Hin víðtæku og jákvæðu áhrif þess að spila í lúðrasveit 18. febrúar 2025 08:05 Um nýliðna helgi fór fram árlegt landsmót Samband íslenskra skólalúðrasveita. Þar komu saman á Akureyri 170 hljóðfæranemendur af unglingastigi til þess að spila og njóta félagsskapar hvors annars. Undirrituð þekkir vel eftirvæntinguna fyrir lúðrasveitarlandsmótum enda uppalin trompetleikari í Tónlistarskóla Árnesinga. Þar eignast maður nýja vini og fær mikla hvatningu og innblástur fyrir áframhaldandi tónlistarnámi. Það að spila saman í lúðrasveit er eins og íþróttirnar, mjög gott forvarnar- og æskulýðsstarf. En það sem aðskilur samspilshópa eins og lúðrasveitir frá íþróttaiðkun er meðal annars að það er búið að taka keppnisþáttinn út úr menginu. Í öllu samspili hittast hljóðfæranemendur í þeim tilgangi að búa til sameiginlega afurð, tónverk sem flutt er á tónleikum. Öll hafa sama markmið um að ná sem bestu tökum á viðfangsefninu og stór hluti af því er að nota virka hlustun, finna sínum tóni farveg á meðal hinna og uppgötva samhljóminn, hvernig hann tekur á sig ólíkar myndir á ólíkum stöðum í þeim verkum sem spiluð eru hverju sinni. Hver og einn spilar mikilvægt hlutverk og öll eru jafningjar. Víða um land eru öflugar skólahljómsveitir og aðrir samspilahópar sem nemendur stunda samhliða námi í tónlistarkennslu sem fer öllu jafna fram í einkatímum. Fjölmargar rannsóknir sýna fram á jákvæð tengsl milli tónlistarnáms og árangurs á öðrum sviðum náms. Rannsóknir hafa leitt í ljós að nemendur sem stunda tónlistarnám sýna oft betri frammistöðu í stærðfræði. Þetta gæti verið vegna þess að tónlistarnám eflir hæfni í að þekkja mynstur og rökfræði, sem eru lykilatriði í stærðfræði. Tónlistarnám getur stuðlað að betri málskilningi og lestrarfærni því þjálfunin eykur næmni fyrir hljóðum, sem getur bætt hljóðgreiningu og þar með lestrargetu. Samspil í tónlist, eins og að spila í hljómsveit eða kór, getur meðal annars eflt félagsfærni, samvinnu og sjálfsaga. Þessar niðurstöður benda til þess að tónlistarnám geti haft víðtæk jákvæð áhrif á nám og þroska barna. Tónlistarskólakerfið á Íslandi er einstakt og mikilvægt að standa vörð um það, þó fullt tilefni sé til þess að skoða hvort hægt sé að þróa hljómsveitarfyrirkomulagið þannig að fleiri komist að og fái að njóta ávinningsins sem fylgir því að læra á hljóðfæri og taka þátt í samspili. Í ljósi þess að tónlistarkennsla getur haft jákvæð áhrif á ýmsa þætti náms og þroska barna ætti það að vera sameiginlegt verkefni okkar allra, ríkis og sveitarfélaga að standa vörð um tónlistarnám og tónlistarkennara og finna leiðir til að útvíkka námið og gera aðgengilegt öllum börnum. Meðfylgjandi er upptaka af tónleikum frá landsmóti skólalúðrasveita 16. febrúar 2025 þar sem allir hljóðfæraleikarar, um 170 ungmenni, sameinuðust í flutningi á Þursafóníunni í útsetningu Össurar Geirssonar. Syrpan inniheldur íslensk þjóðlög ásamt tónlist eftir Egil Ólafsson og er byggð á útsetningum Þursaflokksins á þessum lögum. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Rannsóknir og greinar sem vitnað er til: https://eur03.safelinks.protection.outlook.com/?url=https%3A%2F%2Fpmc.ncbi.nlm.nih.gov%2Farticles%2FPMC9326760%2F%3Futm_source%3Dchatgpt.com&data=05%7C02%7Cfrettir%40stod2.is%7C69a0e48b04f54771d87e08dd4feead3d%7C7fe09985587e46b9bd0528d14474ed2c%7C0%7C0%7C638754608855619409%7CUnknown%7CTWFpbGZsb3d8eyJFbXB0eU1hcGkiOnRydWUsIlYiOiIwLjAuMDAwMCIsIlAiOiJXaW4zMiIsIkFOIjoiTWFpbCIsIldUIjoyfQ%3D%3D%7C0%7C%7C%7C&sdata=FzAS7cY9Ozo0UIxmOxswGAeRFqMgRIiE6KTz%2FJFOwHE%3D&reserved=0 https://eur03.safelinks.protection.outlook.com/?url=https%3A%2F%2Ftoday.usc.edu%2Fmusic-education-research%2F%3Futm_source%3Dchatgpt.com&data=05%7C02%7Cfrettir%40stod2.is%7C69a0e48b04f54771d87e08dd4feead3d%7C7fe09985587e46b9bd0528d14474ed2c%7C0%7C0%7C638754608855633190%7CUnknown%7CTWFpbGZsb3d8eyJFbXB0eU1hcGkiOnRydWUsIlYiOiIwLjAuMDAwMCIsIlAiOiJXaW4zMiIsIkFOIjoiTWFpbCIsIldUIjoyfQ%3D%3D%7C0%7C%7C%7C&sdata=nML4gHbXlBDymCchVjMMFkg1YD0bnz%2F1b7roS4qwyoc%3D&reserved=0 https://eur03.safelinks.protection.outlook.com/?url=https%3A%2F%2Fwww.researchgate.net%2Fpublication%2F242560857_The_power_of_music_Its_impact_on_the_intellectual_social_and_personal_development_of_children_and_young_people&data=05%7C02%7Cfrettir%40stod2.is%7C69a0e48b04f54771d87e08dd4feead3d%7C7fe09985587e46b9bd0528d14474ed2c%7C0%7C0%7C638754608855785062%7CUnknown%7CTWFpbGZsb3d8eyJFbXB0eU1hcGkiOnRydWUsIlYiOiIwLjAuMDAwMCIsIlAiOiJXaW4zMiIsIkFOIjoiTWFpbCIsIldUIjoyfQ%3D%3D%7C0%7C%7C%7C&sdata=FTRkyd2BTF3cHHd27lYwUXWpl7nSj58T2oNYq86n0K8%3D&reserved=0 https://eur03.safelinks.protection.outlook.com/?url=https%3A%2F%2Fwww.davidpublisher.com%2FPublic%2Fuploads%2FContribute%2F66f9122667f91.pdf%3Futm_source%3Dchatgpt.com&data=05%7C02%7Cfrettir%40stod2.is%7C69a0e48b04f54771d87e08dd4feead3d%7C7fe09985587e46b9bd0528d14474ed2c%7C0%7C0%7C638754608855799260%7CUnknown%7CTWFpbGZsb3d8eyJFbXB0eU1hcGkiOnRydWUsIlYiOiIwLjAuMDAwMCIsIlAiOiJXaW4zMiIsIkFOIjoiTWFpbCIsIldUIjoyfQ%3D%3D%7C0%7C%7C%7C&sdata=IIut3J0xhUql0HSSs%2B9XTkD1gfHqe45A5RnGDPqA7L4%3D&reserved=0 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ása Berglind Hjálmarsdóttir Menning Tónlistarnám Mest lesið Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Sjá meira
Um nýliðna helgi fór fram árlegt landsmót Samband íslenskra skólalúðrasveita. Þar komu saman á Akureyri 170 hljóðfæranemendur af unglingastigi til þess að spila og njóta félagsskapar hvors annars. Undirrituð þekkir vel eftirvæntinguna fyrir lúðrasveitarlandsmótum enda uppalin trompetleikari í Tónlistarskóla Árnesinga. Þar eignast maður nýja vini og fær mikla hvatningu og innblástur fyrir áframhaldandi tónlistarnámi. Það að spila saman í lúðrasveit er eins og íþróttirnar, mjög gott forvarnar- og æskulýðsstarf. En það sem aðskilur samspilshópa eins og lúðrasveitir frá íþróttaiðkun er meðal annars að það er búið að taka keppnisþáttinn út úr menginu. Í öllu samspili hittast hljóðfæranemendur í þeim tilgangi að búa til sameiginlega afurð, tónverk sem flutt er á tónleikum. Öll hafa sama markmið um að ná sem bestu tökum á viðfangsefninu og stór hluti af því er að nota virka hlustun, finna sínum tóni farveg á meðal hinna og uppgötva samhljóminn, hvernig hann tekur á sig ólíkar myndir á ólíkum stöðum í þeim verkum sem spiluð eru hverju sinni. Hver og einn spilar mikilvægt hlutverk og öll eru jafningjar. Víða um land eru öflugar skólahljómsveitir og aðrir samspilahópar sem nemendur stunda samhliða námi í tónlistarkennslu sem fer öllu jafna fram í einkatímum. Fjölmargar rannsóknir sýna fram á jákvæð tengsl milli tónlistarnáms og árangurs á öðrum sviðum náms. Rannsóknir hafa leitt í ljós að nemendur sem stunda tónlistarnám sýna oft betri frammistöðu í stærðfræði. Þetta gæti verið vegna þess að tónlistarnám eflir hæfni í að þekkja mynstur og rökfræði, sem eru lykilatriði í stærðfræði. Tónlistarnám getur stuðlað að betri málskilningi og lestrarfærni því þjálfunin eykur næmni fyrir hljóðum, sem getur bætt hljóðgreiningu og þar með lestrargetu. Samspil í tónlist, eins og að spila í hljómsveit eða kór, getur meðal annars eflt félagsfærni, samvinnu og sjálfsaga. Þessar niðurstöður benda til þess að tónlistarnám geti haft víðtæk jákvæð áhrif á nám og þroska barna. Tónlistarskólakerfið á Íslandi er einstakt og mikilvægt að standa vörð um það, þó fullt tilefni sé til þess að skoða hvort hægt sé að þróa hljómsveitarfyrirkomulagið þannig að fleiri komist að og fái að njóta ávinningsins sem fylgir því að læra á hljóðfæri og taka þátt í samspili. Í ljósi þess að tónlistarkennsla getur haft jákvæð áhrif á ýmsa þætti náms og þroska barna ætti það að vera sameiginlegt verkefni okkar allra, ríkis og sveitarfélaga að standa vörð um tónlistarnám og tónlistarkennara og finna leiðir til að útvíkka námið og gera aðgengilegt öllum börnum. Meðfylgjandi er upptaka af tónleikum frá landsmóti skólalúðrasveita 16. febrúar 2025 þar sem allir hljóðfæraleikarar, um 170 ungmenni, sameinuðust í flutningi á Þursafóníunni í útsetningu Össurar Geirssonar. Syrpan inniheldur íslensk þjóðlög ásamt tónlist eftir Egil Ólafsson og er byggð á útsetningum Þursaflokksins á þessum lögum. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Rannsóknir og greinar sem vitnað er til: https://eur03.safelinks.protection.outlook.com/?url=https%3A%2F%2Fpmc.ncbi.nlm.nih.gov%2Farticles%2FPMC9326760%2F%3Futm_source%3Dchatgpt.com&data=05%7C02%7Cfrettir%40stod2.is%7C69a0e48b04f54771d87e08dd4feead3d%7C7fe09985587e46b9bd0528d14474ed2c%7C0%7C0%7C638754608855619409%7CUnknown%7CTWFpbGZsb3d8eyJFbXB0eU1hcGkiOnRydWUsIlYiOiIwLjAuMDAwMCIsIlAiOiJXaW4zMiIsIkFOIjoiTWFpbCIsIldUIjoyfQ%3D%3D%7C0%7C%7C%7C&sdata=FzAS7cY9Ozo0UIxmOxswGAeRFqMgRIiE6KTz%2FJFOwHE%3D&reserved=0 https://eur03.safelinks.protection.outlook.com/?url=https%3A%2F%2Ftoday.usc.edu%2Fmusic-education-research%2F%3Futm_source%3Dchatgpt.com&data=05%7C02%7Cfrettir%40stod2.is%7C69a0e48b04f54771d87e08dd4feead3d%7C7fe09985587e46b9bd0528d14474ed2c%7C0%7C0%7C638754608855633190%7CUnknown%7CTWFpbGZsb3d8eyJFbXB0eU1hcGkiOnRydWUsIlYiOiIwLjAuMDAwMCIsIlAiOiJXaW4zMiIsIkFOIjoiTWFpbCIsIldUIjoyfQ%3D%3D%7C0%7C%7C%7C&sdata=nML4gHbXlBDymCchVjMMFkg1YD0bnz%2F1b7roS4qwyoc%3D&reserved=0 https://eur03.safelinks.protection.outlook.com/?url=https%3A%2F%2Fwww.researchgate.net%2Fpublication%2F242560857_The_power_of_music_Its_impact_on_the_intellectual_social_and_personal_development_of_children_and_young_people&data=05%7C02%7Cfrettir%40stod2.is%7C69a0e48b04f54771d87e08dd4feead3d%7C7fe09985587e46b9bd0528d14474ed2c%7C0%7C0%7C638754608855785062%7CUnknown%7CTWFpbGZsb3d8eyJFbXB0eU1hcGkiOnRydWUsIlYiOiIwLjAuMDAwMCIsIlAiOiJXaW4zMiIsIkFOIjoiTWFpbCIsIldUIjoyfQ%3D%3D%7C0%7C%7C%7C&sdata=FTRkyd2BTF3cHHd27lYwUXWpl7nSj58T2oNYq86n0K8%3D&reserved=0 https://eur03.safelinks.protection.outlook.com/?url=https%3A%2F%2Fwww.davidpublisher.com%2FPublic%2Fuploads%2FContribute%2F66f9122667f91.pdf%3Futm_source%3Dchatgpt.com&data=05%7C02%7Cfrettir%40stod2.is%7C69a0e48b04f54771d87e08dd4feead3d%7C7fe09985587e46b9bd0528d14474ed2c%7C0%7C0%7C638754608855799260%7CUnknown%7CTWFpbGZsb3d8eyJFbXB0eU1hcGkiOnRydWUsIlYiOiIwLjAuMDAwMCIsIlAiOiJXaW4zMiIsIkFOIjoiTWFpbCIsIldUIjoyfQ%3D%3D%7C0%7C%7C%7C&sdata=IIut3J0xhUql0HSSs%2B9XTkD1gfHqe45A5RnGDPqA7L4%3D&reserved=0
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun