Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar 24. janúar 2025 09:01 Íþróttahreyfingin á sér djúpar rætur í íslensku samfélagi og gegnir mikilvægu hlutverki í lífi fólks á öllum aldri. Hún er samofin skólastarfi og almennri tómstundaiðkun og spannar fjölbreytt svið, hvort sem markmiðið er keppni, félagslegt samneyti eða afþreying. Íþróttir veita börnum, ungmennum og fullorðnum vettvang til að efla líkamlega og andlega vellíðan, styrkja félagsleg tengsl og skapa sameiginlegar minningar. Rekstur íþróttahreyfingarinnar: Almannaheill og sjálfboðastarf Íþróttahreyfingin á Íslandi er almennt rekin án þess að hagnaðarsjónarmið séu höfð að leiðarljósi. Flest íþróttafélög landsins uppfylla skilyrði til að flokkast sem félög til almannaheilla, þar sem áherslan er á samfélagslegt framlag frekar en fjárhagslegan ávinning. Rekstur félaganna byggir að stórum hluta á eljusemi sjálfboðaliða og stuðningi bakhjarla, enda er fjárhagsleg sjálfbærni íþróttafélaga undantekning fremur en regla. Sjálfboðaliðar gegna lykilhlutverki í þessu samhengi. Þeir sinna fjölbreyttum verkefnum, allt frá sölu á fjáröflunarvörum til stjórnarstarfa í félögunum. Slík störf eru í flestum tilvikum unnin án endurgjalds, sem undirstrikar mikilvægi sjálfboðastarfsins fyrir starfsemi íþróttafélaga og hreyfingarinnar í heild sinni. Ábyrgð og áskoranir í skattamálum Skattalegt regluverk í tengslum við íþróttafélög hefur verið til umfjöllunar á síðustu mánuðum. Í leiðbeiningum Skattsins sem upphaflega voru birtar árið 2004 en uppfærðar í febrúar 2024 er áréttað að forsvarsmenn íþróttafélaga beri ábyrgð á staðgreiðslu skatta og tryggingagjalds. Ef brotið er gegn þessum skyldum, geta íþróttafélög og forsvarsmenn þeirra sætt refsiábyrgð. Í leiðbeiningunum er lögð áhersla á að íþróttamenn og þjálfarar, sem fá greiðslur frá íþróttafélögum, séu skilgreindir sem launþegar fremur en verktakar. Þetta atriði hefur vakið talsverða athygli innan íþróttahreyfingarinnar, enda hefur verið staðfest misbrestur á skilum staðgreiðslu og tryggingagjalda í nokkrum félögum. Í kjölfarið hefur ríkisskattstjóri tilkynnt um fyrirætlanir sínar að fylgjast reglubundið með þessum málum á næstu árum. Fræðilega séð eru skilin milli launþegasambands og verktakasambands skýr og sjónarmið Skattsins í þessum efnum almennt óumdeild. Raunveruleikin er þó marbreytilegur og ekki ljóst að almenningur átti sig á þessum eðlismun. Þó blasir við að leiðrétting á þessum misbresti mun kalla á aukinn fjárstuðning hins opinbera eða skattalegar ívilnanir til íþróttahreyfingarinnar, þar sem umtalsverður kostnaðarauki mun lenda á íþróttafélögunum við breytingarnar. Eitt af umdeildustu atriðum í erindi Skattsins er möguleg refsiábyrgð þeirra sjálfboðaliða sem sitja í stjórnum íþróttafélaga, komi til brota á skattalögum. Gildandi skattalöggjöf kveður á um að sjálfboðaliði sem hefur engan fjárhagslegan ávinning af starfi sínu, geti borið refsiábyrgð sé misbrestur við framkvæmd upplýsinga- og greiðsluskyldu til skattyfirvalda. Þó er hægt að fagna því að Skatturinn leggi áherslu á skýra framkvæmd, en ábendingin um refsiábyrgð gæti að sama skapi talist ónærgætin, í ljósi þess mikilvæga hlutverks sem sjálfboðaliðar gegna í rekstri íþróttafélaga. Ábendingin hefur valdið óróleika innan íþróttahreyfingarinnar. Sambönd innan hreyfingarinnar hafa haldið fundi til að ræða áhrif og afleiðingar þess að sjálfboðaliðar gætu sætt refsingu fyrir misbresti íþróttafélaga á skattskilum. Þetta vekur áleitnar spurningar um framtíðina: Hver mun vilja taka að sér endurgjaldslaust stjórnunarhlutverk í íþróttafélögum, ef refsiábyrgð er veruleiki? Framtíð íþróttahreyfingarinnar í ljósi aukins eftirlits Íþróttahreyfingin stendur á tímamótum þar sem aukið eftirlit og skýrari reglur um skattamál kalla á breytingar í starfseminni. Þótt mikilvægi skýrs og sanngjarns regluverks sé óumdeilt, er nauðsynlegt að tryggja að þær skyldur sem yfirvöld leggja á herðar forsvarsmanna skerði ekki hvata til þátttöku sjálfboðaliða, sem eru burðarás hreyfingarinnar. Jafnframt má velta því upp hvort áherslan eigi frekar að vera á að skapa hvata og stuðning fyrir íþróttastarfsemi, frekar en að leggja áherslu á refsiaðgerðir. Fyrirmyndir má sækja til ýmissa ríkja innan Evrópusambandsins, þar sem skattalegir hvatar og beinn fjárhagslegur stuðningur styðja við íþróttahreyfingar. Slíkar aðgerðir gætu einnig eflt íþróttastarf á Íslandi og létt af fjárhagslegri byrði íþróttafélaga, sem nú standa frammi fyrir miklum áskorunum. Ef áherslan verður of þung á eftirlit, refsiábyrgð og lagalegar skyldur, gæti það grafið undan grundvelli hreyfingarinnar og skapað óvissu um framtíð hennar. Íþróttahreyfingin, sem hefur verið ein af grunnstoðum íslensks samfélags, þarf stuðning og hvata fremur en hindranir, svo hún geti áfram þrifist og blómstrað til hagsbóta fyrir alla þjóðina. Á Skattafróðleik KPMG, sem fram fer 30. janúar næstkomandi, verður ítarlega fjallað um skattaleg mál sem tengjast íþróttahreyfingunni. Á viðburðinum verður meðal annars varpað ljósi á skattaleg málefni sem hafa áhrif á rekstur íþróttafélaga, þar á meðal skilgreiningu launþega og verktaka, framtal auglýsingatekna og mögulegar afleiðingar skattalegra brota. Skattafróðleikur KPMG mun því veita forsvarsmönnum íþróttafélaga og öðrum hagsmunaaðilum tækifæri til að dýpka skilning sinn á þessu mikilvæga málefni. Höfundur er lögmaður og eigandi hjá KPMG Law. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skattar og tollar Félagasamtök Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Íþróttahreyfingin á sér djúpar rætur í íslensku samfélagi og gegnir mikilvægu hlutverki í lífi fólks á öllum aldri. Hún er samofin skólastarfi og almennri tómstundaiðkun og spannar fjölbreytt svið, hvort sem markmiðið er keppni, félagslegt samneyti eða afþreying. Íþróttir veita börnum, ungmennum og fullorðnum vettvang til að efla líkamlega og andlega vellíðan, styrkja félagsleg tengsl og skapa sameiginlegar minningar. Rekstur íþróttahreyfingarinnar: Almannaheill og sjálfboðastarf Íþróttahreyfingin á Íslandi er almennt rekin án þess að hagnaðarsjónarmið séu höfð að leiðarljósi. Flest íþróttafélög landsins uppfylla skilyrði til að flokkast sem félög til almannaheilla, þar sem áherslan er á samfélagslegt framlag frekar en fjárhagslegan ávinning. Rekstur félaganna byggir að stórum hluta á eljusemi sjálfboðaliða og stuðningi bakhjarla, enda er fjárhagsleg sjálfbærni íþróttafélaga undantekning fremur en regla. Sjálfboðaliðar gegna lykilhlutverki í þessu samhengi. Þeir sinna fjölbreyttum verkefnum, allt frá sölu á fjáröflunarvörum til stjórnarstarfa í félögunum. Slík störf eru í flestum tilvikum unnin án endurgjalds, sem undirstrikar mikilvægi sjálfboðastarfsins fyrir starfsemi íþróttafélaga og hreyfingarinnar í heild sinni. Ábyrgð og áskoranir í skattamálum Skattalegt regluverk í tengslum við íþróttafélög hefur verið til umfjöllunar á síðustu mánuðum. Í leiðbeiningum Skattsins sem upphaflega voru birtar árið 2004 en uppfærðar í febrúar 2024 er áréttað að forsvarsmenn íþróttafélaga beri ábyrgð á staðgreiðslu skatta og tryggingagjalds. Ef brotið er gegn þessum skyldum, geta íþróttafélög og forsvarsmenn þeirra sætt refsiábyrgð. Í leiðbeiningunum er lögð áhersla á að íþróttamenn og þjálfarar, sem fá greiðslur frá íþróttafélögum, séu skilgreindir sem launþegar fremur en verktakar. Þetta atriði hefur vakið talsverða athygli innan íþróttahreyfingarinnar, enda hefur verið staðfest misbrestur á skilum staðgreiðslu og tryggingagjalda í nokkrum félögum. Í kjölfarið hefur ríkisskattstjóri tilkynnt um fyrirætlanir sínar að fylgjast reglubundið með þessum málum á næstu árum. Fræðilega séð eru skilin milli launþegasambands og verktakasambands skýr og sjónarmið Skattsins í þessum efnum almennt óumdeild. Raunveruleikin er þó marbreytilegur og ekki ljóst að almenningur átti sig á þessum eðlismun. Þó blasir við að leiðrétting á þessum misbresti mun kalla á aukinn fjárstuðning hins opinbera eða skattalegar ívilnanir til íþróttahreyfingarinnar, þar sem umtalsverður kostnaðarauki mun lenda á íþróttafélögunum við breytingarnar. Eitt af umdeildustu atriðum í erindi Skattsins er möguleg refsiábyrgð þeirra sjálfboðaliða sem sitja í stjórnum íþróttafélaga, komi til brota á skattalögum. Gildandi skattalöggjöf kveður á um að sjálfboðaliði sem hefur engan fjárhagslegan ávinning af starfi sínu, geti borið refsiábyrgð sé misbrestur við framkvæmd upplýsinga- og greiðsluskyldu til skattyfirvalda. Þó er hægt að fagna því að Skatturinn leggi áherslu á skýra framkvæmd, en ábendingin um refsiábyrgð gæti að sama skapi talist ónærgætin, í ljósi þess mikilvæga hlutverks sem sjálfboðaliðar gegna í rekstri íþróttafélaga. Ábendingin hefur valdið óróleika innan íþróttahreyfingarinnar. Sambönd innan hreyfingarinnar hafa haldið fundi til að ræða áhrif og afleiðingar þess að sjálfboðaliðar gætu sætt refsingu fyrir misbresti íþróttafélaga á skattskilum. Þetta vekur áleitnar spurningar um framtíðina: Hver mun vilja taka að sér endurgjaldslaust stjórnunarhlutverk í íþróttafélögum, ef refsiábyrgð er veruleiki? Framtíð íþróttahreyfingarinnar í ljósi aukins eftirlits Íþróttahreyfingin stendur á tímamótum þar sem aukið eftirlit og skýrari reglur um skattamál kalla á breytingar í starfseminni. Þótt mikilvægi skýrs og sanngjarns regluverks sé óumdeilt, er nauðsynlegt að tryggja að þær skyldur sem yfirvöld leggja á herðar forsvarsmanna skerði ekki hvata til þátttöku sjálfboðaliða, sem eru burðarás hreyfingarinnar. Jafnframt má velta því upp hvort áherslan eigi frekar að vera á að skapa hvata og stuðning fyrir íþróttastarfsemi, frekar en að leggja áherslu á refsiaðgerðir. Fyrirmyndir má sækja til ýmissa ríkja innan Evrópusambandsins, þar sem skattalegir hvatar og beinn fjárhagslegur stuðningur styðja við íþróttahreyfingar. Slíkar aðgerðir gætu einnig eflt íþróttastarf á Íslandi og létt af fjárhagslegri byrði íþróttafélaga, sem nú standa frammi fyrir miklum áskorunum. Ef áherslan verður of þung á eftirlit, refsiábyrgð og lagalegar skyldur, gæti það grafið undan grundvelli hreyfingarinnar og skapað óvissu um framtíð hennar. Íþróttahreyfingin, sem hefur verið ein af grunnstoðum íslensks samfélags, þarf stuðning og hvata fremur en hindranir, svo hún geti áfram þrifist og blómstrað til hagsbóta fyrir alla þjóðina. Á Skattafróðleik KPMG, sem fram fer 30. janúar næstkomandi, verður ítarlega fjallað um skattaleg mál sem tengjast íþróttahreyfingunni. Á viðburðinum verður meðal annars varpað ljósi á skattaleg málefni sem hafa áhrif á rekstur íþróttafélaga, þar á meðal skilgreiningu launþega og verktaka, framtal auglýsingatekna og mögulegar afleiðingar skattalegra brota. Skattafróðleikur KPMG mun því veita forsvarsmönnum íþróttafélaga og öðrum hagsmunaaðilum tækifæri til að dýpka skilning sinn á þessu mikilvæga málefni. Höfundur er lögmaður og eigandi hjá KPMG Law.
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar