Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar 27. janúar 2025 08:46 Það er magnað að fylgjast með því hvernig Samtök Fyrirtækja í Sjávarútvegi (SFS) keppist við það að verja þann slæma málstað sem sjókvíaeldi er. Nú síðast var það lögmaður SFS sem tók upp hanskann fyrir Kaldvík hf, sem er að reyna að troða 10.000 tonnum af sjókvíaeldislaxi ofan í Seyðisfjörð, þvert á vilja íbúa. Í grein á Vísi, sem birtist þann 23. janúar var farið um víðan völl og talað um að Sigmundur Ernir Rúnarsson þingmaður sem skrifaði um málið, skildi það ekki, væri að misskilja og fara með rangt mál. Magnús Guðmundsson frá VÁ-félag um vernd fjarðar svaraði þeirri grein daginn eftir og komu þar fram margir góðir punktar. Hér verður bætt við nokkrum punktum. Lögmaður SFS talar um að fyrir fimm árum var lögum um fiskeldi breytt í þá veru að eftir setningu þeirra skyldi bjóða út ný svæði og ónýttar heimildir til laxeldis á opnum markaði. Hann gleymir hins vegar að minnast á að starfsmaður atvinnu- og nýsköpunarráðuneytis frestaði á dularfullan hátt gildistöku laga árið 2019. Þessi frestun gerði það að verkum að sjókvíaeldisfyrirtæki gátu klárað það sem þurfti að klára í tæka tíð og umsóknir þeirra um leyfi fengu meðferð samkvæmt gömlu lögunum. Semsagt...ekkert útboð, íslenskar auðlindir gefnar á silfurfati og áætlað að þetta hafi sparað fyrirtækjunum u.þ.b. 85 milljarða króna. Vegleg gjöf það frá íslensku þjóðinni til sjókvíaeldisfyrirtækja. Það er í besta falli óvirðing við íslenskan lax og náttúru að gera lítið úr þeirri hættu sem fylgir erfðablöndun. Í Noregi eru nú um 70% laxastofna erfðablandaðir og endurheimtur á laxi í fyrra voru svo lélegar að 33 af þekktustu ám Noregs var lokað. Villti laxinn þar er kominn á válista. Vísindasamfélagið þar í landi var sammála um að sjókvíaeldi og loftslagsbreytingar væru sökudólgarnir. Í Hrútafjarðará mælist 11% erfðablöndun. Það er mjög alvarlegt mál, þar sem að þetta átti aldrei að geta gerst. Áhættumat erfðablöndunar gerir ráð fyrir að ágengni (hlutfall eldislaxa í á) fari ekki yfir 4%. Það sem kom ekki fram í grein SFS var að þessi sýni sem verið var að rannsaka eru síðan 2021. Síðan þá hafa sleppingar úr sjókvíaeldi verið mikið vandamál. Meira en 80.000 laxar sluppu úr kví Arnarlax árið 2021, og svo var það auðvitað slepping Arctic Fish 2023 þar sem að strokulaxar fundust í ám í allt að 450 km fjarlægð og enginn veit enn hversu mikið tjón og erfðablöndun hlaust að því. Erfðablöndun milli eldis- og villtra laxa dregur úr hæfni komandi kynslóða laxa að lifa af í náttúrunni. Það er nákvæmlega þannig sem maður ýtir dýrategund í átt að útrýmingu. Skólp eða lífrænn úrgangur....SFS talar eins og það sé hreinlega gott fyrir vistkerfi að hafa milljónir laxa í kvíum á afmörkuðu svæði og láta allan skít og afgangs fóður sökkva til botns þar. Vissulega er þetta úrgangur úr fiski, en þetta eru milljónir fiska, þar sem það eiga ekki að vera milljónir fiska og því er þetta gríðarlegt álag á vistkerfið. Skítur er skítur. Hér fyrir neðan má sjá mynd sem tekin er undir kvíastæði í Dýrafirði. Það er merkilegt að sjá SFS gera lítið úr notkun lúsaeiturs. Sérfræðingar Matvælastofnunar sögðu árið 2017 að lús yrði aldrei vandamál í íslensku sjókvíaeldi vegna þess að sjórinn hér væri of kaldur. Annað hefur komið á daginn, og síðan þá hefur verið eitrað fyrir lús 62 sinnum á Vestfjörðum. Það er ekkert sem segir að raunin verði ekki sú sama fyrir austan. Þar sem er lax, þar er lús. Þetta er ekki spurning um hvort, heldur hvenær. Í grein SFS er gert lítið úr áhyggjum af siglingaöryggi. Ég vísa því hér í umsögn á heimasíðu VÁ! – Félag um vernd fjarðar. Þar kemur fram að siglingaráhættumat gefur ekkert varúðarsvæði fyrir skip í neyð. Ef að fylla á þröngan fjörð af sjókvíum, þá er eðilegt að fólki sé umhugað um siglingaöryggi. Í áðurnefndri umsögn kemur fram að Kaldvík hefur ekki upplýst Farice um akkerisfestingar sjókvíaeldisstöðva sem og umferð þjónustuskipa og annara farartækja. Farice-1 strengurinn varðar þjóðaröryggi Íslands og Færeyja. Farice fór einnig fram á að MAST afgreiði ekki umsókn um rekstrarleyfi fyrr en breytingar á fjarskiptalögum hafa tekið gildi. Þrátt fyrir þetta ætlar MAST að gefa út leyfi. SFS segir eins og oft áður, þetta verður allt í góðu....Er furða að fólki finnist þetta óeðlilegt? SFS undrar sig loks á því að fólk velti því fyrir sér hvort um einhverja spillingu sé að ræða. Það má hver mynda sér sína skoðun, en ferill þessa iðnaðar er sá að forseti Alþingis var ráðinn sem þeirra hagsmunavörður, áberandi fólk úr sveitarstjórnarpólitík ráðið sem forstjórar og stjórnendur og svo loks það, að þrátt fyrir að 75% íbúa á Seyðisfirði sé alfarið á móti því að fá sjókvíaeldi í fjörðinn sinn, þá á samt að troða því ofan í kokið á þeim. Opinberar stofnanir virðast vera eins og færibönd fyrir iðnaðinn og gefa út tillögu að leyfi þrátt fyrir andstöðu heimamanna. Það er ef til vill ekkert skrítið að fólk velti því fyrir sér hvort það sé ekki allt með felldu? Það er merkilegt að sjá hvað SFS er tilbúið að taka upp hanskann fyrir þennan iðnað, sérstaklega þegar verið er að svívirða íbúalýðræði. Reynt er að afvegaleiða umræðuna og fegra málið. Kaldvík ætlar sér að fá þetta leyfi alveg sama hvað heimamenn og aðrir hafa um það að segja. Það þarf að stöðva þessa leyfisveitingu og leyfa náttúrunni og fólkinu á Seyðisfirði að ráða för. Höfundur er framkvæmdastjóri Verndarsjóðs Villtra Laxastofna (NASF) og stuðningsmaður íbúalýðræðis og Seyðisfjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elvar Örn Friðriksson Sjókvíaeldi Fiskeldi Mest lesið Halldór 4.10.2025 Halldór Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Það er magnað að fylgjast með því hvernig Samtök Fyrirtækja í Sjávarútvegi (SFS) keppist við það að verja þann slæma málstað sem sjókvíaeldi er. Nú síðast var það lögmaður SFS sem tók upp hanskann fyrir Kaldvík hf, sem er að reyna að troða 10.000 tonnum af sjókvíaeldislaxi ofan í Seyðisfjörð, þvert á vilja íbúa. Í grein á Vísi, sem birtist þann 23. janúar var farið um víðan völl og talað um að Sigmundur Ernir Rúnarsson þingmaður sem skrifaði um málið, skildi það ekki, væri að misskilja og fara með rangt mál. Magnús Guðmundsson frá VÁ-félag um vernd fjarðar svaraði þeirri grein daginn eftir og komu þar fram margir góðir punktar. Hér verður bætt við nokkrum punktum. Lögmaður SFS talar um að fyrir fimm árum var lögum um fiskeldi breytt í þá veru að eftir setningu þeirra skyldi bjóða út ný svæði og ónýttar heimildir til laxeldis á opnum markaði. Hann gleymir hins vegar að minnast á að starfsmaður atvinnu- og nýsköpunarráðuneytis frestaði á dularfullan hátt gildistöku laga árið 2019. Þessi frestun gerði það að verkum að sjókvíaeldisfyrirtæki gátu klárað það sem þurfti að klára í tæka tíð og umsóknir þeirra um leyfi fengu meðferð samkvæmt gömlu lögunum. Semsagt...ekkert útboð, íslenskar auðlindir gefnar á silfurfati og áætlað að þetta hafi sparað fyrirtækjunum u.þ.b. 85 milljarða króna. Vegleg gjöf það frá íslensku þjóðinni til sjókvíaeldisfyrirtækja. Það er í besta falli óvirðing við íslenskan lax og náttúru að gera lítið úr þeirri hættu sem fylgir erfðablöndun. Í Noregi eru nú um 70% laxastofna erfðablandaðir og endurheimtur á laxi í fyrra voru svo lélegar að 33 af þekktustu ám Noregs var lokað. Villti laxinn þar er kominn á válista. Vísindasamfélagið þar í landi var sammála um að sjókvíaeldi og loftslagsbreytingar væru sökudólgarnir. Í Hrútafjarðará mælist 11% erfðablöndun. Það er mjög alvarlegt mál, þar sem að þetta átti aldrei að geta gerst. Áhættumat erfðablöndunar gerir ráð fyrir að ágengni (hlutfall eldislaxa í á) fari ekki yfir 4%. Það sem kom ekki fram í grein SFS var að þessi sýni sem verið var að rannsaka eru síðan 2021. Síðan þá hafa sleppingar úr sjókvíaeldi verið mikið vandamál. Meira en 80.000 laxar sluppu úr kví Arnarlax árið 2021, og svo var það auðvitað slepping Arctic Fish 2023 þar sem að strokulaxar fundust í ám í allt að 450 km fjarlægð og enginn veit enn hversu mikið tjón og erfðablöndun hlaust að því. Erfðablöndun milli eldis- og villtra laxa dregur úr hæfni komandi kynslóða laxa að lifa af í náttúrunni. Það er nákvæmlega þannig sem maður ýtir dýrategund í átt að útrýmingu. Skólp eða lífrænn úrgangur....SFS talar eins og það sé hreinlega gott fyrir vistkerfi að hafa milljónir laxa í kvíum á afmörkuðu svæði og láta allan skít og afgangs fóður sökkva til botns þar. Vissulega er þetta úrgangur úr fiski, en þetta eru milljónir fiska, þar sem það eiga ekki að vera milljónir fiska og því er þetta gríðarlegt álag á vistkerfið. Skítur er skítur. Hér fyrir neðan má sjá mynd sem tekin er undir kvíastæði í Dýrafirði. Það er merkilegt að sjá SFS gera lítið úr notkun lúsaeiturs. Sérfræðingar Matvælastofnunar sögðu árið 2017 að lús yrði aldrei vandamál í íslensku sjókvíaeldi vegna þess að sjórinn hér væri of kaldur. Annað hefur komið á daginn, og síðan þá hefur verið eitrað fyrir lús 62 sinnum á Vestfjörðum. Það er ekkert sem segir að raunin verði ekki sú sama fyrir austan. Þar sem er lax, þar er lús. Þetta er ekki spurning um hvort, heldur hvenær. Í grein SFS er gert lítið úr áhyggjum af siglingaöryggi. Ég vísa því hér í umsögn á heimasíðu VÁ! – Félag um vernd fjarðar. Þar kemur fram að siglingaráhættumat gefur ekkert varúðarsvæði fyrir skip í neyð. Ef að fylla á þröngan fjörð af sjókvíum, þá er eðilegt að fólki sé umhugað um siglingaöryggi. Í áðurnefndri umsögn kemur fram að Kaldvík hefur ekki upplýst Farice um akkerisfestingar sjókvíaeldisstöðva sem og umferð þjónustuskipa og annara farartækja. Farice-1 strengurinn varðar þjóðaröryggi Íslands og Færeyja. Farice fór einnig fram á að MAST afgreiði ekki umsókn um rekstrarleyfi fyrr en breytingar á fjarskiptalögum hafa tekið gildi. Þrátt fyrir þetta ætlar MAST að gefa út leyfi. SFS segir eins og oft áður, þetta verður allt í góðu....Er furða að fólki finnist þetta óeðlilegt? SFS undrar sig loks á því að fólk velti því fyrir sér hvort um einhverja spillingu sé að ræða. Það má hver mynda sér sína skoðun, en ferill þessa iðnaðar er sá að forseti Alþingis var ráðinn sem þeirra hagsmunavörður, áberandi fólk úr sveitarstjórnarpólitík ráðið sem forstjórar og stjórnendur og svo loks það, að þrátt fyrir að 75% íbúa á Seyðisfirði sé alfarið á móti því að fá sjókvíaeldi í fjörðinn sinn, þá á samt að troða því ofan í kokið á þeim. Opinberar stofnanir virðast vera eins og færibönd fyrir iðnaðinn og gefa út tillögu að leyfi þrátt fyrir andstöðu heimamanna. Það er ef til vill ekkert skrítið að fólk velti því fyrir sér hvort það sé ekki allt með felldu? Það er merkilegt að sjá hvað SFS er tilbúið að taka upp hanskann fyrir þennan iðnað, sérstaklega þegar verið er að svívirða íbúalýðræði. Reynt er að afvegaleiða umræðuna og fegra málið. Kaldvík ætlar sér að fá þetta leyfi alveg sama hvað heimamenn og aðrir hafa um það að segja. Það þarf að stöðva þessa leyfisveitingu og leyfa náttúrunni og fólkinu á Seyðisfirði að ráða för. Höfundur er framkvæmdastjóri Verndarsjóðs Villtra Laxastofna (NASF) og stuðningsmaður íbúalýðræðis og Seyðisfjarðar.
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun