Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar 9. janúar 2025 10:01 Sæll Hilmar. Síðastliðinn sunnudag svaraðir þú grein minni „Hvers konar friður?“, þar sem ég innti þig svara varðandi málflutning þinn um NATO og stríðið í Úkraínu. Ég þakka fyrir svarið og fagna því að við séum greinilega sammála um að Ísland ætti aldrei að skrifa undir sambærilega samninga og þá sem Úkraínu stóð til boða vorið 2022. Ég vil þó benda á að ef venjan yrði að ríki með stóra og herskáa nágranna væru þvinguð til óæskilegra samninga, þá myndi slíkt skapa fordæmi á alþjóðavísu sem yrði stórhættulegt fyrir smáríki eins og Ísland. Ég spyr mig einnig hvers vegna þú segist ekki hafa áhuga á umræðum um „afnasistavæðingu“ Úkraínu þegar þetta var ein af lykilkröfum Rússa í friðarsamningunum 2022, samningum sem þú vildir að Úkraínumenn samþykktu. Enn fremur tel ég svör þín við öðrum spurningum mínum vera allsendis ófullnægjandi og vil því taka eftirfarandi fram: Í grein þinni vísar þú til „Ekki eina tommu austar“ sögunnar sem Pútínstjórnin hefur ítrekað notað í áróðri sínum. Samkvæmt henni áttu Bandaríkin að hafa svikið meint loforð sem James Baker, utanríkisráðherra landsins, gaf Míkhaíl Gorbatsjov árið 1990 um hversu langt NATO gæti teygt sig í austanverðri Evrópu. Gorbatsjov var þó seinna meir tvísaga um þennan fund og sagði árið 2014 að möguleg útþensla NATO í Austur-Evrópu hefði ekki verið á borðinu. Heldur hefði umræðuefnið verið NATO og landsvæði Austur-Þýskalands, enda var verið að undirbúa sameiningu Þýskalands um það leyti. Það er því ekki boðlegt að réttlæta gróf brot Rússa á skriflegum samningum um landamæri Úkraínu með tilvísun í óljóst munnlegt samkomulag sem „samningsaðilar“ hafa verið missaga um. Rauði þráðurinn í málflutningi þínum er að stækkun NATO í austurátt hafi að miklu eða öllu leyti valdið stríðinu í Úkraínu, enda hafi Rússar talið hana ógn við þjóðaröryggi sitt. Hér skal þó tekið fram að það voru ýmis ríki í austanverðri Evrópu sem þrýstu linnulaust á inngöngu í NATO þangað til Vesturveldin gáfu loks eftir. Þú minnist á leiðtogafund NATO 2008 þar sem Bushstjórnin lagði til að Úkraína gengi í bandalagið. Mörg Evrópuríki voru mótfallin tillögunni og þá féll hún um sjálfa sig; eins og þú segir sjálfur, ekkert ríki getur gengið í NATO án samþykkis allra aðildarríkjanna. Ekkert benti því til þess að Úkraína myndi ganga í bandalagið og má bæta því við að meirihluti Úkraínubúa var mótfallinn aðild. Ég tel þó sanngjarnt að spyrja: Hvað telur þú að hafi verið að gerast í NATO-málum Úkraínu 2014 og 2022 sem hafi orsakað innrásir Rússa þessi ár? Auk þess má benda á að málflutningur þinn kemur ekki heim og saman við þá staðreynd að Rússar hafa fært í burtu næstum allt herlið sitt frá landamærunum við Finnland, sem er orðið NATO-ríki. Hvað þá að þeir hafa líka flutt hersveitir frá Kalíníngrad-héraði, sem er bókstaflega umkringt NATO-ríkjum. Í friðarviðræðunum vorið 2022 voru Úkraínumenn reiðubúnir til að fallast á kröfur Rússa um minni her og ævarandi hlutleysi. Á móti þyrftu Bandaríkin, Rússland og fleiri ríki að skuldbinda sig til að koma Úkraínu til varnar ef á landið yrði ráðist. Þessu tilboði höfnuðu Rússar sem kröfðust þess að geta beitt neitunarvaldi gegn þessari öryggistryggingu. Þetta hefði þýtt að þeir gætu ráðist inn í Úkraínu og beitt neitunarvaldi gegn því að hinir samningsaðilarnir gripu inn í! Slík öryggistrygging væri einskis virði og þessi fjarstæðukennda krafa Rússa var helsta ástæða þess að samningaviðræðurnar enduðu, eitthvað sem ég hef áður bent á. Þarna kom bersýnilega í ljós að stríðið í Úkraínu snýst ekki um NATO, enda höfnuðu Rússar tilboði sem fól í sér að Úkraína myndi aldrei ganga í bandalagið. Og í ljósi þess að Rússar sviku Búdapestsamkomulagið og aðra samninga þar sem þeir skuldbundu sig til að virða landamæri Úkraínu, af hverju ættu Úkraínumenn að samþykkja friðarsamning við Rússland án skotheldra öryggistrygginga? Slíkt yrði ekki raunverulegur friður heldur aðeins svikalogn. Höfundur er framhaldsskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Sæll Hilmar. Nú hefur þú sem prófessor við Háskólann á Akureyri verið áberandi í fjölmiðlum, bæði í ræðu og riti, um málefni NATO, Rússlands og Úkraínu. 1. janúar 2025 15:00 Mest lesið Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Samfélag sem týnir sjálfu sér Viðar Halldórsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Krónan er akkeri hagkerfisins! Erna Bjarnadóttir Skoðun Óeðlileg völd og áhrif stórra útgerðarfyrirtækja Oddný G. Harðardóttir Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Sæll Hilmar. Síðastliðinn sunnudag svaraðir þú grein minni „Hvers konar friður?“, þar sem ég innti þig svara varðandi málflutning þinn um NATO og stríðið í Úkraínu. Ég þakka fyrir svarið og fagna því að við séum greinilega sammála um að Ísland ætti aldrei að skrifa undir sambærilega samninga og þá sem Úkraínu stóð til boða vorið 2022. Ég vil þó benda á að ef venjan yrði að ríki með stóra og herskáa nágranna væru þvinguð til óæskilegra samninga, þá myndi slíkt skapa fordæmi á alþjóðavísu sem yrði stórhættulegt fyrir smáríki eins og Ísland. Ég spyr mig einnig hvers vegna þú segist ekki hafa áhuga á umræðum um „afnasistavæðingu“ Úkraínu þegar þetta var ein af lykilkröfum Rússa í friðarsamningunum 2022, samningum sem þú vildir að Úkraínumenn samþykktu. Enn fremur tel ég svör þín við öðrum spurningum mínum vera allsendis ófullnægjandi og vil því taka eftirfarandi fram: Í grein þinni vísar þú til „Ekki eina tommu austar“ sögunnar sem Pútínstjórnin hefur ítrekað notað í áróðri sínum. Samkvæmt henni áttu Bandaríkin að hafa svikið meint loforð sem James Baker, utanríkisráðherra landsins, gaf Míkhaíl Gorbatsjov árið 1990 um hversu langt NATO gæti teygt sig í austanverðri Evrópu. Gorbatsjov var þó seinna meir tvísaga um þennan fund og sagði árið 2014 að möguleg útþensla NATO í Austur-Evrópu hefði ekki verið á borðinu. Heldur hefði umræðuefnið verið NATO og landsvæði Austur-Þýskalands, enda var verið að undirbúa sameiningu Þýskalands um það leyti. Það er því ekki boðlegt að réttlæta gróf brot Rússa á skriflegum samningum um landamæri Úkraínu með tilvísun í óljóst munnlegt samkomulag sem „samningsaðilar“ hafa verið missaga um. Rauði þráðurinn í málflutningi þínum er að stækkun NATO í austurátt hafi að miklu eða öllu leyti valdið stríðinu í Úkraínu, enda hafi Rússar talið hana ógn við þjóðaröryggi sitt. Hér skal þó tekið fram að það voru ýmis ríki í austanverðri Evrópu sem þrýstu linnulaust á inngöngu í NATO þangað til Vesturveldin gáfu loks eftir. Þú minnist á leiðtogafund NATO 2008 þar sem Bushstjórnin lagði til að Úkraína gengi í bandalagið. Mörg Evrópuríki voru mótfallin tillögunni og þá féll hún um sjálfa sig; eins og þú segir sjálfur, ekkert ríki getur gengið í NATO án samþykkis allra aðildarríkjanna. Ekkert benti því til þess að Úkraína myndi ganga í bandalagið og má bæta því við að meirihluti Úkraínubúa var mótfallinn aðild. Ég tel þó sanngjarnt að spyrja: Hvað telur þú að hafi verið að gerast í NATO-málum Úkraínu 2014 og 2022 sem hafi orsakað innrásir Rússa þessi ár? Auk þess má benda á að málflutningur þinn kemur ekki heim og saman við þá staðreynd að Rússar hafa fært í burtu næstum allt herlið sitt frá landamærunum við Finnland, sem er orðið NATO-ríki. Hvað þá að þeir hafa líka flutt hersveitir frá Kalíníngrad-héraði, sem er bókstaflega umkringt NATO-ríkjum. Í friðarviðræðunum vorið 2022 voru Úkraínumenn reiðubúnir til að fallast á kröfur Rússa um minni her og ævarandi hlutleysi. Á móti þyrftu Bandaríkin, Rússland og fleiri ríki að skuldbinda sig til að koma Úkraínu til varnar ef á landið yrði ráðist. Þessu tilboði höfnuðu Rússar sem kröfðust þess að geta beitt neitunarvaldi gegn þessari öryggistryggingu. Þetta hefði þýtt að þeir gætu ráðist inn í Úkraínu og beitt neitunarvaldi gegn því að hinir samningsaðilarnir gripu inn í! Slík öryggistrygging væri einskis virði og þessi fjarstæðukennda krafa Rússa var helsta ástæða þess að samningaviðræðurnar enduðu, eitthvað sem ég hef áður bent á. Þarna kom bersýnilega í ljós að stríðið í Úkraínu snýst ekki um NATO, enda höfnuðu Rússar tilboði sem fól í sér að Úkraína myndi aldrei ganga í bandalagið. Og í ljósi þess að Rússar sviku Búdapestsamkomulagið og aðra samninga þar sem þeir skuldbundu sig til að virða landamæri Úkraínu, af hverju ættu Úkraínumenn að samþykkja friðarsamning við Rússland án skotheldra öryggistrygginga? Slíkt yrði ekki raunverulegur friður heldur aðeins svikalogn. Höfundur er framhaldsskólakennari.
Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Sæll Hilmar. Nú hefur þú sem prófessor við Háskólann á Akureyri verið áberandi í fjölmiðlum, bæði í ræðu og riti, um málefni NATO, Rússlands og Úkraínu. 1. janúar 2025 15:00
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun