Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar 25. febrúar 2025 16:32 Lengi hefur því verið haldið fram að íslenska þjóðin sé að eldast. Þetta hefur svo legið til grundvallar framtíðarspám hjá ríki og sveitarfélögum fyrir ýmsa samfélagslega þætti eins og þörf á heilbrigðisþjónustu, öldrunarþjónustu, byggingu hjúkrunarheimila og fleira. Þetta var einnig forsendan fyrir því að skerða lífeyrisréttindi sjóðsfélaga í Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins (LSR) að meðaltali um 10% árið 2023. Skýringin sem var þá gefin var að endurreikna þyrfti lífslíkur sjóðsfélaga vegna hækkandi lífaldurs þeirra. Skerðingin var svo keyrð í gegn þrátt fyrir aðfinnslur Fjármálaeftirlitsins. Nokkur dómsmál eru í farvatninu þar sem lögmæti þessarar skerðingar verður dregið í efa. Íslenska þjóðin er ein sú yngsta í heiminum sem þýðir að hlutfall þeirra sem eru 65 ára og eldri er talsvert lægra hér en í öðrum löndum. Starfsævin hér á landi er einnig sú lengsta í Evrópu, eða tæplega 46 ár. Þessar tvær staðreyndir ættu að auðvelda lífeyrissjóðum það verkefni að geta skilað sjóðfélögum sínum góðum lífeyri en engu að síður hefur verið gripið til skerðinga. Lífeyrissjóðum er nauðsyn að komast sem næst því hve sjóðsfélagar lifa lengi að meðaltali. Þar liggja til grundvallar útreikningar á lífslíkum sem taka meðal annars mið af aldri og kyni þeirra sem látast á hverju ári. Lífslikur segja svo til um væntan meðallífaldur sjóðsfélaganna og ákvarða þannig hver skuldbinding sjóðsins verður til framtíðar. Tölur frá Hagstofunni sýna að meðalævilengd þjóðarinnar hefur staðið í stað síðan 2012, eins og grafið að neðan sýnir. Rök LSR fyrir skerðingunni 2023 voru þau að lífslíkur sjóðsfélaga væru hærri en gengur og gerist hjá þjóðinni, það er að þeir lifi lengur. Vitað er að meirihluti sjóðsfélaga í LSR eru konur sem lifa lengur en karlar og svo er hlutfall háskólamenntaðra í sjóðnum hærra en þverskurður af þjóðinni segir til um. Ef tekið er tillit til þessara þátta virðist munurinn á tölum Hagstofunnar og útreikninga Félags íslenskra tryggingarstærðfræðinga (FÍT) samt sem áður vera allt of mikill, sjóðsfélögum í óhag. Þessi mismunur vekur spurningar um þá aðferðarfræði sem FÍT notar við þessa útreikninga. FÍT telur að lífaldur og lífslíkur séu að hækka hér á landi en tölur Hagstofunnar sýna að þessar breytur standa í stað síðasta áratuginn. Sú þróun í þá veru að líflslíkur standi í stað og jafnvel lækki, hefur verið að koma fram hjá fleiri Evrópulöndum enÍslandi. Aldurskúrfa ævilengdar er því heilt yfir að fletjast út en ekki að hækka sem þó var forsendan fyrir skerðingunni hjá LSR árið 2023 eins og áður var nefnt. Þetta þýðir að sjóðsfélagar í íslenskum lífeyrissjóðum eru að fá lægri lífeyrisgreiðslur en þeir ættu að fá. Þessi þróun var svo undirstrikuð í niðurstöðum rannsóknar sem nýverið voru birtar í hinu virta heilbrigðistímariti Lancet en þar voru rannsakaðar lífslíkur í Evrópu, að Íslandi meðtöldu, frá tímabilinu 1990-2021. Eina landið sem sýndi hækkandi lífslíkur var Noregur en hin löndin stóðu í stað eða lækkuðu. Þetta undirstrikar niðurstöður Hagstofunnar um það að meðalævilengd íslensku þjóðarinnar hafi staðið í stað undanfarin ár, eða allt frá árinu 2012, og síðasta mæling Hagstofunnar sýnir svo að meðalævilengd þjóðarinnar er að lækka. Það er því ýmislegt sem vekur spurningar um útreikninga FÍT á lífslíkum sjóðsfélaga LSR. Samkvæmt 14. gr. reglugerðar um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, nr. 391/1998, er kveðið á um að við mat á dánar- og lífslíkum skuli nota nýjustu dánar- og eftirlifendatöflur, sem útgefnar eru af ráðherra að fengnum tillögum FÍT. Þetta þýðir að málið snertir alla lífeyrissjóði landsins. Enginn þar til bær aðili gæðavottar útreikninga né aðferðir FÍT. Vissulega er Fjármálaeftirlitið eftirlitsaðili með íslenskum lífeyrissjóðum en hér þarf til sérhæfðari fagaðila. Það er því kominn tími til að endurskoða þá aðferðarfræði sem notast er við í útreikningum á lífslíkum sjóðsfélaga hjá íslenskum lífeyrissjóðum og fá hlutlausan fagaðila til að fara yfir hana. Síðast en ekki síst er mikilvægt að gera ráð fyrir því að þjóðin sé hætt að eldast og skila lífeyrisskerðingum til baka til sjóðsfélaga. Höfundur er hagfræðingur, MSc. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lífeyrissjóðir Eldri borgarar Mest lesið Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun Skoðun Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Lengi hefur því verið haldið fram að íslenska þjóðin sé að eldast. Þetta hefur svo legið til grundvallar framtíðarspám hjá ríki og sveitarfélögum fyrir ýmsa samfélagslega þætti eins og þörf á heilbrigðisþjónustu, öldrunarþjónustu, byggingu hjúkrunarheimila og fleira. Þetta var einnig forsendan fyrir því að skerða lífeyrisréttindi sjóðsfélaga í Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins (LSR) að meðaltali um 10% árið 2023. Skýringin sem var þá gefin var að endurreikna þyrfti lífslíkur sjóðsfélaga vegna hækkandi lífaldurs þeirra. Skerðingin var svo keyrð í gegn þrátt fyrir aðfinnslur Fjármálaeftirlitsins. Nokkur dómsmál eru í farvatninu þar sem lögmæti þessarar skerðingar verður dregið í efa. Íslenska þjóðin er ein sú yngsta í heiminum sem þýðir að hlutfall þeirra sem eru 65 ára og eldri er talsvert lægra hér en í öðrum löndum. Starfsævin hér á landi er einnig sú lengsta í Evrópu, eða tæplega 46 ár. Þessar tvær staðreyndir ættu að auðvelda lífeyrissjóðum það verkefni að geta skilað sjóðfélögum sínum góðum lífeyri en engu að síður hefur verið gripið til skerðinga. Lífeyrissjóðum er nauðsyn að komast sem næst því hve sjóðsfélagar lifa lengi að meðaltali. Þar liggja til grundvallar útreikningar á lífslíkum sem taka meðal annars mið af aldri og kyni þeirra sem látast á hverju ári. Lífslikur segja svo til um væntan meðallífaldur sjóðsfélaganna og ákvarða þannig hver skuldbinding sjóðsins verður til framtíðar. Tölur frá Hagstofunni sýna að meðalævilengd þjóðarinnar hefur staðið í stað síðan 2012, eins og grafið að neðan sýnir. Rök LSR fyrir skerðingunni 2023 voru þau að lífslíkur sjóðsfélaga væru hærri en gengur og gerist hjá þjóðinni, það er að þeir lifi lengur. Vitað er að meirihluti sjóðsfélaga í LSR eru konur sem lifa lengur en karlar og svo er hlutfall háskólamenntaðra í sjóðnum hærra en þverskurður af þjóðinni segir til um. Ef tekið er tillit til þessara þátta virðist munurinn á tölum Hagstofunnar og útreikninga Félags íslenskra tryggingarstærðfræðinga (FÍT) samt sem áður vera allt of mikill, sjóðsfélögum í óhag. Þessi mismunur vekur spurningar um þá aðferðarfræði sem FÍT notar við þessa útreikninga. FÍT telur að lífaldur og lífslíkur séu að hækka hér á landi en tölur Hagstofunnar sýna að þessar breytur standa í stað síðasta áratuginn. Sú þróun í þá veru að líflslíkur standi í stað og jafnvel lækki, hefur verið að koma fram hjá fleiri Evrópulöndum enÍslandi. Aldurskúrfa ævilengdar er því heilt yfir að fletjast út en ekki að hækka sem þó var forsendan fyrir skerðingunni hjá LSR árið 2023 eins og áður var nefnt. Þetta þýðir að sjóðsfélagar í íslenskum lífeyrissjóðum eru að fá lægri lífeyrisgreiðslur en þeir ættu að fá. Þessi þróun var svo undirstrikuð í niðurstöðum rannsóknar sem nýverið voru birtar í hinu virta heilbrigðistímariti Lancet en þar voru rannsakaðar lífslíkur í Evrópu, að Íslandi meðtöldu, frá tímabilinu 1990-2021. Eina landið sem sýndi hækkandi lífslíkur var Noregur en hin löndin stóðu í stað eða lækkuðu. Þetta undirstrikar niðurstöður Hagstofunnar um það að meðalævilengd íslensku þjóðarinnar hafi staðið í stað undanfarin ár, eða allt frá árinu 2012, og síðasta mæling Hagstofunnar sýnir svo að meðalævilengd þjóðarinnar er að lækka. Það er því ýmislegt sem vekur spurningar um útreikninga FÍT á lífslíkum sjóðsfélaga LSR. Samkvæmt 14. gr. reglugerðar um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, nr. 391/1998, er kveðið á um að við mat á dánar- og lífslíkum skuli nota nýjustu dánar- og eftirlifendatöflur, sem útgefnar eru af ráðherra að fengnum tillögum FÍT. Þetta þýðir að málið snertir alla lífeyrissjóði landsins. Enginn þar til bær aðili gæðavottar útreikninga né aðferðir FÍT. Vissulega er Fjármálaeftirlitið eftirlitsaðili með íslenskum lífeyrissjóðum en hér þarf til sérhæfðari fagaðila. Það er því kominn tími til að endurskoða þá aðferðarfræði sem notast er við í útreikningum á lífslíkum sjóðsfélaga hjá íslenskum lífeyrissjóðum og fá hlutlausan fagaðila til að fara yfir hana. Síðast en ekki síst er mikilvægt að gera ráð fyrir því að þjóðin sé hætt að eldast og skila lífeyrisskerðingum til baka til sjóðsfélaga. Höfundur er hagfræðingur, MSc.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun