Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar 26. febrúar 2025 12:16 Þegar Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna var samþykkt árið 1948, átti hún að tryggja öllum alþjóðleg grundvallarréttindi. Skömmu síðar skrifaði heimspekingurinn Hannah Arendt ritgerð þar sem hún benti á að þetta væri í raun blekking. Hún benti á mótsögnina í mannréttindum: Þau eiga að vera algild og óafsalanleg réttindi hverrar manneskju, en á sama tíma er það á ábyrgð ríkja að tryggja þau og hvað gerist þegar ríkið sjálft útskúfar fólki? Arendt þekkti þetta af eigin raun. Sem gyðingur þurfti hún að flýja Þýskaland nasismans árið 1933 og upplifði hvernig hennar réttindi hurfu þegar hún var svipt ríkisborgararétti sínum. Hún sagði að raunveruleg mannréttindi yrðu ekki tryggð án þess að tryggður væri rétturinn til þess að hafa réttindi - eitthvað sem flóttafólk, ríkisfangs- og landlaust fólk hafi ekki. Mannréttindi, hvað er það? Hannah Arendt var þýskur heimspekingur og er einn áhrifamesti stjórnmálahugsuður 20. aldar. Ofsóknir á hendur gyðingum og öðrum hópum í seinni heimsstyrjöldinni voru Hönnuh skiljanlega afar hugleiknar. Hún spurði sig hvernig hægt væri að ofsækja fólk og útrýma með þeim hætti sem gert var, þrátt fyrir að hugmyndir um algild og óafsalanleg mannréttindi væru löngu komnar fram. Hún komst að þeirri niðurstöðu að við það að svipta fólk borgaralegum réttindum og þegnréttindum í tilteknu samfélagi, eins og gert var með gyðinga, yrði fólk berskjaldað og varnarlaust. Þess vegna sé „rétturinn til að hafa réttindi“ það sem öllu máli skipti. Hin útrýmanlegu Það sem vakti mestan ugg hjá Hönnu er sú tilfinning réttindalauss fólks að því sé ofaukið á yfirfullri plánetu, eins og hún orðar það. Við aðstæður þar sem hópar fólks hafa ekki réttinn til réttinda er mikil hætta á að það komist í hóp fólks sem er ofaukið, fórnanlegt og jafnvel útrýmanlegt. Heimurinn brást fólki í tíð Hönnu Arendt og á tyllidögum segjum við „aldrei aftur“, aldrei skulum við bregðast aftur. Allt bendir þó til þess að þessi skelfingarsaga sé að endurtaka sig fyrir augunum á okkur. Það er skylda okkar allra að bregðast við þessari ógnvænlegu þróun, að læra af sögunni og standa saman gegn þeim sem nú gera sitt besta til þess að endurtaka hana. Höfundur er lögfræðingur og í framboði til formanns Siðmenntar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Félagasamtök Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Halldór 06.09.2025 Halldór Skoðun Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna var samþykkt árið 1948, átti hún að tryggja öllum alþjóðleg grundvallarréttindi. Skömmu síðar skrifaði heimspekingurinn Hannah Arendt ritgerð þar sem hún benti á að þetta væri í raun blekking. Hún benti á mótsögnina í mannréttindum: Þau eiga að vera algild og óafsalanleg réttindi hverrar manneskju, en á sama tíma er það á ábyrgð ríkja að tryggja þau og hvað gerist þegar ríkið sjálft útskúfar fólki? Arendt þekkti þetta af eigin raun. Sem gyðingur þurfti hún að flýja Þýskaland nasismans árið 1933 og upplifði hvernig hennar réttindi hurfu þegar hún var svipt ríkisborgararétti sínum. Hún sagði að raunveruleg mannréttindi yrðu ekki tryggð án þess að tryggður væri rétturinn til þess að hafa réttindi - eitthvað sem flóttafólk, ríkisfangs- og landlaust fólk hafi ekki. Mannréttindi, hvað er það? Hannah Arendt var þýskur heimspekingur og er einn áhrifamesti stjórnmálahugsuður 20. aldar. Ofsóknir á hendur gyðingum og öðrum hópum í seinni heimsstyrjöldinni voru Hönnuh skiljanlega afar hugleiknar. Hún spurði sig hvernig hægt væri að ofsækja fólk og útrýma með þeim hætti sem gert var, þrátt fyrir að hugmyndir um algild og óafsalanleg mannréttindi væru löngu komnar fram. Hún komst að þeirri niðurstöðu að við það að svipta fólk borgaralegum réttindum og þegnréttindum í tilteknu samfélagi, eins og gert var með gyðinga, yrði fólk berskjaldað og varnarlaust. Þess vegna sé „rétturinn til að hafa réttindi“ það sem öllu máli skipti. Hin útrýmanlegu Það sem vakti mestan ugg hjá Hönnu er sú tilfinning réttindalauss fólks að því sé ofaukið á yfirfullri plánetu, eins og hún orðar það. Við aðstæður þar sem hópar fólks hafa ekki réttinn til réttinda er mikil hætta á að það komist í hóp fólks sem er ofaukið, fórnanlegt og jafnvel útrýmanlegt. Heimurinn brást fólki í tíð Hönnu Arendt og á tyllidögum segjum við „aldrei aftur“, aldrei skulum við bregðast aftur. Allt bendir þó til þess að þessi skelfingarsaga sé að endurtaka sig fyrir augunum á okkur. Það er skylda okkar allra að bregðast við þessari ógnvænlegu þróun, að læra af sögunni og standa saman gegn þeim sem nú gera sitt besta til þess að endurtaka hana. Höfundur er lögfræðingur og í framboði til formanns Siðmenntar.
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun