Óheftar strandveiðar Arthur Bogason skrifar 27. janúar 2025 20:00 Ég er orðinn nokkuð gamall í hettunni í slagnum fyrir smábátaflotann og því ýmsu vanur úr ranni LÍÚ (SFS). Dellan úr þeirri átt náði þó nýjum hæðum með pistli framkvæmdastjóra samtakanna hinn 22. janúar sl í Viðskiptablaðinu undir fyrirsögninni: „Dýr verður sælan öll“. „Sælan öll“ er ekki útskýrð frekar. Ég ætla ekki að elta ólar við allt sem stendur í pistlinum - tek út eina setningu - sem er reyndar tvítekin: „Óheftar strandveiðar“. Framkvæmdastjórinn telur að ríkisstjórnin boði „óheftar strandveiðar“. Ég tel mig hafa sæmilegan málskilning. Orðið “óheft” þýðir í mínum huga eitthvað sem er án hvers kyns takmarkana. Ef ég skil hlutina rétt þá er það sem um ræðir af hendi ríkisstjórnarinnar eftirfarandi: Strandveiðimenn fái að róa 48 daga á ári, 12 daga í mánuði, mai, júní, júlí og ágúst. Sá böggull (ásamt fleirum) fylgir skammrifi að þeir verða að vera komnir til hafnar ekki mínútu síðar en 14 klst eftir að hafa lagt úr höfn (að viðurlagðri áminningu, sekt eða refsingu). . Í þessu ákvæði fellst sú staðreynd að - segjum sem svo - að einhverjir nái að róa 48 sinnum á tímabilinu (heyrir til algerra undantekninga allt frá árinu 2009 - upphafsári strandveiðikerfisins), þá höfðu þeir í raun nýtt 28 sólarhringa, eða uþb 7 % sólarhringa ársins. Á árabilinu 2018 - 2024 var meðaltal róðra strandveiðibáta innan við 25 á ári. Ástæðurnar eru fyrst og fremst frátafir vegna veðurs, vélabillana, veikinda og annara óviðráðanlegra og ófyrirsjáanlegra orsaka. Við þetta má bæta að strandveiðimenn mega eingöngu nota handfæri (vissulega tölvustýrðar vindur) og aðeins róa fyrstu fjóra virku daga hverrar viku. Sem þýðir að ef veður hamla veiðum verður bara að hafa það - tapaðir dagar færast ekki yfir á nýtt tímabil. Fleira kemur til. Þá daga sem þeir komast til veiða mega þeir að hámarki landa 774 kg af óslægðum þorski og hafa að hámarki 4 handfæravindur á borðstoknum. Hér eru ekki allar þær girðingar taldar (þótt ótrúlegt sé) sem löggjafinn hefur reist þeim sem kjósa að reyna fyrir sér í strandveiðum / handfæraveiðum. Af framansögðu leikur mér forvitni á að spyrja framkvæmdastjóra LÍÚ (SFS) hvort hún væri til í að skipta á kjörum strandveiðimanna og - t.d. - togaraflotans? Myndu þau bítti þýða „óheftar togveiðar“ við Ísland? Höfundur er formaður Landssambands smábátaeigenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fiskeldi Sjávarútvegur Strandveiðar Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Ég er orðinn nokkuð gamall í hettunni í slagnum fyrir smábátaflotann og því ýmsu vanur úr ranni LÍÚ (SFS). Dellan úr þeirri átt náði þó nýjum hæðum með pistli framkvæmdastjóra samtakanna hinn 22. janúar sl í Viðskiptablaðinu undir fyrirsögninni: „Dýr verður sælan öll“. „Sælan öll“ er ekki útskýrð frekar. Ég ætla ekki að elta ólar við allt sem stendur í pistlinum - tek út eina setningu - sem er reyndar tvítekin: „Óheftar strandveiðar“. Framkvæmdastjórinn telur að ríkisstjórnin boði „óheftar strandveiðar“. Ég tel mig hafa sæmilegan málskilning. Orðið “óheft” þýðir í mínum huga eitthvað sem er án hvers kyns takmarkana. Ef ég skil hlutina rétt þá er það sem um ræðir af hendi ríkisstjórnarinnar eftirfarandi: Strandveiðimenn fái að róa 48 daga á ári, 12 daga í mánuði, mai, júní, júlí og ágúst. Sá böggull (ásamt fleirum) fylgir skammrifi að þeir verða að vera komnir til hafnar ekki mínútu síðar en 14 klst eftir að hafa lagt úr höfn (að viðurlagðri áminningu, sekt eða refsingu). . Í þessu ákvæði fellst sú staðreynd að - segjum sem svo - að einhverjir nái að róa 48 sinnum á tímabilinu (heyrir til algerra undantekninga allt frá árinu 2009 - upphafsári strandveiðikerfisins), þá höfðu þeir í raun nýtt 28 sólarhringa, eða uþb 7 % sólarhringa ársins. Á árabilinu 2018 - 2024 var meðaltal róðra strandveiðibáta innan við 25 á ári. Ástæðurnar eru fyrst og fremst frátafir vegna veðurs, vélabillana, veikinda og annara óviðráðanlegra og ófyrirsjáanlegra orsaka. Við þetta má bæta að strandveiðimenn mega eingöngu nota handfæri (vissulega tölvustýrðar vindur) og aðeins róa fyrstu fjóra virku daga hverrar viku. Sem þýðir að ef veður hamla veiðum verður bara að hafa það - tapaðir dagar færast ekki yfir á nýtt tímabil. Fleira kemur til. Þá daga sem þeir komast til veiða mega þeir að hámarki landa 774 kg af óslægðum þorski og hafa að hámarki 4 handfæravindur á borðstoknum. Hér eru ekki allar þær girðingar taldar (þótt ótrúlegt sé) sem löggjafinn hefur reist þeim sem kjósa að reyna fyrir sér í strandveiðum / handfæraveiðum. Af framansögðu leikur mér forvitni á að spyrja framkvæmdastjóra LÍÚ (SFS) hvort hún væri til í að skipta á kjörum strandveiðimanna og - t.d. - togaraflotans? Myndu þau bítti þýða „óheftar togveiðar“ við Ísland? Höfundur er formaður Landssambands smábátaeigenda.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar