Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson skrifar 14. janúar 2025 10:31 Jaa, við skulum skoða það. Um áramótin 2023/2024 voru nokkrar breytingar gerðar á ívilnana- og gjaldakerfi sem snéru að nýskráningu og notkun rafbíla. Ívilnanir færðust úr því að rafbílar voru undanþegnir virðisaukaskatti upp á allt að 1.360 þús. kr. í fastan 900 þús. kr. styrk á hvern rafbíl óháð verði. Rafbílar yfir 10 m.kr. voru og eru þó ekki styrkhæfir. Að auki bættust við 5% vörugjöld á rafbíla og kílómetragjald á sama tíma. Umræða hefur farið af stað um meint áhrif þessara breytinga og hrun í sölu rafbíla. Hvert er markmiðið? Eitt meginmarkmiða með því að styrkja kaup á rafbílum er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda en stjórnvöld hafa sett sér háleit markmið í þeim efnum. Það má þó segja að besta leiðin til að draga úr losun í vegasamgöngum er að fækka eknum kílómetrum knúnum jarðefnaeldsneyti. Ódýrasta leiðin til þess er auðvitað breyttar ferðavenjur eins og hjólreiðar, ganga og almenningssamgöngur þ.e. að fækka hreinlega eknum kílómetrum. Ásamt því þarf að fækka jafnt og þétt ökutækjum sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti. Mikilvægast er að draga úr nýskráningum glænýrra bensín- og dísilbíla sem verða á vegum landsins í 10–20 ár frá nýskráningu. Því mætti telja að eitt helsta verkefnið sé að fækka slíkum ökutækjum frekar en að fjölga rafbílum, þó það sé vissulega samhengi þarna á milli að einhverju leiti. Hverjir kaupa bensín og dísilbíla? Ef við lítum á nýskráningar allra fólksbíla frá árinu 2015 hafa þær verið nokkuð sveiflukenndar. Allt frá 11 þús. ökutækjum í 25 þús. ökutæki á ári. Helst spilar þar inn í umsvif í ferðaþjónustu og stöðu efnahagsmála hverju sinni. Skýrasta þróunin er fækkun á nýskráningum ökutækja sem ganga eingöngu fyrir jarðefnaeldsneyti. Næst er það aukningin í nýskráningum raf- og tengiltvinnbíla á kostnað þeirra fyrrnefndu. Ökutækjaleigur hafa verið stórtækar á þessum markaði til að uppfylla eftirspurn ferðamanna. Ökutækjaleigur kaupa um 30-50% nýskráðra fólksbíla á ári hverju sem er jafnvel einsdæmi í heiminum. Á árinu 2024 keyptu ökutækjaleigur um 45% allra nýskráðra fólksbíla. Sama ár voru 65% af nýskráðum bensín og dísilfólksbílum keyptir af ökutækjaleigum. Huga verður sérstaklega að því að flýta orkuskiptum í þessum geira. Hvaða bílum er að fækka? Ef við reynum þá að svara spurningunni hvort sala á rafbílum hafi hrunið má segja að hún hafi vissulega dregist saman árið 2024 en það gerði líka sala á fólksbílum sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti. Því má segja að eitt helsta verkefnið sem er að takmarka fjölda ökutækja sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti gangi ágætlega. Nýskráningar þeirra voru færri árið 2024 en árið á undan sem var metár í sölu rafbíla. Heimili og fyrirtæki hafa almennt staðið sig vel þegar kemur að rafvæðingunni en betur má ef duga skal. Stór hluti fólksbíla sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti eru nýskráðir af ökutækjaleigum. Snúa þarf þeirri þróun hratt og örugglega með vel útfærðum hvötum og samhliða byggja upp traust ferðamanna á að innviðir séu til staðar og hið eina rétta sé að aka um Ísland á eins umhverfisvænan máta og hægt er. Olíunotkun í vegsamgöngum dregst saman Umhverfis- og orkustofnun birtir bráðabirgðagögn um mánaðarlega sölu eldsneytis í helstu notkunarflokkum, sjá hlekk hér að neðan. Í þeim gögnum sést að það stefnir í minni notkun jarðefnaeldsneytis í vegasamgöngum árið 2024 en árið á undan. Það er jákvæð þróun sem var ekki sjálfgefin í ljósi aukinna umsvifa eftir heimsfaraldurinn. Hana má að mestu rekja til fækkunar á bensín og dísilbílum í flota landsmanna. Hlekkur á mánaðargögn: https://orkustofnun.is/orkuskipti/eldsneytisnotkun/eldsneytistolur/vegasamgongur Höfundur er teymisstjóri orkuskipta og orkunýtni hjá Umhverfis- og orkustofnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vistvænir bílar Bílar Bensín og olía Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Sjá meira
Jaa, við skulum skoða það. Um áramótin 2023/2024 voru nokkrar breytingar gerðar á ívilnana- og gjaldakerfi sem snéru að nýskráningu og notkun rafbíla. Ívilnanir færðust úr því að rafbílar voru undanþegnir virðisaukaskatti upp á allt að 1.360 þús. kr. í fastan 900 þús. kr. styrk á hvern rafbíl óháð verði. Rafbílar yfir 10 m.kr. voru og eru þó ekki styrkhæfir. Að auki bættust við 5% vörugjöld á rafbíla og kílómetragjald á sama tíma. Umræða hefur farið af stað um meint áhrif þessara breytinga og hrun í sölu rafbíla. Hvert er markmiðið? Eitt meginmarkmiða með því að styrkja kaup á rafbílum er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda en stjórnvöld hafa sett sér háleit markmið í þeim efnum. Það má þó segja að besta leiðin til að draga úr losun í vegasamgöngum er að fækka eknum kílómetrum knúnum jarðefnaeldsneyti. Ódýrasta leiðin til þess er auðvitað breyttar ferðavenjur eins og hjólreiðar, ganga og almenningssamgöngur þ.e. að fækka hreinlega eknum kílómetrum. Ásamt því þarf að fækka jafnt og þétt ökutækjum sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti. Mikilvægast er að draga úr nýskráningum glænýrra bensín- og dísilbíla sem verða á vegum landsins í 10–20 ár frá nýskráningu. Því mætti telja að eitt helsta verkefnið sé að fækka slíkum ökutækjum frekar en að fjölga rafbílum, þó það sé vissulega samhengi þarna á milli að einhverju leiti. Hverjir kaupa bensín og dísilbíla? Ef við lítum á nýskráningar allra fólksbíla frá árinu 2015 hafa þær verið nokkuð sveiflukenndar. Allt frá 11 þús. ökutækjum í 25 þús. ökutæki á ári. Helst spilar þar inn í umsvif í ferðaþjónustu og stöðu efnahagsmála hverju sinni. Skýrasta þróunin er fækkun á nýskráningum ökutækja sem ganga eingöngu fyrir jarðefnaeldsneyti. Næst er það aukningin í nýskráningum raf- og tengiltvinnbíla á kostnað þeirra fyrrnefndu. Ökutækjaleigur hafa verið stórtækar á þessum markaði til að uppfylla eftirspurn ferðamanna. Ökutækjaleigur kaupa um 30-50% nýskráðra fólksbíla á ári hverju sem er jafnvel einsdæmi í heiminum. Á árinu 2024 keyptu ökutækjaleigur um 45% allra nýskráðra fólksbíla. Sama ár voru 65% af nýskráðum bensín og dísilfólksbílum keyptir af ökutækjaleigum. Huga verður sérstaklega að því að flýta orkuskiptum í þessum geira. Hvaða bílum er að fækka? Ef við reynum þá að svara spurningunni hvort sala á rafbílum hafi hrunið má segja að hún hafi vissulega dregist saman árið 2024 en það gerði líka sala á fólksbílum sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti. Því má segja að eitt helsta verkefnið sem er að takmarka fjölda ökutækja sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti gangi ágætlega. Nýskráningar þeirra voru færri árið 2024 en árið á undan sem var metár í sölu rafbíla. Heimili og fyrirtæki hafa almennt staðið sig vel þegar kemur að rafvæðingunni en betur má ef duga skal. Stór hluti fólksbíla sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti eru nýskráðir af ökutækjaleigum. Snúa þarf þeirri þróun hratt og örugglega með vel útfærðum hvötum og samhliða byggja upp traust ferðamanna á að innviðir séu til staðar og hið eina rétta sé að aka um Ísland á eins umhverfisvænan máta og hægt er. Olíunotkun í vegsamgöngum dregst saman Umhverfis- og orkustofnun birtir bráðabirgðagögn um mánaðarlega sölu eldsneytis í helstu notkunarflokkum, sjá hlekk hér að neðan. Í þeim gögnum sést að það stefnir í minni notkun jarðefnaeldsneytis í vegasamgöngum árið 2024 en árið á undan. Það er jákvæð þróun sem var ekki sjálfgefin í ljósi aukinna umsvifa eftir heimsfaraldurinn. Hana má að mestu rekja til fækkunar á bensín og dísilbílum í flota landsmanna. Hlekkur á mánaðargögn: https://orkustofnun.is/orkuskipti/eldsneytisnotkun/eldsneytistolur/vegasamgongur Höfundur er teymisstjóri orkuskipta og orkunýtni hjá Umhverfis- og orkustofnun.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun