Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar 29. desember 2024 15:33 Það er gott að fara í sund, bæði fyrir sál og líkama. Hvar sem er á Íslandi má komast í sundlaugar og íslenska sundlaugamenningin þykir einstök á heimsvísu.Á nokkrum stöðum hefur það fyrirkomulag tíðskast að íbúar viðkomandi sveitarfélaga hafa fengið niðurgreiddan eða jafnvel ókeypis aðgang að þeim sundlaugum sem þau reka. Það má hugsa sér verri aðgerðir til að efla lýðheilsu landsmanna. Nú skulu öll borga það sama Ég bý í Suðurnejsabæ og þar hafa íbúar sveitarfélagins ekki þurft að greiða sérstaklega fyrir aðgang að sundlaugum. Það fyrirkomulag var tekið upp fyrir nokkrum árum í öðrum forvera sveitarfélagsins, Sandgerðisbæ, þegar ég var þar oddviti í bæjarstjórn. Á þeim tíma þótti okkur þetta eðlileg og jákvæð aðgerð því íbúar sveitarfélagsins borga hvort eð er fyrir lang stærstan rekstur sundlaugarinnar í gegnum skattana sem þeir greiða. En nú hefur Suðurnesjabær tilkynnt að á árinu 2025 muni þetta breytast og íbúar þurfi nú að fara að greiða fyrir aðgang að sundlaugum. Þessi breyting grundvallast á áliti Innviðaráðuneytisins um að sveitarfélögum sé ekki heimilt að útfæra gjaldskrár sundstaða þannig að í þeim felist mismunun á grundvelli lögheimilisskráningar og búsetu. Þetta álit er birt í framhaldi af kvörtun Björgvins Njáls Ingólfssonar sem sætti sig ekki við að þurfa að greiða 35.000 krónur fyrir árskort í sund í Grímsnes- og Grafningshreppi þegar skattgreiðendur í því sveitarfélagi fengu samskonar kort fyrir 10.500 krónur. Skattarnir fjármagna rekstur sundlauganna Flestar sundlaugar landsins eru reknar af sveitarfélögunum sjálfum og er sá rekstur að stærstum hluta fjármagnaður með þeim sköttum sem íbúar í nærsamfélaginu greiða. Á árinu 2023 kostaði rekstur íþróttamiðstöðva og sundlauga sveitarfélögin á Íslandi samtals um 30 milljarða króna en upp í þann kostnað komu tekjur upp á rétt rúmlega 10 milljarða, en inn í þeirri tölu eru reyndar líka eigin afnot sveitarfélaganna sjálfra svo sem þegar mannvirkin eru nýtt fyrir skólastarfsemi. Það er því ekki óvarlegt að álykta að sveitarfélögin fjármagni að minnsta kosti 70% af reksti sundlauga með þeim sköttum sem þau inneimta af íbúum sínum og fyrirtækjum. Það má því segja að fólk sé að mestu búið að borga fyrir aðgang sundlauginni í sínu nærumhverfi með sköttunum sínum. Jafnræði og meðalhóf, en fyrir hvern? Nú er ríkið hins vegar búið að taka af allan vafa um það að þessum ósóma skuli hætt. Það samræmist ekki jafnræðis- og meðalhófsreglu stjórnsýslunnar að fólk njóti þeirra gæða sem það fjármagnar með sköttunum sínum umfram það fólk sem borgar sína skatta annars staðar. Þegar við tökum upp veskið í afgreiðslu hverfissundlaugarinnar okkar getum við því hugsað hlýlega til Björgvins Njáls sem með frumkvæði sínu hefur tryggt að heimafólk þarf nú að greiða það sama fyrir sundkortið og hann, alls staðar á landinu. Það eru menn eins og hann sem gera Ísland að betra samfélagi, eða þannig. Höfundur er íbúi í Suðurnesjabæ og fastagestur í Íþróttamiðstöðinni í Sandgerði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sundlaugar og baðlón Suðurnesjabær Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Halldór 29.11.2025 Halldór Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Það er gott að fara í sund, bæði fyrir sál og líkama. Hvar sem er á Íslandi má komast í sundlaugar og íslenska sundlaugamenningin þykir einstök á heimsvísu.Á nokkrum stöðum hefur það fyrirkomulag tíðskast að íbúar viðkomandi sveitarfélaga hafa fengið niðurgreiddan eða jafnvel ókeypis aðgang að þeim sundlaugum sem þau reka. Það má hugsa sér verri aðgerðir til að efla lýðheilsu landsmanna. Nú skulu öll borga það sama Ég bý í Suðurnejsabæ og þar hafa íbúar sveitarfélagins ekki þurft að greiða sérstaklega fyrir aðgang að sundlaugum. Það fyrirkomulag var tekið upp fyrir nokkrum árum í öðrum forvera sveitarfélagsins, Sandgerðisbæ, þegar ég var þar oddviti í bæjarstjórn. Á þeim tíma þótti okkur þetta eðlileg og jákvæð aðgerð því íbúar sveitarfélagsins borga hvort eð er fyrir lang stærstan rekstur sundlaugarinnar í gegnum skattana sem þeir greiða. En nú hefur Suðurnesjabær tilkynnt að á árinu 2025 muni þetta breytast og íbúar þurfi nú að fara að greiða fyrir aðgang að sundlaugum. Þessi breyting grundvallast á áliti Innviðaráðuneytisins um að sveitarfélögum sé ekki heimilt að útfæra gjaldskrár sundstaða þannig að í þeim felist mismunun á grundvelli lögheimilisskráningar og búsetu. Þetta álit er birt í framhaldi af kvörtun Björgvins Njáls Ingólfssonar sem sætti sig ekki við að þurfa að greiða 35.000 krónur fyrir árskort í sund í Grímsnes- og Grafningshreppi þegar skattgreiðendur í því sveitarfélagi fengu samskonar kort fyrir 10.500 krónur. Skattarnir fjármagna rekstur sundlauganna Flestar sundlaugar landsins eru reknar af sveitarfélögunum sjálfum og er sá rekstur að stærstum hluta fjármagnaður með þeim sköttum sem íbúar í nærsamfélaginu greiða. Á árinu 2023 kostaði rekstur íþróttamiðstöðva og sundlauga sveitarfélögin á Íslandi samtals um 30 milljarða króna en upp í þann kostnað komu tekjur upp á rétt rúmlega 10 milljarða, en inn í þeirri tölu eru reyndar líka eigin afnot sveitarfélaganna sjálfra svo sem þegar mannvirkin eru nýtt fyrir skólastarfsemi. Það er því ekki óvarlegt að álykta að sveitarfélögin fjármagni að minnsta kosti 70% af reksti sundlauga með þeim sköttum sem þau inneimta af íbúum sínum og fyrirtækjum. Það má því segja að fólk sé að mestu búið að borga fyrir aðgang sundlauginni í sínu nærumhverfi með sköttunum sínum. Jafnræði og meðalhóf, en fyrir hvern? Nú er ríkið hins vegar búið að taka af allan vafa um það að þessum ósóma skuli hætt. Það samræmist ekki jafnræðis- og meðalhófsreglu stjórnsýslunnar að fólk njóti þeirra gæða sem það fjármagnar með sköttunum sínum umfram það fólk sem borgar sína skatta annars staðar. Þegar við tökum upp veskið í afgreiðslu hverfissundlaugarinnar okkar getum við því hugsað hlýlega til Björgvins Njáls sem með frumkvæði sínu hefur tryggt að heimafólk þarf nú að greiða það sama fyrir sundkortið og hann, alls staðar á landinu. Það eru menn eins og hann sem gera Ísland að betra samfélagi, eða þannig. Höfundur er íbúi í Suðurnesjabæ og fastagestur í Íþróttamiðstöðinni í Sandgerði.
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar