Geta íþróttir bjargað mannslífum? Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar 29. janúar 2025 10:02 Þann 9. og 10. apríl fara fram hér á landi tveir landsliðsleikir Íslands og Ísraels í handbolta. Þegar þetta er skrifað er fátt sem bendir til þess að íslensku landsliðskonurnar íhugi að sniðganga leikinn til að mótmæla yfirstandandi þjóðarmorði Ísraels á Palestínufólki. Fyrir því get ég helst ímyndað mér tvær grundvallarástæður: 1) Stelpurnar okkar tilheyra hópi fólks sem hlæja með ísraelskum hermönnum í myndböndum þar sem þeir herma til dæmis eftir gráti palestínsk drengs sem hefur misst móður sína í sprengjuárás.Ég hef séð hluti undanfarið ár sem ég bjóst ekki við að upplifa á minni lífsleið svo ég get ekki útilokað þetta. En mér finnst það samt í hæsta máta ólíklegt. 2) Hin ástæðan sem mér dettur í hug er ótti.Það er ástæða sem ég skil fullkomlega. Það er aldrei auðvelt að vera fyrstur til að grípa inn í ofbeldi. Af hverju, geta landsliðskonurnar okkar fyllilega spurt sig, þurfum við að taka skref sem ekkert alþjóðlegt íþróttasamband, ekkert ríki, enginn stjórnmálaleiðtogi, hefur þorað að taka? Sem karlalandsliðið í fótbolta þorði ekki að taka í fyrra? Þegar slík ákvörðun myndi gera okkur að skotspóni stærstu og öflugustu áróðursmaskínu í heimi? Því við skulum ekkert fara í grafgötur með það að afleiðingin af því að sniðganga leikinn yrði stormur af kalíberi sem Íslendingar þekkja ekki. En á móti skulum við leiða hugann að því hvað andóf við Ísraelsríki hefur í för með sér fyrir Palestínufólk. Það getur verið svipt lífinu, horft upp á börnin sín svipt lífinu, heimili sitt lagt í rúst, verið handtekið án dóms og laga og haldið árum saman, auk pyntinga, illrar meðferðar og kynferðisofbeldis.Fyrir Ísraela sem synda á móti straumnum í heimalandi sínu geta afleiðingarnar verið lögregluofbeldi, fangelsun, sektir, atvinnumissir og félagsleg útskúfun. Afleiðingarnar fyrir íslenskar handboltakonur yrðu vissulega stormur en hann myndi ganga yfir. Hvað er hún að tjá sig, spyrjið þið kannski, hún sem þarf ekki að taka þessum afleiðingum? Og það er auðvitað rétt. En ég myndi standa við bakið á ykkur allan tímann. Ég og yfirgnæfandi meirihluti Íslendinga. Við erum fólkið ykkar og við yfirgefum ykkur ekki þegar þið takið erfiðar ákvarðanir. Er þetta sanngjarnt fyrir okkur, sem höfum lagt hart að okkur og náð árangri á heimsmælikvarða, spyrjið þið. Strákarnir fengu að spila sína handboltaleiki í friði þó Ísrael sé alveg jafn mikill aðili að karlamótinu. Þeir bara drógu Ísrael ekki sem andstæðing. Af hverju þarf tilviljun að ráða öllu fyrir okkur?Og það er líka hárrétt. Þetta er ákvörðun sem skipuleggjendur mótsins hefðu átt að taka en ekki þið.En þið fenguð þennan bolta. Og þetta yrði ekki í fyrsta sinn sem samtakamáttur íslenskra kvenna myndi áorka því sem enginn hélt að væri hægt. Eftir 25 ár munu afar fáir muna í hvaða sæti þið lentuð í þessari keppni. Ekki frekar en fólk mun muna hvað Íslendingar almennt, frá ráðherrum til rafvirkja, var að gera árið 2025. En þetta myndi ekki gleymast. Hvað getum við gert? Það fer auðvitað enginn beint úr kyrrstöðu í 100 kílómetra á klukkustund. Hér eru því nokkur smærri skref sem íslenskar landsliðskonur geta tekið, en líka við hin: 1) Að tala saman um Palestínu. Við hinar leikmennina, við handboltasambandið, við hin landsliðin sem taka þátt í keppninni. Við getum gert mjög lítið ein en við erum ekki ein.2) Kynna sér rannsókn Washington Post á morðinu á Hind Rajab (birt 16. apríl 2024), rannsókn CNN á Hveitifjöldamorðinu (birt 9. apríl 2024) og rannsókn BBC á sprengjuarásum Ísraelshers á svæðið sem hann þvingaði óbreytta borgara á (birt 15. janúar 2025). Það ætti enginn að leggja nafn sitt við opinber samskipti við Ísrael án þess að hafa kynnt sér þetta, að lágmarki.3) Til viðbótar er hægt að kynna sér ýmsar skýrslur frá leiðandi stofnunum í mannréttindum og eftirliti með stríðsglæpum en ég vil nefna tvennt: a) Skýrslu ísraelsku mannúðarsamtakanna B´Tselem á meðferð pólitískra fanga í ísraelskum fangelsum, birt í ágúst 2024. Skýrslan heitir Welcome to Hell og er aðgengileg á vefsíðu þeirra. b) Vitnisburði breska læknisins Nizam Mamode um starf hans á Gaza sem hann veitti fyrir breska þinginu í nóvember 2024.Þetta tvennt ætti hins vegar ekki að skoða nema hafa stað og stund til að gráta.4) Skrifa undir áskorun Íslandsdeildar Amnesty til íslenskra stjórnvalda um að beita sér gegn þjóðarmorðinu með öllum mögulegum ráðum á amnesty.is5) Sýna stuðning með því að fylgja Flóttamannahjálp Palestínu, UNRWA, og Francescu Albanese, fulltrúa Sameinuðu þjóðanna í málefnum Palestínu, á samfélagsmiðlum6) Kynna sér hugmyndafræði sniðgönguhreyfingarinnar á snidganga.is og bdsmovement.net7) Ganga í Félagið Ísland-Palestína8) Þrýsta á okkar fagsamfélag að beita sér gegn þjóðarmorði og aðskilnaðarstefnu í sínu alþjóðlega starfi. Hvort sem það er HSÍ eða annað félag, þá eiga félögin okkar að standa með okkur í baráttu um grundvallar siðferði. En umfram allt, jafnvel þó Ísland beygi sig og mæti Ísraelsríki í þessari keppni, að leita allra mögulegra leiða til að Ísrael verði stöðugt minnt á að það stendur í miðju þjóðarmorði. Að það er ríki sem byggir á aðskilnaðarstefnu. Að þessi keppni verði ekki frí þar sem ríkið fær að láta eins og gjörðir þess séu eðlilegar. Af því að framtíð þar sem við samþykkjum myndirnar sem við sjáum frá Gaza, Vesturbakkanum og A-Jerúsalem er framtíð sem er hættuleg fyrir okkur öll. Ef við gerum þetta saman, þá kannski, vonandi, geta íþróttir bjargað mannslífum á heimsmeistaramótinu í handbolta. Höfundur er sagnfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landslið kvenna í handbolta HSÍ Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen Skoðun Skoðun Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir skrifar Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen skrifar Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skrifar Sjá meira
Þann 9. og 10. apríl fara fram hér á landi tveir landsliðsleikir Íslands og Ísraels í handbolta. Þegar þetta er skrifað er fátt sem bendir til þess að íslensku landsliðskonurnar íhugi að sniðganga leikinn til að mótmæla yfirstandandi þjóðarmorði Ísraels á Palestínufólki. Fyrir því get ég helst ímyndað mér tvær grundvallarástæður: 1) Stelpurnar okkar tilheyra hópi fólks sem hlæja með ísraelskum hermönnum í myndböndum þar sem þeir herma til dæmis eftir gráti palestínsk drengs sem hefur misst móður sína í sprengjuárás.Ég hef séð hluti undanfarið ár sem ég bjóst ekki við að upplifa á minni lífsleið svo ég get ekki útilokað þetta. En mér finnst það samt í hæsta máta ólíklegt. 2) Hin ástæðan sem mér dettur í hug er ótti.Það er ástæða sem ég skil fullkomlega. Það er aldrei auðvelt að vera fyrstur til að grípa inn í ofbeldi. Af hverju, geta landsliðskonurnar okkar fyllilega spurt sig, þurfum við að taka skref sem ekkert alþjóðlegt íþróttasamband, ekkert ríki, enginn stjórnmálaleiðtogi, hefur þorað að taka? Sem karlalandsliðið í fótbolta þorði ekki að taka í fyrra? Þegar slík ákvörðun myndi gera okkur að skotspóni stærstu og öflugustu áróðursmaskínu í heimi? Því við skulum ekkert fara í grafgötur með það að afleiðingin af því að sniðganga leikinn yrði stormur af kalíberi sem Íslendingar þekkja ekki. En á móti skulum við leiða hugann að því hvað andóf við Ísraelsríki hefur í för með sér fyrir Palestínufólk. Það getur verið svipt lífinu, horft upp á börnin sín svipt lífinu, heimili sitt lagt í rúst, verið handtekið án dóms og laga og haldið árum saman, auk pyntinga, illrar meðferðar og kynferðisofbeldis.Fyrir Ísraela sem synda á móti straumnum í heimalandi sínu geta afleiðingarnar verið lögregluofbeldi, fangelsun, sektir, atvinnumissir og félagsleg útskúfun. Afleiðingarnar fyrir íslenskar handboltakonur yrðu vissulega stormur en hann myndi ganga yfir. Hvað er hún að tjá sig, spyrjið þið kannski, hún sem þarf ekki að taka þessum afleiðingum? Og það er auðvitað rétt. En ég myndi standa við bakið á ykkur allan tímann. Ég og yfirgnæfandi meirihluti Íslendinga. Við erum fólkið ykkar og við yfirgefum ykkur ekki þegar þið takið erfiðar ákvarðanir. Er þetta sanngjarnt fyrir okkur, sem höfum lagt hart að okkur og náð árangri á heimsmælikvarða, spyrjið þið. Strákarnir fengu að spila sína handboltaleiki í friði þó Ísrael sé alveg jafn mikill aðili að karlamótinu. Þeir bara drógu Ísrael ekki sem andstæðing. Af hverju þarf tilviljun að ráða öllu fyrir okkur?Og það er líka hárrétt. Þetta er ákvörðun sem skipuleggjendur mótsins hefðu átt að taka en ekki þið.En þið fenguð þennan bolta. Og þetta yrði ekki í fyrsta sinn sem samtakamáttur íslenskra kvenna myndi áorka því sem enginn hélt að væri hægt. Eftir 25 ár munu afar fáir muna í hvaða sæti þið lentuð í þessari keppni. Ekki frekar en fólk mun muna hvað Íslendingar almennt, frá ráðherrum til rafvirkja, var að gera árið 2025. En þetta myndi ekki gleymast. Hvað getum við gert? Það fer auðvitað enginn beint úr kyrrstöðu í 100 kílómetra á klukkustund. Hér eru því nokkur smærri skref sem íslenskar landsliðskonur geta tekið, en líka við hin: 1) Að tala saman um Palestínu. Við hinar leikmennina, við handboltasambandið, við hin landsliðin sem taka þátt í keppninni. Við getum gert mjög lítið ein en við erum ekki ein.2) Kynna sér rannsókn Washington Post á morðinu á Hind Rajab (birt 16. apríl 2024), rannsókn CNN á Hveitifjöldamorðinu (birt 9. apríl 2024) og rannsókn BBC á sprengjuarásum Ísraelshers á svæðið sem hann þvingaði óbreytta borgara á (birt 15. janúar 2025). Það ætti enginn að leggja nafn sitt við opinber samskipti við Ísrael án þess að hafa kynnt sér þetta, að lágmarki.3) Til viðbótar er hægt að kynna sér ýmsar skýrslur frá leiðandi stofnunum í mannréttindum og eftirliti með stríðsglæpum en ég vil nefna tvennt: a) Skýrslu ísraelsku mannúðarsamtakanna B´Tselem á meðferð pólitískra fanga í ísraelskum fangelsum, birt í ágúst 2024. Skýrslan heitir Welcome to Hell og er aðgengileg á vefsíðu þeirra. b) Vitnisburði breska læknisins Nizam Mamode um starf hans á Gaza sem hann veitti fyrir breska þinginu í nóvember 2024.Þetta tvennt ætti hins vegar ekki að skoða nema hafa stað og stund til að gráta.4) Skrifa undir áskorun Íslandsdeildar Amnesty til íslenskra stjórnvalda um að beita sér gegn þjóðarmorðinu með öllum mögulegum ráðum á amnesty.is5) Sýna stuðning með því að fylgja Flóttamannahjálp Palestínu, UNRWA, og Francescu Albanese, fulltrúa Sameinuðu þjóðanna í málefnum Palestínu, á samfélagsmiðlum6) Kynna sér hugmyndafræði sniðgönguhreyfingarinnar á snidganga.is og bdsmovement.net7) Ganga í Félagið Ísland-Palestína8) Þrýsta á okkar fagsamfélag að beita sér gegn þjóðarmorði og aðskilnaðarstefnu í sínu alþjóðlega starfi. Hvort sem það er HSÍ eða annað félag, þá eiga félögin okkar að standa með okkur í baráttu um grundvallar siðferði. En umfram allt, jafnvel þó Ísland beygi sig og mæti Ísraelsríki í þessari keppni, að leita allra mögulegra leiða til að Ísrael verði stöðugt minnt á að það stendur í miðju þjóðarmorði. Að það er ríki sem byggir á aðskilnaðarstefnu. Að þessi keppni verði ekki frí þar sem ríkið fær að láta eins og gjörðir þess séu eðlilegar. Af því að framtíð þar sem við samþykkjum myndirnar sem við sjáum frá Gaza, Vesturbakkanum og A-Jerúsalem er framtíð sem er hættuleg fyrir okkur öll. Ef við gerum þetta saman, þá kannski, vonandi, geta íþróttir bjargað mannslífum á heimsmeistaramótinu í handbolta. Höfundur er sagnfræðingur.
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar