Stafræn bylting sýslumanna Kristín Þórðardóttir skrifar 10. febrúar 2025 21:02 Sýslumannsembættin hafa á síðustu árum náð markverðum árangri í stafrænni umbreytingu og eru nú meðal fremstu stofnana í rafrænni opinberri þjónustu. Flest þjónustuferli hafa verið færð í stafrænan farveg, sem gerir landsmönnum kleift að nálgast þjónustuna án þess að mæta á staðinn. Ár hvert þjónusta sýslumenn tæplega 60% landsmanna. Það er fullt tilefni til að vekja athygli á þeirri þróun sem hefur átt sér stað í starfsemi sýslumanna. Meiri framleiðni, samvinna og samstarf Stafræn vegferð sýslumanna hefur einkennst af samvinnu og samstarfi milli níu sjálfstæðra sýslumannsembætta þar sem starfsmönnum var veitt tækifæri til að taka þátt í og leiða stafræna umbreytingu, í stað þess að stöðugildum væri fjölgað með ráðningum utanaðkomandi sérfræðinga. Þannig var stafræn umbreyting drifin af núverandi mannauði þar sem starfsmenn tóku að sér hlutverk vörustjóra fyrir mismunandi málaflokka. Starfsmenn fengu því bæði rödd og hlutverk í breytingaferlinu. Öflugt Sýslumannaráð stýrði vegferðinni, einfaldaði boðleiðir og forgangsraðaði verkefnum. Vörustjórar sýslumanna þróuðu ný þjónustuferli með áherslu á þarfir viðskiptavina, í góðu samstarfi við Stafrænt Ísland. Sýslumenn hafa tengst stofnunum og fyrirtækjum til að tryggja öruggt, sjálfvirkt og áreiðanlegt flæði upplýsinga í stað þess að senda viðskiptavini á milli staða í sömu erindagjörðum. Umbótamenning Í umbreytingarferlinu og á undirbúningstíma þess hafa sýslumenn ráðist í útboð á tölvurekstri og hugbúnaðarþróun og hafa, fyrstir stofnana, fært upplýsingavef sinn á Ísland.is, innleitt stafrænar lausnir og sjálfvirka ferla og fært allar umsóknir, beiðnir o.fl. í stafrænt eða rafrænt form. Þrátt fyrir aukinn málafjölda, fleiri verkefni og fjölgun íbúa um rúmlega 30.000 frá því stafræn innleiðing hófst hefur stöðugildum ekki fjölgað. Reynslan hefur sýnt að þeir sem þegar starfa að verkefnunum finna oft bestu lausnirnar, enda búa þeir að góðri þekkingu á sínu sviði. Með því að virkja starfsmenn til þátttöku í breytingaferlum eykst ekki aðeins skilvirkni í málaflokkum heldur einnig áhugi hinna sömu á að þróa og bæta eigin vinnuferla. Umbótahugsun verður áberandi þáttur í vinnustaðamenningunni. Aukin hagræðing og hraðari innleiðing nýrra verkefna hefur skilað sér í meiri ánægju með þjónustu sýslumanna, auknu trausti til embættanna og vaxandi ánægju meðal starfsmanna. Nokkur dæmi Hér verða nefnd helstu atriði sem staðfesta árangur af umbótum sýslumanna: ·180.000 mál hafa verið stofnuð með stafrænum hætti. Beiðnir sem undirritaðar eru rafrænt ásamt nauðsynlegum fylgigögnum stofnast sjálfkrafa í málaskrárkerfum sýslumanna. Þetta skapar umtalsvert vinnuhagræði þar sem gera má ráð fyrir að skráning máls ein og sér taki starfsmann sýslumanns a.m.k. þrjár til fimm mínútur. ·110 nýjar sjálfsafgreiðsluleiðir Stafrænar umsóknir og beiðnir, stafrænir samningar, spjallmenni, netspjall, stafrænt pósthólf, gagnagátt sýslumanna, sjálfvirkar birtingar á listum yfir starfsréttindi og leyfi á vef, upplýsingar um skírteini og réttindi á Mínum síðum og í Ísland.is-appi, stafræn stæðiskort, forskráningar vegna umsókna um vegabréf, nafnskírteini o.fl. ·40.600 rafrænar undirritanir Að hverju máli sem stofnað er hjá sýslumanni koma að jafnaði einn til fjórir aðilar. Stafrænar lausnir gera ráð fyrir undirskriftum allra hlutaðeigandi. Hér hafa rúmlega 40 þúsund manns sparað sér óþarfa ferðalög með tilheyrandi tímasparnaði, svo ekki sé minnst á jákvæð áhrif á umhverfið. ·167.000 bréf send í stafrænt pósthólf Samkvæmt verðskrá Íslandspósts er burðargjald á almennum bréfpósti 0 - 50 g kr. 290. Að teknum mismuni vegna sendingarkostnaðar í stafrænt pósthólf má halda því fram að embættin hafi sparað tæplega 50 m.kr. í póstburðargjöld. ·17 tengingar við stofnanir og fyrirtæki Vefþjónustutengingar hafa verið þróaðar sem stuðla að aukinni sjálfvirkni í öflun gagna bæði fyrir viðskiptavini og starfsmenn við vinnslu mála. Unnið er að fjölgun slíkra tenginga, því viðskiptavinir eiga ekki að þurfa að fara á milli stofnana til að afla gagna fyrir sýslumenn. ·120 sjálfvirkir ferlar Yfir 90% dánarbúsmála stofnast nú rafrænt, 94% leyfamála, 56% fjölskyldumála, 53% skírteina og 80% vottorða. Nauðsynlegar upplýsingar berast inn í mál með sjálfvirkum hætti, s.s. skattframtöl, upplýsingar um fasteignir, fjölskylduskráningar o.s.frv. ·250 stafrænar lausnir innleiddar Sýslumenn nota tæknistakk Stafræns Íslands og laga kerfi sín að þeim lausnum. Að auki hefur þurft að sérsníða lausnir út frá þörfum verkefna og kröfum laga, t.d. vegna rafrænna undirritana allra málsaðila, rafrænna þinglýsinga, fjöldapóstsendinga o.fl. ·Rafrænt kaupferli fasteigna Nú er unnt að þinglýsa algengustu skjölum vegna fasteignakaupa með rafrænum hætti. Í upphafi verkefnisins um rafrænar þinglýsingar var lagt mat á þjóðhagslegan ávinning þeirra. Talið var, að þegar handvirkt vinnuframlag sýslumanna, lánveitenda og fasteignasala væri metið, væri áætlaður ávinningur af notkun rafrænna þinglýsinga á bilinu 1,2–1,7 milljarðar króna á ári. Við það bætist ávinningur af því að ekki þarf að ferðast með pappírsskjöl á milli aðila og hraði í viðskiptum eykst. Rafrænar þinglýsingar verða þó aldrei alsjálfvirkar, einkum vegna þess hve flókið regluverk gildir um mismunandi tegundir fasteigna. ·90% viðskiptavina ánægðir Ánægja með þjónustu sýslumanna hefur aukist með hverju ári og eru viðskiptavinir sérstaklega ánægðir með stafrænar þjónustur sýslumanna. ·91% traust Traust landsmanna til sýslumanna hefur vaxið með hverju ári og hefur hlutfall þeirra sem bera mikið traust til sýslumanna hækkað um fimm prósentustig milli áranna 2022 og 2024. Það er ekki sjálfgefið að viðhalda slíku trausti á tímabili mikilla umbreytinga í þjónustu. Enn er verk að vinna. Sýslumenn halda ótrauðir áfram vinnu að stöðugum umbótum; bættri þjónustu, skilvirkari rekstri og síðast en ekki síst aukinni starfsánægju. Ánægt starfsfólk veitir nefnilega betri þjónustu. Höfundur er sýslumaður á Suðurlandi, settur sýslumaður í Vestmannaeyjum og formaður Sýslumannaráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stjórnsýsla Stafræn þróun Mest lesið Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn, the party of hungry children Ian McDonald Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Sjá meira
Sýslumannsembættin hafa á síðustu árum náð markverðum árangri í stafrænni umbreytingu og eru nú meðal fremstu stofnana í rafrænni opinberri þjónustu. Flest þjónustuferli hafa verið færð í stafrænan farveg, sem gerir landsmönnum kleift að nálgast þjónustuna án þess að mæta á staðinn. Ár hvert þjónusta sýslumenn tæplega 60% landsmanna. Það er fullt tilefni til að vekja athygli á þeirri þróun sem hefur átt sér stað í starfsemi sýslumanna. Meiri framleiðni, samvinna og samstarf Stafræn vegferð sýslumanna hefur einkennst af samvinnu og samstarfi milli níu sjálfstæðra sýslumannsembætta þar sem starfsmönnum var veitt tækifæri til að taka þátt í og leiða stafræna umbreytingu, í stað þess að stöðugildum væri fjölgað með ráðningum utanaðkomandi sérfræðinga. Þannig var stafræn umbreyting drifin af núverandi mannauði þar sem starfsmenn tóku að sér hlutverk vörustjóra fyrir mismunandi málaflokka. Starfsmenn fengu því bæði rödd og hlutverk í breytingaferlinu. Öflugt Sýslumannaráð stýrði vegferðinni, einfaldaði boðleiðir og forgangsraðaði verkefnum. Vörustjórar sýslumanna þróuðu ný þjónustuferli með áherslu á þarfir viðskiptavina, í góðu samstarfi við Stafrænt Ísland. Sýslumenn hafa tengst stofnunum og fyrirtækjum til að tryggja öruggt, sjálfvirkt og áreiðanlegt flæði upplýsinga í stað þess að senda viðskiptavini á milli staða í sömu erindagjörðum. Umbótamenning Í umbreytingarferlinu og á undirbúningstíma þess hafa sýslumenn ráðist í útboð á tölvurekstri og hugbúnaðarþróun og hafa, fyrstir stofnana, fært upplýsingavef sinn á Ísland.is, innleitt stafrænar lausnir og sjálfvirka ferla og fært allar umsóknir, beiðnir o.fl. í stafrænt eða rafrænt form. Þrátt fyrir aukinn málafjölda, fleiri verkefni og fjölgun íbúa um rúmlega 30.000 frá því stafræn innleiðing hófst hefur stöðugildum ekki fjölgað. Reynslan hefur sýnt að þeir sem þegar starfa að verkefnunum finna oft bestu lausnirnar, enda búa þeir að góðri þekkingu á sínu sviði. Með því að virkja starfsmenn til þátttöku í breytingaferlum eykst ekki aðeins skilvirkni í málaflokkum heldur einnig áhugi hinna sömu á að þróa og bæta eigin vinnuferla. Umbótahugsun verður áberandi þáttur í vinnustaðamenningunni. Aukin hagræðing og hraðari innleiðing nýrra verkefna hefur skilað sér í meiri ánægju með þjónustu sýslumanna, auknu trausti til embættanna og vaxandi ánægju meðal starfsmanna. Nokkur dæmi Hér verða nefnd helstu atriði sem staðfesta árangur af umbótum sýslumanna: ·180.000 mál hafa verið stofnuð með stafrænum hætti. Beiðnir sem undirritaðar eru rafrænt ásamt nauðsynlegum fylgigögnum stofnast sjálfkrafa í málaskrárkerfum sýslumanna. Þetta skapar umtalsvert vinnuhagræði þar sem gera má ráð fyrir að skráning máls ein og sér taki starfsmann sýslumanns a.m.k. þrjár til fimm mínútur. ·110 nýjar sjálfsafgreiðsluleiðir Stafrænar umsóknir og beiðnir, stafrænir samningar, spjallmenni, netspjall, stafrænt pósthólf, gagnagátt sýslumanna, sjálfvirkar birtingar á listum yfir starfsréttindi og leyfi á vef, upplýsingar um skírteini og réttindi á Mínum síðum og í Ísland.is-appi, stafræn stæðiskort, forskráningar vegna umsókna um vegabréf, nafnskírteini o.fl. ·40.600 rafrænar undirritanir Að hverju máli sem stofnað er hjá sýslumanni koma að jafnaði einn til fjórir aðilar. Stafrænar lausnir gera ráð fyrir undirskriftum allra hlutaðeigandi. Hér hafa rúmlega 40 þúsund manns sparað sér óþarfa ferðalög með tilheyrandi tímasparnaði, svo ekki sé minnst á jákvæð áhrif á umhverfið. ·167.000 bréf send í stafrænt pósthólf Samkvæmt verðskrá Íslandspósts er burðargjald á almennum bréfpósti 0 - 50 g kr. 290. Að teknum mismuni vegna sendingarkostnaðar í stafrænt pósthólf má halda því fram að embættin hafi sparað tæplega 50 m.kr. í póstburðargjöld. ·17 tengingar við stofnanir og fyrirtæki Vefþjónustutengingar hafa verið þróaðar sem stuðla að aukinni sjálfvirkni í öflun gagna bæði fyrir viðskiptavini og starfsmenn við vinnslu mála. Unnið er að fjölgun slíkra tenginga, því viðskiptavinir eiga ekki að þurfa að fara á milli stofnana til að afla gagna fyrir sýslumenn. ·120 sjálfvirkir ferlar Yfir 90% dánarbúsmála stofnast nú rafrænt, 94% leyfamála, 56% fjölskyldumála, 53% skírteina og 80% vottorða. Nauðsynlegar upplýsingar berast inn í mál með sjálfvirkum hætti, s.s. skattframtöl, upplýsingar um fasteignir, fjölskylduskráningar o.s.frv. ·250 stafrænar lausnir innleiddar Sýslumenn nota tæknistakk Stafræns Íslands og laga kerfi sín að þeim lausnum. Að auki hefur þurft að sérsníða lausnir út frá þörfum verkefna og kröfum laga, t.d. vegna rafrænna undirritana allra málsaðila, rafrænna þinglýsinga, fjöldapóstsendinga o.fl. ·Rafrænt kaupferli fasteigna Nú er unnt að þinglýsa algengustu skjölum vegna fasteignakaupa með rafrænum hætti. Í upphafi verkefnisins um rafrænar þinglýsingar var lagt mat á þjóðhagslegan ávinning þeirra. Talið var, að þegar handvirkt vinnuframlag sýslumanna, lánveitenda og fasteignasala væri metið, væri áætlaður ávinningur af notkun rafrænna þinglýsinga á bilinu 1,2–1,7 milljarðar króna á ári. Við það bætist ávinningur af því að ekki þarf að ferðast með pappírsskjöl á milli aðila og hraði í viðskiptum eykst. Rafrænar þinglýsingar verða þó aldrei alsjálfvirkar, einkum vegna þess hve flókið regluverk gildir um mismunandi tegundir fasteigna. ·90% viðskiptavina ánægðir Ánægja með þjónustu sýslumanna hefur aukist með hverju ári og eru viðskiptavinir sérstaklega ánægðir með stafrænar þjónustur sýslumanna. ·91% traust Traust landsmanna til sýslumanna hefur vaxið með hverju ári og hefur hlutfall þeirra sem bera mikið traust til sýslumanna hækkað um fimm prósentustig milli áranna 2022 og 2024. Það er ekki sjálfgefið að viðhalda slíku trausti á tímabili mikilla umbreytinga í þjónustu. Enn er verk að vinna. Sýslumenn halda ótrauðir áfram vinnu að stöðugum umbótum; bættri þjónustu, skilvirkari rekstri og síðast en ekki síst aukinni starfsánægju. Ánægt starfsfólk veitir nefnilega betri þjónustu. Höfundur er sýslumaður á Suðurlandi, settur sýslumaður í Vestmannaeyjum og formaður Sýslumannaráðs.
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar