Jól, hátíð kærleikar og friðar - eða hvað? Stefán Þorri Helgason skrifar 16. desember 2024 09:31 Í lífum margra er einn besti tími ársins að renna í garð, jólin, hátíð kærleika og friðar líkt og okkar ástkæri Laddi sagði í sínu geysivinsæla jólalagi, Snjókorn falla. Það væri auðvitað óskandi ef að upplifun okkar allra á jólunum væri með sama hætti og lýst er hér fyrir ofan en því miður er það ekki þannig, síður en svo. Margir tengja nefnilega jólin við mikinn kvíða, álag og streitu þar sem um er að ræða tímabil þar sem mörgum hnöppum þarf að hneppa, oft á skömmum tíma í samblandi við dags daglegar áskoranir. Til að flækja málin enn frekar geta fjárhagsáhyggjur spilað inn í og ekki bæta áhrif samfélagsmiðla stöðuna. Það er auðvelt að skilja hvers vegna áskoranir þessar geta valdið mörgum streitu og vanlíðan, einkum meðal einstaklinga sem að reka fjölskyldur og heimili, þar sem ábyrgðin snýr ekki eingöngu að þeim sjálfum heldur einnig að börnunum. Því ætla ég að fjalla um þær algengu áskoranir sem að foreldrar og fjölskyldur standa frammi fyrir, sem og fara yfir hjálpleg ráð sem geta dregið úr streitunni og þeirri vanlíðan sem að gjarnan fylgir með. Áskoranir hjá fullorðnum Það væri óskandi ef að allir myndu upplifa jólin jafn gleðileg og friðsæl eins og raun ber vitni. Hvaðan sem að sú hugmynd kom, þá er það sannarlega ekki upplifun allra, þvert á móti. Margir foreldrar telja að allt þurfi að vera að vera fullkomið þegar kemur að jólunum, að réttu gjafirnar séu keyptar, heimilið sé alltaf hreint og fallega skreytt, að allur matur sé til á heimilinu og dagskráin yfir hátíðarhöldin sé ætíð á hreinu. Þess til viðbótar geta samfélagsmiðlar gert aðstæðurnar enn erfiðari þar sem fólk deilir alla jafna gleðilegum augnablikum fremur en raunveruleikanum eins og hann gerist og getur slíkt kynt undir þessa hugmynd um „hin fullkomnu jól.“ Því er algeng upplifun meðal margra einstaklinga að þeir séu ekki ná að standast væntingar og kröfur samfélagsins samanber við það sem augað sér. Áhrif jólanna á börn Það má sannarlega segja að börn upplifa jólin á sinn hátt, allt frá því að njóta tímans og þeirra hátíðarhalda sem að fylgja, í að tengja tímabil þetta við óþægilegar tilfinningar á borð við kvíða, depurð og streitu. Ástæðurnar fyrir því hvers vegna börn upplifa slíka vanlíðan eru aðstæðu- og einstaklingsbundnar. Ef að foreldrar eru til að mynda undir miklu álagi yfir hátíðirnar geta börnin fundið fyrir því, þar sem þau skynja að eitthvað er að og getur slíkt haft neikvæð áhrif á líðan þeirra. Að sama skapi gleymist oft í umræðunni jólatíminn er alla jafna nokkuð óreglulegur tími fyrir börn þar sem dags dagleg rútína fer úr skorðum og má þar nefna breytingar á námsfyrirkomulagi sem og þegar jólafríið rennur í garð. Slíkar áskoranir geta haft áhrif á líðan barnanna og geta þá gleðistundir með fjölskyldu og annað sem gjarnan fylgir hátíðarhöldunum byrjað að reynast þeim erfiðari þraut. Þar að auki eiga mörg börn erfitt með spennuna sem fylgir því að fá í skóinn og að bíða eftir jólunum og þá sérstaklega jólagjöfunum. Hvað er þá til ráða? Það getur því verið raunveruleiki margra að hátíðarhöldin séu ekki eingöngu dans á rósum. Af þeim ástæðum getur verið gott að vera með nokkur verkfæri í verkfærakassanum tilbúin ef að kvíðin og streitan sem að fylgir fer að gera vart við sig. Hér eru því nokkur praktísk ráð sem að foreldrar og aðrir geta nýtt sér til að minnka streituna og skapa ró yfir hátíðirnar: 1. Raunhæfar væntingar Það er mikilvægt að minna sig á að hugmyndin um “hin fullkomnu jól” er ekki til. Það sem mestu máli skiptir að verja þessum yndislega tíma með þeim sem manni þykir vænt um, hvort sem gólfið er skúrað eða ekki. 2. Forgangsröðun Reyndu að forgangsraða verkefnum eftir mikilvægi þeirra og láttu rest mæta afgangi. Einnig er gott að hafa í huga að það má segja nei við boðum eða öðru sem gætu skapað meiri streitu fremur en ánægju. 3. Mikilvægi rútínu Börn þrífast vel á rútínu og getur því verið gott að reyna að tryggja að svefn- og matarvenjur haldist í eins föstum skorðum og hægt er. Einnig getur verið hjálplegt að gefa börnunum tækifæri á að fá að hvíla sig þess á milli svo þau geti jafnað sig á öllu því áreiti sem oft fylgir jólagleðinni. 4. Gildi jólanna Ræðið við börnin og aðra fjölskyldumeðlimi um gildi og tilgang jólanna. Jólin eiga að snúast gæðastundir og samveru með þeim sem manni þykir vænt um. Því gæti verið gott að eiga slíkt samtal saman sem fjölskylda, þar sem áhersla er lögð á það þakklæti sem maður hefur frekar en að gleðjast eingöngu yfir efnislegum gjöfum. 5. Deildu ábyrgðinni Ekki taka alla ábyrgðina á þig. Láttu maka, eldri börn og/eða aðra fjölskyldumeðlimi taka þátt í þeim verkefnum sem þarf að sinna. 6. Hugsaðu um þig Það er ástæða fyrir því að okkur er kennt að setja fyrst súrefnisgrímuna á okkur sjálf áður en við setjum hana á aðra. Reyndu að gefa þér tíma til að slaka á, hvort sem þú gerir það með því að fara í göngutúr, fara á æfingu, taka hugleiðslu, fara í vinahitting eða að sitja með kaffibolla í rólegheitum. Stuðningur til barna í amstri jólanna Ef að vísbendingar koma um að barnið sé farið að upplifa kvíða, depurð og/eða aðrar óþægilegar tilfinningar getur virk hlustun verið algjört lykilatriði. Virk hlustun er sú samtalstækni sem notum þegar markmiðið er að barnið upplifi á eigin skinni að það sé séð, heyrt og skilið og er því markmið þess sem á samtalið við barnið að reyna að skilja tilfinningar, hugsanir og sjónarhorn þess. Það er gert með því að veita barninu fulla athygli þegar það greinir frá upplifun sinn. Eftir að barn greinir frá reynir hlustandinn, foreldrið í þessu tilfelli, að spegla barnið með því að endurtaka og/eða draga saman frásögn barnsins með samkennd og einlægni að leiðarljósi. Að auki getur verið gagnlegt að hjálpa barninu að koma tilfinningum sínum í orð þegar það ber þess merki að líða ekki vel eins og til að mynda „takk fyrir að segja mér frá upplifun þinni, ég skil vel núna hvers vegna þú ert að upplifa kvíða/depurð/reiði, mér myndi líklega líða eins ef ég væri að upplifa hlutina eins og þú lýsir.“ Að lokum gæti verið hjálplegt að bjóða upp á einfaldar lausnir eða finna lausnir í sameiningu eftir að barnið er búið að greina frá vanlíðan sinni eins og taka gæðastund saman, taka hlé frá öllu áreitinu eða jafnvel leyfa barninu að gera eitthvað sem það telur hjálplegt að gera til að ná jafnvægi. Að lokum Líkt og ég hef tekið fram, þá verður góð vísa aldrei of oft kveðin. Jólin eiga að snúast um samveru og nærandi tengsl meðal þeirra sem að þér þykir vænt um. Með því að draga úr væntingum, hafa verkefnin einföld og forgangsröðuð eftir mikilvægi, sem og og gefa sjálfum sér og börnunum gott rými fyrir rólegheit þess á milli, er hægt að búa til ánægjulegar minningar sem einkennast fyrst og fremst af gleði og þakklæti. Hugsaðu vel um þig og þitt fólk þessa hátíð. Það er líklega besta jólagjöfin sem þú getur gefið. Höfundur er sálfræðingur hjá Litlu kvíðameðferðarstöðinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jól Geðheilbrigði Börn og uppeldi Stefán Þorri Helgason Tengdar fréttir Tímaskekkja í velferðarríki Að starfa sem sálfræðingur eru í mínum huga mikil forréttindi. Í þeim störfum sinni ég börnum og foreldrum þeirra þar sem markmiðið er finna árangursríkar lausnir við þeim vanda sem um ræðir. Það er mér því afar dýrmætt að sjá skjólstæðinga ná góðum tökum á vanda sínum því lausnin þarf ekki í öllum tilfellum að vera flókin, sérstaklega ef viðkomandi er gripinn nógu snemma. 9. desember 2024 10:02 Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í lífum margra er einn besti tími ársins að renna í garð, jólin, hátíð kærleika og friðar líkt og okkar ástkæri Laddi sagði í sínu geysivinsæla jólalagi, Snjókorn falla. Það væri auðvitað óskandi ef að upplifun okkar allra á jólunum væri með sama hætti og lýst er hér fyrir ofan en því miður er það ekki þannig, síður en svo. Margir tengja nefnilega jólin við mikinn kvíða, álag og streitu þar sem um er að ræða tímabil þar sem mörgum hnöppum þarf að hneppa, oft á skömmum tíma í samblandi við dags daglegar áskoranir. Til að flækja málin enn frekar geta fjárhagsáhyggjur spilað inn í og ekki bæta áhrif samfélagsmiðla stöðuna. Það er auðvelt að skilja hvers vegna áskoranir þessar geta valdið mörgum streitu og vanlíðan, einkum meðal einstaklinga sem að reka fjölskyldur og heimili, þar sem ábyrgðin snýr ekki eingöngu að þeim sjálfum heldur einnig að börnunum. Því ætla ég að fjalla um þær algengu áskoranir sem að foreldrar og fjölskyldur standa frammi fyrir, sem og fara yfir hjálpleg ráð sem geta dregið úr streitunni og þeirri vanlíðan sem að gjarnan fylgir með. Áskoranir hjá fullorðnum Það væri óskandi ef að allir myndu upplifa jólin jafn gleðileg og friðsæl eins og raun ber vitni. Hvaðan sem að sú hugmynd kom, þá er það sannarlega ekki upplifun allra, þvert á móti. Margir foreldrar telja að allt þurfi að vera að vera fullkomið þegar kemur að jólunum, að réttu gjafirnar séu keyptar, heimilið sé alltaf hreint og fallega skreytt, að allur matur sé til á heimilinu og dagskráin yfir hátíðarhöldin sé ætíð á hreinu. Þess til viðbótar geta samfélagsmiðlar gert aðstæðurnar enn erfiðari þar sem fólk deilir alla jafna gleðilegum augnablikum fremur en raunveruleikanum eins og hann gerist og getur slíkt kynt undir þessa hugmynd um „hin fullkomnu jól.“ Því er algeng upplifun meðal margra einstaklinga að þeir séu ekki ná að standast væntingar og kröfur samfélagsins samanber við það sem augað sér. Áhrif jólanna á börn Það má sannarlega segja að börn upplifa jólin á sinn hátt, allt frá því að njóta tímans og þeirra hátíðarhalda sem að fylgja, í að tengja tímabil þetta við óþægilegar tilfinningar á borð við kvíða, depurð og streitu. Ástæðurnar fyrir því hvers vegna börn upplifa slíka vanlíðan eru aðstæðu- og einstaklingsbundnar. Ef að foreldrar eru til að mynda undir miklu álagi yfir hátíðirnar geta börnin fundið fyrir því, þar sem þau skynja að eitthvað er að og getur slíkt haft neikvæð áhrif á líðan þeirra. Að sama skapi gleymist oft í umræðunni jólatíminn er alla jafna nokkuð óreglulegur tími fyrir börn þar sem dags dagleg rútína fer úr skorðum og má þar nefna breytingar á námsfyrirkomulagi sem og þegar jólafríið rennur í garð. Slíkar áskoranir geta haft áhrif á líðan barnanna og geta þá gleðistundir með fjölskyldu og annað sem gjarnan fylgir hátíðarhöldunum byrjað að reynast þeim erfiðari þraut. Þar að auki eiga mörg börn erfitt með spennuna sem fylgir því að fá í skóinn og að bíða eftir jólunum og þá sérstaklega jólagjöfunum. Hvað er þá til ráða? Það getur því verið raunveruleiki margra að hátíðarhöldin séu ekki eingöngu dans á rósum. Af þeim ástæðum getur verið gott að vera með nokkur verkfæri í verkfærakassanum tilbúin ef að kvíðin og streitan sem að fylgir fer að gera vart við sig. Hér eru því nokkur praktísk ráð sem að foreldrar og aðrir geta nýtt sér til að minnka streituna og skapa ró yfir hátíðirnar: 1. Raunhæfar væntingar Það er mikilvægt að minna sig á að hugmyndin um “hin fullkomnu jól” er ekki til. Það sem mestu máli skiptir að verja þessum yndislega tíma með þeim sem manni þykir vænt um, hvort sem gólfið er skúrað eða ekki. 2. Forgangsröðun Reyndu að forgangsraða verkefnum eftir mikilvægi þeirra og láttu rest mæta afgangi. Einnig er gott að hafa í huga að það má segja nei við boðum eða öðru sem gætu skapað meiri streitu fremur en ánægju. 3. Mikilvægi rútínu Börn þrífast vel á rútínu og getur því verið gott að reyna að tryggja að svefn- og matarvenjur haldist í eins föstum skorðum og hægt er. Einnig getur verið hjálplegt að gefa börnunum tækifæri á að fá að hvíla sig þess á milli svo þau geti jafnað sig á öllu því áreiti sem oft fylgir jólagleðinni. 4. Gildi jólanna Ræðið við börnin og aðra fjölskyldumeðlimi um gildi og tilgang jólanna. Jólin eiga að snúast gæðastundir og samveru með þeim sem manni þykir vænt um. Því gæti verið gott að eiga slíkt samtal saman sem fjölskylda, þar sem áhersla er lögð á það þakklæti sem maður hefur frekar en að gleðjast eingöngu yfir efnislegum gjöfum. 5. Deildu ábyrgðinni Ekki taka alla ábyrgðina á þig. Láttu maka, eldri börn og/eða aðra fjölskyldumeðlimi taka þátt í þeim verkefnum sem þarf að sinna. 6. Hugsaðu um þig Það er ástæða fyrir því að okkur er kennt að setja fyrst súrefnisgrímuna á okkur sjálf áður en við setjum hana á aðra. Reyndu að gefa þér tíma til að slaka á, hvort sem þú gerir það með því að fara í göngutúr, fara á æfingu, taka hugleiðslu, fara í vinahitting eða að sitja með kaffibolla í rólegheitum. Stuðningur til barna í amstri jólanna Ef að vísbendingar koma um að barnið sé farið að upplifa kvíða, depurð og/eða aðrar óþægilegar tilfinningar getur virk hlustun verið algjört lykilatriði. Virk hlustun er sú samtalstækni sem notum þegar markmiðið er að barnið upplifi á eigin skinni að það sé séð, heyrt og skilið og er því markmið þess sem á samtalið við barnið að reyna að skilja tilfinningar, hugsanir og sjónarhorn þess. Það er gert með því að veita barninu fulla athygli þegar það greinir frá upplifun sinn. Eftir að barn greinir frá reynir hlustandinn, foreldrið í þessu tilfelli, að spegla barnið með því að endurtaka og/eða draga saman frásögn barnsins með samkennd og einlægni að leiðarljósi. Að auki getur verið gagnlegt að hjálpa barninu að koma tilfinningum sínum í orð þegar það ber þess merki að líða ekki vel eins og til að mynda „takk fyrir að segja mér frá upplifun þinni, ég skil vel núna hvers vegna þú ert að upplifa kvíða/depurð/reiði, mér myndi líklega líða eins ef ég væri að upplifa hlutina eins og þú lýsir.“ Að lokum gæti verið hjálplegt að bjóða upp á einfaldar lausnir eða finna lausnir í sameiningu eftir að barnið er búið að greina frá vanlíðan sinni eins og taka gæðastund saman, taka hlé frá öllu áreitinu eða jafnvel leyfa barninu að gera eitthvað sem það telur hjálplegt að gera til að ná jafnvægi. Að lokum Líkt og ég hef tekið fram, þá verður góð vísa aldrei of oft kveðin. Jólin eiga að snúast um samveru og nærandi tengsl meðal þeirra sem að þér þykir vænt um. Með því að draga úr væntingum, hafa verkefnin einföld og forgangsröðuð eftir mikilvægi, sem og og gefa sjálfum sér og börnunum gott rými fyrir rólegheit þess á milli, er hægt að búa til ánægjulegar minningar sem einkennast fyrst og fremst af gleði og þakklæti. Hugsaðu vel um þig og þitt fólk þessa hátíð. Það er líklega besta jólagjöfin sem þú getur gefið. Höfundur er sálfræðingur hjá Litlu kvíðameðferðarstöðinni.
Tímaskekkja í velferðarríki Að starfa sem sálfræðingur eru í mínum huga mikil forréttindi. Í þeim störfum sinni ég börnum og foreldrum þeirra þar sem markmiðið er finna árangursríkar lausnir við þeim vanda sem um ræðir. Það er mér því afar dýrmætt að sjá skjólstæðinga ná góðum tökum á vanda sínum því lausnin þarf ekki í öllum tilfellum að vera flókin, sérstaklega ef viðkomandi er gripinn nógu snemma. 9. desember 2024 10:02
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun