Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn! Erlingur Erlingsson skrifar 19. febrúar 2025 12:02 Silja Bára Ómarsdóttir býður sig fram sem rektor Háskóla Íslands. Háskóli Íslands er hryggjarstykkið í æðri menntun og rannsóknum á Íslandi og er ein þeirra stofnana sem Íslendingar bera mest traust til. Háskólasamfélagið er ómissandi undirstaða efnahagslífs okkar, enda stuðlar það að uppbyggingu hæfni og þekkingar sem knýja vinnumarkaðinn áfram, auk ómissandi akademískra rannsókna. Fyrir utan þetta efnahagslega undirstöðuhlutverk, gegnir Háskólinn mikilvægu hlutverki í samfélaginu sem felst í því að halda uppi almennri umræðu um mikilvæg samfélagsmál, sem og að skapa grundvöll fyrir samtalið um gildi og stefnu samfélagsins á heimspekilegum og siðferðislegum grundvelli. Því er mikið í húfi að til starfsins veljist einstaklingur sem er kraftmikill og ráðagóður og sem getur reynst öflugur sporfari. Velferð Íslands er nátengd styrk háskólasamfélagsins og það er mikilvægt þjóðarhagsmunum að eiga öfluga háskóla á Íslandi - þar er Háskóli Íslands lykilstofnun. Vel þekkt er að háskólinn hefur lengi búið við þröngan kost, og það hefur verið markmið stjórnvalda að efla háskólastarf og fjármögnun háskólastigsins. Erfiður rekstrargrundvöllur háskóla minnkar samkeppnisfærni okkar og er að mínu viti eitt lykilverkefna nýs rektors að vinna með stjórnvöldum að því að færa rekstrarforsendur Háskólans til betri vegar, enda þjóðarhagur að svo verði. Þetta er eitt af lykiláherslumálum Silju Báru. Ég þekki Silju Báru aðeins af góðum verkum og er hún bæði kraftmikil og hugmyndarík. Hún hefur langa og víðtæka reynslu innan Háskólans, sem og að hafa komið að alþjóðlegu starfi skólans og þekkja mjög vel erlenda afburðaháskóla - sem ættu að vera fyrirmynd Háskóla Íslands. Hún hefur starfað í hinum ýmsu nefndum Háskóla Íslands, veitt stofnunum forystu og situr nú í háskólaráði og hefur því góða þekkingu á þeim verkefnum sem bíða rektors. Ég sótti mitt háskóla- og framhaldsnám erlendis og horfi því mjög á Háskóla Íslands með þeim augum og ber saman við bestu háskóla heims. Eins sinnti ég stundakennslu við skólann í haust. Margt hefur áunnist í því að efla rannsóknir og kennslu innan háskólans og færa skólann í átt til þess að vera samanburðarhæfur við bestu skóla erlendis, en þó er í því enn mikið verk óunnið. Íslendingar ættu að setja sér það markmið að Háskólinn væri meðal þeirra fremstu í Evrópu, og fjárfesta í þessari lykilstofnun til að svo verði. Ég er sannfærður um að Silja Bára yrði farsæll rektor og að hennar starf yrði mikil lyftistöng fyrir háskólann og þessa stærri hagsmuni Íslands. Hún hefur lag á því að fá fólk í lið með sér til þess að takast á við verkefni og hefur því nauðsynlega hógværð leiðtoga sem er dýrmætur og sjaldgæfur eiginleiki. Ég hvet þá sem koma að kjöri rektors að veita henni sitt atkvæði. Höfundur er hernaðarsagnfræðingur og sjálfstætt starfandi ráðgjafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Háskólar Rektorskjör við Háskóla Íslands Erlingur Erlingsson Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Silja Bára Ómarsdóttir býður sig fram sem rektor Háskóla Íslands. Háskóli Íslands er hryggjarstykkið í æðri menntun og rannsóknum á Íslandi og er ein þeirra stofnana sem Íslendingar bera mest traust til. Háskólasamfélagið er ómissandi undirstaða efnahagslífs okkar, enda stuðlar það að uppbyggingu hæfni og þekkingar sem knýja vinnumarkaðinn áfram, auk ómissandi akademískra rannsókna. Fyrir utan þetta efnahagslega undirstöðuhlutverk, gegnir Háskólinn mikilvægu hlutverki í samfélaginu sem felst í því að halda uppi almennri umræðu um mikilvæg samfélagsmál, sem og að skapa grundvöll fyrir samtalið um gildi og stefnu samfélagsins á heimspekilegum og siðferðislegum grundvelli. Því er mikið í húfi að til starfsins veljist einstaklingur sem er kraftmikill og ráðagóður og sem getur reynst öflugur sporfari. Velferð Íslands er nátengd styrk háskólasamfélagsins og það er mikilvægt þjóðarhagsmunum að eiga öfluga háskóla á Íslandi - þar er Háskóli Íslands lykilstofnun. Vel þekkt er að háskólinn hefur lengi búið við þröngan kost, og það hefur verið markmið stjórnvalda að efla háskólastarf og fjármögnun háskólastigsins. Erfiður rekstrargrundvöllur háskóla minnkar samkeppnisfærni okkar og er að mínu viti eitt lykilverkefna nýs rektors að vinna með stjórnvöldum að því að færa rekstrarforsendur Háskólans til betri vegar, enda þjóðarhagur að svo verði. Þetta er eitt af lykiláherslumálum Silju Báru. Ég þekki Silju Báru aðeins af góðum verkum og er hún bæði kraftmikil og hugmyndarík. Hún hefur langa og víðtæka reynslu innan Háskólans, sem og að hafa komið að alþjóðlegu starfi skólans og þekkja mjög vel erlenda afburðaháskóla - sem ættu að vera fyrirmynd Háskóla Íslands. Hún hefur starfað í hinum ýmsu nefndum Háskóla Íslands, veitt stofnunum forystu og situr nú í háskólaráði og hefur því góða þekkingu á þeim verkefnum sem bíða rektors. Ég sótti mitt háskóla- og framhaldsnám erlendis og horfi því mjög á Háskóla Íslands með þeim augum og ber saman við bestu háskóla heims. Eins sinnti ég stundakennslu við skólann í haust. Margt hefur áunnist í því að efla rannsóknir og kennslu innan háskólans og færa skólann í átt til þess að vera samanburðarhæfur við bestu skóla erlendis, en þó er í því enn mikið verk óunnið. Íslendingar ættu að setja sér það markmið að Háskólinn væri meðal þeirra fremstu í Evrópu, og fjárfesta í þessari lykilstofnun til að svo verði. Ég er sannfærður um að Silja Bára yrði farsæll rektor og að hennar starf yrði mikil lyftistöng fyrir háskólann og þessa stærri hagsmuni Íslands. Hún hefur lag á því að fá fólk í lið með sér til þess að takast á við verkefni og hefur því nauðsynlega hógværð leiðtoga sem er dýrmætur og sjaldgæfur eiginleiki. Ég hvet þá sem koma að kjöri rektors að veita henni sitt atkvæði. Höfundur er hernaðarsagnfræðingur og sjálfstætt starfandi ráðgjafi.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun