Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Lovísa Arnardóttir skrifar 13. febrúar 2025 20:16 Starfsfólk sem tóku á móti viðurkenningunni Fyrirmyndarstofnun ársins 2024 í flokki borg og bær Mynd/BIG Sameyki tilkynnti í dag um val sitt á stofnunum ársins. Þrjár stofnanir voru valdar hjá borg og bæjum. Það eru Félagsmiðstöðin Sigyn, Leikskólinn Lyngheimar og Hitt húsið. Hjá ríki voru einnig þrjár stofnanir valdar sem stofnanir ársins. Það eru Kvikmyndasafn Íslands, Þjóðskrá Íslands og Fjölbrautarskóli Suðurnesja. Þá fékk Heilsustofnun NLFÍ einnig verðlaun sem stofnun ársins í flokki sjálfseignarstofnana og fyrirtækja. Í tilkynningu frá Sameyki kemur jafnframt fram að hástökkvari ársins í könnun um stofnun ársins séu íbúðakjarninn Rökkvaborg hjá borg og bæjum og menningar- og viðskiptaráðuneytið hjá ríkinu. Sameyki stéttarfélag í almannaþjónustu tilkynnti um valið við hátíðlega athöfn fyrr í dag. Titlana Stofnun ársins 2024 hljóta þær stofnanir og starfsstaðir sem þykja skara fram úr á sviði mannauðsmála að mati starfsfólks. Í ár tóku rúmlega 17.000 manns þátt í könnuninni sem var framkvæmd í október og nóvember 2024. Reykjavíkurborg er þátttakandi í könnuninni með allt sitt starfsfólk í þriðja sinn en allt starfsfólk hjá ríkinu hefur tekið þátt síðan 2011. Starfsfólk sem tóku á móti viðurkenningunni Fyrirmyndarstofnun ársins 2024 í flokki ríkisstofnana.Mynd/BIG Stofnun ársins er samstarfsverkefni Sameykis, Fjármála- og efnahagsráðuneytisins, Reykjavíkurborgar og fjölmargra annarra stofnana og vinnustaða, en hún nær til um 35.000 manns sem starfa á opinberum vinnumarkaði. Niðurstöður könnunarinnar veita bæði mikilvægar upplýsingar um starfsumhverfi vinnustaða og samanburð við aðrar stofnanir. Í tilkynningu frá Sameyki segir að tilgangurinn með valinu sé að taka eftir og veita þeim vinnustöðum viðurkenningar sem náð hafi framúrskarandi árangri við stjórnun mannauðs. Þá nýtist könnunin stjórnendum til að vinna að frekari umbótum í stjórnun og starfsumhverfi vinnustaðanna. Að lokum veitir könnunin aðhald til hagsbóta fyrir starfsfólk, skjólstæðinga, viðskiptavini og aðra hagsmunaaðila. Niðurstöðurnar voru kynntar að loknu málþingi um mannauðsmál og var yfirskrift þess Jákvæð vinnustaðamenning. Fyrirlesarar á málþinginu voru: Auðunn Gunnar Eiríksson, stjórnenda- og vinnustaðaráðgjafi hjá Gallup, Hjördís Dröfn Vilhjálmsdóttir og Kristrún Anna Konráðsdóttir, leiðtoga- og teymisþjálfari, Tómas Bjarnason, doktor í félagsfræði, og Þórkatla Aðalsteinsdóttir, sálfræðingur. Málþingsstjóri var Sirrý Arnardóttir. Fréttin hefur verið leiðrétt. Í fyrirsögn stóð fyrst FSU sem átti að vera FS. Leiðrétt klukkan 10 þann 14.2.2025. Sveitarstjórnarmál Rekstur hins opinbera Mannauðsmál Tengdar fréttir Ríkisskattstjóri, MTR og Héraðsdómur Suðurlands stofnanir ársins Niðurstöður úr könnuninni Stofnun ársins 2015 og Fyrirtæki ársins 2015 voru kynntar í Hörpunni síðdegis í dag. 7. maí 2015 22:41 Sýslumaðurinn á Hvolsvelli og Umferðarstofa stofnanir ársins Umferðarstofa og Sýslumaðurinn á Hvolsvelli eru stofnanir ársins 2010 samkvæmt könnun SFR stéttarfélags sem stendur að vali á stofnun ársins. Niðurstöðurnar voru kynntar á Hótel Nordica seinnipartinn í dag. 7. maí 2010 17:45 Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
Í tilkynningu frá Sameyki kemur jafnframt fram að hástökkvari ársins í könnun um stofnun ársins séu íbúðakjarninn Rökkvaborg hjá borg og bæjum og menningar- og viðskiptaráðuneytið hjá ríkinu. Sameyki stéttarfélag í almannaþjónustu tilkynnti um valið við hátíðlega athöfn fyrr í dag. Titlana Stofnun ársins 2024 hljóta þær stofnanir og starfsstaðir sem þykja skara fram úr á sviði mannauðsmála að mati starfsfólks. Í ár tóku rúmlega 17.000 manns þátt í könnuninni sem var framkvæmd í október og nóvember 2024. Reykjavíkurborg er þátttakandi í könnuninni með allt sitt starfsfólk í þriðja sinn en allt starfsfólk hjá ríkinu hefur tekið þátt síðan 2011. Starfsfólk sem tóku á móti viðurkenningunni Fyrirmyndarstofnun ársins 2024 í flokki ríkisstofnana.Mynd/BIG Stofnun ársins er samstarfsverkefni Sameykis, Fjármála- og efnahagsráðuneytisins, Reykjavíkurborgar og fjölmargra annarra stofnana og vinnustaða, en hún nær til um 35.000 manns sem starfa á opinberum vinnumarkaði. Niðurstöður könnunarinnar veita bæði mikilvægar upplýsingar um starfsumhverfi vinnustaða og samanburð við aðrar stofnanir. Í tilkynningu frá Sameyki segir að tilgangurinn með valinu sé að taka eftir og veita þeim vinnustöðum viðurkenningar sem náð hafi framúrskarandi árangri við stjórnun mannauðs. Þá nýtist könnunin stjórnendum til að vinna að frekari umbótum í stjórnun og starfsumhverfi vinnustaðanna. Að lokum veitir könnunin aðhald til hagsbóta fyrir starfsfólk, skjólstæðinga, viðskiptavini og aðra hagsmunaaðila. Niðurstöðurnar voru kynntar að loknu málþingi um mannauðsmál og var yfirskrift þess Jákvæð vinnustaðamenning. Fyrirlesarar á málþinginu voru: Auðunn Gunnar Eiríksson, stjórnenda- og vinnustaðaráðgjafi hjá Gallup, Hjördís Dröfn Vilhjálmsdóttir og Kristrún Anna Konráðsdóttir, leiðtoga- og teymisþjálfari, Tómas Bjarnason, doktor í félagsfræði, og Þórkatla Aðalsteinsdóttir, sálfræðingur. Málþingsstjóri var Sirrý Arnardóttir. Fréttin hefur verið leiðrétt. Í fyrirsögn stóð fyrst FSU sem átti að vera FS. Leiðrétt klukkan 10 þann 14.2.2025.
Sveitarstjórnarmál Rekstur hins opinbera Mannauðsmál Tengdar fréttir Ríkisskattstjóri, MTR og Héraðsdómur Suðurlands stofnanir ársins Niðurstöður úr könnuninni Stofnun ársins 2015 og Fyrirtæki ársins 2015 voru kynntar í Hörpunni síðdegis í dag. 7. maí 2015 22:41 Sýslumaðurinn á Hvolsvelli og Umferðarstofa stofnanir ársins Umferðarstofa og Sýslumaðurinn á Hvolsvelli eru stofnanir ársins 2010 samkvæmt könnun SFR stéttarfélags sem stendur að vali á stofnun ársins. Niðurstöðurnar voru kynntar á Hótel Nordica seinnipartinn í dag. 7. maí 2010 17:45 Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
Ríkisskattstjóri, MTR og Héraðsdómur Suðurlands stofnanir ársins Niðurstöður úr könnuninni Stofnun ársins 2015 og Fyrirtæki ársins 2015 voru kynntar í Hörpunni síðdegis í dag. 7. maí 2015 22:41
Sýslumaðurinn á Hvolsvelli og Umferðarstofa stofnanir ársins Umferðarstofa og Sýslumaðurinn á Hvolsvelli eru stofnanir ársins 2010 samkvæmt könnun SFR stéttarfélags sem stendur að vali á stofnun ársins. Niðurstöðurnar voru kynntar á Hótel Nordica seinnipartinn í dag. 7. maí 2010 17:45