Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar 17. janúar 2025 10:03 Forvitni um gervigreind Sem markþjálfi elska ég að læra, prófa nýja hluti, breyta hegðun, og skora á sjálfa mig og aðra. Þetta er drifkrafturinn minn – löngun til að vaxa og fá meira út úr lífinu. Þegar ég heyrði fyrst um ChatGPT varð ég forvitin: Hvaðan kemur þessi gervigreind og hvernig er best að nýta hana? Þetta er spurning sem líklega margir velta fyrir sér – og ég líka. Eins og með flesta nýjunga tekur það suma lengri tíma að læra, tileinka sér og skilja tæknina, en aðra. Sumir stökkva beint í djúpu laugina, á meðan aðrir taka því rólega. Sjálf er ég enn að læra á möguleika gervigreindarinnar, en forvitnin knýr mig áfram. Hvað er markþjálfun í grunninn? Þegar ég er spurð hvað markþjálfun er, svara ég oftast einfaldlega: „Markþjálfun snýst um sjálfsþekkingu.“ Sem markþjálfi tek ég samtöl sem styðja fólk við að vaxa, skilja styrkleika sína og lífsgildi, og finna stefnu í lífinu. Þetta samtal getur leitt til nýrra sýna og lausna. En spurningin sem ég hef verið að velta fyrir mér er: Getur gervigreind stutt við þessa sjálfsþekkingarvinnu? Gervigreind: Nýr leikmaður í markþjálfunarheiminum? Getur AI verið „markþjálfi“? Gervigreind og markþjálfun eiga margt sameiginlegt. Gervigreindin er þjálfuð – rétt eins og við markþjálfar erum. Við markþjálfar erum þjálfaðir í aðferðarfræðinni og erum stöðugt að læra meira, þannig höldum við okkur í góðu standi með handleiðslu frá öðrum reyndari markþjálfum. Á sama hátt er gervigreindin þjálfuð af okkur mannfólkinu til að hún nýtist okkur mannfólkinu og hana er hægt að þjálfa á marga vegu, þú getur eiginlega klónað þig, hægt er að gera AI Ástu markþjálfa sem ég er einmitt að leika mér við að gera þessa dagana í gegnum fyrirtæki sem bíður upp á slíka þjónustu. Svo hef ég verið hjá henni Bebby AI markþjálfa líka. Tækifærin sem gervigreind býður upp á Gervigreindin getur verið ómetanlegt tól. Hún getur greint gögn, veitt innsýn og jafnvel hjálpað til við sjálfsþekkingu. Við getum ímyndað okkur að AI-tól eins og ChatGPT geti gert ferlið markvissara, til dæmis með því að draga fram persónuleikaþætti sem gætu stutt samtalið okkar en betur sem markþjálfar. Gervigreindin gæti komið með sterkari spurningar en við markþjálfar sem dæmi. Ógnirnar sem þarf að hafa í huga Þrátt fyrir möguleikana koma líka áskoranir. Mun gervigreindin geta veitt þá samkennd og innsýn sem þarf í mannlegum samskiptum? Hvernig tryggjum við að gögn sem gervigreindin safnar séu örugg? Þetta eru stórar siðferðislegar spurningar og er markþjálfasamfélagið út um allan heim að skoða þessi mál. EU er komið með reglugerð sem hægt er að lesa sér til um hér: https://artificialintelligenceact.eu/ svo það er verið að halda utan um þetta sem er mikilvægt að sé gert svo þetta fari ekki úr böndunum. Framtíðarsýn: Gervigreindin og mannlegt innsæi Ég tel að þrátt fyrir alla möguleika gervigreindar verði samkennd og mannlegt innsæi alltaf það sem markþjálfun byggir á. Gervigreind getur þjálfast hratt, en hún hefur ekki sömu dýpt og við höfum í því að skilja tilfinningar og samhengi. Það er líka eitthvað við orðið “gervi” greind sem segir manni um að þetta sé ekki “ekta” sem við manneskjurnar erum eða hvað? Mikið hlakka ég til að deila lærdómnum mínum um gervigreindina og markþjálfun á markþjálfadaginn. Tækifærin eru endalaus í mínum heimi – engar hindranir, bara spennandi áskoranir og tímar framundan! Höfundur er MCC vottaður leiðtoga/stjórnenda markþjálfi og hefur verið sjálfstætt starfandi í 11 ár. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gervigreind Mest lesið Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Halldór 4.10.2025 Halldór 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Að búa til aðalsmenn Kolbrún Baldursdóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Forvitni um gervigreind Sem markþjálfi elska ég að læra, prófa nýja hluti, breyta hegðun, og skora á sjálfa mig og aðra. Þetta er drifkrafturinn minn – löngun til að vaxa og fá meira út úr lífinu. Þegar ég heyrði fyrst um ChatGPT varð ég forvitin: Hvaðan kemur þessi gervigreind og hvernig er best að nýta hana? Þetta er spurning sem líklega margir velta fyrir sér – og ég líka. Eins og með flesta nýjunga tekur það suma lengri tíma að læra, tileinka sér og skilja tæknina, en aðra. Sumir stökkva beint í djúpu laugina, á meðan aðrir taka því rólega. Sjálf er ég enn að læra á möguleika gervigreindarinnar, en forvitnin knýr mig áfram. Hvað er markþjálfun í grunninn? Þegar ég er spurð hvað markþjálfun er, svara ég oftast einfaldlega: „Markþjálfun snýst um sjálfsþekkingu.“ Sem markþjálfi tek ég samtöl sem styðja fólk við að vaxa, skilja styrkleika sína og lífsgildi, og finna stefnu í lífinu. Þetta samtal getur leitt til nýrra sýna og lausna. En spurningin sem ég hef verið að velta fyrir mér er: Getur gervigreind stutt við þessa sjálfsþekkingarvinnu? Gervigreind: Nýr leikmaður í markþjálfunarheiminum? Getur AI verið „markþjálfi“? Gervigreind og markþjálfun eiga margt sameiginlegt. Gervigreindin er þjálfuð – rétt eins og við markþjálfar erum. Við markþjálfar erum þjálfaðir í aðferðarfræðinni og erum stöðugt að læra meira, þannig höldum við okkur í góðu standi með handleiðslu frá öðrum reyndari markþjálfum. Á sama hátt er gervigreindin þjálfuð af okkur mannfólkinu til að hún nýtist okkur mannfólkinu og hana er hægt að þjálfa á marga vegu, þú getur eiginlega klónað þig, hægt er að gera AI Ástu markþjálfa sem ég er einmitt að leika mér við að gera þessa dagana í gegnum fyrirtæki sem bíður upp á slíka þjónustu. Svo hef ég verið hjá henni Bebby AI markþjálfa líka. Tækifærin sem gervigreind býður upp á Gervigreindin getur verið ómetanlegt tól. Hún getur greint gögn, veitt innsýn og jafnvel hjálpað til við sjálfsþekkingu. Við getum ímyndað okkur að AI-tól eins og ChatGPT geti gert ferlið markvissara, til dæmis með því að draga fram persónuleikaþætti sem gætu stutt samtalið okkar en betur sem markþjálfar. Gervigreindin gæti komið með sterkari spurningar en við markþjálfar sem dæmi. Ógnirnar sem þarf að hafa í huga Þrátt fyrir möguleikana koma líka áskoranir. Mun gervigreindin geta veitt þá samkennd og innsýn sem þarf í mannlegum samskiptum? Hvernig tryggjum við að gögn sem gervigreindin safnar séu örugg? Þetta eru stórar siðferðislegar spurningar og er markþjálfasamfélagið út um allan heim að skoða þessi mál. EU er komið með reglugerð sem hægt er að lesa sér til um hér: https://artificialintelligenceact.eu/ svo það er verið að halda utan um þetta sem er mikilvægt að sé gert svo þetta fari ekki úr böndunum. Framtíðarsýn: Gervigreindin og mannlegt innsæi Ég tel að þrátt fyrir alla möguleika gervigreindar verði samkennd og mannlegt innsæi alltaf það sem markþjálfun byggir á. Gervigreind getur þjálfast hratt, en hún hefur ekki sömu dýpt og við höfum í því að skilja tilfinningar og samhengi. Það er líka eitthvað við orðið “gervi” greind sem segir manni um að þetta sé ekki “ekta” sem við manneskjurnar erum eða hvað? Mikið hlakka ég til að deila lærdómnum mínum um gervigreindina og markþjálfun á markþjálfadaginn. Tækifærin eru endalaus í mínum heimi – engar hindranir, bara spennandi áskoranir og tímar framundan! Höfundur er MCC vottaður leiðtoga/stjórnenda markþjálfi og hefur verið sjálfstætt starfandi í 11 ár.
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun