Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar 1. janúar 2025 15:00 Sæll Hilmar. Nú hefur þú sem prófessor við Háskólann á Akureyri verið áberandi í fjölmiðlum, bæði í ræðu og riti, um málefni NATO, Rússlands og Úkraínu. Í viðtali sem DV.is tók við þig um stefnu Donald Trump á norðurslóðum og birti þann 27. desember 2024 þá segir þú eftirfarandi: „Ég hef alltaf sagt að fyrir smáríki er best að friður sé í heiminum og að smáríki eins og Danmörk og Ísland hefðu átt að tala fyrir friði og samningum í Úkraínu vegna þess að það þjónar okkar hagsmunum best. Nú er hins vegar alger óvissa og Donald Trump forseti Bandaríkjanna fer sínar leiðir. Ef samið hefði verið um frið í Úkraínu í mars 2022 hefði þessi staða aldrei komið upp.“ Þú tekur þó ekki fram í hverju sá friður hefði falist þrátt fyrir að við vitum hverjar kröfur Rússlands voru; bæði í gegnum skjöl sem fjölmiðlar hafa birt og frásagnir aðila sem voru viðstaddir viðræðurnar. Því vil ég spyrja þig út í nokkrar af kröfum Rússa vorið 2022. Ein af kröfum þeirra var að Úkraínumenn þyrftu að gefa varanlega eftir landsvæði sem Rússar hefðu tekið. Hvernig samræmist sú krafa fyrri samningum þar sem Rússar skuldbundu sig til að virða landamæri Úkraínu? Má þar nefna Búdapestsamkomulagið árið 1994. Og hvað þýddi það fyrir frið og stöðugleika í Evrópu ef viðurkennt yrði með þessum hætti að hægt sé að teikna landamæri annarra ríkja upp á nýtt með hervaldi? Hvernig myndi slíkt þjóna hagsmunum smáríkisins Íslands? Rússland krafðist þess líka að úkraínski herinn yrði skorinn við nögl auk þess sem Úkraína mætti aldrei ganga í NATO. Úkraínumenn voru tilbúnir að samþykkja ævarandi hlutleysi sitt með þeim fyrirvara að stórveldin myndu skuldbinda sig til að koma landinu til varnar ef á það yrði ráðist – skuldbinding sem Rússland vildi hafa neitunarvald yfir! Þetta var helsta ástæðan fyrir því að það flosnaði upp úr viðræðunum og skal engan undra. Hvernig hefði það þjónað öryggishagsmunum Úkraínu að standa máttvana gegn margfalt stærra nágrannaríki sem hafði þá þegar gert tvær innrásir á innan við áratug? Rússar komu einnig með vísvitandi niðurlægjandi kröfur, eins og að Úkraínumenn ættu að „afnasistavæða“ land sitt. Í hverju ætti sú „afnasistavæðing“ að felast og telur þú vera þörf á henni? Að lokum vil ég spyrja: Myndir þú samþykkja sambærilegar kröfur fyrir hönd Íslands undir einhverjum kringumstæðum? Ef ekki, af hverju hefðu Úkraínumenn þá átt að samþykkja þær? Höfundur er framhaldsskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir Skoðun Er ballið að byrja? Fastir pennar Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Skoðun Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Sæll Hilmar. Nú hefur þú sem prófessor við Háskólann á Akureyri verið áberandi í fjölmiðlum, bæði í ræðu og riti, um málefni NATO, Rússlands og Úkraínu. Í viðtali sem DV.is tók við þig um stefnu Donald Trump á norðurslóðum og birti þann 27. desember 2024 þá segir þú eftirfarandi: „Ég hef alltaf sagt að fyrir smáríki er best að friður sé í heiminum og að smáríki eins og Danmörk og Ísland hefðu átt að tala fyrir friði og samningum í Úkraínu vegna þess að það þjónar okkar hagsmunum best. Nú er hins vegar alger óvissa og Donald Trump forseti Bandaríkjanna fer sínar leiðir. Ef samið hefði verið um frið í Úkraínu í mars 2022 hefði þessi staða aldrei komið upp.“ Þú tekur þó ekki fram í hverju sá friður hefði falist þrátt fyrir að við vitum hverjar kröfur Rússlands voru; bæði í gegnum skjöl sem fjölmiðlar hafa birt og frásagnir aðila sem voru viðstaddir viðræðurnar. Því vil ég spyrja þig út í nokkrar af kröfum Rússa vorið 2022. Ein af kröfum þeirra var að Úkraínumenn þyrftu að gefa varanlega eftir landsvæði sem Rússar hefðu tekið. Hvernig samræmist sú krafa fyrri samningum þar sem Rússar skuldbundu sig til að virða landamæri Úkraínu? Má þar nefna Búdapestsamkomulagið árið 1994. Og hvað þýddi það fyrir frið og stöðugleika í Evrópu ef viðurkennt yrði með þessum hætti að hægt sé að teikna landamæri annarra ríkja upp á nýtt með hervaldi? Hvernig myndi slíkt þjóna hagsmunum smáríkisins Íslands? Rússland krafðist þess líka að úkraínski herinn yrði skorinn við nögl auk þess sem Úkraína mætti aldrei ganga í NATO. Úkraínumenn voru tilbúnir að samþykkja ævarandi hlutleysi sitt með þeim fyrirvara að stórveldin myndu skuldbinda sig til að koma landinu til varnar ef á það yrði ráðist – skuldbinding sem Rússland vildi hafa neitunarvald yfir! Þetta var helsta ástæðan fyrir því að það flosnaði upp úr viðræðunum og skal engan undra. Hvernig hefði það þjónað öryggishagsmunum Úkraínu að standa máttvana gegn margfalt stærra nágrannaríki sem hafði þá þegar gert tvær innrásir á innan við áratug? Rússar komu einnig með vísvitandi niðurlægjandi kröfur, eins og að Úkraínumenn ættu að „afnasistavæða“ land sitt. Í hverju ætti sú „afnasistavæðing“ að felast og telur þú vera þörf á henni? Að lokum vil ég spyrja: Myndir þú samþykkja sambærilegar kröfur fyrir hönd Íslands undir einhverjum kringumstæðum? Ef ekki, af hverju hefðu Úkraínumenn þá átt að samþykkja þær? Höfundur er framhaldsskólakennari.
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun