Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar 17. janúar 2025 10:03 Forvitni um gervigreind Sem markþjálfi elska ég að læra, prófa nýja hluti, breyta hegðun, og skora á sjálfa mig og aðra. Þetta er drifkrafturinn minn – löngun til að vaxa og fá meira út úr lífinu. Þegar ég heyrði fyrst um ChatGPT varð ég forvitin: Hvaðan kemur þessi gervigreind og hvernig er best að nýta hana? Þetta er spurning sem líklega margir velta fyrir sér – og ég líka. Eins og með flesta nýjunga tekur það suma lengri tíma að læra, tileinka sér og skilja tæknina, en aðra. Sumir stökkva beint í djúpu laugina, á meðan aðrir taka því rólega. Sjálf er ég enn að læra á möguleika gervigreindarinnar, en forvitnin knýr mig áfram. Hvað er markþjálfun í grunninn? Þegar ég er spurð hvað markþjálfun er, svara ég oftast einfaldlega: „Markþjálfun snýst um sjálfsþekkingu.“ Sem markþjálfi tek ég samtöl sem styðja fólk við að vaxa, skilja styrkleika sína og lífsgildi, og finna stefnu í lífinu. Þetta samtal getur leitt til nýrra sýna og lausna. En spurningin sem ég hef verið að velta fyrir mér er: Getur gervigreind stutt við þessa sjálfsþekkingarvinnu? Gervigreind: Nýr leikmaður í markþjálfunarheiminum? Getur AI verið „markþjálfi“? Gervigreind og markþjálfun eiga margt sameiginlegt. Gervigreindin er þjálfuð – rétt eins og við markþjálfar erum. Við markþjálfar erum þjálfaðir í aðferðarfræðinni og erum stöðugt að læra meira, þannig höldum við okkur í góðu standi með handleiðslu frá öðrum reyndari markþjálfum. Á sama hátt er gervigreindin þjálfuð af okkur mannfólkinu til að hún nýtist okkur mannfólkinu og hana er hægt að þjálfa á marga vegu, þú getur eiginlega klónað þig, hægt er að gera AI Ástu markþjálfa sem ég er einmitt að leika mér við að gera þessa dagana í gegnum fyrirtæki sem bíður upp á slíka þjónustu. Svo hef ég verið hjá henni Bebby AI markþjálfa líka. Tækifærin sem gervigreind býður upp á Gervigreindin getur verið ómetanlegt tól. Hún getur greint gögn, veitt innsýn og jafnvel hjálpað til við sjálfsþekkingu. Við getum ímyndað okkur að AI-tól eins og ChatGPT geti gert ferlið markvissara, til dæmis með því að draga fram persónuleikaþætti sem gætu stutt samtalið okkar en betur sem markþjálfar. Gervigreindin gæti komið með sterkari spurningar en við markþjálfar sem dæmi. Ógnirnar sem þarf að hafa í huga Þrátt fyrir möguleikana koma líka áskoranir. Mun gervigreindin geta veitt þá samkennd og innsýn sem þarf í mannlegum samskiptum? Hvernig tryggjum við að gögn sem gervigreindin safnar séu örugg? Þetta eru stórar siðferðislegar spurningar og er markþjálfasamfélagið út um allan heim að skoða þessi mál. EU er komið með reglugerð sem hægt er að lesa sér til um hér: https://artificialintelligenceact.eu/ svo það er verið að halda utan um þetta sem er mikilvægt að sé gert svo þetta fari ekki úr böndunum. Framtíðarsýn: Gervigreindin og mannlegt innsæi Ég tel að þrátt fyrir alla möguleika gervigreindar verði samkennd og mannlegt innsæi alltaf það sem markþjálfun byggir á. Gervigreind getur þjálfast hratt, en hún hefur ekki sömu dýpt og við höfum í því að skilja tilfinningar og samhengi. Það er líka eitthvað við orðið “gervi” greind sem segir manni um að þetta sé ekki “ekta” sem við manneskjurnar erum eða hvað? Mikið hlakka ég til að deila lærdómnum mínum um gervigreindina og markþjálfun á markþjálfadaginn. Tækifærin eru endalaus í mínum heimi – engar hindranir, bara spennandi áskoranir og tímar framundan! Höfundur er MCC vottaður leiðtoga/stjórnenda markþjálfi og hefur verið sjálfstætt starfandi í 11 ár. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gervigreind Mest lesið Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Sjá meira
Forvitni um gervigreind Sem markþjálfi elska ég að læra, prófa nýja hluti, breyta hegðun, og skora á sjálfa mig og aðra. Þetta er drifkrafturinn minn – löngun til að vaxa og fá meira út úr lífinu. Þegar ég heyrði fyrst um ChatGPT varð ég forvitin: Hvaðan kemur þessi gervigreind og hvernig er best að nýta hana? Þetta er spurning sem líklega margir velta fyrir sér – og ég líka. Eins og með flesta nýjunga tekur það suma lengri tíma að læra, tileinka sér og skilja tæknina, en aðra. Sumir stökkva beint í djúpu laugina, á meðan aðrir taka því rólega. Sjálf er ég enn að læra á möguleika gervigreindarinnar, en forvitnin knýr mig áfram. Hvað er markþjálfun í grunninn? Þegar ég er spurð hvað markþjálfun er, svara ég oftast einfaldlega: „Markþjálfun snýst um sjálfsþekkingu.“ Sem markþjálfi tek ég samtöl sem styðja fólk við að vaxa, skilja styrkleika sína og lífsgildi, og finna stefnu í lífinu. Þetta samtal getur leitt til nýrra sýna og lausna. En spurningin sem ég hef verið að velta fyrir mér er: Getur gervigreind stutt við þessa sjálfsþekkingarvinnu? Gervigreind: Nýr leikmaður í markþjálfunarheiminum? Getur AI verið „markþjálfi“? Gervigreind og markþjálfun eiga margt sameiginlegt. Gervigreindin er þjálfuð – rétt eins og við markþjálfar erum. Við markþjálfar erum þjálfaðir í aðferðarfræðinni og erum stöðugt að læra meira, þannig höldum við okkur í góðu standi með handleiðslu frá öðrum reyndari markþjálfum. Á sama hátt er gervigreindin þjálfuð af okkur mannfólkinu til að hún nýtist okkur mannfólkinu og hana er hægt að þjálfa á marga vegu, þú getur eiginlega klónað þig, hægt er að gera AI Ástu markþjálfa sem ég er einmitt að leika mér við að gera þessa dagana í gegnum fyrirtæki sem bíður upp á slíka þjónustu. Svo hef ég verið hjá henni Bebby AI markþjálfa líka. Tækifærin sem gervigreind býður upp á Gervigreindin getur verið ómetanlegt tól. Hún getur greint gögn, veitt innsýn og jafnvel hjálpað til við sjálfsþekkingu. Við getum ímyndað okkur að AI-tól eins og ChatGPT geti gert ferlið markvissara, til dæmis með því að draga fram persónuleikaþætti sem gætu stutt samtalið okkar en betur sem markþjálfar. Gervigreindin gæti komið með sterkari spurningar en við markþjálfar sem dæmi. Ógnirnar sem þarf að hafa í huga Þrátt fyrir möguleikana koma líka áskoranir. Mun gervigreindin geta veitt þá samkennd og innsýn sem þarf í mannlegum samskiptum? Hvernig tryggjum við að gögn sem gervigreindin safnar séu örugg? Þetta eru stórar siðferðislegar spurningar og er markþjálfasamfélagið út um allan heim að skoða þessi mál. EU er komið með reglugerð sem hægt er að lesa sér til um hér: https://artificialintelligenceact.eu/ svo það er verið að halda utan um þetta sem er mikilvægt að sé gert svo þetta fari ekki úr böndunum. Framtíðarsýn: Gervigreindin og mannlegt innsæi Ég tel að þrátt fyrir alla möguleika gervigreindar verði samkennd og mannlegt innsæi alltaf það sem markþjálfun byggir á. Gervigreind getur þjálfast hratt, en hún hefur ekki sömu dýpt og við höfum í því að skilja tilfinningar og samhengi. Það er líka eitthvað við orðið “gervi” greind sem segir manni um að þetta sé ekki “ekta” sem við manneskjurnar erum eða hvað? Mikið hlakka ég til að deila lærdómnum mínum um gervigreindina og markþjálfun á markþjálfadaginn. Tækifærin eru endalaus í mínum heimi – engar hindranir, bara spennandi áskoranir og tímar framundan! Höfundur er MCC vottaður leiðtoga/stjórnenda markþjálfi og hefur verið sjálfstætt starfandi í 11 ár.
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun