Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar 29. desember 2024 15:33 Það er gott að fara í sund, bæði fyrir sál og líkama. Hvar sem er á Íslandi má komast í sundlaugar og íslenska sundlaugamenningin þykir einstök á heimsvísu.Á nokkrum stöðum hefur það fyrirkomulag tíðskast að íbúar viðkomandi sveitarfélaga hafa fengið niðurgreiddan eða jafnvel ókeypis aðgang að þeim sundlaugum sem þau reka. Það má hugsa sér verri aðgerðir til að efla lýðheilsu landsmanna. Nú skulu öll borga það sama Ég bý í Suðurnejsabæ og þar hafa íbúar sveitarfélagins ekki þurft að greiða sérstaklega fyrir aðgang að sundlaugum. Það fyrirkomulag var tekið upp fyrir nokkrum árum í öðrum forvera sveitarfélagsins, Sandgerðisbæ, þegar ég var þar oddviti í bæjarstjórn. Á þeim tíma þótti okkur þetta eðlileg og jákvæð aðgerð því íbúar sveitarfélagsins borga hvort eð er fyrir lang stærstan rekstur sundlaugarinnar í gegnum skattana sem þeir greiða. En nú hefur Suðurnesjabær tilkynnt að á árinu 2025 muni þetta breytast og íbúar þurfi nú að fara að greiða fyrir aðgang að sundlaugum. Þessi breyting grundvallast á áliti Innviðaráðuneytisins um að sveitarfélögum sé ekki heimilt að útfæra gjaldskrár sundstaða þannig að í þeim felist mismunun á grundvelli lögheimilisskráningar og búsetu. Þetta álit er birt í framhaldi af kvörtun Björgvins Njáls Ingólfssonar sem sætti sig ekki við að þurfa að greiða 35.000 krónur fyrir árskort í sund í Grímsnes- og Grafningshreppi þegar skattgreiðendur í því sveitarfélagi fengu samskonar kort fyrir 10.500 krónur. Skattarnir fjármagna rekstur sundlauganna Flestar sundlaugar landsins eru reknar af sveitarfélögunum sjálfum og er sá rekstur að stærstum hluta fjármagnaður með þeim sköttum sem íbúar í nærsamfélaginu greiða. Á árinu 2023 kostaði rekstur íþróttamiðstöðva og sundlauga sveitarfélögin á Íslandi samtals um 30 milljarða króna en upp í þann kostnað komu tekjur upp á rétt rúmlega 10 milljarða, en inn í þeirri tölu eru reyndar líka eigin afnot sveitarfélaganna sjálfra svo sem þegar mannvirkin eru nýtt fyrir skólastarfsemi. Það er því ekki óvarlegt að álykta að sveitarfélögin fjármagni að minnsta kosti 70% af reksti sundlauga með þeim sköttum sem þau inneimta af íbúum sínum og fyrirtækjum. Það má því segja að fólk sé að mestu búið að borga fyrir aðgang sundlauginni í sínu nærumhverfi með sköttunum sínum. Jafnræði og meðalhóf, en fyrir hvern? Nú er ríkið hins vegar búið að taka af allan vafa um það að þessum ósóma skuli hætt. Það samræmist ekki jafnræðis- og meðalhófsreglu stjórnsýslunnar að fólk njóti þeirra gæða sem það fjármagnar með sköttunum sínum umfram það fólk sem borgar sína skatta annars staðar. Þegar við tökum upp veskið í afgreiðslu hverfissundlaugarinnar okkar getum við því hugsað hlýlega til Björgvins Njáls sem með frumkvæði sínu hefur tryggt að heimafólk þarf nú að greiða það sama fyrir sundkortið og hann, alls staðar á landinu. Það eru menn eins og hann sem gera Ísland að betra samfélagi, eða þannig. Höfundur er íbúi í Suðurnesjabæ og fastagestur í Íþróttamiðstöðinni í Sandgerði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sundlaugar og baðlón Suðurnesjabær Mest lesið Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson Skoðun Dóttir mín – uppgjör eineltis Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir Skoðun Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson Skoðun Halldór 28.12.2024 Halldór Skoðun Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Skoðun Vilja Ísland í evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson skrifar Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Sjá meira
Það er gott að fara í sund, bæði fyrir sál og líkama. Hvar sem er á Íslandi má komast í sundlaugar og íslenska sundlaugamenningin þykir einstök á heimsvísu.Á nokkrum stöðum hefur það fyrirkomulag tíðskast að íbúar viðkomandi sveitarfélaga hafa fengið niðurgreiddan eða jafnvel ókeypis aðgang að þeim sundlaugum sem þau reka. Það má hugsa sér verri aðgerðir til að efla lýðheilsu landsmanna. Nú skulu öll borga það sama Ég bý í Suðurnejsabæ og þar hafa íbúar sveitarfélagins ekki þurft að greiða sérstaklega fyrir aðgang að sundlaugum. Það fyrirkomulag var tekið upp fyrir nokkrum árum í öðrum forvera sveitarfélagsins, Sandgerðisbæ, þegar ég var þar oddviti í bæjarstjórn. Á þeim tíma þótti okkur þetta eðlileg og jákvæð aðgerð því íbúar sveitarfélagsins borga hvort eð er fyrir lang stærstan rekstur sundlaugarinnar í gegnum skattana sem þeir greiða. En nú hefur Suðurnesjabær tilkynnt að á árinu 2025 muni þetta breytast og íbúar þurfi nú að fara að greiða fyrir aðgang að sundlaugum. Þessi breyting grundvallast á áliti Innviðaráðuneytisins um að sveitarfélögum sé ekki heimilt að útfæra gjaldskrár sundstaða þannig að í þeim felist mismunun á grundvelli lögheimilisskráningar og búsetu. Þetta álit er birt í framhaldi af kvörtun Björgvins Njáls Ingólfssonar sem sætti sig ekki við að þurfa að greiða 35.000 krónur fyrir árskort í sund í Grímsnes- og Grafningshreppi þegar skattgreiðendur í því sveitarfélagi fengu samskonar kort fyrir 10.500 krónur. Skattarnir fjármagna rekstur sundlauganna Flestar sundlaugar landsins eru reknar af sveitarfélögunum sjálfum og er sá rekstur að stærstum hluta fjármagnaður með þeim sköttum sem íbúar í nærsamfélaginu greiða. Á árinu 2023 kostaði rekstur íþróttamiðstöðva og sundlauga sveitarfélögin á Íslandi samtals um 30 milljarða króna en upp í þann kostnað komu tekjur upp á rétt rúmlega 10 milljarða, en inn í þeirri tölu eru reyndar líka eigin afnot sveitarfélaganna sjálfra svo sem þegar mannvirkin eru nýtt fyrir skólastarfsemi. Það er því ekki óvarlegt að álykta að sveitarfélögin fjármagni að minnsta kosti 70% af reksti sundlauga með þeim sköttum sem þau inneimta af íbúum sínum og fyrirtækjum. Það má því segja að fólk sé að mestu búið að borga fyrir aðgang sundlauginni í sínu nærumhverfi með sköttunum sínum. Jafnræði og meðalhóf, en fyrir hvern? Nú er ríkið hins vegar búið að taka af allan vafa um það að þessum ósóma skuli hætt. Það samræmist ekki jafnræðis- og meðalhófsreglu stjórnsýslunnar að fólk njóti þeirra gæða sem það fjármagnar með sköttunum sínum umfram það fólk sem borgar sína skatta annars staðar. Þegar við tökum upp veskið í afgreiðslu hverfissundlaugarinnar okkar getum við því hugsað hlýlega til Björgvins Njáls sem með frumkvæði sínu hefur tryggt að heimafólk þarf nú að greiða það sama fyrir sundkortið og hann, alls staðar á landinu. Það eru menn eins og hann sem gera Ísland að betra samfélagi, eða þannig. Höfundur er íbúi í Suðurnesjabæ og fastagestur í Íþróttamiðstöðinni í Sandgerði.
Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun
Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun
Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun