Loftslagsaðgerðir sem skaða náttúruna Vala Árnadóttir skrifar 29. janúar 2025 10:33 Umhverfisráðherra Íslands sagði nýlega „það er mjög mikið í húfi fyrir raforkuöryggi í landinu og loftslagsmarkmið Íslands“ þegar hann varði áform um að flýta fyrir Hvammsvirkjun. En er Hvammsvirkjun í takt við loftslagsmarkmið okkar, eða vinnur hún gegn þeim? Áður en lengra er haldið þá er rétt að minnast á það að landsmenn eru ekki að verða fyrir raforkuskorti og Hvammsvirkjun snýst um að skapa orku fyrir iðnaðartækifæri. Vandamálið við nálgun Íslands á loftslagsmál Ísland hefur lengi verið leiðandi í endurnýjanlegri orku, en Parísarsamkomulagið setur landið í ósanngjarna stöðu. Ólíkt Kýótó-bókuninni, þar sem Ísland fékk undanþágur fyrir forystu sína í hreinni orku, eru öll lönd undir Parísarsamkomulaginu meðhöndluð eins, óháð þeirra einstöku aðstæðum. Þetta gerir það að verkum að kolefnisspor Íslands er misvísandi. Það endurspeglar ekki raunverulega neyslu Íslendinga, heldur losun frá framleiðslu sem nýtist öðrum löndum. Til dæmis er álframleiðsla—sem er nauðsynleg fyrir bíla, flugvélar og aðra tækni—framleidd með hreinni orku hér á landi. Ef hún væri framleidd annars staðar, með kolum, væri losunin margfalt meiri. Samkvæmt núverandi reglum er þessi losun hins vegar reiknuð Íslandi til tekna, þó að vörurnar séu framleiddar fyrir önnur lönd. Þetta gerir t.d. það að verkum að kolefnisspor Íslands per íbúa er skráð sem 9,55 tonn á móti 4,59 tonnum í Danmörku. Ísland er því að taka á sig byrðina fyrir önnur lönd og stuðla að hreinni framleiðslu á heimsvísu—án þess að fá viðurkenningu fyrir það. Af hverju fengum við þá ekki undanþáguna? Svo vitnað sé í fyrrverandi umhverfisráðherra á þeim tíma: “þá væri ekki góður svipur á því fyrir ríka þjóð að vera að óska eftir undanþágum í þessu efni”. Þá sagði ráðherra einnig að það væru: “hagsmunir allra, ekki síst íslenskrar náttúru og ímyndar Íslands, að fara úr því umhverfi að vera að sækja um sérstaka undanþágu.” Það er því grátbroslegt að þetta verði til þess að stærsta laxastofni landsins yrði fórnað á altari svo ímynd landsins væri flott þegar pennastrikið var ennþá blautt. Hvammsvirkjun: stangast á við loftslagsmarkmið Íslands Hvammsvirkjun er kynnt sem nauðsynleg fyrir loftslagsmarkmið Íslands, en sú röksemd er ekki sannfærandi. Virkjunin mun ekki skipta út jarðefnaeldsneyti, heldur framleiða orku fyrir nýjar iðnaðargreinar á meðan hún ógnar stærsta villta laxastofni Íslands í Þjórsá. Villtur lax er lykiltegund í vistkerfum Íslands. Hvammsvirkjun myndi trufla hrygningarsvæði þeirra, skaða árkerfið og setja stofninn í hættu. Þetta stangast á við Parísarsamkomulagið, sem leggur áherslu á að loftslagsaðgerðir eigi að virða, efla og vernda heilleika allra vistkerfa og líffræðilegrar fjölbreytni. Þetta þýðir að aðgerðir gegn loftslagsbreytingum, eins og bygging Hvammsvirkjunar, ættu ekki að ógna vistkerfum eins og hrygningarsvæðum villtra laxa í Þjórsá. Að fórna laxastofnum fyrir orkuvinnslu er því í beinni mótsögn við skuldbindingar Íslands. Betri leið fram á við Ef Ísland vill halda forystu sinni í loftslagsmálum verður m.a. að endurskoða orkunýtingu, þ.e. leggja áherslu á að styðja við iðnað sem samræmist loftslagsmarkmiðum og krefjast réttlátari kolefnisbókhaldsreglna, sem refsa Íslandi ekki fyrir að framleiða nauðsynlegar vörur með sjálfbærum hætti á heimsvísu. Loftslagsmarkmið Íslands eru ekki í húfi þó Hvammsvirkjun fái ekki framgang, heldur þvert á móti eru þau virt. Við skulum hætta að fórna náttúrunni undir fölsku flaggi loftslagsaðgerða. Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Mest lesið Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Skoðun Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Sjá meira
Umhverfisráðherra Íslands sagði nýlega „það er mjög mikið í húfi fyrir raforkuöryggi í landinu og loftslagsmarkmið Íslands“ þegar hann varði áform um að flýta fyrir Hvammsvirkjun. En er Hvammsvirkjun í takt við loftslagsmarkmið okkar, eða vinnur hún gegn þeim? Áður en lengra er haldið þá er rétt að minnast á það að landsmenn eru ekki að verða fyrir raforkuskorti og Hvammsvirkjun snýst um að skapa orku fyrir iðnaðartækifæri. Vandamálið við nálgun Íslands á loftslagsmál Ísland hefur lengi verið leiðandi í endurnýjanlegri orku, en Parísarsamkomulagið setur landið í ósanngjarna stöðu. Ólíkt Kýótó-bókuninni, þar sem Ísland fékk undanþágur fyrir forystu sína í hreinni orku, eru öll lönd undir Parísarsamkomulaginu meðhöndluð eins, óháð þeirra einstöku aðstæðum. Þetta gerir það að verkum að kolefnisspor Íslands er misvísandi. Það endurspeglar ekki raunverulega neyslu Íslendinga, heldur losun frá framleiðslu sem nýtist öðrum löndum. Til dæmis er álframleiðsla—sem er nauðsynleg fyrir bíla, flugvélar og aðra tækni—framleidd með hreinni orku hér á landi. Ef hún væri framleidd annars staðar, með kolum, væri losunin margfalt meiri. Samkvæmt núverandi reglum er þessi losun hins vegar reiknuð Íslandi til tekna, þó að vörurnar séu framleiddar fyrir önnur lönd. Þetta gerir t.d. það að verkum að kolefnisspor Íslands per íbúa er skráð sem 9,55 tonn á móti 4,59 tonnum í Danmörku. Ísland er því að taka á sig byrðina fyrir önnur lönd og stuðla að hreinni framleiðslu á heimsvísu—án þess að fá viðurkenningu fyrir það. Af hverju fengum við þá ekki undanþáguna? Svo vitnað sé í fyrrverandi umhverfisráðherra á þeim tíma: “þá væri ekki góður svipur á því fyrir ríka þjóð að vera að óska eftir undanþágum í þessu efni”. Þá sagði ráðherra einnig að það væru: “hagsmunir allra, ekki síst íslenskrar náttúru og ímyndar Íslands, að fara úr því umhverfi að vera að sækja um sérstaka undanþágu.” Það er því grátbroslegt að þetta verði til þess að stærsta laxastofni landsins yrði fórnað á altari svo ímynd landsins væri flott þegar pennastrikið var ennþá blautt. Hvammsvirkjun: stangast á við loftslagsmarkmið Íslands Hvammsvirkjun er kynnt sem nauðsynleg fyrir loftslagsmarkmið Íslands, en sú röksemd er ekki sannfærandi. Virkjunin mun ekki skipta út jarðefnaeldsneyti, heldur framleiða orku fyrir nýjar iðnaðargreinar á meðan hún ógnar stærsta villta laxastofni Íslands í Þjórsá. Villtur lax er lykiltegund í vistkerfum Íslands. Hvammsvirkjun myndi trufla hrygningarsvæði þeirra, skaða árkerfið og setja stofninn í hættu. Þetta stangast á við Parísarsamkomulagið, sem leggur áherslu á að loftslagsaðgerðir eigi að virða, efla og vernda heilleika allra vistkerfa og líffræðilegrar fjölbreytni. Þetta þýðir að aðgerðir gegn loftslagsbreytingum, eins og bygging Hvammsvirkjunar, ættu ekki að ógna vistkerfum eins og hrygningarsvæðum villtra laxa í Þjórsá. Að fórna laxastofnum fyrir orkuvinnslu er því í beinni mótsögn við skuldbindingar Íslands. Betri leið fram á við Ef Ísland vill halda forystu sinni í loftslagsmálum verður m.a. að endurskoða orkunýtingu, þ.e. leggja áherslu á að styðja við iðnað sem samræmist loftslagsmarkmiðum og krefjast réttlátari kolefnisbókhaldsreglna, sem refsa Íslandi ekki fyrir að framleiða nauðsynlegar vörur með sjálfbærum hætti á heimsvísu. Loftslagsmarkmið Íslands eru ekki í húfi þó Hvammsvirkjun fái ekki framgang, heldur þvert á móti eru þau virt. Við skulum hætta að fórna náttúrunni undir fölsku flaggi loftslagsaðgerða. Höfundur er lögfræðingur.
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar