Vill ræða við Trump í síma Sunna Sæmundsdóttir skrifar 29. janúar 2025 11:49 Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, segir framtíð Grænlendinga ráðast í Nuuk. Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra lítur ásælni Bandaríkjaforseta í Grænland alvarlegum augum og ítrekar að fullveldi þjóða beri að virða. Fyrrverandi utanríkisráðherra gagnrýnir hjásetu Kristrúnar á óformlegum fundi forsætisráðherra Norðurlanda um öryggismál á svæðinu. Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur ítrekað rætt um að Bandaríkin þurfi að eignast Grænland og gerði það síðast í samtali við fréttamenn um borð í Air Force one forsetaþotunni um helgina. Þar lýsti hann efasemdum um réttmæti yfirráða Dana og sagði það raunar óvinveitt af þeim að hafna kröfu Bandaríkjamanna, þar sem um alþjóðlegt öryggismál sé að ræða. Óhætt er að segja að Danir deili ekki sömu skoðun og í vikunni kynntu þarlend stjórnvöld áætlun um að auka hernaðarviðbúnað ríkisins við Grænland og á norðurslóðum til muna. Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, segir stjórnvöld á Norðurlöndum samstíga. „Við verðum auðvitað að horfa á þetta mál alvarlegum augum og Norðurlandaþjóðir eru samstíga í viðbrögðum sínum um að það verður að virða fullveldi ríkja. Það verður að virða sjálfstæði ríkja og það skiptir öllu þegar kemur að alþjóðasamfélaginu að alþjóðalög séu virt.“ Leiðtogar Norðurlandanna að Kristrúnu undanskilinni áttu í vikunni óformlegan fund um öryggis- og varnarmál og hefur fjarvera hennar vakið talsverða athygli. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, skaut föstum skotum að henni í gærkvöldi og sakaði meðal annars um að skrópa í vinnunni. Kristrún gaf ekki færi á viðtali vegna málsins í morgun en forsætisráðuneytið hefur gefið þær skýringar að boðað hafi verið til fundarins samdægurs þar sem ráðherrarnir voru staddir í Danmörku á leið á minningarathöfn í Auschwitz. Hún hafi einfaldlega ekki komist þar sem fyrirvarinn hafi verið of skammur. Kristrún sagðist að loknum ríkisstjórnarfundi í gær munu óska eftir símtali við Bandaríkjaforseta. Hefur þú eitthvað heyrt frá bandarískjum stjórnvöldum eftir að ný ríkisstjórn tók við? „Við höfum ekki rætt sérstaklega saman, ég og nýr forseti, en ég hyggst vera í samskiptum við bandarísk stjórnvöld og bjóða upp á slíkt símtal ef það gengur á næstu vikum,“ segir Kristrún. „Ég hef sagt það áður og segir það enn að framtíð Grænlands mun ráðast í Nuuk. Það er þeirra að ákveða hvert ferðalag þeirra verður og ég stend áfram við það.“ Danmörk Grænland Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Donald Trump Bandaríkin Hernaður Norðurslóðir Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur ítrekað rætt um að Bandaríkin þurfi að eignast Grænland og gerði það síðast í samtali við fréttamenn um borð í Air Force one forsetaþotunni um helgina. Þar lýsti hann efasemdum um réttmæti yfirráða Dana og sagði það raunar óvinveitt af þeim að hafna kröfu Bandaríkjamanna, þar sem um alþjóðlegt öryggismál sé að ræða. Óhætt er að segja að Danir deili ekki sömu skoðun og í vikunni kynntu þarlend stjórnvöld áætlun um að auka hernaðarviðbúnað ríkisins við Grænland og á norðurslóðum til muna. Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, segir stjórnvöld á Norðurlöndum samstíga. „Við verðum auðvitað að horfa á þetta mál alvarlegum augum og Norðurlandaþjóðir eru samstíga í viðbrögðum sínum um að það verður að virða fullveldi ríkja. Það verður að virða sjálfstæði ríkja og það skiptir öllu þegar kemur að alþjóðasamfélaginu að alþjóðalög séu virt.“ Leiðtogar Norðurlandanna að Kristrúnu undanskilinni áttu í vikunni óformlegan fund um öryggis- og varnarmál og hefur fjarvera hennar vakið talsverða athygli. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, skaut föstum skotum að henni í gærkvöldi og sakaði meðal annars um að skrópa í vinnunni. Kristrún gaf ekki færi á viðtali vegna málsins í morgun en forsætisráðuneytið hefur gefið þær skýringar að boðað hafi verið til fundarins samdægurs þar sem ráðherrarnir voru staddir í Danmörku á leið á minningarathöfn í Auschwitz. Hún hafi einfaldlega ekki komist þar sem fyrirvarinn hafi verið of skammur. Kristrún sagðist að loknum ríkisstjórnarfundi í gær munu óska eftir símtali við Bandaríkjaforseta. Hefur þú eitthvað heyrt frá bandarískjum stjórnvöldum eftir að ný ríkisstjórn tók við? „Við höfum ekki rætt sérstaklega saman, ég og nýr forseti, en ég hyggst vera í samskiptum við bandarísk stjórnvöld og bjóða upp á slíkt símtal ef það gengur á næstu vikum,“ segir Kristrún. „Ég hef sagt það áður og segir það enn að framtíð Grænlands mun ráðast í Nuuk. Það er þeirra að ákveða hvert ferðalag þeirra verður og ég stend áfram við það.“
Danmörk Grænland Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Donald Trump Bandaríkin Hernaður Norðurslóðir Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira