95% heimsins sem ekki eru í Evrópusambandinu, sem eru m.a. Bretland, N-Ameríka og efnahagsveldi Asíu. Í því valdaframsali sem heitir líka „aðild að Evrópusambandinu“ býr hin sanna einangrunarhyggja. Af óskiljanlegum ástæðum hefur Evrópusambandssinnum tekist að kynna sína eigin einangrunarhyggju sem víðsýni og alþjóðahyggju. Fátt er fráleitara, en það er vissulega áróðursafrek að hafa sannfært fjölda fólks um þá undarlegu heimsmynd. Færi nú vel á því að þú, lesandi góður, útskýrðir fyrir þeim sem ekki nenna að lesa svona pistla að farsælast sé fyrir Íslendinga að ráða sínum málum sjálfir og forðast að láta erlend ríki eða ríkjasambönd stjórna viðskiptum okkar við aðrar þjóðir. Höfundur er formaður Heimssýnar, félags um fullveldi Íslands.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun