Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar 4. febrúar 2025 10:30 Það er gleðilegt í sjálfu sér að ungmenni fari í kirkju. Þar er ró og friður, falleg tónlist og þar er enginn í símanum. Hvert athæfi barna þar sem ekki er verið að glápa á tik tok mynbönd eða annað á netinu er gott fyrir geðheilsu þeirra. Þetta getur verið að fara í sund, spila við fjölskyldu eða vini, að hreyfa sig og æfa íþróttir, að spila á hljóðfæri eða hlusta á tónlist, að teikna eða mála myndir og svo mætti lengi telja. Að hugsa um stórar tilvistarlegar spurningar er okkur líka hollt. Hver er tilgangur lífsins? Er einhver fyrirframgefinn tilgangur eða þarf ég að finna hann sjálf/ur/t? Hvernig á ég að lifa lífinu mínu? Hvernig á ég að koma fram við aðra? Slíkar siðferðilegar hugmyndir eru að finna í öllum trúarbrögðum. Það er samt ekki þannig að við þurfum endilega trúarbrögð til að velta þessu fyrir okkur. Við getum vel velt þessu fyrir okkur án þess að vísa til einhvers æðri máttar eða guðs. En ef lestur biblíunnar og ferðir í kirkju auka þessar pælingar ætti það að vera flestum hollt. Fréttir af ungum drengjum að lesa biblíuna getur samt verið tvíeggja sverð. Biblían er samansafn ótal ólíkra rita sem skrifuð eru á nokkur hundruð ára tímabili. Gamla testamentið sem eru rit skrifuð fyrir fæðingu Krists og Nýja testamentið eftir fæðingu hans og ætti að mestu að bera kjarna boðskap hans og dæmisögur því tengdar. Það voru samt bara karlar (postular) sem skrifuðu þetta niður sem lifðu í harðsvíruðu feðraveldi og líklegt að túlkun þeirra hafi slæðst þar inn. Enda er margt fordómafullt í biblíunni, gagnvart konum og samkynhneigðum sem dæmi. Þetta eru hugmyndir sem fasisminn og kvenhatarar samtímans reyna að leggja áherslu á. Ef drengirnir velja að lesa þessa fordómafullu texta biblíunnar veit það ekki á gott. Annar drengurinn í fréttum vikunnar var ekki viss um jafnrétti kynja sem dæmi og vísaði til biblínnar. Margir sértrúarsöfnuðir upphefja slíka texta og þeir eru í raun í andstöðu við kærleiksboðskap Jesú Krists. Ég held t.d. að Jesú hafi hvergi fordæmt kynlíf fyrir giftingu eins og einn drengurinn lagði svo mikla áherslu á. Ekki að það sé neitt slæmt að fara sér hægt í að byrja að stunda kynlíf en um það snýst ekki kjarni boðskapar Jesú. Nú reynir á prestana okkar, biskupinn og kirkjuna að leggja áherslu á kærleiksboðskapinn í prédikunum sínum. Þessi boðskapur er kjarni lúterskrar kirkju sem er þjóðkirkjan okkar. Þeir þurfa líka að vanda sig við túlkun á textum úr gamla testamentinu sem tala gegn þessum boðskap. Sjálf hef ég sungið ótal messur í gegnum tíðina og hlítt á margar predikanir og hef fulla trú á flestum prestum kirkjunnar okkar. Nú reynir líka á foreldra og jafnvel skóla. Á skólinn að fjalla um þessi málefni? Við veltum a.m.k. fyrir okkur tilgangi lífsins í heimspekinni sem ég kenni á framhaldsskólastiginu og að sjálfsögðu ýmsum siðferðilegum málefnum. Skólinn á auðvitað ekki að vera með trúboð eða upphefja ein trúarbrögð yfir önnur. En við þurfum alls ekki trúarbrögð til að fjalla um góð gildi eða tilvistralegar spurningar. Þar kemur heimspekin sterk inn. Höfundur er framhaldsskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trúmál Framhaldsskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Við berum öll ábyrgð Hjördís Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Það er gleðilegt í sjálfu sér að ungmenni fari í kirkju. Þar er ró og friður, falleg tónlist og þar er enginn í símanum. Hvert athæfi barna þar sem ekki er verið að glápa á tik tok mynbönd eða annað á netinu er gott fyrir geðheilsu þeirra. Þetta getur verið að fara í sund, spila við fjölskyldu eða vini, að hreyfa sig og æfa íþróttir, að spila á hljóðfæri eða hlusta á tónlist, að teikna eða mála myndir og svo mætti lengi telja. Að hugsa um stórar tilvistarlegar spurningar er okkur líka hollt. Hver er tilgangur lífsins? Er einhver fyrirframgefinn tilgangur eða þarf ég að finna hann sjálf/ur/t? Hvernig á ég að lifa lífinu mínu? Hvernig á ég að koma fram við aðra? Slíkar siðferðilegar hugmyndir eru að finna í öllum trúarbrögðum. Það er samt ekki þannig að við þurfum endilega trúarbrögð til að velta þessu fyrir okkur. Við getum vel velt þessu fyrir okkur án þess að vísa til einhvers æðri máttar eða guðs. En ef lestur biblíunnar og ferðir í kirkju auka þessar pælingar ætti það að vera flestum hollt. Fréttir af ungum drengjum að lesa biblíuna getur samt verið tvíeggja sverð. Biblían er samansafn ótal ólíkra rita sem skrifuð eru á nokkur hundruð ára tímabili. Gamla testamentið sem eru rit skrifuð fyrir fæðingu Krists og Nýja testamentið eftir fæðingu hans og ætti að mestu að bera kjarna boðskap hans og dæmisögur því tengdar. Það voru samt bara karlar (postular) sem skrifuðu þetta niður sem lifðu í harðsvíruðu feðraveldi og líklegt að túlkun þeirra hafi slæðst þar inn. Enda er margt fordómafullt í biblíunni, gagnvart konum og samkynhneigðum sem dæmi. Þetta eru hugmyndir sem fasisminn og kvenhatarar samtímans reyna að leggja áherslu á. Ef drengirnir velja að lesa þessa fordómafullu texta biblíunnar veit það ekki á gott. Annar drengurinn í fréttum vikunnar var ekki viss um jafnrétti kynja sem dæmi og vísaði til biblínnar. Margir sértrúarsöfnuðir upphefja slíka texta og þeir eru í raun í andstöðu við kærleiksboðskap Jesú Krists. Ég held t.d. að Jesú hafi hvergi fordæmt kynlíf fyrir giftingu eins og einn drengurinn lagði svo mikla áherslu á. Ekki að það sé neitt slæmt að fara sér hægt í að byrja að stunda kynlíf en um það snýst ekki kjarni boðskapar Jesú. Nú reynir á prestana okkar, biskupinn og kirkjuna að leggja áherslu á kærleiksboðskapinn í prédikunum sínum. Þessi boðskapur er kjarni lúterskrar kirkju sem er þjóðkirkjan okkar. Þeir þurfa líka að vanda sig við túlkun á textum úr gamla testamentinu sem tala gegn þessum boðskap. Sjálf hef ég sungið ótal messur í gegnum tíðina og hlítt á margar predikanir og hef fulla trú á flestum prestum kirkjunnar okkar. Nú reynir líka á foreldra og jafnvel skóla. Á skólinn að fjalla um þessi málefni? Við veltum a.m.k. fyrir okkur tilgangi lífsins í heimspekinni sem ég kenni á framhaldsskólastiginu og að sjálfsögðu ýmsum siðferðilegum málefnum. Skólinn á auðvitað ekki að vera með trúboð eða upphefja ein trúarbrögð yfir önnur. En við þurfum alls ekki trúarbrögð til að fjalla um góð gildi eða tilvistralegar spurningar. Þar kemur heimspekin sterk inn. Höfundur er framhaldsskólakennari.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun