Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar 22. febrúar 2025 07:01 Varasjóður VR hefur verið nokkuð til umræðu núna í kosningabaráttunni til formanns og stjórnar í félaginu. Í þeirri umræðu er gott að byrja á að átta sig á því hvernig fyrirkomulagið er í dag. Samkvæmt kjarasamningum leggja atvinnurekendur 1% af launum launamanns í sjúkrasjóð félagsins og sjá einnig um innheimtu í félagssjóð og orlofsjóð. Í VR er hluti af framlagi í orlofssjóð og sjúkrasjóð lagt í sérstakan varasjóð sem er séreign hvers félagsmanns og er inneign í sjóðnum því í hlutfalli við laun viðkomandi. Inneign í varasjóð geta félagsmenn nýtt til að greiða t.d. fyrir orlofsþjónustu, líkamsrækt – og búnað, læknisþjónustu, sálfræðiþjónustu, tannlækningar og gleraugu svo eitthvað sé nefnt. Úr varasjóðnum eru því greiddir þeir heilbrigðistengdu styrkir sem í flestum öðrum stéttarfélögum eru greiddir úr sjúkrasjóði. Auk varasjóðsins á félagsfólk svo réttindi í sjúkrasjóði sem tryggir afkomu þegar slys eða veikindi ber að höndum og veikindaréttur hjá atvinnurekenda er tæmdur. Nokkuð hefur verið rætt um það nú í aðdraganda kosninga hvort þetta tvískipta fyrirkomulag í VR sé heppilegt eða hvort taka eigi upp sambærilegar reglur og í öðrum félögum þar sem styrkjum til heilbrigðistengdra þátta er úthlutað úr sameiginlegum sjúkrasjóði byggt á ávinnslu. Það er rétt sem fram kemur í umræðunni að slíkt kerfi getur falið í sér meiri jöfnuð og hærri styrki til tiltekins hóps félagsmanna, en á sama tíma eru líkur til þess að þá þyrfti að afmarka styrki í meira mæli en nú er. Staðreyndin er eftir sem áður sú að úthlutunarreglur og skipulag sjóða breyta engu um þá heildarfjárhæð sem til skiptanna er og umræðan um varasjóðinn er því í reynd umræða um hversu víðtæk samtrygging félagsfólks á að vera og hversu langt á að ganga í að sérgreina réttindi einstaklinga til styrkja. Þetta er umræða sem fara þarf fram með félagsfólki VR. Við þurfum að tala af ábyrgð um fjármuni félagsmanna og hvernig þeim er varið án þess að setja fram innihaldslítil gylliboð. Við eigum líka að ræða hlutverk sjóðanna í stærra samhengi og hvernig ríki, sveitarfélög og atvinnurekendur eru gjörn á að koma verkefnum sem eiga að vera á samfélagslegum grunni yfir á sjóði launafólks sem í grunninn eru stofnaðir til að tryggja afkomu félagsmanna í veikindum og slysum. Stuðningur sjóðanna við að standa straum af kostnaði við sjálfsagða heilbrigðisþjónustu og hjálpartæki á borð við gleraugu og heyrnatæki, er birtingarmynd þess að víða er pottur brotinn í aðgangi að sjálfsagðri velferðarþjónustu í landinu sem verkalýðshreyfingin hefur í gegnum sjóði sína reynt að bæta úr. Ræðum málefnalega um fyrirkomulagið hjá okkur í VR en gleymum því ekki að standa saman í því að sækja á stjórnvöld um að þau sinni þeim verkefnum sem þeim ber. Fyrir því mun ég berjast sem formaður VR. Höfundur er viðskiptafræðingur og býður sig fram til formanns VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Formannskjör í VR 2025 Flosi Eiríksson Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
Varasjóður VR hefur verið nokkuð til umræðu núna í kosningabaráttunni til formanns og stjórnar í félaginu. Í þeirri umræðu er gott að byrja á að átta sig á því hvernig fyrirkomulagið er í dag. Samkvæmt kjarasamningum leggja atvinnurekendur 1% af launum launamanns í sjúkrasjóð félagsins og sjá einnig um innheimtu í félagssjóð og orlofsjóð. Í VR er hluti af framlagi í orlofssjóð og sjúkrasjóð lagt í sérstakan varasjóð sem er séreign hvers félagsmanns og er inneign í sjóðnum því í hlutfalli við laun viðkomandi. Inneign í varasjóð geta félagsmenn nýtt til að greiða t.d. fyrir orlofsþjónustu, líkamsrækt – og búnað, læknisþjónustu, sálfræðiþjónustu, tannlækningar og gleraugu svo eitthvað sé nefnt. Úr varasjóðnum eru því greiddir þeir heilbrigðistengdu styrkir sem í flestum öðrum stéttarfélögum eru greiddir úr sjúkrasjóði. Auk varasjóðsins á félagsfólk svo réttindi í sjúkrasjóði sem tryggir afkomu þegar slys eða veikindi ber að höndum og veikindaréttur hjá atvinnurekenda er tæmdur. Nokkuð hefur verið rætt um það nú í aðdraganda kosninga hvort þetta tvískipta fyrirkomulag í VR sé heppilegt eða hvort taka eigi upp sambærilegar reglur og í öðrum félögum þar sem styrkjum til heilbrigðistengdra þátta er úthlutað úr sameiginlegum sjúkrasjóði byggt á ávinnslu. Það er rétt sem fram kemur í umræðunni að slíkt kerfi getur falið í sér meiri jöfnuð og hærri styrki til tiltekins hóps félagsmanna, en á sama tíma eru líkur til þess að þá þyrfti að afmarka styrki í meira mæli en nú er. Staðreyndin er eftir sem áður sú að úthlutunarreglur og skipulag sjóða breyta engu um þá heildarfjárhæð sem til skiptanna er og umræðan um varasjóðinn er því í reynd umræða um hversu víðtæk samtrygging félagsfólks á að vera og hversu langt á að ganga í að sérgreina réttindi einstaklinga til styrkja. Þetta er umræða sem fara þarf fram með félagsfólki VR. Við þurfum að tala af ábyrgð um fjármuni félagsmanna og hvernig þeim er varið án þess að setja fram innihaldslítil gylliboð. Við eigum líka að ræða hlutverk sjóðanna í stærra samhengi og hvernig ríki, sveitarfélög og atvinnurekendur eru gjörn á að koma verkefnum sem eiga að vera á samfélagslegum grunni yfir á sjóði launafólks sem í grunninn eru stofnaðir til að tryggja afkomu félagsmanna í veikindum og slysum. Stuðningur sjóðanna við að standa straum af kostnaði við sjálfsagða heilbrigðisþjónustu og hjálpartæki á borð við gleraugu og heyrnatæki, er birtingarmynd þess að víða er pottur brotinn í aðgangi að sjálfsagðri velferðarþjónustu í landinu sem verkalýðshreyfingin hefur í gegnum sjóði sína reynt að bæta úr. Ræðum málefnalega um fyrirkomulagið hjá okkur í VR en gleymum því ekki að standa saman í því að sækja á stjórnvöld um að þau sinni þeim verkefnum sem þeim ber. Fyrir því mun ég berjast sem formaður VR. Höfundur er viðskiptafræðingur og býður sig fram til formanns VR.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun