Þegar misvitringar leika listina að ljúga Kristján Logason skrifar 11. febrúar 2025 19:00 í vikunni birtist grein á Vísi.is þar sem vegið er harðlega að störfum formanns og stjórnar Leiðsagnar félags leiðsögumanna og látið líta út eins og þar sé á ferð eitthvað misjafnt sem verið er að fela. Það er ljótt að ljúga og þessir einstaklingar sem fengu þessa grein birta ættu að koma fram og byðja bæði félagsmenn og alþjóð afsökunnar á því að fara fram með staðlausa stafi og hreina og klára lýgi. Viðkomandi aðilar hafa gert allt til að skemma fyrir þeirri vinnu sem verið er að vinna, en félagsmenn hafa viðrað þann vilja að ganga til liðs við VR og gerast eining innan þess stéttarfélags enda leiðsögn lítið félag og rekstur þess erfiður sem og kjarasamningar sem ekki hafa náðst á pari við aðra vegna vanmáttar félagsins til að standa í stórræðum. Staðreyndin er sú að samningur við VR hefur EKKI verið undirritaður, en frá síðasta ári hefur félagið hinsvegar verið í samvinnu við VR á sama tíma og unnið hefur verið í átt að samkomulagi. Samningur um sameiningu við VR skal lagður fram á næsta aðalfundi Leiðsagnar til samþykktar eða synjunar. ERGO: HANN HEFUR EKKI VERIÐ SAMÞYKTUR ENN. Sá samningur sem Leiðsögn gerði við VR var um útvistun á verkefnum svo spara mætti húsaleigu og starfsmannahald og fá fram betri þjónustu við félagsmenn. í þeim efnum var sérstaklega horft til verkefna sem snéru að vangoldnum launum félagsmanna vegna launastuldar. Staðreyndin er því sú að þessi útvistun hefur sparað félaginu miljónir og ekki nóg með það heldur hefur vinna VR skilað einstaka félagsmönnum miljónum sem þeir áttu í vangoldin laun frá vinnuveitendum sem því miður reyna launaþjófnað. Það má áætla að aðeins á síðasta ári hafi náðst að innheimta tug miljóna til félagsmanna af vangoldnum launum og enn eru ekki öll kurl komin til grafar í þeim efnum og stór mál í vinnslu. VR er mun sterkari aðili í vinnu gegn launaþjófnaði en einn lítill starfsmaður Leiðsagnar. Þetta vægi eitt og sér skiptir félagsmenn gríðarlegu máli. Sú aðför að ríkjandi formanni og stjórn sem mjög fámennur hópur félagsmanna stundar er með öllu óeðlileg en grunnurinn að þessari aðför er frekja þeirra og sú staðreynd að viðkomandi hafa verið settir til hliðar vegna samskitavanda eða vantrausts á vinnubrögð. Þar sem þessir félagsmenn fá ekki að vera með puttana í öllum málum og sérstaklega ekki undirbúningi að samningi við VR hafa viðkomandi reynt hvað þeir geta innan félags til að skapa glundroða og eyðileggja fyrir öðrum þá vinnu sem lagt var á hendur stjórnar að vinna. Það er miður að einstaklingar fari fram fyrir alþjóð með hreina og beina lýgi og láti svo líta út sem það sé eitthvað bogið við störf stjórnar og þar sé verið að vinna gegn vilja meirihluta félagsmanna. Það að þrír til fimm einstaklingar í 350 manna félagi fái ekki að ráða för heldur lýðræðið og meirihlutinn er þessum einstaklingum ofviða og þess vegna er tekið til við síendurtekna lýgi í von um að fólk fari að trúa henni. Nú þegar þau ekki komust áfram innan félags og völdu að fara með lýgi sína fram fyrir alþjóð er komið nóg. Hefði ég einhver völd í félaginu myndi ég reka þau umsvifalaust fyrir að vinna gegn hagsmunum félagsmanna. Það sem ég get hinsvegar gert er að benda á þessa lýgi og vona að aðrir félgsmenn jafnt sem almenningur sjái og skilji hvað er í gangi og að framtíðin verði björt fyrir félagið sem við sameiningu í VR getur þá einbeitt sér að frekari uppbyggingu náms og endurmenntunar innan greinarinnar sem og að efla starf félagsins á ýmsum sviðum. Höfundur er ökuleiðsögumaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stéttarfélög Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Skoðun Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Sjá meira
í vikunni birtist grein á Vísi.is þar sem vegið er harðlega að störfum formanns og stjórnar Leiðsagnar félags leiðsögumanna og látið líta út eins og þar sé á ferð eitthvað misjafnt sem verið er að fela. Það er ljótt að ljúga og þessir einstaklingar sem fengu þessa grein birta ættu að koma fram og byðja bæði félagsmenn og alþjóð afsökunnar á því að fara fram með staðlausa stafi og hreina og klára lýgi. Viðkomandi aðilar hafa gert allt til að skemma fyrir þeirri vinnu sem verið er að vinna, en félagsmenn hafa viðrað þann vilja að ganga til liðs við VR og gerast eining innan þess stéttarfélags enda leiðsögn lítið félag og rekstur þess erfiður sem og kjarasamningar sem ekki hafa náðst á pari við aðra vegna vanmáttar félagsins til að standa í stórræðum. Staðreyndin er sú að samningur við VR hefur EKKI verið undirritaður, en frá síðasta ári hefur félagið hinsvegar verið í samvinnu við VR á sama tíma og unnið hefur verið í átt að samkomulagi. Samningur um sameiningu við VR skal lagður fram á næsta aðalfundi Leiðsagnar til samþykktar eða synjunar. ERGO: HANN HEFUR EKKI VERIÐ SAMÞYKTUR ENN. Sá samningur sem Leiðsögn gerði við VR var um útvistun á verkefnum svo spara mætti húsaleigu og starfsmannahald og fá fram betri þjónustu við félagsmenn. í þeim efnum var sérstaklega horft til verkefna sem snéru að vangoldnum launum félagsmanna vegna launastuldar. Staðreyndin er því sú að þessi útvistun hefur sparað félaginu miljónir og ekki nóg með það heldur hefur vinna VR skilað einstaka félagsmönnum miljónum sem þeir áttu í vangoldin laun frá vinnuveitendum sem því miður reyna launaþjófnað. Það má áætla að aðeins á síðasta ári hafi náðst að innheimta tug miljóna til félagsmanna af vangoldnum launum og enn eru ekki öll kurl komin til grafar í þeim efnum og stór mál í vinnslu. VR er mun sterkari aðili í vinnu gegn launaþjófnaði en einn lítill starfsmaður Leiðsagnar. Þetta vægi eitt og sér skiptir félagsmenn gríðarlegu máli. Sú aðför að ríkjandi formanni og stjórn sem mjög fámennur hópur félagsmanna stundar er með öllu óeðlileg en grunnurinn að þessari aðför er frekja þeirra og sú staðreynd að viðkomandi hafa verið settir til hliðar vegna samskitavanda eða vantrausts á vinnubrögð. Þar sem þessir félagsmenn fá ekki að vera með puttana í öllum málum og sérstaklega ekki undirbúningi að samningi við VR hafa viðkomandi reynt hvað þeir geta innan félags til að skapa glundroða og eyðileggja fyrir öðrum þá vinnu sem lagt var á hendur stjórnar að vinna. Það er miður að einstaklingar fari fram fyrir alþjóð með hreina og beina lýgi og láti svo líta út sem það sé eitthvað bogið við störf stjórnar og þar sé verið að vinna gegn vilja meirihluta félagsmanna. Það að þrír til fimm einstaklingar í 350 manna félagi fái ekki að ráða för heldur lýðræðið og meirihlutinn er þessum einstaklingum ofviða og þess vegna er tekið til við síendurtekna lýgi í von um að fólk fari að trúa henni. Nú þegar þau ekki komust áfram innan félags og völdu að fara með lýgi sína fram fyrir alþjóð er komið nóg. Hefði ég einhver völd í félaginu myndi ég reka þau umsvifalaust fyrir að vinna gegn hagsmunum félagsmanna. Það sem ég get hinsvegar gert er að benda á þessa lýgi og vona að aðrir félgsmenn jafnt sem almenningur sjái og skilji hvað er í gangi og að framtíðin verði björt fyrir félagið sem við sameiningu í VR getur þá einbeitt sér að frekari uppbyggingu náms og endurmenntunar innan greinarinnar sem og að efla starf félagsins á ýmsum sviðum. Höfundur er ökuleiðsögumaður
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar